Dagur - 18.06.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 18.06.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR -18. júní 1984 Sigrar hjá Þór og KA Ef marka má úrslitin i fyrstu leikjunum í Norður- og Austuriandsriðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu kemur baráttan um sigur í riðlinum til með að standa á milli Akureyrarliðanna KA og Þórs, en sigur- vegarinn í riðlinum leikur til úrslita um ís- landsmeistaratitilinn við sigurvegarann í Suður- og Vesturlandsriðlí. Fyrstu leikirnír í Norður- og Austur- landsriðli voru háðir um helgina og fóru báðír fram á Austurlandi. Á Egilsstöðum léku Hðttur og Þór, og vann Þór þar ör- uggan 3:0 sigur. Það voru Sigurlaug Jóns- dóttir, Anna Einarsdóttir og Þórunn Sig- urðardóttir sem skoruðu mörk Þórs. Á Stöðvarfirði léku hins vegar Súlan og KA og þar vann KA átakalítinn 2:0 sigur. Sóley Einarsdóttir skoraði bæði mörki KA. Holukeppni á Húsavík Golfarar á Húsavík hófu ura helgina keppni um Samvinnutryggingabikarinn. Á laugardag léku þeir forkeppni og kom- ust 16 bestu áfram í holukeppni sem leik- in er með útsláttarfyrirkomulagi. Þeir tóku til við þá keppni í gær og er iiii að mestu Ijóst hverjir leika í 8-manna úrslitum. Það eru Ragnar Þ. Ragnarson, l'iílini Þorsteinsson, Kristján Hjálmars- son, Axel Reynisson, Magnús Andrés- son, Pálmi Pálmason, Kristján Guðjóns- son og annað hvort Itjarni Stciiissou eða Karl Hannesson. Mark eftir 58sek. Það tók leikmenn Vorboðans aðeins 58 sekúndur að finna leiðina i net Æskunnar er liðin léku í e-riðli 4. deildar un helgina. Við þetta mark gjörsamlega sigu leik- menn Æskunnar saman og eftirleikurinn var auðveldur i'yrir Vorboðameun seni bættu fjóruin mörkum við, Annar leikur var í riðlinum, Tjörnes og Árroðinn mættust í hörkuleik og Árroð- inn sigraði með tveimur mörkum gegn einu. í d-riðli voru einnig tveir leikir. Reynir vann Geisla á Árskógsströnd 2:1 og á Blönduósi vann Hvöt Skytturnar l'rá Siglufirði með sömu markatölu. Leiörétting I KA-fréttum sem fylgdu með Degi sl. miðvikudag urðu þau mistök er landsliðs- menn KA voru taldir upp að nal'n eins þeirra gleymdist. Það var nafn Jakobs heitins Jakobssonar, en hann lék lands- leik árið 1961 og hefðu landsleikir hans án efa orðið fleiri ef honum hefði enst aldur. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Þá urðu einnig þau mistök f KA-frétt- um að Þóra fyrirliði kvennaliðs KA var sögð Úlfsdóttir, en hún er Úlfarsdóttir. Er Þóra beðin velvirðingar á mistök- uiiunt. Völsungar unnu ÍBV! Völsungar voru ánægðir með lífið er þeir yfirgáfu Vest- mannaeyjar á laugardag, enda með 3 stig í pokahorninu eftir 2:1 sigur gegn ÍBV. Óvænt úrslit og reyndar gegn gangi Ieiksins. Helgi Helgason skoraöi fyrsta mark leiksins beint úr auka- spyrnu í fyrri hálfleik en vara- maður sem hafði komið inn á fyr- ir Kára Þorleifsson jafnaði fyrir leikhlé. f síðari hálfleiknum skor- aði svo Olgeir Sigurðsson sigur- mark Völsunganna beint úr horn- spyrnu. Samkvæmt heimildum okkar áttu Vestmannaeyingarnir um 80% af leiknum og fengu mörg góð marktækifæri. Völsungar nýttu hins vegar þau færi sem þeir fengu og tóku því öll stigin