Dagur - 03.09.1984, Side 7
6 - DAGUR - 3. september 1984
Víðir upp
í 1. deild?
Víðir úr Garði stendur nú
mjög vel að vígi í baráttunni
um laust sæti í 1. deild næsta
keppnistímabil, en þó er ekki
enn séð fyrir endann á því
hvaða lið fylgir FH upp í 1.
deildina.
Víðir vann FH mjög sannfær-
andi á föstudagskvöldið og hefur
nú hlotið 27 stig. Liðið á eftir að
leika við botnliðið Einherja á úti-
velli og síðan við Njarðvík á
heimavelli í síðustu umferðinni
og því má segja að Víðismenn
séu komnir með annan fótinn í 1.
deild.
ísfirðingar eru nú komnir upp
í 3. sætið en þeir byrjuðu mjög
illa, en eru hins vegar með besta
liðið í 2. deild í dag að margra
mati. Þeir eiga eftir að taka á
móti Eyjamönnum um næstu
helgi, og síðan að leika gegn KS
á Siglufirði. Mun erfiðara
„prógram“ en Víðir á fyrir
höndum.
Eyjamenn eru með 25 stig einu
stigi minna en ÍBÍ og því er ljóst
að innbyrðisviðureignin á ísafirði
milli þessara liða verður hörð og
ef öðru liðinu tekst að sigra þar
stendur það enn í baráttunni, en
það lið sem tapar hefur misst af
lestinni. Þá má segja að
Njarðvík, KS og Völsungur eigi
öll fræðilega möguleika á að
komast upp í 1. deild, en mögu-
leikarnir minnkuðu verulega í
umferðinni sem leikin var um
helgina eins og sjá má á stöðunni
hér að neðan.
GH sigraði GE
Húsvíkingar sigruðu Eskfirð-
inga naumlega í bæjakeppni í
golfí sem háð var um helgina á
Eskifírði. Ekki gat þó munur-
inn orðið minni en raun varð á
í lokin, Húsvíkingar léku á
1888 höggum, einu höggi
minna en Eskfírðingarnir.
Bestum árangri í karlaflokki
náði Áxel Reynisson sem lék 36
holur á 153 höggum, Bogi Boga-
son GE var á 166 höggum og
Skúli Skúlason GH á 172
höggum.
Sigríður B. Ólafsdóttir GH var
best í kvennaflokki, lék á 215
höggum. Dagmar Óskarsdóttir
GE á 224 höggum og þriðja varð
Dóra Sigurmundsdóttir GH á 246
höggum.
I síðustu viku var háð „Frico-
Skandia" keppnin hjá GH. Fjórir
menn eru komnir í úrslit í þeirri
keppni og leika holukeppni,
Pröstur Brynjólfsson, Ragnar P.
Ragnarsson, Pálmi Pálmason og
Kristján Guðjónsson.
Sveitakeppni GSÍ
um helgina
Um næstu helgi fer fram
Sveitakeppni Golfsambands
íslands á velli Golfklúbbs
Suðurnesja.
Indriði
sigraði
Indriði Jóhannsson sigraði í
keppninni um „Nafnlausa bikar-
inn“ sem háð var hjá Golfklúbbi
Akureyrar í gær. Indriði lék á 68
höggum nettó eins og Einar
Pálmi Árnason en Indriði hafði
betur í bráðabana. í þriðja sæti
varð Björn Axelsson á 71 höggi.
Þrír keppendur hafa þegar ver-
ið valdir til að keppa í karlaflokki
fyrir Golfklúbb Akureyrar,
Sverrir Þorvaldsson, Þórhallur
Pálsson og Sigurður H. Ringsted.
Ekki hefur verið ákveðið hver
skipar 4. sætið en valið stendur á
milli Viðars Þorsteinssonar,
Björns Axelssonar og Baldurs
Sveinbjörnssonar.
Kvennalið GA verður skipað
Ingu Magnúsdóttur, Jónínu Páls-
dóttur Katrínu Frímannsdótt-
ur.
Staðan
Staöan í 2. deild íslandsmótsins í
knattspyrnu er nú þessi:
Skaga-
menn
meistarar
Akurnesingar urðu um helgina
íslandsmeistarar í knattspyrnu
1984. Þeir gerðu jafntefli gegn
KR á Laugardalsvelli 0:0 en það
sem endanlega tryggði þeim titil-
inn var 2:1 sigur Þórs gegn Kefla-'
vík, eina liðinu sem gat náð
Skagamönnum að stigum. ís-
landsmeistaratitillinn er því kom-
inn til Akraness annað árið í röð.
