Dagur - 03.09.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 03.09.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI JJ « Litmynda- framköllun með hraöi FILMUxúsm AKUREYRI 67. árgangur Akureyri, mánudagur 3. september 1984 100. tölublað „Sterkara eftir en áður" - segir Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri um Fjórðungs- samband Norðlendinga eftir deilurnar á Fjórðungsþingi „Það urðu þama hreinskilnar umræður um Fjórðungssam- bandið og ég tel að þær hafí verið til góðs og sambandið verði sterkara eftir en áður," sagði Áskell Einarsson, framkvæmda- stjóri Fjórðungssambands Norð- lendinga, í viðtali við Dag. Á fjórðungsþingi sem haldið var að Reykjum í Hrútafirði kom fram inikil gagnrýni frá sveitarstjórn- armönnum í Norðurlandi vestra á störf sambandsins og töldu þeir að Norðurland vestra nyti ekki nægilega þess starfs sem unnið væri. Tillaga kom fram um að ráða annan iðnráðgjafa til sambandsins og frá vestan- mönnum sú viðbótartillaga að hann yrði með aðsetur á Norður- landi vestra. Jón Dýrfjörð frá Siglufírði talaði fyrir hönd vest- anmanna og sagði að ef þessi við- bótartillaga yrði ekki samþykkt færu þeir af þinginu og myndu endurskoða aðild sína að sam- bandinu en dró síðan nokkuð í land. Viðbótartillagan var sam- þykkt með 26 atkvæðum, en meirihluti sat hjá. Ekki eru allir á einu máli um ágæti þessarar niðurstöðu, og hefur Friðfinnur K. Daníelsson, iðnráðgjafi, sem aðsetur hefur á Akureyri, talið að best væri að ráða markaðsráðgjafa til starfa með iðnráðgjafanum og myndi mest koma út úr starfi þeirra ef þeir ynnu á sama stað, en hefðu skipulega viðkomu á öllum þétt- býlisstöðum fjórðungsins og náið samstarf við atvinnumálanefndir staðanna. Sumir telja að mál þetta snúist einnig um það, að einstaka sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra megi ekki heyra á það minnst að litið sé á Akureyri sem höfuðstað Norður- lands. Hrepparígur hafi því ráðið nokkru um þessa óánægju. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á fjórðungsþinginu m.a. ein um staðarval stóriðnað- ar, þar sem segir: „Fjórðungs- þing Norðlendinga . . . bendir á að staðarval stóriðju í landinu mun hafa lokaáhrif á hvort haldið verður áfram núverandi virkjana- stefnu, sem gerir ráð fyrir virkjun Blöndu og síðan Fljótdalsvirkj- un, eða hvort orku Blönduvirkj- unar verði veitt suður og lögð megináhersla á að halda áfram virkjun á Þjórsár-Tungnársvæði vegna nýrrar uppbyggingar stór- iðnaðar á Suðvestur- og Suður- landi. Slík frávik frá núverandi virkjunarstefnu munu að áliti þingsins hafa víðtæk áhrif á möguleika annarra stærri iðnfyr- irtækja til að njóta stærri orku- markaðar auk þess sem slík stefnubreyting mundi auka bú- seturöskun í landinu enn frekar. Fjórðungsþingið ítrekar stuðning sinn við uppbyggingu orkufrekra iðnfyrirtækja á Norðurlandi, þar sem aðstæður leyfa." HS. Hátíða- höldin íólafs- - bls. 4 Ferðamanna- þjónusla á framtíð fyrir sér -bls. 8 Heimsókn r I Blöndu- virkjun - bls. 9 Hátíðarhöldunum í Ólafsfirði lauk á laugardag, og voru þau í alla staði einstaklega vel heppnuð. Tíð- indamenn Dags voru í Ólafsfirði á föstudaginn og fylgdust með dagskránni. Hér er það ungur Ólafs- firðingur sem hefur lagt snudduna á hilluna og tekið til við grillaða kjötið í heilmikilli grillveislu sem haldin var á föstudag. Sjá nánar bls. 4. Mynd: KGA. Eg er bara frístunda- ráöskona - bls. 11 Umfangsmikil háskóla- kennsla á Akureyri? Menntamálaráðuneytið hefur nú loksins gert opinberar til- lögur nefndar sem skipuð var til þess að fjalla um með hvaða hætti mætti efla Akureyri sem „miðstöð mennta og vísinda utan höfuðborgarinnar". Nefndin sem skipuð var af Ingvari Gíslasyni, þáverandi menntamálaráðherra skilaði áliti í maímánuði sl. og greindi Dagur þá frá meginatriðum nefndarálitsins. Samkvæmt tillögum nefndar- innar er lagt til að kennsla á háskólastigi verði hafin á Akureyri í eftirtöldum greinum: Tölvu- greinum, viðskiptafræði, ýmsum greinum sem nýtast sem áfangi til BA-náms, svo sem tungumálum, uppeldisfræði og fjölmiðlun, verkfræði- og raunvísindagrein- um fyrsta árs og í nokkrum klín- ískum greinum læknisfræði og verkþjálfun í hjúkrunarfræði og sjúkraþjálfun. Pá er einnig lagt til að stofnað verði til endurmenntunar í ýms- um greinum, tonmenntanam a háskólastigi verði við Tónlistar- skólann á Akureyri og bent er á möguleika á listnámi í tengslum við iðnframleiðslu. Á sviði rannsókna telur nefnd- in eðlilegt að rannsóknastarf sem tengist fyrrgreindri kennslu verði eflt svo og vinna við rannsóknar- verkefni frá rannsóknastofnun- um með útibú á Akureyri. Nefndin leggur svo að endingu til að stofnað verði á Akureyri útibú frá Listasafni íslands, gerð- ur verði samstarfssamningur á milli Þjóðleikhússins og Leikfé- lags Akureyrar, Tónlistarskólan- um á Akureyri verði gert kleift að stofna kammerhljómsveit og að Amtsbókasafnið á Akureyri verði eflt sem vísindabókasafn. Pessi álitsgerð nefndarinnar er nú til umfjöllunar í menntamála- ráðuneytinu eins og verið hefur í allt sumar en talið er eðlilegt að tillögur nefndarinnar komi til at- hugunar í tengslum við skýrslu um þróun Háskóla íslands sem væntanlegeránæstunni. -ESE.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.