þrjú. Þau koma sér eflaust vel og það verður ekki spurt um það hvernig þessi leikur hafi gengið fyrir sig þegar upp verður staðið í haust. Hörður veikur - en jafnaði „Þetta var ekki góður leikur, mikið hnoð og allt fremur slakt," sagði Karl Pálsson for- maður KS eftir 1:1 jafntefli KS og UMFN í 2. deildinni á Siglufirði iiiii helgina. KS-menn voru án síns mesta markaskorara Óla Agnarssonar sem var í leikbanni og Harðar Júlíussonar sem var veikur en þó á varamannabekknum. Hörður kom inn á er stutt var til leiksloka og hafði ekki verið inni á nema 2- 3 mínútur er hann jafnaði fyrir KS. Karl sagði að mikill hugur væri í KS-mönnum, þeir eiga bikar- leik heima gegn Völsungi á mið- Auðvelt hjá Magnamönnum Magni vann öruggan sigur á liði Hugins frá Seyðisfirði á laugardaginn á Grenivík, úr- slilin 3:1 og var sigur Magna- manna aldrei í hættu. Jón Ingólfsson - vítaspyrna - og Heimir Ágústsson skoruðu fyrir Magna í fyrri hálfleik og staðan að honum loknum því 2:0. í síðari hálfleik jók Jón Illugason muninn í 3:0 en á lokakafla leiks- ins náði Huginn að minnka mun- inn í 3:1 en okkur tókst ekki að grafa það upp í gær hver hafði þar verið að verki. Vallar- metá Húsavík Golfarar á Húsavík eru fyrir nokkru komnir á fulla ferð á eftir kúlunum sínum og ef marka má það sem af er verður gróska hjá þeim í sumar. Þeir Kristján Hjálmarsson og Skúli Skúlason settu báðir vallar- met á golfvelli þeirra Húsvíkinga á dögunum. Skúli lék á 71 höggi eða einu höggi undir pari vallar- ins en Kristján gerði enn betur og lék á 70 höggum. Eldra vallar- metið var 72 högg og áttu það þeir Jón Þór Gunnarsson, Þór- hallur Hólmgeirsson og Kristján Hjálmarsson. vikudag, síðan útileik gegn Völsungi á laugardag og þá verða Englendingarnir Colin og Darren báðir með. „Þeir munu styrkja lið okkar verulega," sagði Karl. Hinrik Þórhallsson skorar fyrra mark KA, vamarmaður Þróttar saumar vel að iio KA betri aðilinn jafnaði þó tvíve - KA-Þróttur 2:2 „Mér fannst við ráða gangi leiksins, en það er ekki nóg, það þarf að skapa sér færi og nýta þau," sagði Gústaf Bald- vinsson þjálfari KA el'tir 2:2 jafntefli KA gegn Þrótti á laugardag. „Við vorum betri aðilinn og el' eitthvað var átt- um við að vinna," sagði Gústaf. - Þetta er annar leikur KA á heimavelli sem endar 2:2 og í bæði skiptin hefur KA-liðið átt á brattann að sækja hvað marka- skorun snertir. Víkingur komst t.d. í 2:0 gegn KA og á laugardag komust Þróttarar tvívegis yfir. pyrra mark þeirra kom á 4. mínútu. Sending af vinstri kanti fyrir KA-markið fór að fjærstöng, þar á höfuð Arnars Friðrikssonar sem var óvaldaður og hann skallaði boltann niður í grasið og inn yfir Þorvald. Áfall fyrir KA-menn eftir gangi leiks- ins fram að því. Þróttarar sluppu svo heldur betur fyrir horn á 18. mínútu. Guðmundur Erlingsson mark- vörður þeirra kastaði boltanum út fyrir vítateig á Jóhann Hreið- arsson og fór síðan út í teiginn. ; Jóhann gaf hinsvegar boltann til baka og hann stefndi í markið en markstöngin varð fyrir og þar sluppu Þróttarar með skrekkinn. KA-menn tóku nú völdin alveg, og mark hlaut að koma. Áhorfendur vildu vítaspyrnu er brotið var á Ásbirni á 27. mínútu en Friðjón Hallgrímsson dómari sá ekkert athugavert og víta- spyrna hefði verið strangur dómur. 