Dagur - 04.07.1984, Page 11

Dagur - 04.07.1984, Page 11
4. júlí 1984 — DAGUR - 11 Filadelf íusöfnuöurinn: Tjald- sam- komur Filadelfiusöfnuðurinn á Akur- eyri gegnst þessa viku fyrir tjaldsamkomu, og eru þær haldnar við nýbyggingu safn- aðarins við Skarðshlíð. Samkomurnar eru á hverju kvöldi og verður sú síðasta þeirra n.k. sunnudagskvöld. Þær hefjast kl. 20.30 öll kvöldin. Á samkomunni kemur fram ungt fólk og vitnar, en einnig er mikill söngur á samkomunum sem eru öllum opnar. „Gróandinn“ er kominn út“ Út er komið fyrsta tölublað nýs tímarits, Gróandans, en eins og nafnið bendir til er Gróandinn rit um gróður og garðyrkju, auk þess sem fjall- að er um ýmis önnur efni tengd útilífi og frístundum. Ritstjóri Gróandans er Hafsteinn Haf- liðason garðyrkjumaður, sem fyrir löngu er þjóðkunnur fyrir skemmtilega og fróðlega þætti í útvarpi um gróður og garða. Útgefandi Gróandans er út- gáfufélagið Fjölnir hf. Meðal efnis í Gróandanum er ýtarleg grein eftir ritstjórann um allt sem lýtur að rósum, sögu þeirra, ræktun og umhirðu. Þá er grein eftir Hallgrím Indriðason skógfræðing á Akureyri um úti- vist í skógum, Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri Reykjavíkur- borgar ritar tvær greinar, um skógræktarviðleitm Skúla fógeta í Viðey og um sauðakaup Cog- hills hér á landi á öldum fyrr. Lára Jónsdóttir skrifar um mat- jurtagarðinn og ræktun grænmet- is, Haraldur Þ. Skarphéðinsson skrúðgarðafræðingur ritar um hellulagnir í görðum, og Stanislas Bohic landslagsarkitekt ritar grein með myndum um hönnun garða framan við hús. Þá skrifar Einar Þorsteinn Ásgeirsson arki- tekt um hvolfgróðurhús, Axel V. Magnússon garðyrkjuráðunautur skrifar um akryldúk, fjallað er um pottablóm, Þórunn Jónatansdótt- ir hússtjórnarkennari skrifar um matreiðslu á útigrilli, og smásaga er í Gróandanum eftir Gunnar Gunnarsson rithöfund. Af öðru efni má nefna um- fjöllun urn snjóbræðslukerfi, grein um heita potta og útisund- laugar, stutt grein er um antik og önnur um gæludýr og Skarphéð- inn Þórisson líffræðingur ritar skemmtilega grein um starann. Gróandinn er 96 blaðsíður að stærð í venjulegu tímaritsbroti, ríkulega myndskreytt með fjölda litmynda. Upplag fyrsta tölu- blaðs er 7.000 eintök og er ritið aðili að upplagseftirliti Verslun- arráðs íslands og Sambands ís- lenskra auglýsingastofa. Ritstjóri Gróandans er sem fyrr segir Haf- steinn Hafliðason garðyrkjumað- ur, en auglýsingastjóri er Jón Alexandersson. Góð matarkaup Del Monte niðursoðnir ávextir í 1/i og 1/2 dósum. Mjög gott verð Kjörbúð KEA Sunnuhlíð Til sölu Honda Accord EX árgerð 1981. Sjálfskiptur með vökvastýri. Einnig eigum við örfáar nýjar bifreiðir óseldar af gerðunum Volkswagen Golf og Honda Civic. Komið og fáið upplýsingar. v/Tryggvabraut 5-7 Sími 96-22700. Kanínubændur og aðrir áhugamenn um kanínubúskap. Fundur verður í Hlíðarbæ laugardaginn 7. júlí og hefst kl. 13.00. Á fundinn koma bæði Þjóðverjar og íslendingar sem kynna kanínubúskap. Klippa og flokka ull, sýna búr og svara fyrirspurnum. Þá verður selt kaffi og félagar í Krás og aðrir vel- unnarar beðnir að hafa með sér brauð. Eftir kaffi verður stofnuð deild úr Kanínuræktarfélagi íslands. Notið þetta einstæða tækifæri. Nánari upplýsingar gefur Björk í síma 96-26274. Barnagleraugu (öryggisgleraugu) eru sérgrein okkar GLERAUGNAÞJONUSTAN - í miðbæ Akureyrar! Skipagötu 7 Sími 24646 (áður verslunin Grána) Vegna sumarleyfa verður ullarmóttaka lokuð frá 9. júlí til 12. ágúst. Ullarmat SÍS Akureyri Ibúðir á söluskrá Grundargerði: 4ra herb. raðhúsíbúð á einni hæð. Hamarstígur: 3ja herb. kjallaraíbúð. Langamýri: 4ra herb. efri hæð í tvíbýli. Laus strax. Lítið einbýlishús á Dalvík. Hrísalundur: 2ja herb. íbúð á 4. hæð, í skiptum fyrir 3ja herb. íbúð. Eiðsvallagata: 3ja herb. risíbúð. Laus strax. Ásabyggð: Einbýlishús. Timburhús ásteyptum kjallara. Byggðavegur: 3-4ra herb. neðri hæð í tvíbýli. Tungusíða: 200 fm einbýlishús með bílskúr. Mýrarvegur: Einbýlishús, skipti. Hamarstígur: 5 herb. íbúð. Búðasíða: Steyptir sökklar undir einbýlishús. Smárahlíð: 2ja herb. lítil íbúð á 1. hæð. Kjalarsíða: 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Hafnarstræti: 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Hrafnagilsstræti: 4ra herb. neðri hæð í tvíbýli með bílskúr. Höfum fjársterkan kaupanda að 3ja herb. góðri íbúð í Glerárhverfi. Simsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Fasteignasalan hf Opið frá Gránufélagsgötu 4, _ _ . alri hoaX cími 01K7H Kl. / 6.II. Hreinn Pálsson, lögfræðingur Guðmundur Jóhannsson, viöskiptafræðingur Hermann R. Jónsson, sölumaður Óskum eftir að taka nema í rennismíði Vélsmiðjan Atli Strandgötu 61, Akureyri sími 23000. Starfsmann vantar til almennra skrifstofustarfa. Upplýsingar á skrifstofu Þórshamars hf. Ekki í síma. v/Tryggvabraut, Akureyri, Skrifstofustarf Fjóröungssamband Norðlendinga vill ráöa skrif- stofumann á skrifstofu sína eigi síöar en 1. sept- ember nk. eða eftir samkomulagi, sem fyrst og fremst gegnir störfum ritara. Æskilegt er aö um- sækjandi hafi aflað sér haldgóðrar menntunar, sem komi aö gagni í starfinu. Jafnframt er nauösynlegt aö umsækjandi hafi leikni í vélritun og reynslu í störfum á skrifstofu. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri eftir 22. júlí nk. í skrifstofu sambandsins. Umsóknir um starfiö skulu vera skriflegar og hafa borist fyrir 29. júlí nk. Fjórðungssamband Norðlendinga.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.