Dagur - 14.11.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 14.11.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 14. nóvember 1984 Notarðu bílbelti? Sigurgeir Jónsson: Já, það geri ég. Ekki þó þegar ég er gangandi, ha? Þorsteinn Magnússon: Nei. Rósa Jóhannsdóttir: Já, alltaf. Friðrik Kristjánsson: Já, ég geri það. Helgi Schiöth: Þegar ég er hræddur. Um næstu mánaðamót leggja fímm Akureyringar Iand undir fót í eins konar „pfla- grímsferð“. Ferðinni er heit- ið til Liverpool og er til- gangurinn sá að fylgjast með meisturum Liverpool í leik gegn Ipswich á Anfield, heimavelli Liverpool-liðsins. Með í ferðinni verður Óskar Örn Guðmundsson, formað- ur Liverpool-klúbbsins á ís- landi og verður þetta í fímmta skipti sem hann tekur sér slíka ferð á hendur. Hann var síðast á Anfíeld í mars sl. en þá fékk hann jafnframt leyfí aðdáendaklúbbs Liver- pool til að stofna útibú á ís- landi. Við tókum Óskar Örn Guðmundsson tali og spurð- um hann hvort Iífið væri Liverpool. Gunnar Sveinarsson, Óskar Örn Guðmundsson og Guðmundur Halldórsson á frægum stað á Anficld. Þarna hlaupa leikmenn út á völlinn. „Það er mjöp Ijúft að halda með Liverpool“ - FWkí seoi PO hað mí pn hnð erannt með um hveria helgi beg- Ekki segi ég það nú en það er Ijúft að halda með Liverpool, segir Óskar sem hefur verið ötull stuðningsmaður liðsins í mörg ár. Ástæðuna fyrir því hve Liver- poolaðdáendur leggja mikið á sig til að fylgjast með liði sínu segir Óskar örugglega vera þá að Liv- erpool hefur sjaldan brugðist. Gengi liðsins hefur verið ótrúlegt síðustu árin og sigurgangan óslit- in. - Þekkirðu orðið vel til á An- field eftir þessar heimsóknir? - Ekki segi ég að ég þekki alla innviði en ég þekki orðið nokkra af ráðamönnunum þarna s.s. formann aðdáendaklúbbsins Bob Gill. - Hvað með leikmennina. Hefur þú kynnst þeim? - Við fengum tækifæri til þess að spjalla við þá eftir leik Liver- pool og Benfica í Evrópukeppn- inni í mars. Liverpool vann þann leik 1:0 og auðvitað skoraði Ian Rush markið. En ég get ekki sagt að ég þekki þá vel, þó ég hafi spjallað við þá velflesta. - Mér er sagt að þú fylgist grannt með um hverja helgi þeg- ar Liverpool er að spila og hringir jafnvel til Liverpool? - Ég hlusta alltaf á lýsingar BBC en þegar leik með Liver- pool er ekki lýst þá verð ég að bregða á það ráð að hringja. Ég hringi þá í aðdáendaklúbbinn á Anfield og fæ stöðuna. - Biður þú um einhvern sér- stakan í símann? - Það er því miður ekki hægt. Sambandið er yfirleitt ömurlegt þannig að ég verð að láta mér nægja að spyrja um úrslit. Það er oftast þannig að þeir heyra sama og ekkert í mér en ég heyri í þeim og þannig tekst þeim að koma úrslitunum til skila. Þess má geta hér að Óskar er síður en svo eini Liverpool-að- dáandinn sem hringir á Anfield þegar Liverpool er að leika. Þeir sem vel þekkja til í íþróttahöll- inni hafa ekki komist hjá því að sjá Gunnar Níelsson, starfsmann Hallarinnar í peningasímanum, með lúkurnar fullar af fimm- köllum og svo mun um fleiri. Við spyrjum hvort þetta sé ekki dýrt hobbý? - Ætli maður verði ekki að segja það, segir Óskar og ræðir það ekkert frekar. - En tímafrekt? - Það læt ég vera. Það fara yfirleitt um tveir tímar á laugar- dögum í að fylgjast með lýsing- um. Það eru einu yfirlegurnar. Annað kemur af sjálfu