1:1. - Sending frá Friðfinni Hermannssyni inn í vítateig, Mark Duffield skallaði boltann áfram að markinu, þar tók Hin- rik Þórhallsson við honum og nikkaði honum laglega inn. Á 34. mínútu var Friðjón Hall- grímsson dómari illa á verði. Eft- ir hornspyrnu KA var skotið að marki Þróttar og Ársæll Kristjáns- son varnarmaður varði með út- réttri hendi í vítateignum. Ekk- ert nema vítaspyrna og eitthvað hlýtur að hafa hindrað útsýni dómarans, svo augljóst var þetta. Þróttarar tóku aftur forustu gegn gangi leiksins á 55. mínútu. Sending frá Páli Ólafssyni utan af vinstri kanti að fjærstöng þar sem Ásgeir Elísson „tók dýfu" og skallaði inn, einn og óvaldaður. Nú vöknuðu KA-menn til lífs- ins og sáu hvað var að gerast. Ekki komu þó hættuleg tækifæri frá þeim fyrr en 13 mínútur voru til leiksloka og þá kom jöfnunar- markið; Steingrímur Birgisson með aukaspyrnu fyrir markið, Mark skaut frá hinni hlið víta- teigsins fyrir markið og Gústaf Baldvinsson var á réttum stað og hamraði boltann í netið með við- komu í einum leikmanna Þróttar. KA gerði harða hríð að marki Þróttar undir lokin en án árang- urs. KA var betri aðili leiksins þótt liðið sýndi á köflum ekki neina snilldartakta og það vantaði þetta „netta" spil sem skapar usla og gefur marktækifæri. Bestu menn KA í þessum leik voru Friðfinnur Hermannsson og Gústaf Baldvinsson, en Ásbjörn Björnsson, Mark Duffield, Njáll Eiðsson og Steingrímur Birgis- son áttu góða kafla. Eitt þurfa KA-menn að lagfæra, nöldur innbyrðis inni á vellinum þegar á móti blæs gefur aldrei árangur nema síður sé. en það var áber- andi hjá vissum mönnum er líða ¦tc ec ui so lic hc lé nc fy to Þorbergur tapaði „Það klikkaði eitthvað núna, ég veit ekki hvað það var," sagði Þorbergur Ólafsson golf- leikarinn snjalli eftir að hafa tapað keppninni um „Gull- smiðabikarinn" um helgina fyrir Þórhalli Pálssyni, en þetta mót er árlegur viðburður hjá Golfklúbbi Akureyrar. Þorbergur vann bikarinn í fyrra og var í öðru sæti árið 1982 og einnig núna. Leiknar voru 36 holur með forgjöf og sigurvegari varð Þórhallur Pálsson á 142 höggum. Þorbergur var á 143 og Magnús Gíslason var ekki langt á eftir á 144 höggum. - Gullsmiðirnir Sigtryggur og Pét- ur gáfu verðlaun í mótið að vanda. Jafnhliða þessu móti fór fram 36 holu kvennakeppni og voru leiknar 36 holur með forgjöf. Erla Adolfsdóttir sigraði á 142 höggum, önnur var Inga Magnús- dóttir á 152 höggum og Karólína GuðmUndsdóttir þriðja á 161 höggi. Konurnar kepptu um verðlaun sem gefin voru af Blómabuðinni Akri í Kaupangi. Unglingarnir í Golfklúbbi fengu einnig 36 holu mót og léku þeir með forgjöf. Greinilegt er að í þeirra hópi leynast mörg efni því sigurvegarinn Sigurbjörn Þorgeirsson lék á 121 höggi nettó og á von á hressilegri for- gjafarlækkun. Magnús Karlsson varð annar á 125 höggum sem einhvern tíma hefði nægt í efsta sætið og Aðalbjörn Pálsson varð þriðji á 135 höggum. Efnilegir piltar þetta og þeir leynast fleiri hjá GA og eiga eftir að láta að sér kveða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.