Dagur - 22.06.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 22.06.1984, Blaðsíða 5
22.~júní 1984 - DA'GUR - 5 Umsjón: Jón Bjarnason frá Garðsvík að berja landið augum Húsfreyja nokkur tók að veita því athygli að karl hennar var far- inn að gefa ungri blómarós hýrt auga. Brá henni illa og hafði hún ósómann mjög í hámælum. Ólaf- ur Sigfússon, Forsæludal kvað í orðastað hennar: Hlynir stála hlýðið mér. Hér er mál að klaga: Kvenmannsgála komin er í karls míns sálarhaga. Ærnum bótum eg vil ná, ágang Ijótum klipin. Hringabrjótur, hann sem á hirði skjótast gripinn. Ólafi býður við þeirri málleysu sem hver apar nú eftir öðrum, að „berja augum" hin og önnur fyrirbæri. Hann kveður í orða- stað þessara blekbullara: Engan framar á ég frið. Ofbauð mínum taugum böls í móði að böðlast við að berja landið augum. Ekki neitt þú undrast skalt efþú skyldir frétta að síðan liggi landið allt lemstrað - eftir þetta. Páll Helgason frá Þórustöðum kvað þessar vorvísur: Vorið strýkur vanga minn vinarhöndum sínum. Aftan - bliður andvarinn yljar huga minum. Geislar verma. Grænkarjörð. Gleði hugann hvetur. Enn er vor um Eyjafjórð eftir strangan vetur. Friðbjörn Guðnason, Sunnuhvoli mun hafa kveðið þessa vísu á heimahlaði: Heimabyggðin heillar mig. Hér er undurfógur jörðin. Víst hefur drottinn vandað sig við að skapa Eyjafjörðinn. Rafn J. Símonarson kvað næstu vísurnar þrjár: Stoðin reiða hristist há, hroðaleiði spáir. Gnoðar breiðum brjóstum frá boðar freyða háir. Finna skjól í feigðarbyl, firrast njólu svarta þeir er sól og sumaryl sífellt ólu í hjarta. Rafn yrkir svo um lélegan hirði: Hann sem lakur hirðir er hitans spakur nýtur meðan hrakin, hryggjaber hjörðin klaka brýtur. Sigurður Björnsson, Seyðisfirði orti: Margri kjaftakerling óx kaffisystra hylli við að bera bakka rógs bæjarhúsa milli. Björn Halldórsson kvað og lík- lega af svipuðu tilefni: Löstum slíta út sér í ekki er lítil blindni og af víti þykjast því. Það er skítafyndni. Eins og margir fleiri, leitaði ég mér heilsubótar að Bjargi sl. vetur. Fólst aðgerðin í því að ung og fögur mær barði brjósthol mitt flötum lófum allt um kring og fór hamförum. Þá urðu til vísur: Sækja nú að Bjargi björg bóndinn jafnt sem frúin, enda halda héðan mörg heilsubresti rúin. Hér er sjúku fólki falt fjölskrúð hjálpartækja, þótt ég sjálfur eigi allt undir högg að sækja. Jón Bjarnason. Útvegsmenn Norðurlandi Útvegsmannafélag Noröurlands boðar til fundar í Sjallanum, Mánasal, mánudaginn 25. júní nk. kl. 14.30. Áríðandi að félagar fjölmenni. Stjórnin. NISSAN NISSAIM Bílasýning verður á Akureyri 23. og 24. júní frá kl. 14-17 báða dagana að Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar. 'WHEEL DRIVE verður einnig á sýningunni Komið og skoðið og kynnið ykkur kjörin. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5a, Akureyri, sími (96) 22520. * Geislagölu 14 Föstudagur 22. júní: Mánasalur opnaður kl. 19 fyrir matargesti. Sólarsalur, einkasamkvæmi til kl. 22, þá hefst stórdansleikur sem stendur til kl. 03. Hljómsveit Ingimars Eydal skemmtir. Laugardagur 23. júní: Miðaldamenn frá Siglufirði skemmta til kl. 03. Opnað fyrir matargesti kl. 19. Sunnudagur 24. júní: Kl. 21.00: Kántrýkóngurinn Hallbjörn Hjartarson mætir eldhress á svæðið ásamt Miðaldamönnum sem leika til kl. 01. (Síðast þegar þessir höfðingjar mættu, varð allt vitlaust.) Þriðjudagur 26. júní: Hljómleikar: Bubbi Morthens kl. 21-01. Mánasalur opinn alla daga, Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti öll kvöld. 0 Geislagötu 14 . 1 ?; i i m i f':,'v':i r ¦ -V' \ ¦ Sóló-húsgögn Sterk og stílhrein Eldhúsgögn, borð, stólar, kollar Einnig tilvalið í kaffistofur, veitinga- og samkomuhús Borð og stólar í öllum stærðum og gerðum Alls kyns litir og áferð Allt eftir eigin vali Hrísalundi 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.