sér. - Hvað með getraunir. Tippar þú á Liverpool og önnur lið? - Já ég hef verið með í hverri einustu viku í vetur og mér hefur gengið svona þolanlega. Unnið einu sinni. - Hvað með gengi Liverpool í vetur. Hefur það ekki valdið fé- lagsmönnum í Liverpool-klúbbn- um á íslandi vonbrigðum? - Bæði og. Liverpool eru að byggja upp nýtt lið og það tekur nokkurn tíma að ná upp dampi að nýju. En þetta kemur allt. - Voru ekki mistök að selja Souness til Ítalíu? - Nei, það fékkst gott verð fyrir hann. Ein 700 þúsund pund ef ég man rétt. Hann hefði hvort - Rætt við Óskar Öm Guðmunds- son, formann Liverpool-klúbbs- ins á íslandi eð er einhvern tímann þurft að hætta og þetta var jafn góður tími og hver annar. Nei Liverpool á eftir að koma upp og þá verður enn Ijúfara að halda með Liver- pool, segir Óskar Örn Guð- mundsson. Þess má geta að þeir sem hafa áhuga á að ganga í Liverpool- klúbbinn á íslandi geta skrifað til pósthólfs 368 eða haft samband við Óskar í síma 21628 og Gunn- ar í síma 26334. í ráði er að gang- ast fyrir hópferð í mars nk. ef næg þátttaka fæst til Liverpool og sjú þar Evrópuleik og deildarleik með Liverpool. - ESE Enn heitavatnsskoitur Nú virðist það komið í ljós, sem einhverjir höfðu spáð, að varma- dælurnar yrðu Hitaveitu Akur- eyrar skammgóður vermir, björguðu henni kannski frá vatnsskorti í 2-3 ár eða svo. Vatnsstaðan er nú þegar orðin svo slæm, að ekki er hægt að sjá af þeim afrennslisvatnsdreitli, sem þarf til þess að halda lág- markssnjóbræðslu í Hafnarstræt- inu, ef marka má orð bæjarstjóra í Degi mánudaginn 12. nóv. sl. Næst á að fara í mælauppsetn- ingu, sem er sjálfsögð þjónusta, ef auka á tekjur veitunnar að Okumenn farið varlega Ókumaður hringdi: Ég vil brýna það fyrir mönnum að aka varlega nú í hálkunni. Það er alveg greinilegt að margir af þeim ökumönnum sem nú eru á fleygiferð á götum úti hafa ekki minnstu hugmynd um það hvernig á að haga akstri í hálku. Ég varð sjálfur nærri því fyrir barðinu á einum þeirra, á silfurgráum Subaru-bíl. Hann kom á fleygiferð austur Furuvelli og í beygjunni rann bíllinn til og stefndi beint á mig. Það var ekki ökumanni Subaru-bílsins að þakka að árekstri var afstýrt í það skiptið. Ökumenn farið varlega. marki. En ætli sá vatnssparnað- ur, sem hugsanlega næst með mælum, fleyti veitunni mikið lengra en varmadælurnar, eða í 1-2 ár í viðbót. Fjárfestingar Hitaveitu Akur- eyrar eru nú orðnar það miklar og orkuverðið það hátt, að það verður að gera þá kröfu til veit- unnar að hún sjái bæjarbúum í framtíðinni fyrir því vatni sem þeir vilja kaupa. Stjórnendur veitunnar verða því að nota þann frest, sem þeir nú hafa, til þess að finna framtíðarlausn á vatnsöfl- unarvandanum, þannig að bæjar- búum verði tryggt nægt vatn þeg- ar til lengri tíma er litið. Notum heita vatnið til betra bæjarlífs. Áhugamaður. MBF ekkiKEA Vegna skrifa „Ostapinna" í les- endadálki sl. mánudag, höfðu forráðamenn Mjólkursamlags KEA samband við blaðið og bentu á að Camenbert-ostur væri ekki framleiddur hjá samlaginu. Camenbert-osturinn er fram- leiddur hjá Mjólkurbúi Flóa- manna og munu leiðbeiningar um meðferð ostsins vera inni í umbúðunum. Sýnilegar dagsetn- ingar munu því ekki vera á um- búðunum fyrr en búið er að taka ostinn upp. Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.