Dagur - 14.11.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 14.11.1984, Blaðsíða 16
Safnað á fölsk- um forsendum - Engin söfnun í gangi á okkar vegum, segir starfsmaður Hjálpar- stofnunar kirkjunnar „Mér fannst þessi unglingur koma hálf einkennilega fyrir en ég gerði enga athugasemd og lét hann hafa pening. Síðan fór ég að hugsa málið og mig grunar að hér séu svik í tafli,“ sagði kona nokkur sem hafði samband við Dag á mánudag- inn. Ungur piltur, á að giska 12-13 ára hafði bankað upp á hjá kon- unni sem býr í Arnarsíðu á Akur- eyri. Var hann með mayonnes- dós í plastpoka og sagðist vera að safna peningum fyrir Hjálpar- Rætt um atvinnu- málin Um næstu helgi gangast sveitahrepparnir þrír sunnan Akureyrar, Óngulsstaða- hrcppur, Hrafnagilshreppur og Saurbæjarhreppur fyrir at- vinnumálaráðstefnu í Hrafna- gilsskóla. Ráðstefnan er skipulögð í samráði við Frið- finn K. Daníelsson, iðnráð- gjafa Fjórðungssambands Norðiendinga. Ráðstefnan hefst á föstudags- kvöld kl. 20.30 meö framsögu- erindum en þau flytja: Friðfinn- ur K. Daníelsson sem talar um þátttöku sveitarfélaga í atvinnu- uppbyggingu, Jónas Vigfússon sem talar um framtíðarupp- byggingu á Melgerðismelum, Grétar Unnsteinsson, skóla- stjóri Garðyrkjuskóla ríkisins sem ræðir um ylrækt og garð- yrkju og Ólafur Vagnsson scm fjailar um stöðu landbúnaðar og framtíðarhorfur í landbúnaði. Á laugardag starfa starfshóp- ar sem ræða munu þau mál sem fram koma í framsöguerindum og fleiri mál sem brenna á mönnum í viðkomandi hreppum. - ESE stofnun kirkjunnar og ættu þeir peningar sem söfnuðust að fara til styrktar fólki í Eþíópíu. Kon- an afhenti piltinum peninga sem fyrr sagði og fylgdist síðan með er hann fór í fleiri hús sömu er- inda. Við á Degi höfðum samband við Hjálparstofnun kirkjunnar í framhaldi af símtali okkar við konuna, og þar varð Jenný Ás- mundsdóttir fyrir svörum. „Þetta er alvarlegt mál, því það er ekkert svona í gangi hjá okkur og ekki á döfinni,“ sagði Jenný. „Það er engin söfnun í gangi þar sem gengið er í hús og raunar er Eþíópíusöfnunin ekki komin af stað af fullum krafti ennþá. Mér finnst sjálfsagt að þið reynið að koma þessu á framfæri og vara fólk við þessu. Ef svona safnanir hafa verið í gangi á okk- ar vegum þá hafa fermingarbörn annast hana, þau hafa þá verið með merki frá okkur og einnig haft kvittanir," sagði Jenný að lokum. gk-. Mynd: KGA Á brunavakt. Bílaverksmiðja á borð lönþróunarfélagsins: Detroit norðursins tæpast að veruleika Hugmyndin um sportbílaverk- smiðju á íslandi kom upp á borðið hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar fyrir nokkrum vikum. Það var handaríska fyrirtækið Transonic Jet Corp- oration sem sendi iðnaðar- ráðuneytinu tilboð um sam- setningarverksmiðju fyrir 4.000 Marlin sportbfla á ári. „Við fengum þessa skýrslu frá ráðuneytinu og könnuðum hana. Báðum síðan ráðuneytið að at- huga hverjir þetta væru og hvort þeir væru tilbúnir til að koma til íandsins til viðræðu um málið. Ekki vitum við nú um alvöruna á bak við þessar hugmyndir og fæstir gera líklega ráð fyrir að úr þessu verði,“ sagði Ingi Björnsson, hagfræðingur hjá Iðn- þróunarfélaginu. Hann sagði að þessi framleiðsla væri í einhverj- um tengslum við Aston Martin bílaverksmiðjurnar og hugmynd bílaframleiðendanna væri sú að íslenska ríkið yrði með í mynd- inni og íslendingar ættu 64% í samsetningarverksmiðjunni. Stofnkostnaður er áætlaður 400 milljónir kr. Slíkt fyrirtæki myndi byrja með um 400 manns í vinnu og þeim yrði fjölgað í um 700 á 2-3 árum. Um er að ræða rándýra vagna fyrir auðkýfinga, sem kosta 35 þús. dollara eða um 1,2 millj. króna. Við þá tölu má bæta tollum til að áætla verðið hér- lendis.