Dagur - 22.06.1984, Blaðsíða 15

Dagur - 22.06.1984, Blaðsíða 15
22.júnM984-DAGUR-15 Hringur Jóhannesson. Hringur sýnir í Laxdalshúsi Að venju verður mikið um að vera í Laxdalshúsi um helgina og vel þess virði að líta inn. Hringur Jóhannesson opnar sýningu kl. 13.30 í dag og stendur hún í hálfan mánuð. Hringur sýnir olíumálverk, teikningar, tréblýantsverk og olíukrít, en það er afrakstur 12 mánaða starfslauna. Hringur er nýkominn úr Aðaldal með vorvolgar myndir á sýninguna. Borðljóðshöfundur um þessa helgi er Heiðrekur Guð- mundsson og les hann upp áður óbirt ljóð. Síðdegis á laugardag verður Þráinn Karlsson með kynningu og upplestur á ljóðum Heiðreks. Strengjatríó hússins leikur nokkur þjóðlög og síðan verð- ur létt kabarettatriði. Um það sér flokkur er kallar sig Sól- skrækjurnar ásamt Hermanni Arasyni og flytja þau léttfrík- að efni í tali og tónum um ýmsa mæta Akureyringa. Klukkan 13 á laugardag og sunnudag fara hestvagnar af stað í leigu og þá getur allt að 10 manna hópur fengið sigl- ingu um Pollinn á hraðbáti er húsið leigir út. Auk hestvagn- anna verður boðið upp á hestaleigu. Þess má að lokum geta, að matur er nú fram- reiddur í fyrsta skipti og hægt er að panta borð í síma 24490. Aðaláherslan mun lögð á fisk- rétti, en einnig verða ýmis til- boð í gangi t.d. á pottréttum ýmiss konar. Hallbjörn og Ástrós í Sjalkmum „Diskódansdrottningin" Ast- rós Gunnarsdóttir mun verða á ferðinni á Akureyri um helg- ina, og í kvöld skemmtir hún gestum Sjallans. Ingimar Eydal og hljómsveit hans sem skemmtir í kvöld í Sjallanum tekur sér síðan frí annað kvöld og á sunnudag- inn. Við tekur hljómsveitin Miðaldamenn frá Siglufirði sem fær góðan gest á sunnu- dagskvöld. Er það enginn ann- ar en Hallbjörn Hjartarson „kúrekasöngvari" með meiru sem þá treður upp í Sjallanum og er ekki að efa að honum verður vel tekið sem endra- nær. Til lesenda Þeir sem hafa áhuga á að koma á framfæri upplýsingum á þessari síðu Helgar-Dags eru vinsamlega beðnir um að skila þeim til blaðsins fyrir hádegi á miðvikudag sé þess nokkur kostur. Menningarsamtök Norðlendinga: Aðalfundurinn á Blönduósi Menningarsamtök Norðlend- inga halda nú um Jónsmessu aðalfund sinn og verður hann að þessu sinni á Blönduósi og hefst á morgun, laugardaginn 23. júní. Auk aðalfundarstarfa verður efnt til ráðstefnu í tengslum við fundinn um stöðu lista á landsbyggðinni undir yfirskriftinni "List á landsbyggð. Heimalningshátt- ur eða listsköpun." Tryggvi Gíslason mun halda framsögu um efni þetta. Er ætlunin að velta ofurlítið fyrir sér mis- munandi kröfum og umfjöllun um listir eftir því hvar á land- inu er. Fundardagana verður opin málverkasýning á Blönduósi og sýna þar listamenn sem bú- settir eru á Norðurlandi vestra. Þeir sem sýna eru: Elías B. Halldórsson, María Hjaltadóttir, Marinó Björns- son og Örlygur Kristfinnsson. Sýningin verður í Kvenna- skólanum og verður opnuð kl. 14.30 á laugardag. Einnig verða kynntar bók- menntir og tónlist þeirra vest- anmanna. Rithöfundurinn Guðmundur Halldórsson kynnir verk sín og Jóhann Már Jóhannsson, Svavar Jóhanns- son og Guðjón Pálsson flytja lög eftir Skagfirðingana Eyþór Stefánsson og Jón Björnsson. Á laugardagskvöld býður hreppsnefnd Blönduós- hrepps í kvöldverð og það sama kvöld verður kvöldvaka þar sem Leikfélag Blönduóss mun sjá um