Dagur - 03.09.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 03.09.1984, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR í BfUNN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VIÐHALDSFRÍIR VEUIÐ rétt MERKI Slippsföðin: Bauð í Blöndu Medal þeirra sem buðu í verk við Blönduvirkjun var Slipp- stöðin hf. á Akureyri. Slipp- stöðin bauð í þrýstipípur og lokuútbúnað ásamt skipa- smíðastöðvunum Þorgeiri og Ellerti og Stálvík, auk sviss- nesks fyrirtækis. Þessir aðilar voru með fjórða lægsta tilboðiö í þrýstipípurnar, en aðrir íslenskir aðilar voru með 3. lægsta tilboðið, Framleiðslu- samvinnufélag iðnaðarmanna. Þá átti Slippstöðin 7. lægsta tilboðið í lyftikrana. Alls voru opnuð rúmlega 80 til- boð í 6 verkþætti Blönduvirkjunar á fimmtudag í síðustu viku. Júgó- slavneska fyrirtækið Ingra Group átti lægsta tilboðið í verkið í heild, sem var upp á 464 milljónir króna og er 68,3% af áætluðum kostn- aði. Fimm sóttu - um veitingarekstur í verkalyðshöllinni Fimm aðilar sóttu um rekstur veitingastaðar á efstu hæð verkalýðshallarinnar og er nú verið að skoða umsóknirnar áður en leyfi verður veitt ein- hverjum umsækjendanna. Þeir sem sóttu um voru: Rósa Sigurlaug Gestsdóttir; Björn Arason; í þriðja lagi þessir þrír: Þórður Pálmason, Haukur Tryggvason og Sigmundur Ein- arsson. í fjórða lagi voru þessi fimm: Hafþór Hclgason, Laufey Siguröardóttir, Friðjón Axfjörð, Guölaug Ottesen og Zophonías Árnason. Degi er ekki kunnugt um hver fimmti umsækjandi er. Næst liggur fyrir aö funda mcð umsækjendunum og semja um leigu og annaö þvíumlíkt, þegar ákveðið hefur verið hvcr hlýtur hnossið. - KGA. Verkmenntaskólinn settur í fyrsta sinn Verkmenntaskólinn var settur hátíðlega athöfn í Akureyrar- ræður Sólveig Jensdóttir, í fyrsta skipti á laugardag við kirkju kl. 13.30. Þar fluttu skrifstofustjóri í menntamála- Akureyrarkirkja var þéttsetin þegar Verkmenntaskólinn var settur í fyrsta sinn. Bernharð Haraldsson skólameistari hélt setningarræðu. Myndir: KGA. F\ 'i&'. |^v v'i M ■ B jpj mÞÆi ráðuneytinu, Sigfríður Þor- steinsdóttir, forseti bæjar- stjórnar og Bernharð Haralds- son, skólameistari. Gréta Baldursdóttir, fiðluleikari og Gyða Halldórsdóttir, orgel- leikari sáu um tónlistarflutning og séra Þórhallur Höskuldsson flutti bæn. Að sögn Bernharðs eru um 780 nemendur innritaðir í skólann í vetur. Þar af eru % frá Akureyri og flestir hinna af Norðaustur- landi. Sagði Bernharð að það væri eitthvað af nemendum úr öllum kjördæmum, nema Reykja- nesi og Suðurlandi, en mest drægi skólinn til sín úr Norður- landskjördæmi eystra. Kennt er á 5 sviðum, það eru heilbrigðissvið, hússtjórnarsvið, tæknisvið, uppeldissvið og við- skiptasvið. Flestir nemendur eru á tæknisviði og viðskiptasviði, hvort svið með á 3ja hundrað nemendur. Kennsla fer fram á 6 stöðum í bænum. Það er í nýja verkmenntaskólahúsinu á Eyrar- landsholti, gamla Húsmæðrask- ólanum, í Iðnskólanum fyrrver- andi, íþróttahöllinni og í Gagn- fræðaskólanum. íþróttakennsla verður í íþróttahöilinni og í Sundlaug Akureyrar. - HJS Menntamálaráðherra mót- mælti með framíköllum - upplýsingum sem komnar voru frá samráðsnefnd um skólamál „Þaö varð hálfgcrö sprenging þarna. Ragnhildur Helgadóttir og starfsmaður hennar úr menntamálaráðuneytinu, mót- mæltu harðlega þessum upp- lýsingum, sögðu þær fyrst rangar, síðan að framkoma þeirra væri trúnaðarbrot og loks að þetta væru í