Dagur - 13.08.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 13.08.1984, Blaðsíða 7
13. ágúst 1984 - DAGUR - 7 eflir lokin með forgjöf: Kristján Guðjónsson GH 141 Gísli Vigfússon GH 149 Skúli Skúlason GH 149 Konur án forgjafar: Sigríður B. Ólafsdóttir GH 203 Sólveig Skúladóttir GH 226 Pat Jónsson GA 231 með forgjöf: Sigríður B. Ólafsdóttir GH 151 Sólveig Skúladóttir GH 166 Pat Jónsson GA 171 Drengir án forgjafar: Ólafur Ingimarsson GH 192 Ragnar Ragnarsson GH 192 Aðalbjörn Pálsson GA 197 Hörkukeppni hjá strákunum. Eftir fyrri dag voru fjórir með möguieika á sigri en þeir skildu jafnir Ólafur og Ragnar er upp var stáðið. í bráðabana fóru þeir og þá sigraði Ólafur. nieö forgjöf: Ólafur Ingimarsson GH 152 Aðalbjörn Pálsson GA 159 Ragnar Þ. Ragnarsson GH 160 tján dslið sér í raðir bestu leikmanna lands- ins þótt ungur sé að árum. Verk- efni landsliðsins undir 21 árs er að keppa í Evrópumótinu sem framifer í næsta mánuði en auk Kristjáns eru í liðinu ívar Hauks- son GR, Úlfar Jónsson GK, Magnús Ingi Stefánsson NK, Þorsteinn Hallgrímsson GV og Sigurður Sigurðsson GS. ifrekið i. 100 m bringusund drengja: Mín. 6 SvavarÞ. Guðmundss., Óðni 1:28,6 Jón K. Sigurðsson, KS 1:28,6 \ 50 m flngsund meyja: Sek. Anna M. Björnsdóttir, KS 42,9 ' 50 m baksund sveina: Sek. Kristján Sturlaugsson, KS 42,1 • 50 m baksund kvenna: Sek. 2 Elín S. Harðardóttir, UMFB 39,3 • 100 m baksund karla: Mín. ' SvavarÞ.Guðmundss.,Óðni 1:18,7 Boltinn í marki Þórs, sigurmark KA er staðreynd. Á innfelldu myndinni sýnir Magnús Jónatansson dómari Sigurbimi Viðarssyni rauða spjaldið. Myndir: KGA - þegar KA sigraði Þór í Akureyrarmeistaramótinu KA er Akureyrarmeistari í knatt- spyrnu 1984. Liðið varði titil sinn frá í fyrra með því að sigra Þór í leik Iiðanna á Iaugardaginn með eina markinu sem skorað var í leiknum. Leikurinn einkenndist af hörku leikmanna, dómarinn sýndi gula spjaldið llimn sinnum í leiknum og einu sinni greip hann til þess rauða, en léleg knattspyrna var á boðstólum fyrir hina 580 áhorfendur sem borguðu sig inn á leikinn. Undanfarin ár hefur Akur- eyrarmótið ekki notið mikillar virð- ingar, hvorki meðal leikmanna né áhorfenda, en nú er verið að reyna að breyta því. Fyrir leikinn og í leikhléi skemmti HLH-flokkurinn ásamt liðsmönnum Ingimars Eydal og leikið skyldi til úrslita um Akur- eyrarmeistaratitilinn, framlenging og vítakeppni ef með þyrfti. Til þess að auka enn á sigur- viljann þá fær nú sigurliðið % hluta af hagnaðinum af leiknum, en það þykir mér þó með ólíkindum ef kaupa þarf leikmenn KA og Þórs til að berjast hvorir gegn öðrum. Þórsarar léku undan sterkri sunn- angolu í fyrri hálfleiknum og sóttu mun meira. Á 14. mín. áttu þeir að ná forystunni í leiknum. Guðjón Guð- mundson átti þá langa sendingu fram völlinn til Halldórs Áskelssonar sem lék upp að endamörkum, renndi síðan boltanum út á Kristján, en hörkuskot hans frá markteig small í stönginni innanverðri. Á 32. mín. átti síðan Halldór þrumuskot í þverslá KA- marksins eftir góðan undirbúning Bjarna. En fyrri hálfleik lauk án þess að mark væri skorað og gekk leik- mönnum afar illa að hemja boltann og allt of lítið reynt að halda boltanum niðri. KA hafði varla átt marktækifæri í fyrri hálfleiknum og mátti vel við una að sleppa með jafntefli í hálfleik. Minnstu munaði að KA gerði sjálfs- mark í upphafi síðari hálfleiks, og þurfti Þorvaldur í markinu að bjarga vel frá samherja. En KA-menn náðu nú mun betri tökum á leiknum undan golunni og pressuðu nokkuð án þess þó að leika vel. Á 14. mín. tók Erl- ingur Kristjánsson miðvörður KA aukaspyrnu fjá miðlínu, sendi fastan og háan bolta að marki Þórsara, mark- vörður þeirra Baldvin