Dagur - 03.09.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 03.09.1984, Blaðsíða 7
3. september 1984 - DAGUR - 7 Þórsarar stálu öllum stigunum í Keflavík - Bjarni Sveinbjörnsson skoraði tvö mörk í 2:1 sigri Mrs í leik þar sem Keflvíkingar voru áberandi betri aðilinn nær allan tímann „Það er alveg óhætt að segja að við höfum stolið þremur stigum í Keflavík að þessu sinni. Þeir áttu miklu meira í leiknum en við höfðum loksins heppnina á okkar bandi og unnum," sagði Arnar Guðlaugsson lið- stjóri Þórs eftir að Þórsarar unnu Kellavík á útivelli um helgina 2:1. Eftir nokkurt jafnræði í byrjun tóku Keflvíkingarnir leikinn í sínar hendur og þeir voru mun betri aðilinn allt til leiksloka. „Þeir sögðu eftir leikinn að þeir hreinlega skildu það ekki að það væri hægt að eiga svona miklu meira í leiknum en tapa samt, en við skildum það alveg. Við höfðum nefnilega lent í þessu í sumar og það var tími til kominn að lukkudísirnar létu sjá sig í her- búðum okkar," sagði Arnar Guðlaugsson. Sem fyrr sagði var nokkurt jafnræði með liðunum í byrjun, og Þór náði forustunni strax á 5. mínútu eftir glæsilegt einka- framtak Bjarna Sveinbjörnsson- ar. Bjarni lék upp völlinn, síðan plataði hanh Þorstein Bjarnason markvörð og komst framhjá hon- um til hliðar við markið. Þá gat hann skotið á markið og skorað, en tók ekki áhættuna heldur lék til baka og inn að markinu. Þar biðu tveir varnarmenn eftir hon- um en Bjarni sendi boltann af ör- yggi á milli þeirra og inn. Glæsi- lega gert hjá honum. Þegar Keflvíkingarnir hófu að pressa stífar að marki Þórs lá markið í loftinu hvað eftir annað. Bjargað var á línu, Baldvin varði ¦ mjög vel nokkrum sinnum en þegar nokkrar mínútur voru til loka fyrri hálfleiks jafnaði ÍBK. Sending kom fyirr markið á Óskar Færseth bakvörð sem var kominn í sóknina og Óskar klippti boltann í loftinu og skor- aði með þrumuskoti. Fyrsta mark Óskars í 1. deild' og það ekki slorlegt. Staðan Staðan í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu er nú þessi: Akranes - Víkingur 2:3 ÍBK - Þór 1:2 KR - Akranes 0:0 Valur - Breiðablik 1:1 Akranes ÍBK Valur Þór Víkingur Þróttur KR Breiðablik KA Fram 16 16 16 16 15 16 16 16 16 15 29:16 19:16 22:16 24:23 24:24 17:17 16:23 16:17 23:34 15:10 35 27 24 21 20 19 19 17 16 15 Næstu leikir: Víkingur - Fram í kvöld. Fram - Valur fimmtudag. Breiðablik - Akranes föstudag. Þór - Víkingur laugardag. ÍBK - KR laugardag. Þróttur - Akranes laugardag. í síðari hálfleik hélt sóknar- þungi Keflvíkinganna áfram að aukast. „Við biðum bara eftir því að þeir skoruðu og vonuð- umst auðvitað eftir því að sleppa með eitt stig," sagði Arnar. Og svo var það rétt fyrir leiks- lok að Bjarni Sveinbjörnsson komst skyndilega einn á auðan sjó. Hann geystistað Keflavíkur- markinu og Þorsteinn kom út á móti. Bjarni gerði sér lítið fyrir, vippaði boltanum yfir hann og í markið. „Ég hélt að boltinn ætl- aði að fara yfir markið, en hann var ansi léngi á leiðinni og manni létti loksins þegar hann sigldi í netið," sagði Arnar Guðlaugs- son. Þórsarar höfðu stolið öllum stigunum þremur og bjargað sér af fallhættusvæðinu. Völlurinn í Keflavík má heita ónýtur, og engin leið að leika knattspyrnu á honum. Þórsarar náðu aldrei að sýna sitt