Dagur - 03.09.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 03.09.1984, Blaðsíða 3
3. september 1984 - DAGUR - 3 Toshiba örbylgjuofnar 5 stærðir. Verð frá kr. 10.580,- Komið og gerið kjarakaup í nýju versluninni Raf í Kaupangi. © NÝLAGNIR VIOGEROIR VERSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. sími 26400. Verslið hjá fagmanni. Aftari röð f.v.: Sigurður Arnórsson aðstoðarframkvæmdastjóri; Hjörtur Eiríksson framkvæmdastjóri; Karl Friðr- iksson markaðsfulltrúi. Fremri röð f.v.: B. Umansky sendiráðsmaður Sovétrikjanna; A. Rutgazier forseti samvinnufélags Ukrainu; V. Ramanauskas forseti samvinnuféiags Litháen og V. Ouglev fulltrúi Centrosoyus. Mynd: KGA. „Berum virðingu fyrir íslenskum samvinnufélögum" - Fulltrúar sovéska samvinnusambandsins í heimsokn á íslandi I síðustu víku voru hér á ferð fulltrúar frá sovéska samvinnu- sambandinu, og m.a. undirrit- uðu þeir samning við SÍS verk- smiðjurnar á Akureyri um kaup á íslenskum skinna- vörum. Einnig skoðuðu sovésku fulltrúarnir verksmiðj- ur Sambandsins, Plasteinangr- unarverksmiðjuna og Mjólk- ursamlagið, og kynntu sér starfsemi þessara fyrirtækja. í Sovétríkjunum eru 15 svæða- félög innan samvinnusambands- ins. Hingað komu forsetar sam- vinnufélags Ukrainu, A. Rutgaz- ier, og samvinnufélags Litháen, V.Ramanauskas, ásamt fulltrúa frá sovéska samvinnusamband- inu Centrosoyus, V. Ouglev. Fé- lagar í samvinnufélagi Ukrainu eru 15 milljónir talsins og velta félagsins er um 22 milljarðar Bandaríkjadollara. í samvinnu- félagi Litháen eru 1,2 milljónir félaga, og velta þess félags er 2,5 milljarðar Bandaríkjadala. Viðskipti SlS við Centrosoyus hafa staðið í 25 ár, lágu niðri um tíma en hafa verið stöðug frá ár- inu 1969. Á þessu ári nema heild- arviðskipti félaganna 150 milljón- um króna. Báðir aðilar hafa sýnt áhuga á að auka viðskiptin. í samtali við sovésku fulltrúana kom fram að Centrosoyus vinnur að því að ná viðskiptasambönd- um við samvinnufélög um allan heim og reyna einnig að styrkja persónuleg kynni félaganna. Að þessu er einnig unnið innan al- þjóðasamtaka samvinnufélaga, ICA, en í þeim samtökum eru Sovétmenn stærsti aðilinn. ís- lenskir samvinnumenn hafa einn- ig mjög mikil áhrif innan raða ICA, og fulltrúi íslands Erlendur Einarsson, hefur þar rekið erindi íslands af miklum krafti. „Við berum ákaflega mikla virðingu fyrir íslenskum sam- vinnufélögum og það var mjög gott að fá tækifæri til að koma hingað í heimsókn. Við höfum kynnt okkur starfsemina hér og hitt fólk að máli, og þessi heim- sókn hefur í alla staði verið hin ágætasta," sagði V. Ouglev, full- trúi Centrosoyus. Og sovésku fulltrúarnir vildu koma á fram- færi kærum þökkum til for- svarsmanna Sambandsins is- lenska fyrir frábærar móttökur. Vörur frá SÍS eru seldar um öll Sovétríkin og líka ákaflega vel. Sovésku fulltrúarnir sögðu ís- lensku vörurnar vera í háum gæðaflokki og enga hnökra vera á viðskiptunum. - KGA. Líttu inn í Grýtu Nýjar innréttingar Full búð af nýjum vörum bodun' vörur Dylon fatalilitir \E Hvitar hitakönnur Grýta verslun Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 26920. Saga íslenskra lúðrasveita: „Skært lúðrar hljóma" Út er komin bókin „Skært lúðr- ar hljóma" saga íslenskra lúðrasveita og eru útgefendur Samband íslenskra lúðrasveita og ísafoldarprentsmiðja. Bókin fjallar um sögu íslensku lúðrasveitanna og spannar sú saga 108 ár. í bókinni segir frá starfi lúðrasveita á 22 stöðum á landinu, en láta mun nærri að þær sveitir sem settar hafa verið á stofn á landinu séu um 40 talsins. Starf lúðrasveita hefur verið mun útbreiddara en flestir gera sér grein fyrir. Fyrstu lúðra- sveitirnar sem settar voru á stofn voru jafnframt fyrstu hljómsveit- irnar og er því lýst í bókinni hvernig starf þeirra varð ómetan- legt fyrir fyrstu hljómsveitir hér- lendis, með strengjum og fjöl- breyttari hljóðfæraskipan. Þá hafa lúðrasveitamenn lagt ómetanlegan skerf til kennslu í tónmennt um allt land í tímanna rás. Myndir eru fjölmargar í bók- inni eða um 180 talsins og hefur tekist að afla nafna á þeim mönnum sem á myndunum eru í nær öllum tilfellum. En margar myndanna eru mjög gamlar og mátti varla tæpara standa að næðist til manna er skil kunnu á myndunum. í bókinni er einnig að finna æviágrip fjögurra elstu brautryðj- enda í lúðrasveitastarfs í landinu, þeirra Helga Helgasonar, Magn- úsar Einarssonar, Hallgríms Þor- steinssonar og Karls O. Runólfs- sonar. Kunnustu menn hafa tekið að sér að rita um lúðrasveitastarf í sinni heimabyggð og eru höfund- ar um 20 talsins. Lárus Zophon- íasson skrifaði sögu lúðrasveit- anna á Akureyri og er þar heil- mikill fróðleikur á ferðinni. Þetta er fyrsta tónlistarsagan sem kem- ur út á íslandi í heild og er um mjög viðamikið verk að ræða. Bókin hefur verið í undirbúringi í 5 ár og er nú komin í bókabúðir og kostar 1.198 krónur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.