Dagur - 29.06.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 29.06.1984, Blaðsíða 4
4-DAGUR-29. júní 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Að miða við imianlandsneyslu Þótt hlutdeild landbúnaðarins í atvinnulífi þjóðarinnar hafi dregist saman og það verulega á síðustu áratugum, gegnir hann enn, að flestra mati, veigamiklu hlutverki í þjóðar- búskapnum. í grundvallarat- riðum er það hlutverk fólgið í því að nýta lífríki landsins til fæðuöflunar og margvíslegrar verðmætasköpunar, til aukinn- ar hagsældar, aukinnar sjálfs- bjargar og aukins öryggis fyrir þjóðarheildina. Á síðari árum hefur verið stefnt að meiri fjöl- breytni í framleiðslu og úr- vinnslu afurðanna og enn má reikna með verulegri framþró- un á því sviði á komandi árum. Landbúnaðurinn á sinn þátt í því að skapa atvinnuöryggi og þá félagslegu aðstöðu og þjón- ustu sem nú er krafist hvar sem er á landinu, til viðbótar því að vera bjargræðisvegur um það bil 5-7% þjóðarinnar. Þetta kemur m.a. fram í grein eftir Egil Bjarnason, starfs- mann Framleiðsluráðs land- búnaðarins, í Frey nýlega. Hann bendir á þá þróun sem orðin er og nefnir sem dæmi að 1947 hafi bændur verið 6.300 og heildarstærð ræktaðs lands um 40 þúsund hektarar. Þrjátíu árum síðar voru bændur 4.470 og hafði fækkað um 30%. Rækt- að land var þá orðið um 127 þúsund hektarar, sem er fimm- földun á túnstærð á þessum þrjátíu árum. Frá 1940 til 1977 fækkaði starfandi fólki í land- búnaði um meira en helming en verðmæti framleiðslunnar á mann tæplega fjórfaldaðist. Þessar tölur sýna hversu gíf- urlegar framfarir hafa orðið í landbúnaðinum á síðustu ára- tugum. Fólki sem starfar við landbúnaðinn hefur fækkað verulega en framleiðnin stór- aukist, sem er eftirsóknarvert markmið í hvaða starfsgrein sem er. En hvað gerist ef fram- leiðsla landbúnaðarafurða verður aðeins miðuð við innan- landsneyslu, eins og nú er rætt um? Niðurstöður Egils Bjarna- sonar eru eftirfarandi: Búvöruframleiðendum mun fækka niður í 2.500 á um 2.000 býlum. Þetta er fækkun um 2.000 manns í landbúnaði og gæti vafist fyrir mönnum að finna þessu fólki arðbæra at- vinnu á næstu árum og ára- tugum, til viðbótar þeim sem koma nýir á vinnumarkaðinn. Með minnkun á bústofninum dregst ullarframleiðslan saman um 30-45% og gæruframleiðsl- an um 250-300 þúsund gærur. Mjólkuriðnaðurinn myndi drag- ast stórlega saman og sama gildir um sláturhús og kjötiðn- að. Þetta myndi leiða til mikillar fækkunar fyrirtækja í öllum þessum greinum. Að þessum breytingum þarf að aðlaga marga þætti, finna ný störf í allstórum stíl og byggja upp nýja atvinnuaðstöðu, sem gæti leitt til mikilla breytinga á bú- setu frá því sem nú er. Víst er að enginn atvinnuvegur bíður eftir þessu fólki í dag, segir Egill Bjarnason. Líklega er óhjákvæmilegt að draga úr landbúnaðarfram- leiðslunni, hvort svo sem miðað verður við það að fullnægja aðeins innanlandsmarkaðinum eða ekki. En það er ljóst að leita verður allra mögulegra leiða til að finna ný störf og má þá ekk- ert undan skilja. Reynir Antonsson skrifar Friður sé með yður Fyrir skörmnu var sýnd hcr í bæ hin víðkunna mynd „Daginn et'tir", sem eins og