Dagur - 29.06.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 29.06.1984, Blaðsíða 16
BAUTINN Erum að breyta og auka þjónustu okkar við gestina. Núna geta þeir sest strax við borðin og fá þeir matseðlana og síðan matinn færðan á borðin af starfsfólki okkar. Vonumst við tilað nýja fyrírkomulagið líki vel og biðjum viðskiptavini mokkar að afsaka, það sem aflaga fer fyrstu dagana .M-----. ...~JT / "i. Hafa ríkan skilning á viðhorfum heimamanna - segir Valur Arnþórsson um fulltrúa Alcan, sem koma til Akureyrar „Viðræðumar við þessa menn voru mjög athyglisverðar. Það kom m.a. fram að þeir hafa mikinn áhuga á umhverfismál- um og ríkan skilning á þeim viðhorfum heimamanna og fyrirvörum að hér verði ekki staðsett slíkt fyrirtæki sem ál- ver nema tryggt verði að það spilli ekki umhverfinu. Því telja þeir ekki koma til greina að hér rísi álver nema með full- komnustu mengunarvörnum sem völ er á,“ sagði Valur Arnþórsson, sem sæti á í stór- iðjunefnd, um komu fulltrúa Alcan til Akureyrar. Þeir sem komu til Akureyrar voru mjög háttsettir menn hjá þessu fyrirtæki, forstjóri og hans næstráðandi, auk tveggja fram- kvæmdastjóra. Tilgangur þeirra var að kynna sér umhverfið, at- vinnuhætti og mannlíf og ræða við heimamenn. Engar formlegar viðræður fóru hins vegar fram. „Þeir eru til viðræðu um sam- starf við íslendinga, hafa reyndar áhuga á því, en eru jafnframt opnir fyrir öllum öðrum leiðum. Þeir sögðust geta hugsað sér að íslendingar ættu stóran hlut í þessu sjálfir. Mér sýnist þessir menn allt öðruvísi hugsandi en Svisslendingarnir og vænlegir samstarfsaðilar. Þeir töldu heppilegt að aðilar af þessu svæði, bæði þeir sem eru meðmæltir álveri með fyrirvörum og svo hinir sem eru andvígir, fengju tækifæri til að skoða verk- smiðjur þeirra, nýjar og gamlar, til að sjá hvernig umhverfi mætti skapa, innan- sem utandyra," sagði Valur Arnþórsson. HS Laxdalshús: Vínveit- ingaleyfi fljótlega Nú eru líkur á aö Laxdalshús fái vínveitingaleyfi innan skamms. Farið var fram á betri snyrtiaðstööu í húsinu og hefur orðið að ráði að setja upp snyrtingu á loftinu, sem að öðru leyti er enn óinnréttað. Þeim framkvæmdum ætti að Ijúka í næstu viku. Nú hafa um 2.500 manns kom- ið í Laxdalshús og virðist rekstur- inn ætla að ganga bærilega, að sögn Arnar Inga. Mest eru þetta Norðlendingar enn sem komið er, enda ferðamenn ekki farnir að láta sjá sig í þeim mæli sem reikna má með síðar í sumar. Sýning á verkum Hrings Jóhann- essonar er nú í húsinu og fyrstu helgina seldust sjö myndir hans. Næstir tii að sýna í Laxdalshúsi verða félagar í Gallerí Langbrók. HS Meirihluti túna kalinn „Það eru yfirleitt góðar horfur og ástandið gott í heildina,“ sagði Stefán Skaftason ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandí Suður-Þingeyinga er Dagur innti hann eftir ástandi túna þar í sýslu. „Það er langmest kalið í Mývatnssveit og syðstu bæir í Bárðardal hafa margir orðið illa úti. Einnig eru það stöku bæir í Reykjahverfi þar sem eitthvað hefur kalið. Þetta virðist algerlega skiptast í tvö horn, það er gott ástand í Reykjadal og á Tjörnesi og þar um slóðir, eða í lágsveitunum, hins vegar er það víða slæmt þar sem bæir standa hærra. Sagði Stefán að þeir bæir er verst höfðu orðið úti hefðu misst meirihluta túna og þannig hefði það stundum gengið ár eftir ár. Þeir bændur hafa reynt að bjarga sér með grænfóðurrækt og einnig að leigja tún í öðrum sveitum, en það væri dýrt að sækja lengra til og ástandið væri því vissulega bagalegt á einstaka bæjum. Kvaðst hann vonast til að neyðar- ástand skapaðist ekki vegna þessa. Að lokum sagði Stefán að sprettuhorfur væru góðar og væru sumir bændur byrjaðir að slá, almennt hefst þó sláttur ekki fyrr en um mánaðamót. mþþ. áhugi þ.e. hver teljist löglegur eigandi holunnar er boruð var skammt frá sundlauginni og einnig var rætt um vatnsmagn hennar og af- kastagetu, en Orkustofnun hefur gefið upp ákveðna tölu í því sambandi og verið er að athuga hvort hún stenst. Ákveðið var á fundinum að leita eftir samstarfi við þá aðila aðra er væru að athuga þessi mál, en þeir eru þó nokkrir. Sagði Finnbogi að aðalvandamálið við stofnun álaræktarstöðvar væru þær reglur er landbúnaðarráðu- neytið setur um sjúkdóma og smithættu. Ef fylgja á þeim eftir og ríkið byggir ekki sóttvarnar- stöð, þá er erfitt fyrir minni fram- leiðendur að fara út í áiarækt. mþþ Álarækt á Grenivík: Mikill Fyrir skömmu var haldinn fundur um fyrirhugaða álarækt á Grenivík. Reyndist áhugi mjög mikill á að kanna þessi mál nánar og skipaði Atvinnu- málanefnd Grýtubakkahrepps 5 manna nefnd til að vinna að athugun á málinu. Formaður atvinnumálanefndar er Stefán Þórðarson sveitarstjóri og sagði hann í samtali við Dag að á þessu stigi málsins væri lítið hægt að segja, málið væri flók- ið og það myndi ekkert gerast strax. Finnbogi Jónsson fulltrúi Iðn- þróunarfélagsins sagði að það þyrfti að athuga ýmsa þætti áður en farið væri út í slíkt. Á fundin- um var rætt um eignarréttarmál, Við höfum fengið slatta af sólinni undanfarna daga - það hefur varla farið framhjá nokkruin manni. Sundlaugin alltaf eins og mauraþúfa og engum dettur í hug að vera í fýlu. Sjá nánar um sólskinið á blaðsíðus sex. Mynd: KGA. Það er ágætisvcðurútlit um helgina, a.m.k. fyrir þá sem ekki eiga seglbretti! Hæg- viðri framan af deginum en snýst í kvöld í vestan- eða suðvestanátt. Á laugardag verður hægviðri og skýjað og svo verður einnig á sunnudag nema hvað líkur eru fyrir norðvestanátt. Að líkindum sleppum við alveg við úr- komu. Sumsé: Allt fremur rólegt og gott. Full búð af nýjum vörum Snyrtivörur ★ Dömuvörur ★ Undirfatnaður Barnavörur ★ Vefnaðarvörur Opið laugardag 10-12 E^\35Sm»^l£5,Cö) , Dömudeild í|' wí n m

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.