Dagur - 18.06.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 18.06.1984, Blaðsíða 11
18.júní1984-DAGUR-11 tMinning: Brynjar Valdimarsson læknir Yfir bjartan vordaginn brá myrk- um skugga þegar fregnin barst um andlát hans. Tóm og tregi urðu gagntakandi, - líkt og þegar strengur hrekkur óvænt af hörpu og þögnin ríkir. Dómur var fallinn, sá er eigi varð áfrýjað. Valdi örlaganna, sem felst í vissu lögmáli fær enginn hnekkt. Mig snerti þetta eins og þungi sviplegs höggs. En þegar tekist hafði að vinna sig frá sárustu áhrifum hinnar bitru staðreyndar, liðu minningarnar fram, í mildu skini. Ég nam staðar við orð Brynj- ars Valdimarssonar, sem hann lét falla í fallegu kveðjuávarpi til yfirlæknishjónanna Snorra Olafs- sonar og Valgerðar Björnsdótt- ur, þann 1. nóvember árið 1976. Hann sagði m.a. „Það var 1959, ég var þá reynslulítill læknanemi í atvinnuleit. Ég hafði hlerað að aðstoðarlækni vantaði að Kristnesi um sumarið. Herti ég því upp hugann og lagði leið mína upp á Berklavarnarstöð Akureyrar, þar sem Snorri Ólafs- son vann. Þar var yfirlæknirinn á sínum stað. Tók hann erindi mínu ljúf- mannlega en sennilega hefur hann viljað hafa vaðið fyrir neð- an sig. Taldi hann óvíst að sig vantaði mann nema um tveggja vikna skeið, og þann tíma vildi hann gjarnan ráða mig. Þessi hálfi mánuður er nú orðinn meira en sautján ár, með litlum hléum." Því má hér við bæta að samstarf þeirra Snorra Ólafsson- ar og Brynjars Valdimarssonar var alla tíð með miklum ágætum, og til sannra heilla fyrir Kristnes- hæli. Man ég gjörla þann sumardag 1959, þegar hinn ungi læknanemi kom að Kristneshæli til að hefja þar starf. Ýmsir þeirra, sem dvöldust á hælinu eða unnu þar, þekktu Brynjar frá uppvaxtarár- um hans á þessum slóðum, og veltu því ekki vöngum yfir hversu hann myndi reynast. Það vissu þeir fyrir. Við hin, sem vorum framandi spáðum svolitlu um hvernig myndi verða að njóta F. 19. júní 1930 - D. 26. þjónustu hans og deila við hann geði. En frá fyrstu stundu leist okkur hann giftusamlegur í hví- vetna, - og það varð bjart í hug- um okkar. Nánari tengsl og kynni skópu hylli og fyllsta traust. Það var því gleðiefni þegar Brynjar varð fast- ráðinn læknir að Kristneshæli og hóf þar sitt aðalstarf árið 1962, hverju hann síðan gegndi óslitið að hinsta degi, utan eitt ár á Borgarspítalanum. Frá síðustu áramótum var Brynjar yfirlæknir hælisins. Það var mikil gifta fyrir hælið að hann skildi helga því lífsstarf sitt sem sárt er, að nú skuli vera lokið sökum hinnar ó- tímabæru brottfarar hans af þess- um heimi. Við missi Brynjars Valdimars- sonar fer harmur um hugi allra, sem áttu hann að. Margir munu sakna vinar í stað og autt rúm hans verður vandskipað. Minn- ingarnar streyma fram í hugann. Eigi mun síðasti samfundur okk- ar Brynjars læknis hyljast gleymskumóðu á næstu, dögum. Hann átti sér stað á yfirstandandi fagra vori. Ég vildi hitta hann áður en ég bjóst í för til Reykjavíkur vegna lækniserinda. Við ræddum all- lengi saman m.a. um félagsmál ýmis varðandi hælið, og ákváðum að ræða þau mun betur sem fyrst er ég kæmi aftur norður. Brynjar bætti því við kveðju sína og góð- ar óskir, að ég léti hann vita, ef hann gæti greitt götu mína í sambandi við erindi mitt syðra. Slíkt var vel þegið veganesti og síst kom mér þá í hug að við vær- um að skiptast á orðum í hinsta sinn. Þegar ég lít yfir farinn veg verður mér fullljóst, að ég á Brynjari Valdimarssyni stóra þökk að gjalda, sem einum af læknum mínum fyrr á dögum og fyrir þá góðu þjónustu sem hann veitti nánum vandamönnum mín- um á erfiðri reynslutíð. Einnig minnist ég með þökk samstarfs í félagsmálum í seinni tíð, og margra samræðna sem ætíð urðu til að byggja upp, bæta og bregða maí 1984 birtu á veg. Með Brynjari er hollvinur horfinn og hann verður ávallt í vitund minni á meðal hinna mæt- ustu manna. Allt hneig að einu með að skapa hann slíkan sem hann var, svo frábærlega vandað- an traustan og mörgum