Dagur - 11.07.1984, Page 1

Dagur - 11.07.1984, Page 1
67.árgangur Akureyri, miðvikudagur 11. júlí 1984 78. tölublað Geysileg aðsókn í Verkmenntaskólann - 750 nemendur innritaðir og þar af þriðjungur utan Akureyrar Aurora og DNG: Nú er verið að þróa hjá raf- eindafyrirtækjunum Auroru og DNG á Akureyri orkumæli til notkunar fyrir hitaveitur, en með mæli þes. uni er hægt að mæla bæði magn og hitastig vatnsins og verðleggja orkuna eftir því. Er hönnun mælisins langt komin. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hefur farið fram á það við Hitaveitu Akureyrar að hún taki þátt í þróun slíks orkumælis og Ieggi fram styrk til verkefnisins. Málið hefur enn ekki verið afgreitt í stjórn Hitaveitunnar, en farið var fram á þetta með bréfi 9. nóv- ember í fyrra. Hins vegar hefur hitaveitustjóri sýnt málinu mikinn áhuga. Eins og kunnugt er fá ekki allir notendur hitaveitunnar vatnið með sama hitastigi og skapast af þeim sökum óréltiæti gagnvart þeim sem fá vatnið kaldara, en þurfa að greiða sama verð fyrir hvern lítra og hinir sem fá heitara vatn. Með þessum mæli sem nú er verið að þróa gæti þetta vanda- mál orðið úr sögunni, auk þess sem þarna er um að ræða mjög áhugavert verkefni fyrir þróun rafeindaiðnaðarins á Akureyri. Þá er gert ráð fyrir að markaður geti orðið stór, því búast má við að Hitaveita Akureyrar og raun- ar fleiri hitaveitur muni taka upp sölu vatns í gegn um mæli, en ekki hemil, eins og nú er víðast hvar. í bréfi sem Finnbogi Jónsson hjá Iðnþróunarfélaginu sendi Hitaveitu Akureyrar ræðir hann m.a. þann mikla sparnað sem af þessu gæti hlotist fyrir Hitaveit- una, t.d. um 20% í neysluvatns- notkun, sem gæti sparað veitunni milljónir króna í minni viðbótar- fjárfestingu á næstu árum og þar með komið notendum til góða þegar fram í sækir. HS Innritun í Verkmenntaskólann á Akureyri er nú lokið og Ijóst er að geysileg aðsókn verður í skólann. Alls hafa sótt um nám á hinum ýmsu brautum Verk- menntaskólans 748 manns. í þeim skólum sem Verk- menntaskólinn tekur við voru samtals innritaðir 610 nemend- ur í fyrra, þannig að þetta er algjör metaðsókn, samkvæmt upplýsingum Bernharðs Har- aldssonar, skólameistara. Auk þessara nemenda verk- menntaskólans má búast við að 150 manns muni taka þátt í ýms- um styttri námskeiðum sem boð- ið verður upp á í tengslum við hússtjómarsvið skólans. Fjölmenn- ustu sviðin eru tæknisvið með 280 nemendur og viðskiptasvið með rúmlega 200 nemendur. Á við- skiptasviði verður boðið upp á fjórða námsárið, sem áður var í Menntaskólanum, þannig að fyrstu stúdentarnir verða út- skrifaðir frá Verkmenntaskólan- um strax næsta vor. Á heilbrigð- is- og uppeldissviði verður boðið upp á þriðja ár, sem er bóklegt nám og er aðsókn góð, þannig að vonandi verður hægt að bjóða upp á fjórða ár á þessum náms- sviðum næsta ár og útskrifa stúd- enta frá öllum þremur vorið 1986. Boðið verður upp á nýtt nám sem er framhaldsnám í raf- iðnum, sem til þessa hefur ein- göngu verið hægt að stunda á höfuðborgarsvæðinu. Mesta aukningin var á innritun á matvælatæknibraut. Þetta er tveggja ára verklegt og bóklegt nám og þar innrituðu sig 29 nem- endur, að sögn skólameistara. Einn þriðji hluti nemendanna er aðkomufólk, eða um 250 manns, langflestir af Norðaust- urlandi, en þó nokkrir úr öðrum landshlutum. Flestir þessara nemenda leysa húsnæðismál sín sjálfir með því að leigja úti í bæ. Um 300 nemendur í Menntaskól- anum munu vera aðkomufólk þannig að um 550 nemendur þurfa húsnæði og þar af fá aðeins um 150 pláss í heimavist. Pví er brýnt að koma til móts við þessa miklu þörf, en nefnd sem fjallaði um þetta mál komst að þeirri niðurstöðu að besta lausnin væri að byggja við heimavist Mennta- skólans. Kennt verður á sex stöðum næsta vetur, en vélskólaálman verður tekin í notkun í haust og þar verður til bráðabirgða verk- leg kennsla bifvélavirkja og raf- virkja. Þessa dagana er verið að bjóða út fyrstu bóknámsálmuna og hún verður tekin í notkun haustið 1985, sagði Bernharð Haraldsson að lokum. HS. Sjóstangaveiðimót: Akureyringar sigursælir Akureyringar gerðu góða ferð á sjóstangaveiðimót á ísafirði um helgina. Komu m.a. heini með Islandsmeistarabikarinn og fleiri verðlaun. Bikarinn var nú veittur í annað sinn, og eins og í fyrra fór hann til Akureyrar. Það var Páll A. Pálsson sem hreppti hann að þessu sinni. Bikarinn er veittur samkvæmt punktakerfi senr við- haft er í veiðimótum á Akureyri, Vestmannaeyjum og á ísafirði. Sveit Akureyrar sigraði sveita- keppnina, veiddi samtals 1506 kg, rúmlega. Páll A. Pálsson fékk flesta fiska, eða 512, Reynir Brynjólfsson veiddi stærsta karf- ann og stærstu ýsuna. Auk þeirra voru í sveit <\kureyrar þeir Jó- hann Kristinsson og Magnús Ing- ólfsson. Mótið tókst í alla staði mjög vel og veðrið lék blítt við veiði- mennina. Dagur mun greina.nán- ar frá mótinu í máli og myndum á föstudaginn. KGA. Og hvar skyldu þeir hafa numið land, þessir? Eða ætli þetta séu íslenskar nútímahetjur, víkingasveit lögreglunnar? Kannski bara venjulegir náungar sem hafa klætt sig í gærur og sett á sig plasthjálma. Eða . . . ? Mynd: KGA.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.