Dagur - 03.09.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 03.09.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 3. september 1984 Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin(n) stór? Brynhildur Eggertsdóttir 2ja ára bráðum 3ja: Ég ætla að verða rafvirki. Jón Gísli Óskarsson 5 ára: Sjómaður. Sigrún Kristjánsdóttir: Ég ætla að vinna á löggustöð- inm. Jaiius Sigurjónsson 4ra ára: Eg ætla að verða lögga. Kristján Sigurjónsson 7 ára: Tannlæknir. - segir Steinunn Friðriksdóttir útibússtjóri kaupfélagsins Þó Skagaströnd sé ekki stór bær eru þar þó tvö kaupfé- lög. Þannig er nefnilega, að í gamla daga var til Kaupfélag Skagstrendinga. Að því kom að það fór á hausinn og þá yfir- tók kaupfélagið á Blönduósi Kaupfélag Skagstrendinga. Þeir byggðu hús fyrir starfsemi sína og það átti að þjóna öllum bænum. Bærinn skiptist í 2 hluta og sá liluli sem hafði gamla kaupfélagið neitaði að láta leggja það niður, því að á veturna væri svo erfitt að kom- ast á milli bæjarhluta til að versla. Kaupfélagið vill að sjálfsögðu allt l'yrir sitt fólk gera og þar eru því 2 kaupfélög iuina, eða réttara sagt þá rekur kaupfélagið á Blönduósi 2 lili- bú á Skagaströnd. Við reyndum fyrst að fá útibús- stjórann í nýja húsinu til að spjalla við okkur en hún neitaði staðfastlega. Benti okkur á að tala við þær í hinu kaupfélaginu, því þær væru miklu hressari! Við undum okkur því yfir í hinn bæjarhlutann og hittum þar að máli Steinunni Friðriksdóttur, sem sér um útibúið í Höfða- hverfi, það heitir því Höfðaúti- bú. Steinunn var til í smá spjall og fer það hér á eftir. - Er ekki nokkuð skrýtið að hafa 2 kaupfélög í ekki stærra bæjarfélagi? „Það er kannski ekkert skrýtið, þetta er eiginlega sitt hvor deildin. Við erum með byggingavörur, fóðurvörur, raf- magnsvörur og fleira. Það er líka smá matvöruhorn hjá okkur, það er vegna þess að það verður oft ófært yfir víkina á veturna og þá er gott fyrir fólk að geta keypt það nauðsynlegasta hér. Hitt kaupfélagið er aðallega með mat- vöru og vefnaðarvöru, og eitt- hvað af búsáhöldum." - Er einhver rígur á milli bæjarhlutanna? „Nei, það er alls enginn rígur þó bærinn skiptist svona." - Ermikið verslaðhjáykkur? „Ég veit ekki hvað skal segja um það, það er mjög misjafnt. Það er meira að gera þegar unnið er í frystihúsinu, þá kemur fólkið í pásum og kaffi og kaupir sér eitthvað. Sveitafólkið kemur hingað að kaupa fóðurvöru, en fer frekar í hitt kaupfélagið til að versla matvöruna." - Hvað vinna margir hérna? „Það vinna hér 5 manns í allt. Það er bara einn sem vinnur allan daginn, hin öll vinna hálfan daginn. Ég vinn bara hálfan daginn, við erum tvær sem erum útibússtjórar, Helga Guðmunds- dóttir er á móti mér, hún er á morgnana." - Vendum okkar kvæði í kross og hættum að tala um kaupfélag- ið og fáum einhverjar upplýsing- ar um þig. Ertu innfædd? „Nei, ég er fædd í Reykjavík og uppalin í Kópavogi. Maðurinn minn er héðan, ég giftist samt ekki beint hingað heldur fluttum við. Ég er búin að búa hér í 8 ár síðan í apríl." - Hefur þér líkað vel? „Mér líkar mjög vel, þetta er góður staður. Ég vil alls ekki fara héðan aftur. Það er svo miklu rólegra hér en fyrir sunnan, minna stress. Hér hverfur maður ekki í fjöldann eins og þar. Ég er alltaf fegnust þeirri stund þegar ég kem heim aftur, éf ég hef skroppið eitthvað." - En áhugamálin og félagslíf- ið? „Ég veit ekki með áhugamálin: Ég keypti mér gönguskíði í vor og komst einu sinni á þau áður en snjórinn fór. Ætli ég reyni ekki að fara eitthvað næsta vetur. Það er ekkert sérstaklega mikið fé- lagslíf hérna, t.d. eru ekki mörg böll, þó eru alltaf ákveðin böll, ball á gamlárskvöld og sjómanna- daginn. Það er hins vegar lítið um að vera fyrir utan þetta fasta." Síminn var búinn að hringja margoft og margir sem vildu ná tali af Steinunni og það var aug- ljóst að við trufluðum, svo við létum þetta gott heita og þökk- uðum spjallið. - HJS. Steinunn Friðriksdottir. Fallegt í Stærra-Arskógi og mikið af berjum Kona í Norðurgötu skrifar: Mig langar til að koma á framfæri þakklæti til hjónanna í Stærra- Árskógi fyrir þá ómældu ánægju sem þau veita fólki er kemur þangað til berjatínslu. Þar fer allt saman: Fagurt umhverfi, óspillt náttúra og mikil ber. Þar er land- ið ekki sundurgrafið af óþarfa skurðum, sem svo víða má sjá í sveitum. Stundum virðist manni að skurðirnir séu aðeins til þess að fá út á þá styrki. í Stærra-Árskógi er vel girt enda sýnir góð berjaspretta þar að sauðfé og nautgripir hafa ekki aðgang. í upphafi var gjald fyrir berjatínsluna 80 krónur á mann og börn undir tólf ára aldri þurftu ekki að borga. Nú hefur þetta verið lækkað í 50 krónur á hvern fullorðinn, sem er í rauninni ekk- ert gjald þegar um jafn gott berjaland er að ræða og í Stærra- Árskógi. Hafi ábúendur þökk fyrir þá aðstöðu sem þeir hafa búið áhugamönnum um berja- tínslu. Kær kveðja. Slysagildra við Klapparstíginn Klappabúi skrifar: Ég er nýbúinn að lesa um slysa- hættu í Lesendahorni Dags og þær eru víst víða um bæinn. Mig langar til þess að benda á eina slíka hér við Klapparstíginn. Það er brött brekka yst í stígnum og bílar snúa þarna alltaf við. ís- ing er mikil á vetrum á malbikinu og það þarf ekki mikið til að þeir hreinlega geti runnið þarna fram af. Fyrir þremur árum voru settir þarna nokkrir kantsteinar sem áttu að vera til hjálpar, en þeir fóru fljótt því er ýta þurfti snjó fóru þeir bara með. Er nú ekki kominn tími til að gera við kant- inn þarna áður en stórslys verður? Hér er svo fyrirspurn til Stef- áns Stefánssonar bæjarverkfræð- ings: Var nauðsynlegt að þrengja Klapparstíginn svona upp? Bílar eiga í mestu erfiðleikum að kom- ast upp úr stígnum á vetrum fyrir ísingu og snjó. Svo er engin prýði af þessu moldarflagi sunnan við stíginn. Það hefði mátt malbika líka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.