rétta and- lit og sannleikurinn er sá að þeir voru heppnir að sleppa með stig frá Keflavík. Enginn Þórsaranna lék á getu en heppnin var með þeim og fannst mörgum tími til kominn. Noi og Bjössi í leik- bann? Svo getur farið að Þór leiki án tveggja fastamanna í leiknum gegn Vikingi á laugardaginn. í Ieiknum í Keflavík fékk Nói Björnsson að sjá gula spjaldið hjá dómaranum Eysteini Guð- mundssyni. Nói gerði athuga- semd við línuvörðinn Kjartan Ólafsson, fannst hann ekki vera Nói Bjömsson. vakandi á línunni, en Kjartan veifaði flaggi sínu til dómarans sem sýndi Nóa gula spjaldið. Nói hafði 8 refsistig fyrir þennan leik, þannig að spurningin er hvort hann fær eitt eða tvö stig til við- bótar. Fái hann tvö stig missir hann af leiknum á laugardag. Sigurbjörn Viðarsson. Sigurbjörn Viðarsson fékk einnig gult spjald fyrir grófan leik. Hann hafði 7 refsistig fyrir og þeir sem við ræddum við töldu allar líkur á að hann fengi 3-4 stig til viðbótar. Það bendir því allt til þess að Sigurbjörn verði ekki með á laugardaginn. Gott golf hjá Birgi Mar. Birgir Marínósson lék glæsi- legt golf á laugardaginn þegar keppt var um Sjóvá-bikarinn hjá Golfklúbbi Akureyrar. Leiknar voru 18 bolur með forgjöf í þessu árlega móti klúbbsins og Birgir vann yfir- burðasigur. Óvenju fáir kylfingar mættu til leiks, 32 talsins, en það bar til tíðinda að 12 þeirra léku upp á forgjafarlækkun sem er mjög gott. Misstu maírgir af verðlauna- sæti þótt þeir lékju undir 70 höggum nettó. Birgir, sem hafði fulla forgjöf fyrir þetta mót lék á 89 höggum eða 61 höggi nettó. Þetta þýðir að hann hefur lækkað í forgjöf um 4.4. í 2. sæti varð annar gamall „refur", Bjarni Jónasson sem lék á 66 nettó, og hefði það einhvern tíma nægt til þess að vinna for- gjafarmót. Þriðji varð svo Þor- bergur Ólafsson á 67 höggum nettó og var óheppinn að sögn. Birgir Marinósson lék á 61 höggi nettó er keppt var um Sjóvá-bikarinn í golfi um helgina. Baldvin Ólafsson. „Algjör þjófnaður" „Þetta var algjör þjófnaður," sagði Baldvin Ólafsson Þórs- ari, getraunasérfræðingur og vallarstjóri hjá Þór eftir leik- inn í Keflavík, en Baldvin var þar á meðal áhorfenda. „Það má segja að þessi leikur hafi verið eins og þegar Þór tap- aði hér heima fyrir Þrótti fyrr í sumar nema að nú vorum það við sem höfðum heppnina með okkur. Keflvíkingarnir óðu í fær- unum allan leikinn, það var bjargað á línu og hvaðeina. Bjarni skoraði svo tvö mjög góð mörk og var 'það fyrra mjög glæsilegt. Hann þvældi hvern manninn á fætur öðrum og plat- aði Þorstein Bjarnason landsliðs- markvörð svoleiðis að það lá við að hann kastaði sér aftur fyrir markið. Þetta var ljúft," sagði Baldvin Ólafsson. Bautamot í golfi Hið árlega Bautamót í golfi verður háð á Jaðarsvelli á Ak- ureyri á morgun, og leggja fyrstu kylfingarnir af stað kl. 14. Það er að sjálfsögðu veitinga- húsið Bautinn á Akureyri sem hefur veg og vanda af þessu móti, og er keppt um hinn glæsilega „Bautabikar" sem er með glæsi- legri verðlaunum í íslenskum íþróttum, og að auki eru veitt verðlaun fyrir bestu menn bæði með og án forgjafar. Mótið er opið öllu starfsfólki á veitinga- og gististöðum, starfs- fólki á ferðaskrifstofum og blaða- mönnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.