Dagur - 18.06.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 18.06.1984, Blaðsíða 2
2-DAGUR-18.jÚní1984 Veist þú hvað ís- lenska lýðveldið varð gamalt í gær? Ingólfur Árnason: Ætli við veröum ekki að hafa það 40 ára. Ég fór ekki sjálfur á Þingvöll, en kaus eins og öll þjóðin reyndar. S \ é< UBe t „Ég veit svo sem ekki hvortþú mátt kalla mig hótelstjóra, ég er kokk- ur á annarri vaktinni og þar fyrir utan sé ég um daglegan rekstur hótels- ins, innkaup og fjármál og þess háttar. Starfíð er ekki beint fólgið í hótelstjórn, þetta eru fremur lítil umsvifhjá okkur og því lítið með venjulegan hótelstjóra að gera." Það er Elín Karlsdóttir, hótel- stjóri á Hótel Norðurljósi á Rauf- arhöfn sem þetta mælir, en hún er í viðtali Dags-ins í dag. Hótel Norðurljós er stór bygging, upphaflega notuð sem verbúð á meðan sjórinn var fullur af síld og bærinn af fólki. Þegar síldin hvarf og fólkið úr verbúð- inni líka, þá var staðnum breytt í hótel. Hún var byggð á árunum í kringum 1960. - Hvað er hótelið stórt? „Hótelið er á tveimur hæðum og herbergin eru um 30, en við getum hýst fleiri. Þegar fjórð- ungsþingið var haldið í fyrra þá gistu hér 56 manns, það er líklega það mesta sem við höfum haft af gestum. Hótelið er allt of stórt - Rætt við Elínu Karlsdóttur, hótelstjóra á Raufarhöfn miðað við staðsetningu og það er ákaflega sjaldan fullskipað." - Eiga fáir leið hér um Raufar- höfn? „Það eru fáir sem eiga leið hér um til að dvelja og gista á hótel- inu. Fjölskyldur sem eru á ferða- lagi hér um gista í tjöldum, það er allt of dýrt fyrir fjölskyldur að ferðast um ísland og gista á hótelum. Það eru helst vinnu- flokkar sem hér dveljast um ein- hvern tíma og búa þá á hótelinu, svo er alitaf svolítið um veiði- menn, en það eru dálítil viðskipti sem við höfum af veiðimönnum. Hér í nágrenninu eru ágætar veiðiár, Deildará og Ormars- lónsá og þar eru oft útlendir veiðimenn, en þeir eru okkar bestu viðskiptavinir að því leyti að þeir vita ekki aura sinna tal og spá ekkert í hótelkostnað. ís- lendingar hafa ekki eins mikla peninga í kringum sig." - Er staðurinn ekki dálítið einangraður? Sigurður Helgason: Það var stofnað 1944, og er því 40 ára. Elín Karlsdóttir, hótelstjóri á Hótel Norðurljósi. Mynd: KGA. „Kannski ekki beint einangr- aður, en dálítið út úr. Hann er ekki í alfaraleið, það er t.d. langt að fara í Ásbyrgi en þar er mikil umferð. Það mætti gjarnan vera meira um ferðafólk hér, því þó fólki sem keyrir hér í gegn finnist allt hér ein flatneskja og þar geti varla verið margt merkilegt að sjá þá er tilfellið að hér er dýrlega fallegt oft. Mér finnst mjög gam- an að rölta út með ströndinni í góðu veðri og á sumarkvöldum þegar æðarfuglinn er með unga sína í breiðum hér úti fyrir þá finnst mér ekkert jafn skemmti- legt og að vera á ferðinni. Þessi staður er mjög sérstakur. Mið- nætursólin er fræg og margróm- uð, hún ætti út af fyrir sig að draga ferðafólk hingað. En ég get viðurkennt það, að fyrir ókunn- uga er þetta sjálfsagt óskaplega mikið gróðurleysi hér á Slétt- unni." - Er hótelstjórinn fæddur og uppalinn Raufarhafnarbúi? „Ég er fædd og uppalin í Skagafirði og eins og sá staður er ólíkur Raufarhöfn þá verð ég samt að segja, að mér líkar hér ljómandi vel. Það er t.d. mjög gott að ala hér upp krakka, að vísu dálítið erfitt með skólamál er þau fara að stækka. Eftir skyldunám þarf að senda þau burtu og það er alltaf svolítið leiðinlegt." - Að lokum, er þetta gott hótel? Þó ég segi sjálf frá, þá held ég þetta sé alveg þokkalegt hótel og alls ekkert frábrugðið öðrum sambærilegum hótelum út um landsbyggðina. Ég hef ferðast dálítið um nú í vor og gist á hótelum og mér sýnist þetta ósköp svipað allt saman. mþþ Jóhanna Jónsdóttir: Bíðið við, jú það varð 40 ára. Anna Þórsdóttir: Varð það ekki 40 ára? Boltamissir Kona úr Þorpinu hringdi: Synir mínir 2, 9 og 10 ára gamlir hafa glatað fótboltanum sínum. Þeir æfa fótbolta hjá Þór. Um daginn fóru þeir með ný- legan fótbolta á æfingu og geymdu hann í marki á grasvell- inum. Að lokinni æfingu ætluðu þeir að vitja hans, en þá var hann horfinn, einhverjum hefur litist vel á gripinn og því haft hann með sér. Sorgin er að vonum mikil yfir boltamissinum. Boltinn er svartur og hvítur, Select unior, nr. 4 og er danski fáninn á honum. Ef foreldrar sjá börn sín með bolta af þessari gerð sem ekki er þeirra eign, eða ef sá sem tók boltann sér sig um hönd, vinsamlegast hringið í síma 25145 eða skilið boltanum í Bakkahlíð 6. Einstök greiðvikni Maður austan út sveitum hringdi: Ég vildi koma á framfæri þakk- læti til pilts sem aðstoðaði móður mína og systur aðfaranótt mánu- dagsins 11. júní. Þannig var að móðir mín og systir voru að koma frá Reykjavík og á leiðinni austur. Þær stoppuðu í Nestinu á móti flugvellinum því bíllinn var í einhverju ólagi. Þessi piltur var þá þarna staddur, hann vann þarna við heimsendingarþjón- ustu í sambandi við Nestið. Hann afgreiddi þær með bensín og olíu á bílinn og lagfærði það sem bilað var. Mig langaði að færa honum sérstakar þakkir fyrir þessa þjón- ustu. Þær voru búnar að reyna að fá þetta á öðrum stöðum í bæn- um sem opið var á, en það hafði ekki tekist. Þessi piltur sýndi sérstaka lipurð og hjálp- semi og við vildum bara þakka honum kærlega fyrir hjálpina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.