Dagur - 13.08.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 13.08.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL GULLSMIÐIH I SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI &0 FILMUhúsid AKUREVRI 67.árgangur Akureyri, mánudagur 13. ágúst 1984 91.tölublaö Mun rolegra héren áður var" - bls. 3 aiyiiiíuintjar kunna að skemmta sér - bls. 4 Harkan var í fyrirrúmi íþróttir í opnu Heimsókn Eyfirðinga tilKanada - bls. 8-9 Engin mengunarvandamál hjá nýrri álverksmiðju - segja fulltrúar bænda í Kanada og mengunarsérfræðingar Alcan „Það var samdóma álit sér- fræðinga Alcan í mengunarmál- um og fulltrúa bænda sem rætt var við um þessa nýju verk- smiðju, að engin mengunar- vandamál væru samfara rekstri hennar," segir m.a. í sameigin- legri fréttatilkynningu, sem þátttakendur í kynnisferð Alcan til Kanada hafa sent frá sér. Jafnframt er það undirstrikað í fréttatilkynningunni að náttúru- fræðilegar aðstæður í nágrenni verksmiðjunnar sem skoðuð var séu að töluverðu leyti frá- brugðnar aðstæðum í Eyjafirði. Undir þetta skrifa þátttakend- ur í feröinni; Valur Arnþórsson, Finnbogi Jónsson, Hermarin Sveinbjörnsson, Ingimar Brynj- ólfsson, Jóhannes Geir Sigur- geirsson, Jón G. Sólnes, Jón Sig- urðarson, Tómas Ingi Olrich, Tryggvi Gíslason, Valgerður Bjarnadóttir og Þóroddur Þór- oddsson. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast starfsemi Alcan í áliðnaði svo og hvaða áhrif slíkur iðnaður hefur á hérað þar sem landbúnaður er snar þáttur í at- vinnustarfseminni. Skoðað var héraðið St. Jean, sem er hluti Quebecfylkis og er af svipaðri stærð og ísland og íbúafjöldinn um 270 þúsund manns. Helstu auðlindir héraðsins eru vatns- orka, barrskógar og graslendi, sem nýtt er til kvikfjárræktunar. Héraðið er eitt helsta mjólkur- framleiðslusvæði Kanada. Fyrirkomulag ferðarinnar var skipulagt fyrirfram af hálfu Alcan, en ákveðnar breytingar voru gerðar á dagskrá í samræmi við óskir hópsins. Meðal annars var komið á fundi með fulltiúum bændasamtaka í héraðinu og far- ið var í kynnisferð á kúabú sem Alcan rekur í 5 km fjarlægð frá einni af eldri álverksmiöjum fyrirtækisins í héraðinu. í máli fulltrúa bænda kom fram að ýms- ir erfiðleikar hefðu komið fram í sambúð Iandbúnaðar og áliðju á fyrri áratugum, en þau vandamál væru nú úr sögunni eftir að bætt- ar mengunarvarnir hefðu komið til. Fréttatilkynning þátttakenda í kynnisferðinni er birt.í heild á bls. 8 og 9 í blaðinu í dag ásamt myndum úr ferðinni. - GS Hólahátíð var haldin að Hólum í Hjaltadal í gær og var fjölmennt á staðnum. Hér ganga biskupar, prófastar og prestar frá messu, fremstur er sr. Pétur Sigurgeirsson, biskup, en síðan vígslubiskuparnir sr. Sigurður Guðmundsson og sr. Ólafur Skúlason. Mynd: GS. „Þetta er búið að vera að velkjast í kerfinu" - segir Jón Helgason formaður Einingar um endurskoðun á sérkjarasamningi ófaglærðs starfsfólks á sjúkrahúsinu og fleiri stöðum „Þetta mál er búið að vera að velkjast í kerfinu, og óvíst hvort búið verður að afgreiða það þegar við setjumst að samningaborði," sagði Jón Helgason formaður Einingar er við ræddum við hann um endurskoðun á sérkjarasamn- ingi milli ófaglærðs starfsfólks á sjúkrahúsum, elli- og dvalar- heimilum og dagvistunarstofn- iiiiiim sem er í Einingu, og Akureyrarbæjar. í sérkjarasamningum s.l. vor samdi Eining fyrst um ákveðna hluti fyrir þetta fólk. Síðan kom verkalýðsfélagið á Húsavík á eft- ir og náði mun hagstæðari samn- ingum. Alþýðusamband Norður- lands annaðist svo samninga fyrir Siglufjörð, Sauðárkrók og Blönduós og þeir samningar sem þar náðust voru mitt á milli þess sem samið hafði verið um á Ak- ureyri og á Húsavík. Verkalýðsfélagið Eining fór þess vegna fram á það að samningarnir yrðu endurskoðað- ir, og færðir til samræmis við það sem samið hafði verið um fyrir vestan. „Það er ekkert stórt sem þarna munar," sagði Jón Helgason. „Ef við gerum alhliða samanburð gæti ég trúað að þarna munaði 3- 5%. Kjarasamninganefnd Akur- eyrar hafnaði málaleitan okkar samhljóða, en í bæjarráði náðist naumur meirihluti fyrir þessu. Ég veit hins vegar ekki hvað gerist í bæjarstjórninni n.k. þriðjudag þegar málið verður tekið fyrir þar. Það er slæmt að sumt af því fólki sem stóð að samþykktinni í bæjarráði verður víst ekki við- statt á bæjarstjórnarfundinum á þriðjudag," sagði Jón. 111 »Eg er fæddur í Flóanum" - bls. 2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.