Dagur - 31.08.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 31.08.1984, Blaðsíða 11
 Barnaból Litiö inn í leikskólann á Skagströnd I þjóðfélagi nútímans er farið að gera ráð fyrir því að heimili hafi bæði karl og konu sem fyr- irvinnu og þau eru þá oftlega gift. Gift fólk eða sambúðar- fólk eignast gjarnan börn og þjóðfélagið virðist oft gleyma því að börn séu til og að þeim þurfi að sinna. Foreldramir verða að geta komið börnun- um fyrir á góðum stað meðan þeir vinna fyrir hinu daglega brauði. Til þess er komið upp leikskólum og barnaheimilum. íbúar Skagastrandar hafa eitt slikt fyrirbæri, sem er leikskól- inn Barnaból. Á ferð sinni um Skagaströnd um daginn Iitu blaðamenn Dags inn til barna og fóstra á Barnabóli og fylgd- usl þar með skamma stund. Börnin sátu og voru að borða nestið sitt er við komum inn og olli nærvera okkar talsverðu róti á þeim. Einn lítill snáði fékk þó ekkert og hvers vegna skyldi það hafa verið? „Hann var að koma frá tannlækni," upplýsti ein fóstr- an okkur. Hvernig var hjá tann- lækninum? „Það var ágætt," sagði sá litli, „hann tók eina tönn og ég fékk verðlaun af því að ég var svo stilltur." Fóstrurnar, eða umsjónarkon- urnar, engin þeirra er víst lærð fóstra, voru 4 þennan eftirmið- daginn. Þær kváðust heita Þór- unn Bernódusdóttir, Kristín Kristmundsdóttir, Kristín Sig- urðardóttir og Bára Þorvalds- dóttir. Þórunn hafði aðallega orð fyrir þeim og upplýsti hún okkur um að það væru 20 börn á skrá eftir hádegi og 11 fyrir hádegi, alls væri því 31 barn á skrá og þau eru á aldrinum 2-6 ára. For- stöðukonan er í fullri vinnu, en hinar Vi daginn. Leikskólinn tók til starfa í júní 1977 og það er 1. áfangi sem búið er að byggja. Sagði Þórunn að það væri fremur þröngt á þeim þarna, það vantar geymslur fyrir útidót, það er í næsta áfanga og það er ekki vitað hvenær verður byrjað á honum. Það er ein for- stofa þar sem börnin hafa fötin sín og þar verður líka að geyma allt útidót. Aðspurð um það hvort þarna séu aðallega börn fiskverkunar- kvenna, sagði Pórunn að börnin ættu mæður úr öllum starfsstétt- um staðarins, þ.e. þeim sem kven- menn eru í. „Það eru hér börn kvenna sem vinna í frystihúsinu, rækjunni, kaupfélaginu, það eru hér börn kennara, saumakvenna og heimavinnandi húsmæðra." Á leikskólanum er einn þroskaheftur drengur Haraldur Brynjar. Með Haraldi er alveg ein kona, Kristín Kristmunds- dóttir. Haraldur er aðeins eftir hádegi og fyrir hádegi er Kristín að passa hin börnin. Kristín var spurð hvort hún hefði eitthvað lært um þroskahefta, sagðist hún ekki vera lærð en hafa farið með Haraldi í Kjar- valshús og lært þar. Sagði Kristín að þau færu saman í Kjarvalshús í september til að læra nýjar æfingar. Þegar börnin hafa lokið við að borða nestið sitt var boðið upp á ópal og síðan máttu þau ráða hvað þau gerðu. „Það er frjáls, tími núna, það er það alltaf eftir kaffið," sagði Þórunn okkur, „þá mega þau ráða hvað þau gera, vera úti eða inni. Á veturna er oft föndrað á þessum tíma." Einn lítill gutti var að leika sér með dýr og ákváðum við að trufla hann aðeins. Hann sagðist heita Hrafnkell og vera fjögurra ára. Hann sagðist vera búinn að vera lengi á Barnabóli og það væri alveg ofsalega gaman. Mamma vinnur í Sólheimum og pabbi er á sjó. Sagðist Hrafnkell ætla að verða sjómaður þegar hann yrði stór. En það var svo mikið að gera hjá honum að við ákváðum að trufla hann ekki lengur, það þurfti að flytja bæði svínið og hundinn. Pað var farið að síga á seinni hluta dagsins og við þurftum að heimsækja fleiri staði, svo við kvöddum börn og barnfóstrur á Barnabóli, leikskóla þeirra Skag- strendinga. - HJS. Útivistaisvæðið er stórt og gott. Kannski að þessi sé upprennandi fimleikastjama. Hrafnkell upptekinn við búskapinn. Myndir: mþþ. Þórunn var að sópa forstonina. Haraldur Brynjar og fóstra hans Kristín með einhverja þrautína. 31. ágúst 1984 - DAGUR - 11 Frá Kjörmarkaði KEA Hrísalundi Vörukynning frá kl. 10-12 laugardaginn 1. september Kynnt verður Morgungull Kynningarverð Kjörmatkaðsverð Kjörmarkaður KEA Hrísalundi it: innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug víð andlát og útför móður minnar og tengdamóður, GUÐRÚNAR RÓSU ARNGRÍMSDÓTTUR, frá Vegamótum, Dalvík. Sigurður Uarinósson, Guðrún Valdemarsdóttir. Skrifstofustarf Starfsmaður óskast til skrifstofustarfa hálfan daginn. Starfssvið: Innskrift átölvu, bókhald, vélritun o.fl. Góð bókhalds- og vélritunarkunnátta skilyrði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Dags fyrir 6. septem- ber merktar: TÖLVA 4891. Sendill óskast Varahlutaverslun Þórshamars. Upplýsíngar ekki gefnar í síma. Vélsmiðjan Oddi hf. Óskum að ráða vana plötusmiði, blikksmiði og vélvirkja. Upplýsingar gefur verkstjóri. Vélsmiðjan Oddi hf. Sími21244. Óskum að ráða nú þegar vélvirkja, plötusmiöi og rafsuðumenn. Mikil vinna. Getum útvegað íbúðarhúsnæði. Skipasmíðastöðin Skipavík Stykkishólmi sími 93-8400.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.