Dagur - 03.09.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 03.09.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 3. september 1984 Víðir upp í 1. deild? Víðir úr Garði stendur nú mjög vel að vígi í baráttunni um laust sæti í 1. deild næsta keppnistímabil, en þó er ekki enn séð fyrir endann á því hvaða lið fylgir FH upp í 1. deildina. Víðir vann FH mjög sannfær- andi á föstudagskvöldið og hefur nú hlotið 27 stig. Liðið á eftir að leika við botnliðið Einherja á úti- velli og síðan við Njarðvík á heimavelli í síðustu umferðinni og því má segja að Víðismenn séu komnir með annan fótinn í 1. deild. ísfirðingar eru nú komnir upp í 3. sætið en þeir byrjuðu mjög illa, en eru hins vegar með besta liðið í 2. deild í dag að margra mati. Þeir eiga eftir að taka á móti Eyjamönnum um næstu helgi, og síðan að leika gegn KS á Siglufirði. Mun erfiðara „prógram" en Víðir á fyrir höndum. Eyjamenn eru með 25 stig einu stigi minna en ÍBÍ og því er ljóst að innbyrðisviðureignin á ísafirði milli þessara liða verður hörð og ef öðru liðinu tekst að sigra þar stendur það enn í baráttunni, en það lið sem tapar hefur misst af lestinni. Þá má segja að Njarðvík, KS og Völsungur eigi öll fræðilega möguleika á að komast upp í 1. deild, en mögu- leikarnir minnkuðu verulega í umferðinni sem leikin var um helgina eins og sjá má á stöðunni hér að neðan. GH sigraði GE Húsvíkingar sigruðu Eskfirð- inga naumlega í bæjakeppni í golfi sem háð var um helgina á Eskifirði. Ekki gat þó munur- inn orðið minni en raun varð á í lokin, Húsvíkingar léku á 1888 höggum, einu höggi minna en Eskfirðingarnir. Bestum árangri í karlaflokki náði Áxel Reynisson sem lék 36 holur á 153 höggum, Bogi Boga- son GE var á 166 höggum og Skúli Skúlason GH á 172 höggum. Sigríður B. Ólafsdóttir GH var best í kvennaflokki, lék á 215 höggum. Dagmar Óskarsdóttir GE á 224 höggum og þriðja varð Dóra Sigurmundsdóttir GH á 246 höggum. f síðustu viku var háð „Frico- Skandia" keppnin hjá GH. Fjórir menn eru komnir í úrslit í þeirri keppni og leika holukeppni, Þröstur Brynjólfsson, Ragnar Þ. Ragnarsson, Pálmi Pálmason og Kristján Guðjónsson. Sveitakeppni GSI um helgina Um næstu helgi fer fram Sveitakeppni Golfsambands íslands á velli Golfklúbbs Suðurnesja. Indriði sigraði Indriði Jóhannsson sigraði í keppninni um „Nafnlausa bikar- inn" sem háð var hjá Golfklúbbi Akureyrar í gær. Indriði lék á 68 höggum nettó eins og Einar Pálmi Árnason en Indriði hafði betur í bráðabana. í þriðja sæti varð Björn Axelsson á 71 höggi. Skaga- menn meistarar Akurnesingar urðu um helgina íslandsmeistarar í knattspyrnu 1984. Þeir gerðu jafntefli gegn KR á Laugardalsvelli 0:0 en það sem endanlega tryggði þeim titil- inn var 2:1 sigur Þórs gegn Kefla-i vík, eina liðinu sem gat náð Skagamönnum að stigum. Is- landsmeistaratitillinn er því kom- inn til Akraness annað árið í röð. Prír keppendur hafa þegar ver- ið valdir til að keppa í karlaflokki fyrir Golfklúbb Akureyrar, Sverrir Porvaldsson, Pórhallur Pálsson og Sigurður H. Ringsted. Ekki hefur verið ákveðið hver skipar 4. sætið en valið stendur á milli Viðars Þorsteinssonar, Björns