Dagur - 31.08.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 31.08.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 31. ágúst 1984 >• /': Er við ókum sem leið lá heim að Stóradal, var flugvél á túninu, þaðfyrsta sem við rák- um augun í. „Það er aldeilis að bœndur búa flott, bara til flugvél á þessum bæ." Þó virtist okkur túnið ekki líkjast flugvelli neitt átakan- lega mikið, svona held- ur brattara. Við kom- um okkur saman um það að enginn mundi þora að lenda á þessu túni nema Húnn Snæ- dal og Ómar Ragnars- son ogþað kom á dag- inn að vélin var ekki í eigu bóndans og fjöl- skyldu heldur voru það Húnn Snædal og Bogi Þórðarson, stórbóndi á Stór-Hamri í Eyja- firði, sem voru í heim- sókn í Stóradal. Er við höfðum stöðvað bílinn og klappað hundunum Jenna og Gosa, vorum við drifnar inn í mat. Við höfðum að sjálfsögðu gert í því að koma á matartíma svo við fengjum eitthvað í sarp- inn og ekki vorum við sviknar af matnum, lambalæri með öllu. Það var sunnudagsmatur á mið- vikudegi, eins og Húnn orðaði það, en flugmennirnir sátu að snæðingi er við komum inn. í Svíitadul í Húnavatnssv Stóridahir og standa þeir Bæ jarstæoin eru ákaflega fal synið yfir sveitina stóifengleg á þessum bæjuni eru búoir w svo skemmtilega til að þeir < búa Kristján Jónsson og Mai sonum sínum þremur og býr I Litladal býr Svavar Hákói Þórunn Jónsdóttir, þau eiga heimsóttu þessa bæi til að srj og tílveruna. Meiríhluti fjölskyldunnar samankomin. Kristján, Margrét Rósa og synimir Haukur og Bjarki. Yngstí fjölskyldu- meðlimurinn lagði sig eftír matinn. Myndir mþþ. „Nei, það er mjög snjólétt hérna, en þetta halda margir. Það er miklu meiri snjór fyrir norðan, það rífur uþp hérna." Þegar Kristján segir norður á hann við Akureyri, þeir kalla það víst að fara norður þarna í dölun- um, þó það sé eiginlega í austur. - Nú ber virkjunarmál og hrossapólitík hæst hér, eru þetta viðkvæm mál? „Nei, nei, þeir halda það bara í blöðunum. Meirihluti héra og í Blöndudal eru á móti virkjun- inni. Það er kannski ekki hægt að segja að við séum beint á móti henni, en hefðum viljað minna uppistöðulón og á öðrum stað. Þetta er mikið land sem fer undir lónið, það er talað um að það sé 8 sinnum stærra en Svínavatn og þess vegna erum við á móti. Þeg- ar þessi mál voru rædd hvað mest hérna var hreppsnefndin með virkjuninni, en fólkið á móti. 3 í hreppsnefnd voru með en 2 á móti. Næst þegar var kosið skiptum við um í hreppsnefnd og þá var hún á móti eins og fólkið, en það var of seint, það var búið að samþykkja. Það fær ekkert stöðvað þessar framkvæmdir héðan af. Fólkið í Torfulækjarhreppi var með virkjuninni. Það hélt að það fengi pening sendan í pósti 1/2 mánaðarlega og þyrfti ekki að nema nurrí' Borðið var bara stækkað, ekkert mál og alókunnugum blaðasnáp- um gefið að borða. En Kristján er Akureyringur og fór umsvifa- laust að grennslast fyrir um ætt og uppruna okkar og kannaðist þar við ýmsa, svo við fengum að sitja áfram. Eftir snæðing var boðið til stofu og þar hófst hið formlega viðtal. - Ertu búinn að búa lengi á Stóradal, Kristján? - segir Kristján bóndi í Stóradal „Ég er búinn að búa hér í 12 ár. Konan mín er frá þessum bæ. Ég kom ríðandi hingað frá Akur- eyri, lét senda rúmið mitt og lagði einnig til gamlan Volkswag- en. Það var nú allt og sumt sem ég átti." - Hvað vakti áhuga þinn á sveitabúskap? „Ég ætlaði mér alltaf að verða bóndi. Þegar ég var lítill og var spurður hvað ég ætlaði að verða, svaraði ég alltaf því til að ég ætl- aði að verða bóndi og við það stóð ég. Ég var alltaf í sveit á sumrin sem krakki og hef alltaf haft gaman af skepnum. Ég hef alltaf sagt það að menn eiga ekki að búa nema þeir hafi gaman af Ibúðarhúsið í Stóradal. skepnum, það eru allt of margir sem ekki hafa það. 9 ára gamall eignaðist ég svo fyrst skepnur, það voru hænur. 12 ára eignaðist ég svo minn fyrsta hest og þá fékk ég mér líka rollur og hef átt skepnur síðan. Ég var alltaf með hross og fé heima á Akureyri þegar ég bjó þar." - Þú ert lærður iðnaðarmaður, er ekki svo? „Jú, einhverra hluta vegna fór ég að læra húsasmíði í Slippstöð- inni á Akureyri. Ég fór beint hingað úr sveinsprófinu. Ég hef alltaf unnið við það samhliða bú- skapnum, þar til fyrir 2 árum, þá fór ég að vinna bara á búinu. Það er erfitt að vera á tveimur stöðum í einu, búið var orðið það stórt." - Hvað er búið stórt? „Þetta er rúmlega vísitölubú," sagði Kristján og glotti, vitandi það að við höfðum ekki hugmynd um hvað vísitölubú er stórt. „Það eru 400 rollur og svo er ég með eitthvað af hrossum, líklega um 20." - Ert þú með hross á þessum frægu ofbeittu heiðum? „Já, ég er með hross á heið- inni. Það er bara ein girðing sem skilur að mitt land og heiðina. Síðast þegar ég vissi til var hliðið opið og hrossin geta því eins ver- ið fram á Hveradölum." - Er ekki snjóþungt hér á vetrum? lyfta litla fingri meira. En þetta er allt misskilningur, þó þeir vildu hætta að búa og fara að vinna við virkjunina fengju þeir bara verkamannavinnu og græða lítið á því, hún er ekki svo vel borguð." - Hvernig hefur þér svo líkað að búa í sveit? „Mjög vel. Fyrst þegar ég kom og fólk var að spyrja mig hvaðan ég væri og þegar ég sagðist vera frá Akureyri spurði það hvað ég væri eiginlega að gera í sveit. En ég ætlaði mér þetta alltaf og mamma mín er úr sveit, þannig að það var bara einn ættliður á mölinni." - Svona að lokum Kristján, hvernig hefur heyskapur gengið? „Heyskapur hefur gengið alveg með eindæmum vel í sumar, þetta er búið að vera mjög gott sumar. Það kom 1/2 mánaðar töf vegna óþurrka, en það gerði ekki svo mikið til. Það var mjög slæmt í fyrrasumar og þetta var því kærkomið. Þá rigndi svo mikið að ég var farinn að missa dráttar- vélarnar ofan í túnin, rétt eins og fyrir sunnan. Það er svo merki- legt með veðráttuna hérna, það skiptir um á Öxnadalsheiðinni. Við fáum hluta af rigningunni sem hrjáir sunnlendinga. Jæja, er þetta ekki orðið ágætt, viljiði ekki koma fram og fá ykkur kaffi." Við þáðum kaffið og drifum okkur síðan yfir í Litla- dal. -HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.