Víðir - FH 2:0
KS - Völsungur 0:0
Einherji - ÍBÍ 1:3
ÍBV - Tindastóll 4:2
UMFS - UMFN 3:0
FH 16 : 10 4 2 32:15 34
Víðir 16 8 3 5 29:24 27
ÍBÍ 16 7 5 4 32:20 26
ÍBV 16 7 4 5 24:22 25
KS 16 6 6 4 19:16 24
UMFN 16 7 3 6 17:16 24
Völsungur 16 7 3 6 21:21 24
Skaliagr. 16 7 2 7 27:24 23
Tindastóll 16 2 3 11 15:39 9
Einherji 16 1 3 12 11:28 6
Næstu leikir:
Njarðvík - FH fímmtudag.
Völsungur - UMFS laugardag.
ÍBl - ÍBV laugardag.
Tindastóll - KS laugardag.
Einherji - Víðir laugardag.
Bjarni Sveinbjörnsson var maður dagsins í leik ÍBK og Þórs. Bjarni sem hér sést í leik á Akureyri fyrr í sumar skoraði tvö
glæsileg mörk og Þór sigraði 2:1.
Slagsmálaleikur á Siglufirði:
Jafnteflið
sanngjarnt
- í viðureign KS og Völsungs
Mönnum bar saman um það
að 0:0 jafntefli í leik KS og
Völsungs sem leikinn var á
Siglufirði um helgina hefðu
verið sanngjörn úrslit.
Eins og jafnan þegar þessi lið eig-
ast við er lítið gefið eftir og svo
var nú. Barist var af alefli frá
fyrstu til síðustu mínútu og þegar
upp var staðið hafði hvort lið eitt
stig upp úr krafsinu. Við ræddum
við tvo aðila félaganna eftir leik-
inn.
„Þetta var ömurlegur leikur,“
sagði Hermann Einarsson ritari
KS er við ræddum við hann.
„Þegar líða tók á leikinn var
þetta ekkert nema harkan og
enginn fótbolti. Það var meira
hugsað um manninn heldur en að
reyna að spila boltanum.
Þá var dómarinn ömurlegur
dómari og hann hafði alls engin
tök á leiknum þótt segja megi að
það hafi ekki komið öðru liðinu
verr en hinu.“
- Eruð þið búnir að gefa upp
vonina um að komast upp í 1.
deild?
„Það var nú aldrei stefnan hjá
okkur að fara upp og við áttum
ekki von á slíku. Stefnan hjá
okkur var að halda sætinu í 2.
deild, sérstaklega eftir að við
urðum fyrir því að missa menn í
önnur félög í vor. Við getum því
verið ánægðir með árangurinn,"
sagði Hermann.
„Eins og
alltaf“
„Þetta er. eins og alltaf þegar
þessi lið eigast við og þetta var
slagsmálaleikur,“ sagði Kristján
Olgeirsson annar þjálfara Völs-
ungs og leikmaður með liðinu
eftir leikinn.
„Ég tel að þetta séu sanngjörn
úrslit. Leiknum hefði getað lokið
með mörkum og jafntefli og það
hefði hvort liðið sem er getað
unnið leikinn með smá heppni.
Ég held því að það geti allir vel
við þessi úrslit unað.“
- Hvað um möguleika ykkar
á að ná 2. sætinu í deildinni og
komast upp?
„Við erum búnir að vera held
ég þótt við getum hugsanlega far-
ið upp með smá heppni. Ég tel að
ísfirðingar séu með besta liðið í
deildinni í dag, en þó reikna ég
með því að Víðir fari upp. Víðir
á eftir tvo leiki sem ættu að vera
nokkuð léttir hjá þeim, þeir eiga
eftir Einherja úti og Njarðvík á
heimavelli og ég held að þeir
vinni þessa leiki og fari svo upp.
Árangurinn hjá okkur er alveg
viðunandi. Við eigum eftir að
spila við Skallagrím heima og FH
úti og ef okkur tekst að ná í sigur
í öðrum þessara leikja þá þýðir
það stigamet hjá Völsungi í 2.
deild og það er nokkuð gott að
ná því miðað við að við misstum
menn í vor,“ sagði Kristján.
