Dagur - 22.06.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 22.06.1984, Blaðsíða 3
22. júní 1984-DAGUR-3 Reiður bíl- ¦ eiganm Ekki bera allir jafn mikla virð- ingu fyrir vörðum laganna og þeirra störfum, a.m.k. virðist sem virðing eins bæjarbúa á Ak- ureyri sem lagði bíl sínum ólög- lega við Ráðhústorg á dögunum fyrir lögreglu og hennar störfum sé af skornum skammti. Hann lagði bíl sínum kolólög- lega við gangbraut og lögreglu- þjónn sem kom þar að sá engan annan möguleika en að skrifa sektarmiða ef það mætti verða bíl- eigandanum viðvörun um að gera ekki slíkt aftur. En ekki var lög- reglumaðurinn fyrr búinn að skrifa miðann og kominn aðeins frá bílnum ein eigandinn snaraðist þar að, reif miðann af bílnum, kuðlaði honum saman og kastaði í götuna. Lögregluþjónninn mun hafa spurt manninn hvort hann vildi ekki eiga miðann, en fékk kulda- legt svar. Mál hins reiða bíleig- anda mun þó hafa sinn gang í kerfinu þótt sá reiði hafi ekki af- rit af sektarmiðanum. Aðsparka V • •• '¦"¦• „Hvað myndi gerast ef þú gætir sparkað af alefli í rassg . . . á þeim manni sem á sök á öllum óförum þínum í lífinu? - Það veit ég ekki. „Það er einfalt, félagi, þú myndir eiga erfitt með að sitja næstu dagana." „Hin heilaga þrenning." Mynd: Pálmi'Guðmundsson. „Cowboys" í Hafnarstrœú t>að mun óhætt að segja að þessi „cowboysþrenning" sem sést á myndinni storma eftir Hafnar- strætinu á Akureyri hafi gert lukku í þeim bænum þann 17. júní. Þeir Hallbjörn Hjartarson frá Skagaströnd, Johnny King frá Húsavík og Siggi Helgi frá Akureyri munu vera nyrstu kú- rekar í heimi og þótt víðar væri leitað og snjallir eru þeir. Þeir örkuðu frá Bautanum þar sem þeir höfðu snætt ljúffenga máltíð niður Hafnarstrætið og niður á Ráðhústorg þar sem þeir skemmtu Akureyringum, og á leiðinni sungu þeir auðvitað hið þekkta lag Hallbjörns „Kántrý- bæ". Þeir Siggi og King hafa báð- ir lært það lag eftir miklar pæling- ar og eru vígalegir að baki meist- arans mikla. En eitt hefur Johnny King framyfir Hallbjörn. Hann ber byssur. Friðsemdarmaðurinn Hallbjörn lætur sér nægja spor- ana, og svo er hann reyndar með flottari hatt en „Kóngurinn". Svona í lokin má geta þess að Hallbjörn er væntanlegur á íþróttavöllinn á Akureyri í kvöld og skemmtir í hálfleik á leik KA og Breiðabliks. Sláttur í bloma- beðum Einhver mestu leiðindaatvik í lífi margra eiginmanna á sumrin eru þegar eiginkonan heimtar að nú skuli bletturinn sleginn, og það strax. Því þakkaði ég einum kunningja mínum alveg innilega fyrir þegar hann kenndi mér ráð sitt til þess að losna við þennan ófögnuð. Ráðið fólst í því, og takið nú vel eftir hrjáðu eiginmenn: Næst þegar þið farið út í garð með sláttuvélina skuluð þið gæta þess að fara með sláttuvélina út í blómabeðin hér og þar, og gæta þess að hún „slái niður" nokkra túlipana, nokkrar rósir, eitthvað af stjúpum o.s.frv. Þið verðið svo hinir kokhraustustu á eftir og segið kerl . . . að það sé ekki nokkur lifandi leið að slá blettinn án þess að fara dálítið út í beðin. Og sjáið til, ykkur verður ekki treyst fyrir sláttuvélinni alveg á næstunni. Letingiá veiðum Svokallaðar „letingjaveiðar" eru talsvert stundaðar á Suðurlandi, og mest í Ölfusá. Fara þær þann- ig fram að þeir sem eru á sjóbirt- ingsveiðum þar og nenna ekki að halda á veiðistöng sinni koma fyrir járni úti í ánni með krók á endanum. Þegar þeir hafa beitt og kastað út festa þeir síðan stöng sína á þennan krók, vaða í land, fá sér kaffisopa og flatmaga síðan þar til þeir sjá stangartopp- inn hreyfast sem gefur til kynna að fiskur sé að „fitla" við beit- una. Það eru hinir rriestu letingjar sem fást við þessar „letingjaveið- ar", og því til sönnunar segjum við hér sögu af einum slíkum. Þannig var að hann var að veið- um og notaði aðferðina sína. Kom þá þar að maður og spurði hann hvers vegna hann veiddi svona, hvers vegna hann léti ekki krakkana eða konuna halda á stönginni. „Eg á hvorugt," svaraði sá lati. - Þá er bara að drífa í því að fá sér konu og þá koma börnin fljótlega," svaraði hinn. „Heyrðu góði," sagði leting- inn. „Ef þú fréttir af einhverri óléttri á lausum kili, láttu mig þá vita." „Kennslu- stund" Flestir fara á knattspyrnuleiki til þess að horfa á það sem leikmenn þar hafa fram að bjóðainni á knattspyrnuvellinum. Þannig mun það líka hafa verið sl. laug- ardag er KA og Þróttur áttust við í 1. deild íslandsmótsins. En eftir leikinn fengu vallar- gestir, eða a.m.k. einhver hluti þeirra að sjá sitthvað fleira. Ungt par hafði uppi tilburði í brekk- unni fyrir ofan stúkuna í þá átt að fjölga mannkyninu og var þar hart barist ekki síður en á vellin- um sjálfum rétt áður. Sérstaklega virtust börn og unglingar kunna að meta þessa „framlengingu" og fylgdust með af áhuga þótt senni- lega hafi börriin ekki skilið þenn- an „fautaskap" sem þarna var á ferðinni. Komið og skoðið bíl ársins í Japan og Bandaríkjunum «i BILASYMNG verður laugardaginn 23. júní og sunnudaginn 24. júní frá kl. 10-17 báða dagana við verkstæði Þórshamars við Tryggvabraut 2-door Hatchback -.im-j^m Gosdrykkir frá Sana verða kynntir >1CCORD Bifreiðaverkstæðið Þórshamar hf. v/Tryggvabraut 5-7 Sími 96-22700.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.