Axelssonar og Baldurs Sveinbj örnssonar. Kvennalið GA verður skipað Ingu Magnúsdóttur, Jónfnu Páls- dóttur Katrínu Frímannsdótt- Staðan Staðan í 2. deild Islandsmótsins knattspyrnu er nú þessi: Víðir - FH KS - Völsungur Einherji - ÍBÍ ÍBV - Tindastóll UMFS - UMFN FH Víðir ÍBÍ ÍBV KS UMFN Völsungur Skallagr. Tindastóll Einherji 16 16 16 16 16 16 16 16 16 16 32:15 29:24 32:20 24:22 19:16 17:16 21:21 27:24 15:39 11:28 2:0 0:0 1:3 4:2 3:0 34 27 26 25 24 24 24 23 9 Næstu leikir: Njarðvík - FH fimmtudag. Völsungur - UMFS laugardag. ÍBÍ - ÍBV laugardag. Tindastóll - KS laugardag. Einherji - Víðir laugardag. Bjami Sveinbjörnsson var maður dagsins í leik ÍBK og Þórs. Bjarni sem hér sést í leik á Akureyri fyrr í sumar skoraði tvö glæsileg mörk og Þór sigraði 2:1. Slagsmálaleikur á Siglufirði: Jafnteflið sanngjarnt - í viðureign KS og Völsungs Mönnum bar sumaii um það að 0:0 jafntefli í leik KS og Völsungs sem leikinn var á Siglufirði um helgina hefðu verið sanngjörn úrslit. Eins og jafnan þegar þessi lið eig- ast við er lítið gefið eftir og svo var nú. Barist var af alefli frá fyrstu til síðustu mínútu og þegar upp var staðið hafði hvort lið eitt stig upp úr krafsinu. Við ræddum við tvo aðila félaganna eftir leik- inn. „Petta var ömurlegur leikur," sagði Hermann Einarsson ritari KS er við ræddum við hann. „Þegar líða tók á leikinn var þetta ekkert nema harkan og enginn fótbolti. Það var meira hugsað um manninn heldur en að reyna að spila boltanum. Þá var dómarinn ömurlegur dómari og hann hafði alls engin tök á leiknum þótt segja megi að það hafi ekki komið öðru liðinu verr en hinu." - Eruð þið búnir að gefa upp vonina um að komast upp í 1. deild? „Það var nú aldrei stefnan hjá okkur að fara upp og við áttum ekki von á slíku. Stefnan hjá okkur var að halda sætinu í 2. deild, sérstaklega eftir að við urðum fyrir því að missa menn í önnur félög í vor. Við getum því verið ánægðir með árangurinn," sagði Hermann. „Eins og alltaf" „Þetta er. eins og alltaf þegar þessi Hð eigast við og þetta var slagsmálaleikur," sagði Kristján Olgeirsson annar þjálfara Völs- ungs og leikmaður með liðinu eftir leikinn. „Ég tel að þetta séu sanngjörn úrslit. Leiknum hefði getað lokið með mörkum og jafntefli og það hefði hvort liðið sem er getað unnið leikinn með smá heppni. Ég held því að það geti allir vel við þessi úrslit unað." - Hvað um möguleika ykkar á að ná 2. sætinu í deildinni og komast upp? „Við erum búnir að vera held ég þótt við getum hugsanlega far- ið upp með smá heppni. Ég tel að fsfirðingar séu með besta liðið í deildinni í dag, en þó reikna ég með því að Vfðir fari upp. Víðir á eftir tvo leiki sem ættu að vera nokkuð léttir hjá þeim, þeir eiga eftir Einherja úti og Njarðvík á heimavelli og ég held að þeir vinni þessa leiki og fari svo upp. Árangurinn hjá okkur er alveg viðunandi. Við eigum eftir að spila við Skallagrím heima og FH úti og ef okkur tekst að ná í sigur í öðrum þessara leikja þá þýðir það stigamet hjá Völsungi í 2. deild og það er nokkuð gott að ná því miðað við að við misstum menn í vor," sagði Kristján.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.