Dagur - 18.06.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 18.06.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR -18. júní 1984 lXffl Það rigndi á hina hvítu kolla nýstúdentanna þegar þeir komu af útskriftinni í kirkjunni í gær, 17. jíiní. En á auga- bragði stytti upp og þjóðhátíð- ardagurinn skartaði hinu feg- ursta veðri. Á íþróttavellinum var margt um manninn, enda boðið upp á fjölbreytileg skemmtiatriði. Við Oddeyrarskóla var að venju bíla- sýning. Um kvöldið sáu Hall- björn kántrístar, Johnny King of Húsavík og Siggi Helgi um að allir skemmtu sér vel. Það voru alls 126 stúdentar sem útskrifuðust frá MA í gær, 90 stúlkur og 36 piltar. Stærsti hópur sem útskrifast hefur frá skólanum. Dúx var Sólrún Sveinsdóttir sem stundaði nám á félagsvísindabraut öldungadeild- ar. AIIs stunduðu 710 nemendur nám í MA í vetur, þar af 100 í öldungadeild. En myndirnar segja mest um það sem var á seyði á 40. afmælis- degi íslenska lýðveldisins. Á miðnætti marseruðu nýstúdentar á torginu og fór skólameistari í fararbroddi. Þá var sannarlega ljör og gaman að vera til. Pálmi Pétursson sýndi break-dans í Sjallanum, og Tryggvi Gíslason var eng- inn eftirbátur í dansinum. Ingimar Eydal vissi hins vegar ekki alveg hvernig Á torginu voru þeir Johnny King, HaUbjörn, Siggi Helgi ásamt fleirum, og sáu um að halda uppi stuðinu. Hér er það þessi nutimadans er framkvæmdur en átti þó nokkur lipur spor. Johnny King sjálfur sem tryllir mannskapinn. Á glæsilegri bílasýningu vakti margt athygli, en þetta aldna hergagn átti hug og hjörtu yngstu gestanna. Þuríður Árnadóttir flutti ræðu nýstúdents. 1 * X 2L ' * « J.4S. -r** iililWiíl».,5k,r^i.irr *:•;. .iifiíl Með fána og rellu. Myndir: KGA. Fjallkonan mætti á íþróttavöllinn í hestakerru. Það var Sunna Borg sem í gervi fjallkonunnar flutti tilheyrendum ljóð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.