kunnugt er fjallar um það hvað gerast myndi ef stórveldin tækju upp á því að beita kjarnorkuvopnum til að setja niður deiluinál sín. Það þykir sjálfsagt mörgum nóg um viðbjóð þann sem fyrir augu áhorfenda ber í mynd þessari, en það er samt skoðun margra þeirra sem vit hafa á þessum málum, að það sem þarna er sýnt, sé í rauninni ósköp bragð- lítið miðað við það sem raun- veruleikinn yrði, kæmi til kjarn- orkustyrjaldar. Það ætti því að vera lítil furða þó að ýmsum sé farið að þvkja nokkuð langt gengið í vígbúnaðarkapphlaupi stórveldanna. Vopnaskak og friðarleit Varla var dýrategund sú sem maður er kölluð búin að læra að ganga upprétt, þegar hún tók að stunda vopnaskak. Ekki aðeins til að veiða sér björg í bú, heldur til að sölsa undir sig veiðilönd og síðar ekrur nágrannans, eða þá bara til að sýna mátt sinn og megin, eins og menn reyndar gera enn í dag þrátt fyrir allan sinn þroska og allar sínar tækni- framfarir, sem að vísu eigá vel- flestar upptök sín í tengslum við hernað á einn eða annan hátt. Friðarleitin er án efa einnig jafngömul mannkyninu. Öll trú- arbrögð leggja mikla áherslu á friðarboðskap í einni eða annarri mynd, þó svo kaldhæðnislega vilji nú samt til að fleiri menn hafi fallið fyrir vopnum í nafni trúarbragðanna en af nokkurri annarri ástæðu. Þá er það einnig þverstæðukennt hversu margir friðarsinnar hafa fallið fyrir ann- arra hendi. Nægir að nefna Jesús Krist, Gandhi, Martin Luther King og John Lennon í því sam- bandi. Og enn ein þverstæðan er sú árátta margra stríðsherra í gegnum tíðina að flytja há- stemmdar ræður um frið. Má í því sambandi nefna fræga ræðu Adolfs Hitlers, en á fundi með fulltrúum stórveldanna í sam- bandi við friðarvikuna í Reykja- vík um páskana, voru þessir full- trúar beðnir að giska á það hver höfundur ræðunnar væri, en gátu auðvitað hvorugur en vildu gjarnan báðir geta eignað sér hana. Tannbursti og blöðrur Orsakir styrjalda eru margvísleg- ar, og þær eru oft á tíðum ekki merkilegar. Fyrir nokkru var mér sagt frá hjónaskilnaði sem átti rót sína að rekja til deilu er upp kom milli hjónanna út af tannbursta. Og hjónabandserjur eru í raun- inni ekkert annað en styrjaldir í smækkaðri mynd, þar sem skiln- aðinum má líkja við hina algeru tortímingu kjarnorkustríðsins. Og eins og í hverri annarri styrjöld, þá er það ávallt hinn þriðji aðili, sá sem engan áhuga hefur á átökunum sem mest verð- ur að þjást. Eins og einn tannbursti getux valdið hjónaskilnaði, þá þarf ör- ugglega ekki svo mikið til að hleypa af stað kjarnorkustyrjöld. Það er alls ekki svo víst að text- inn við blöðrusönginn þýska sem vinsæll hefur verið að undan- förnu sé neitt óraunsær. Það kann vel að vera að menn sem allt frá blautu barnsbeini hefur verið barinn í hernaðarandi og ofbeldishyggja séu svo blindir að í stundarbrjálæði sjái þeir ekki muninn á 99 blöðrum og 99 kjarnaflaugum. En kemur þetta stríðsbrölt ein- hverra fáráðlinga úti í heimi okk- ur hér norður í Ballarhafi eitt- hvað við? Engan höfum við her- inn, bara Landhelgisgæsluna, sem jú vann það afrek að neyða til samninga sjálft Breska Ljónið, beitandi ekki öðrum vopnum en vírklippum. Jú, vissulega. Bæði