3. september 1984 - DAGUR - 7
Þórsara stálu öllum
stigunum í Keflavík
- Bjarni Sveinbjörnsson skoraði tvö mörk í 2:1 sigri Þórs í leik þar sem
Keflvíkingar voru áberandi betri aðilinn nær allan tímann
„Það er alveg óhætt að segja
að við höfum stolið þremur
stigum í Keflavík að þessu
sinni. Þeir áttu miklu meira
í leiknum en við höfðum
loksins heppnina á okkar
bandi og unnum,“ sagði
Arnar Guðlaugsson lið-
stjóri Þórs eftir að Þórsarar
unnu Keflavík á útivelli um
helgina 2:1.
Eftir nokkurt jafnræði í byrjun
tóku Keflvíkingarnir leikinn í
sínar hendur og þeir voru mun
betri aðilinn allt til leiksloka.
„Þeir sögðu eftir leikinn að þeir
hreinlega skildu það ekki að það
væri hægt að eiga svona miklu
meira í leiknum en tapa samt, en
við skildum það alveg. Við
höfðum nefnilega lent í þessu í
sumar og það var tími til kominn
að lukkudísirnar létu sjá sig í her-
búðum okkar,“ sagði Arnar
Guðlaugsson.
Sem fyrr sagði var nokkurt
jafnræði með liðunum í byrjun,
og Þór náði forustunni strax á 5.
mínútu eftir glæsilegt einka-
framtak Bjarna Sveinbjörnsson-
ar. Bjarni lék upp völlinn, síðan
plataði hann Þorstein Bjarnason
markvörð og komst framhjá hon-
um til hliðar við markið. Þá gat
hann skotið á markið og skorað,
en tók ekki áhættuna heldur lék
til baka og inn að markinu. Þar
biðu tveir varnarmenn eftir hon-
um en Bjarni sendi boltann af ör-
yggi á milli þeirra og inn. Glæsi-
lega gert hjá honum.
Þegar Keflvíkingarnir hófu að
pressa stífar að marki Þórs lá
markið í loftinu hvað eftir annað.
Bjargað var á línu, Baldvin varði ■
mjög vel nokkrum sinnum en
þegar nokkrar mínútur voru til
loka fyrri hálfleiks jafnaði ÍBK.
Sending kom fyirr markið á
Óskar Færseth bakvörð sem var
kominn í sóknina og Óskar
klippti boltann í loftinu og skor-
aði með þrumuskoti. Fyrsta mark
Óskars í 1. deild' og það ekki
slorlegt.
Staðan
Staðan í 1. deild íslandsmótsins í
knattspyrnu er nú þessi:
Akranes - Víkingur ÍBK - Þór KR - Akranes 2:3 1:2 0:0
Valur - Breiðablik 1:1
Akranes 16 11 2 3 29:16 35
ÍBK 16 8 3 5 19:16 27
Valur 16 6 6 4 22:16 24
Þór 16 6 3 7 24:23 21
Víkingur 15 5 5 5 24:24 20
Þróttur 16 4 7 5 17:17 19
KR 16 4 7 5 16:23 19
Breiðablik 16 3 8 5 16:17 17
KA 16 4 4 8 23:34 16
Fram 15 4 3 8 15:10 15
Næstu leikir:
Víkingur - Fram í kvöld.
Fram - Valur fimmtudag.
Breiðablik - Akranes föstudag.
Þór - Víkingur laugardag.
ÍBK - KR laugardag.
Þróttur - Akranes laugardag.
í síðari hálfleik hélt sóknar-
þungi Keflvíkinganna áfram að
aukast. „Við biðum bara eftir
því að þeir skoruðu og vonuð-
umst auðvitað eftir því að sleppa
með eitt stig,“ sagði Arnar.
Og svo var það rétt fyrir leiks-
lok að Bjarni Sveinbjörnsson
komst skyndilega einn á auðan
sjó. Hann geystistað Keflavíkur-
markinu og Þorsteinn kom út á
móti. Bjarni gerði sér lítið fyrir,
vippaði boltanum yfir hann og í
markið. „Ég hélt að boltinn ætl-
aði að fara yfir markið, en hann
var ansi lengi á leiðinni og manni
létti loksins þegar hann sigldi í
netið,“ sagði Arnar Guðlaugs-
son. Þórsarar höfðu stolið öllum
stigunum þremur og bjargað sér
af fallhættusvæðinu.