- Ástæða tilboðsins - til- tölulega lágur launakostnaður á íslandi og hagstæð lega með tilliti til markaða. Ekki er talið líklegt að bíla- borgin Akureyri, Detroit norðursins, verði að veruleika. HS Stolnum bíl velt Bílvelta varð við bæinn Rauðuvík á Árskógsströnd um helgina og er bifreiðin gjör- ónýt eftir. Ökumaður bifreiðarinnar hafði tekið hana ófrjálsri hendi við bæinn Ytra-Kálfsskinn nokkru áður og missti hann vald á bifreiðinni sem valt út af vegin- um, meiðsli urðu ekki. Ökumað- urinn er grunaður um að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis. Fjáröflunar- hlaup UMSE: Frá Reykja- vík til Akur- eyrar Um næstu helgi ætlar frjáls- íþróttafólk UMSE að hlaupa frá Reykjavík til Akureyrar. Ætlunin er að leggja af stað frá Laugardalshöllinni í Reykjavík kl. 15.00 föstudag- inn 16. nóv. og hlaupa síðan dag og nótt og vera komin norður um kl. 11.00 sunnudag- inn 18. og Ijúka hlaupinu í göngugötunni á Akureyri. Tilgangurinn með þessu hlaupi er, auk ánægjunnar, að safna fé til að standa straum af kostnaði við frjálsíþróttastarf hjá UMSE. Hefur í þessu sambandi verið og er enn safnað áheitum hjá fólki. Er þar um að ræða 300 króna upphæð sem fólk lofar að greiða ef tekst að hlaupa þessa leið nú í upphafi vetrar. Að sögn Björns Ingimarsson- ar, framkvæmdastjóra UMSE, er gert ráð fyrir að um 15 manns hlaupi til skiptis. Hópurinn skipt- ist nokkurn veginn til helminga eftir kynjum og hlaupararnir eru á aldrinum 16-30 ára. Gert er ráð fyrir að hver hlaupi 5 km í senn. Þegar hafa milli 300 og 400 skráð sig fyrir áheitum. HS Spáð er austlægri átt næstu sólarhringa. Dálítil rigning eða slydda verður í dag og í nótt en annars skýjað með köflum. Fremur milt verður í veðri. # „Krabbagrill“ Uggur er nú í eigendum margra sólbaðsstofa eftir að það komst í hámæli í fjöl- miðlum að Ijósalamparnir, með eða án stereotónlistar, kynnu að vera krabbameins- valdandi. Það er ekki nema von að sóbaðsstofumenn, sem margir hverjir hafa fjárfest fyrir milljónir króna, séu skelkaðir því þeir væru illa á vegi staddir ef almenningur hætti að sækja „krabbagrill- in“, eins og Ijósalamparnir eru kallaðir í Danmörku. Þó að böndin beinist að Ijósalömpunum sem orsaka- valdi í sambandi við húð- krabbamein, er óþarfi fyrir Ijósadýrkendur að fölna í gegnum brúnkuna. Sam- bandið milli lampa og krabba er enn sem komið er ósannað og settur landlæknir segist vel geta hugsað sér að skreppa í Ijós. Hins vegar ætti að vera allt f lagi að hafa í huga - að hóf er best í öllu. # Ódýrt að vera Færeyingur Flugleiðir birtu ný- lega tvær auglýsingar í Dimmalætting þar sem Fær- eyingum er boðið upp á tvenns konar ferðatilboð á kostakjörum. Annars vegar geta Færeyingar brugðið sér í hringferð: Færeyjar-ísland- Danmörk-Færeyjar eða Fær- eyjar-Danmörk-ísland-Fær- eyjar, fyrir aðeins 5.555 krón- ur færeyskar (um 17 þúsund (sl. kr.) og hjúnafélaginn eins og Færeyingar nefna makann, fær 50 prósent afslátt. Hjón geta því farið hringinn fyrir um 25 þúsund ísl. kr. en þá er eftir að reikna flugvallarskatt. Hins vegar geta færeysku farþegarnir valið „Vikuskifti í Reykjavík" - eins konar helg- arpakka með uppihaldi á Hótel Loftleiðum (3 nætur) fyrfr 2.720 krónur, sem laus- lega reiknað samsvarar rúm- um 8 þúsund fsl. kr. # Óprógvaður pástandur Og fyrst við erum á annað borð farin að vitna f Færey- inga og Flugleiðir, þá er rétt að láta eftirfarandi gullkorn úr Dimmalætting fljóta með. Það er flogskiparinn á Sníp- unni - þyrlu þeirra Færeyinga sem hefur orðið, um þær sögusagnir að þyrlur séu hættulegir farkostir: „Vit, sum arbeiða við flúgving og hafa tað sum starv vita, at hetta er ein púra ógrundaður og óprógvaður pástandur, ið bert skapar ótryggleika og ótta hjá ferðafólki“.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.