er það að við getum tæpast vænst þess að sleppa með öllu við áhrif- in af Sveppinum, og svo erum við nú einu sinni aðilar að því sem sumir kalla ósvífið árásarbanda- lag, en aðrir friðarhreyfingu. Það er að segja NATO. Ef Rússarnir kœmu. Aðild okkar að NATO fylgir að sjálfsögðu sú kvöð að við leggj- um eitthvað af mörkum til varna bandalagsríkjanna þótt engan höfum við herinn, og af örlæti okkar létum við af hendi óhrjá- legan hraunfláka suður á Miðnes- heiði undir herstöð, fengum að vísu í staðinn eitt stykki alþjóða- flugvöll. Svo á að heita að þessi herstöð þjóni fyrst og fremst þeim tilgangi að vernda okkur ef Rússarnir skyldu nú taka upp á þeim ósóma að reyna að hertaka landið. Til slíks er þó þessi her- stöð líklega vita gagnslaus. Ef Rússar hyggðu á hernám íslands myndu þeir sennilega fyrst ein- faldlega þurrka Keflavíkurflug- völl út með lítilli kjarnaflaug og ganga síðan á land, líklega á norðausturhorninu. Vopn til að verjast þessum möguleika eru að minnsta kosti opinberlega ekki til hér á landi. En að vísu yrði slíkt framferði Rússanna upphaf alls- herjar styrjaldar, því erfitt yrði fyrir Bandaríkjamenn að sitja hjá er á eigin herstöð þeirra yrði ráðist. Herstöðin í Keflavík er því í sjálfu sér einskis virði hernaðar- lega séð miðað við núverandi búnað, og þetta veit Pentagon, enda vilja menn þar á bæ ólmir víkka út hlutverk stöðvarinnar. Hins vegar er mikilvægi hennar töluvert sem hlustunar- og eftir- litsstöðvar með ferðum kafbáta og herflugvéla og þetta hlutverk hennar mætti enn útvíkka ef ís- lendingar lýstu yfir hlutleysi sínu og beittu sér fyrir því að mat- forðabúrið á Norður-Atlantshafi yrði friðlýst og slík friðlýsing yrði á ábyrgð Sameinuðu þjóðanna með eftirliti á Islandi. Þá mætti einnig um leið nota mannvirkin í Keflavík sem þjálfunarskóla fyrir verðandi foringja í friðarsveitum SÞ. Að vísu hefur umgengni okk- ar við fyrrnefnt matforðabúr ekki alltaf verið beinlínis til fyrir- myndar og fjárfestingin í þroska- drápstólum á stundum verið helst til hrikaleg, en það er önnur saga. Friðlýsing Norður-Atlants- hafsins er auðvitað ekki annað en örlítil byrjun á því að stöðva víg- búnaðarkapphlaup þeirra lags- bræðra Reagans og Chernenkos að ógleymdum minni spá- mönnum og fylgisveinum þeirra eins og þeim Pinochet og Jarús- elski, sem þótt furðulegt sé hafa ekki ennþá haldið fund með sér til að bera saman bækur sínar í kúgunarfræðunum. Á eftir Norður-Atlantshafinu myndu vonandi fylgja fleiri friðlýst svæði. Raunar er eða ætti ekki að þurfa að vera að tala um friðlýst svæði, heldur nokkra afvikna staði þar sem þjóðarleiðtogarnir fengju að hafa leikföngin sín í friði þar til þeir hefðu náð þeim þroska að þeir vildu eyðileggja þau. Og einhvern veginn finnst manni það viðkunnanlegra að við íslendingar færum að græða á friðargæslu heldur en hermangi, eins og verið hefur undanfarna áratugi. Það að sverðin breytist í plóga má ekki aðeins vera draumsýn trúarbragðahöfund- anna, heldur áþreifanlegur veru- leiki. Til þess getur þjóð okkar lagt sitt lóð á vogarskálina þótt lítið sé. Reynir Antonsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.