ágætum hæfileikum gæddan: Eðlishneigð, ættarerfð og uppeldi. Hann var af góðum stofnum. Foreldrar hans Valdimar Antonsson frá Finna- stöðum í Hrafnagilshreppi og Ás- laug Jóhannsdóttir frá Garðsá í Öngulsstaðahreppi einkenndust af sæmdarmennsku og skópu hið menningarríkasta heimili. Hann unni æskuheimili og átt- högum heilshugar og mun að ég hygg hvergi hafa fundið sig til hlítar utan í faðmi eyfirskrar byggðar. Hann unni starfi sínu og rækti af fyllstu alúð og trúfesti það hlutverk varðandi Kristnes- hæli, sem honum var á hendur falið og átti einlægar óskir um að þar mættu mál öll skipast sem best. í öllu var hann heill og sannur. Útför Brynjars læknis fór fram frá Akureyrarkirkju að við- stöddu fjölmenni, þann 5. júní sl. Veður var sem fegurst getur orð- ið á vori, geislandi sólskin og un- aðshlýtt. Og allt umhverfis ang- aði og brosti gróðurinn. Óskir hans höfðu hnigið að því, að fá að kveðja heim tímans á slíkum degi - í slíkri fegurð. Og sú uppfylling óska var veitt. Hugheilar þakkir fyrir það allt, sem hann var og vann fylgja hon- um til sólarlanda inn í víðerni þess vors, sem eigi fær brugðist. Eiginkonu Brynjars, Dagbjörtu Emilsdóttur börnum þeirra, Guðmundi Hrafni og Áslaugu Herdísi, systkinum hans og öðrum ástvinum sendi ég innileg- ustu samúðarkveðjur. Þau hafa mikils að sakna, en björt minning býr þeim í muna - auðlegð rík sem eigi slær fölskva yfir. Jórunn Ólafsdóttir, frá Sörlastöðum. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 128., 130. og 133. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Birkilundi 10, Akureyri, þingl. eign Guð- björns Þorsteinssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Akureyrarbæjar og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 22. júní 1984 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 73. og 76. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Ártröð 5, Hrafnagilshreppi, þingl. eign Halldórs Sigurgeirssonar, fer fram eftir kröfu Björns J. Amviðarsonar hdl., ðlafs B. Árnasonar hdl. og Hreins Pálssonar hdl. á eign- inni sjálfri föstudaginn 22. júní 1984 kl. 13.40. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 109., 112. og 114. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Aðalstræti 13, hluta, Akureyri, þingl. eign Maríu Magnúsdóttur, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjálfri föstudaginn 22. júní 1984»kl. 13.20. Bæjarfógeflnn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 128., 130. og 133. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Furuvöllum 7, Akureyri, þingl. eign Vagns- ins sf., fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og Ara ísberg á eigninni sjálfri föstudaginn 22. júní 1984 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 128., 130. og 133. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Grundargeröi 6e, Akureyri, þingl. eign Karls F. Magnússonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 22. júní 1984 kl. 16.20. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 108. og 113. tbl. Lögbirtingablaðsins 1980 og 3. tbl. 1981 á fasteigninni Birkilundi 18, Akureyri, þingl. eign Frímanns Gunnlaugssonar, fer fram eftir kröfu Tómasar Þor- valdssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 22. júní 1984 kl. 14.20. Bæjarfógetinn á Akureyri. Umboðsmenn Dags Siglufjörður: Matthías Jóhannsson, Aðalgötu S, sími 71489. Blönduós: Guðrún Jóhannsdóttir, Garðabyggð 6, sími 4443. Ólafsfjörður: Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, sími 62308. Hrísey: Heimir Áslaugsson, Norðurvegi 10, sími 61747. Dalvík: Gerður Jónsdóttir, Miðnini, sími 61247. Grenivík: Kjartan H. Pálmarsson, sími 33112. Húsavík: HafliðiJósteinsson.Garðarsbraut 53, sími 41765. Mývatnssveit: Þuríður Snæbjörnsdóttir, sími 44173. Kópasker: SólveigTryggvadóttir, Akurgerði 5, sími 52145. Raufarhöfn: Friðmundur H. Guðmundsson, sími 51225.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.