dagskráratriði. Allir þeir sem áhuga hafa á listum og menningarmálum eru hvattir til að taka þátt í fundinum, hann er öllum op- inn og öllum frjáls innganga í samtökin. Menningarsamtökin voru stofnuð fyrir tveimur árum og hafa haft það að meginmark- miði að efla kynni og samstarf þeirra sem að listum vinna í fjórðungnum, auka metnað þeirra og gagnrýnin vinnu- brögð. Samtökin hafa staðið fyrir ráðstefnum, listsýningum, bókmenntakynningum, gefið út fréttabréf og útvegað leið- beinendur í hinum ýmsu list- greinum, auk þess eru stöðug- ar listkynningar í Alþýðu- bankanum á Akureyri. Þá er kominn aukinn skriður á sam- starf samtakanna og skóla í fjórðungnum um kynningu og kennslu í listum. Stjórn Menn- ingarsamtakanna skipa nú: Kristinn G. Jóhannsson, form., Þórey Aðalsteinsdóttir, Atli Guðlaugsson, Bragi Sig- urjónsson og Valgarður Stef- ánsson. Grasaskoðun í Kjarna Sunnudaginn 24. júní, kl. 10 árdegis verður þriðja náttúru- skoðunarferð á vegum Nátt- úrugripasafnsins farin um úti- vistarsvæðið og skógræktar- svæðið í Kjarna fyrir sunnan Akureyri. Eins og í fyrri ferðum verð- ur aðallega hugað að grösum, sem eru að vonum mjög fjöl- breytt á þessu svæði. Safnast verður við snyrti- húsið (vegamótin) og gengið suður um brekkurnar og gilin, síðan upp með girðingunni að sunnan, og upp undir klettana fyrir ofan skógarsvæðið. Þar er að finna ýmsar tegundir sem Bubbi með tónkika Bubbi Mortens verður með hljómleika í Sjallanum á þriðjudagskvöld og hefjast þeirkl. 21. Bubbi mun væntanlega syngja lög af nýju plötunni sinni og sennilega bæta ein- hverjum gullkornum við. Aldurstakmark á tónleikana er 18 ár. Sýning hjá Þórshamri Laugardaginn 23. júní og sunnudaginn 24. júní verður bílasýning við verkstæði Þórs- hamars við Tryggvabraut. Þórshamar hefur tekið við um- boðinu fyrir Honda bifreiðir hér í bæ og verða Honda bif- reiðir á sýningunni, en Honda var einmitt kosinn bíll ársins í' Japan og Bandaríkjunum á síðasta ári. Sýningin er opin 10-17 báða dagana. Sýning á Óseyri Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar mun halda bílasýningu á verkstæðinu Ós- eyri 23. og 24. júní, sem eru laugardagur og sunnudagur. Sýndir verða Nissan Cherry og Subaru, sem er einn mest seldi bíllinn á landinu. Sýningin verður opin kl. 14-17 báða dagana. lítið vaxa annars staðar nær- lendis, m.a. ýmsa steinbrjóta. Notið þetta einstaka tækifæri til að kynnast villigróðri á úti- vistarsvæðinu. Takið börnin með, og hafið með ykkur blýant og plastpoka til að safna jurtunum í. Netanela á Húsavík Sænska þjóðlagasöngkonan Netanela mun skemmta í Húsavíkurkirkju á sunnudags- kvöldið, en hún hefur að undanförnu skemmt bæði í Reykjavík og á Akureyri. I Reykjavík söng hún á Listahátíð og vakti söngur hennar mjög mikla athygli. Gagnrýnendur hrósuðu henni í hástert og sögðu hana hafa skilað söng sínum óaðfinnan- lega til áheyrenda. I Húsavíkurkirkju mun Netanela syngja negrasálma og „gospel-" tónlist. Þess má geta að Netanela er eini lista- maðurinn sem skemmti á Listahátíð í Reykjavík sem mun heimsækja Norðurland. Netanela er fædd í Sovét- ríkjunum, í Uzbekistan, en ólst upp í Kanada. Hún hefur verið á stanslausum ferða- lögum undanfarin ár víða um heim, og hvarvetna hefur söngur hennar vakið almenna hrifningu. Netanela.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.