Völlurinn í Keflavík má heita
ónýtur, og engin leið að leika
knattspyrnu á honum. Þórsarar
náðu aldrei að sýna sitt rétta and-
lit og sannleikurinn er sá að þeir
voru heppnir að sleppa með stig
frá Keflavík. Enginn Þórsaranna
lék á getu en heppnin var með
þeim og fannst mörgum tími til
kominn.
Nói og
■ ■ ■ ■
Bjossi
í leik-
bann?
Svo getur farið aö Þór leiki án
tveggja fastamanna í leiknum
gegn Víkingi á laugardaginn.
I leiknum í Keflavík fékk Nói
Björnsson að sjá gula spjaldið
hjá dómaranum Eysteini Guð-
mundssyni. Nói gerði athuga-
semd við línuvörðinn Kjartan
Ólafsson, fannst hann ekki vera
Gott
golf
hjá
Birgi
Mar.
Birgir Marinósson lék glæsi-
legt golf á laugardaginn þegar
keppt var um Sjóvá-bikarinn
hjá Golfklúbbi Akureyrar.
Leiknar voru 18 holur með
forgjöf í þessu árlega móti
klúbbsins og Birgir vann yfír-
burðasigur.
Óvenju fáir kylfingar mættu til
leiks, 32 talsins, en það bar til
tíðinda að 12 þeirra léku upp á
forgjafarlækkun sem er mjög
gott. Misstu margir af verðlauna-
sæti þótt þeir lékju undir 70
höggum nettó.
Birgir, sem hafði fulla forgjöf
fyrir þetta mót lék á 89 höggum
eða 61 höggi nettó. Þetta þýðir
að hann hefur lækkað í forgjöf
um 4.4.
í 2. sæti varð annar gamall
„refur“, Bjarni Jónasson sem lék
á 66 nettó, og hefði það einhvern
tíma nægt til þess að vinna for-
gjafarmót. Þriðji varð svo Þor-
bergur Ólafsson á 67 höggum
nettó og var óheppinn að sögn.
Sigurbjörn Viðarsson.
vakandi á línunni, en Kjartan
veifaði flaggi sínu til dómarans
sem sýndi Nóa gula spjaldið. Nói
hafði 8 refsistig fyrir þennan leik,
þannig að spurningin er hvort
hann fær eitt eða tvö stig til við-
bótar. Fái hann tvö stig missir
hann af leiknum á laugardag.
Sigurbjörn Viðarsson fékk
einnig gult spjald fyrir grófan
leik. Hann hafði 7 refsistig fyrir
og þeir sem við ræddum við töldu
allar líkur á að hann fengi 3-4
stig til viðbótar. Það bendir því
allt til þess að Sigurbjörn verði
ekki með á laugardaginn.
Birgir Marinósson lék á 61 höggi nettó er keppt var um Sjóvá-bikarinn í golfí
um hclgina.
Baldvin Ólafsson.
„Algjör
þjófnaður"
„Þetta var algjör þjófnaður,“
sagði Baldvin Ólafsson Þórs-
ari, getraunasérfræðingur og
vallarstjóri hjá Þór eftir leik-
inn í Keflavík, en Baldvin var
þar á meðal áhorfenda.
„Það má segja að þessi leikur
hafi verið eins og þegar Þór tap-
aði hér heima fyrir Þrótti fyrr í
sumar nema að nú vorum það við
sem höfðum heppnina með
okkur. Keflvíkingarnir óðu í fær-
unum allan leikinn, það var
bjargað á línu og hvaðeina.
Bjarni skoraði svo tvö mjög góð
mörk og var það fyrra mjög
glæsilegt. Hann þvældi hvern
manninn á fætur öðrum og plat-
aði Þorstein Bjarnason landsliðs-
markvörð svoleiðis að það lá við
að hann kastaði sér aftur fyrir
markið. Þetta var ljúft,“ sagði
Baldvin Ólafsson.
Bautamót
í golfi
Hið árlega Bautamót í golfi
verður háð á Jaðarsvelli á Ak-
ureyri á morgun, og leggja
fyrstu kylfingarnir af stað kl.
14.
Það er að sjálfsögðu veitinga-
húsið Bautinn á Akureyri sem
hefur veg og vanda af þessu móti,
og er keppt um hinn glæsilega
„Bautabikar“ sem er með glæsi-
legri verðlaunum í íslenskum
íþróttum, og að auki eru veitt
verðlaun fyrir bestu menn bæði
með og án forgjafar.
Mótið er opið öllu starfsfólki á
veitinga- og gististöðum, starfs-
fólki á ferðaskrifstofum og blaða-
mönnum.