Guðmundsson kom út á móti, en misreiknaði eitt- hvað skotið, sem hann missti yfir sig og í netið fór boltinn. Mikil harka færðist nú í leikinn og átti dómarinn Magnús Jónatansson fullt í fangi með að hemja leikmenn. Hann var óspar á spjöldin og greip til þeirra af slíkum hraða að helst minnti á kúreka í byssuleik. Hann lét þó gulu spjöldin duga þar til á 30. mín. síðari hálfleiks að hann lét Sigurbjörn Viðarsson bakvörð Þórs hafa það rauða fyrir ljótt brot á Mark Duffield og léku því Þórsarar með 10 leikmenn síðustu 15 mín. leiksins. Þegar 8 mín. voru til leiksloka, léku þeir Óli Þór og Bjarni laglega í gegnum vörn KA, Bjarni komst í opið færi, en þegar hann ætlaði að skjóta braut Erlingur gróflega á honum og að sjálfsögðu var dæmd vítaspyrna. Árni Stefánsson tók spyrnuna, en Þorvaldur Jónsson markvörður KA varði glæsilega í horn. Síðasta tækifærið í leiknum fékk síðan Hafþór fyrir KA þegar hann komst einn í gegnum vörn Þórs í lok leiksins eftir langt útspark Þorvaldar, en Baldvin varði mjög vel skot hans, sló boltann upp í þverslána. Þannig lauk því leiknum með sigri KA 1:0 og í leikslok var þeim afhentur veglegur bikar að launum. Knattspyrnulega séð var þessi leikur afar slakur og bæði liðin þurfa mik- ið að laga hjá sér ef þeim á að takast að forðast fall í 2. deild. Lið Þórs lék betur í leiknum og hefði átt að sigra, en getuleysi þeirra uppi við mark andstæðinganna er ótrúlegt. Það er ekki hægt að tala um óheppni leik eftir leik. Það ætlar sér enginn að skjóta í stöng eða rétt framhjá úr dauðafærum og þegar það gerist er það vegna þess að menn eru ekki nógu góðir til að gera það sem þeir ætla sér að gera. Erfitt er að tína til leikmenn úr þess- um leik sem léku betur en aðrir. Þeir voru allir svipaðir. Guðjón lék nú all- vel hjá Þór og vonandi að hann sé að ná sér af meiðslunum sem hafa hrjáð hann í allt sumar, Jónas og Nói standa ávallt fyrir sínu og það kom mér á óvart þegar Kristjáni var skipt út af í síðari hálfleik. Hjá KA lék Bjarni Jónsson af öryggi í vörninni og Þor- valdur markvörður bjargaði sigrinum fyrir lið sitt með því að verja vítið. Njáll, Stefán Ólafs og Mark Duffield fengu gul spjöld hjá KA, en Bjarni og Nói hjá Þór, auk þess rauða sem fyrr er getið. ÞA Hvað sögðu þeir? Magnús Jónatansson: Þorvaldur Jónsson: „Ég var alltof góður við þá, tuðið og röflið var alveg með ólíkindum. Ég hefði getað gefið miklu fleiri spjöld í leiknum," sagði Magnús Jónatansson dómari sem gaf fimm gul spjöld og eitt rautt í leiknum. „Þetta var gott skot hjá honum, en hann náði því ekki nógu utarlega og ég fór í rétt horn. Já, ég var heppinn," sagði Þorvaldur Jónsson markvörður KA um vítaspyrnuna sem hann varði í leiknum og vildi ekki gera mikið úr þessu afreki sínu. NóiBjörnsson: Þorsteinn Ólafsson: „Þetta var mjög lélegur leikur og lítið um knattspyrnu," sagði Nói Björnsson fyrirliði Þórs. „Ég vil sem minnst um þetta tala," bætti hann við. „Óánægður, vonbrigði, þetta var hreinasta hörmung," sagði Þorsteinn Ólafsson þjálfari Þórs er hann var smirður álits á leiknum. „Tvö skot í stöng og misnotuð vítaspyrna, ekki glæta í þessu hjá okkur uppi við mark- ið og við verðum að leika betur ef við ætlum okkur fleiri stig í íslandsmót- inu. En ég óska KA til hamingju með Akureyrarmeistaratitilinn," sagði hann að lokum. Gústaf Baldvinsson: „Knattspyrnan var heldur bágborin í leiknum," sagði Gústaf Baldvinsson þjálfari KA eftir leikinn. „Það voru þó jákvæðir punktar í þessu hjá okkur, við fengum ekki á okkur mark í leiknum, og við sigruðum sem er aðalatriðið þó við lékjum ekki vel. Ég er aldrei óánægður eftir sigurleik."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.