mesta lagi óstaðfestar hugmyndir. Þessir háu embættismenn voru mcð framíköll og kröfur um að veggspjöld með upplýsingum væru tekin niður,“ sagði heimildarmaður Dags um uppákomu sem varð á Fjórð- ungsþingi Norðlendinga í um- ræðum um skólamál. Upplýsingarnar sem ráðherra mótmælti og komnar voru frá samstarfsnefnd ríkis og sveitar- félaga um skólamál voru m.a. þess eðlis að ríkið ætlaði að draga úr greiðslum sínum til skóla- aksturs, úr 85% í 66%. Þctta myndi þýða gífuriega útgjalda- aukningu fyrir lítil sveitarfélög og þykir flestum þegar nóg um, en hjá sumum nemur skólakostnað- ur jafnvel helmingi heildartekn- anna. Þingið mótmælti hugmynd- um ráðuneytisins um að auka enn kostnaðarmismuninn sem er milli dreifbýlis og þéttbýlis í skólamál- um. Miklar umræður urðu um skólamálin og skólakostnað á þinginu og var samþykkt ályktun þar sem harðlega var fordæmdur sícndurtekinn dráttur á lögboðn- um greiðslum ríkisins til reksturs grunnskóla. Var talið eðlilegt að allar greiðslur ríkisins til skól- anna yrðu greiddar til viðkom- andi starfsmanna án milligöngu sveitarsjóðs. „Þingið beinir þeim eindregnu tilmælum til sveitarfélaga að þau greiði ekki á komandi skóla- ári hlut ríkisins í launum og akstri ef framlög berast ekki skilvíslega,“ segir í ályktun um skólamálin. HS. 'mm „Þetta virðist bara ætla að vera svipað hjá ykkur áfram,“ sagði veðurfræð- ingur í morgun. Það verður sem sagt hæg- viðri og léttskýjað að mestu leyti. Það gæti rignt seinni- partinn í dag, helst austan til á Norður- landi. # Sungið á ensku Forráðamenn sjónvarpsins, sem fengu sendibréf frá nokkrum kunnum „menning- arvitum" á dögunum þar sem þess var krafist að leikin yrði íslensk þjóðleg tónlist á milli frétta á táknmáli og aðalfrétta sjónvarpsins, virðast hafa verið fljótir að gegna. - A.m.k. mátti heyra strax sl. þriðjudagskvöld tónlist með öðru sniði á þeim tíma en venjan hefur verið. Það var Kvennakór Suðurnesja sem „skemmti" landsmönnum í 7-8 mínútur og söng á enskri tungu megnið af þeim tíma. Hvort „menningarvitarnir" hafa verið ánægðir með þessa lausn skal ósagt látið. # Aspir eins og gúmmí- plöntur Plöntuvöxtur og gróðursæld hefur verið með eindæmum á þessu góða sumri sem nú er senn að líða - er liðið væri víst réttara að segja. Fljót- vaxin tré hafa hækkað um á annan metra, eins og dæmi eru til um, og sumar tegundir hafa tekið út tvöfaldan ársvöxt. Sérstaklega er at- hyglisvert að skoða laufblöð hinna ýmsu trjátegunda. Þau sem vaxið hafa á nýjum sprotum eru miklum mun stærri en þau sem komu fyrst i vor á gömlum stilkum. Þetta er sérstaklega áberandi á öspunum. Litlar aspir, sem dæmi eru um að hafi þrefald- að hæð sína í sumar, líta út eins og gúmmíplöntur. Lauf- blöð þeirra sumra eru svo stór að annað eins hefur aldrei sést, a.m.k. ekki á seinni árum. # Mikil blómg- un næsta sumar? Ef hægviðrasamt verður nú í haust og kalt í veðri má bú- ast við stórkostlegri litasýn- ingu í tjágróðrinum. Nú þegar er aðeins farið að bera á því að tré séu farin að gutna, en ef að líkum lætur verður samspil gulu og rauðu lita- tónanna stórkostlegt þegar líður á. Þá segja fróðir menn að búast megi við fallegum gróðri næsta sumar, því það fari ekki hvað sist eftir árinu á undan hvernig blómgun verður sumarið eftir. Lita- skrúð blóma og runna ætti samkvæmt þessu að verða með eindæmum næsta sumar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.