Dagur - 14.11.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 14.11.1984, Blaðsíða 10
Auglýsingadeild Dags 10 - DAGUR - 14. nóvember 1984 BÍLL TIL SÖLU Til sölu er Mazda 929 Sport, 2ra dyra, árg. ’83. Ekinn 17.600 km. Upplýsingar gefur Rúnar í síma 41570. Atvinnumála- ráðstefna fyrir íbúa Hrafnagils-, Saurbæjar- og Önguls- staöahrepps verður haldin í Hrafnagilsskóla 16. og 17. nóvember. Ráöstefna hefst kl. 20.30 föstudagskvöld 16. nóv- ember meö flutningi framsöguerinda. Laugardag- inn 17. nóvember kl. 10 f.h. hefjast störf umræðu- hópa. Ráöstefnunni lýkur væntanlega um kl. 17.00 þann dag. Nánar auglýst í dreifibréfi. Atvinnumálanefndin. Höfum opnað verslunina efUr gagngerðar breytingar Af því tilefni bjóðum við upp á tilbod: Kaffi frá Kaffibrennslu Akureyrar Matarkex og Súkkulaði-María frá Frón Möndlukex frá Spar. Úrval af ávöxtum og grænmeti á kjörmarkaðsverði. Komið í Hrísalund og gerið hagstæð kaup BARNAHORN fyrir yngstu fjölskyldu- meðlimina í kjallara! Friðfinnir K. Daníelsson. 16 Norðlendingar á iðn- sýningu í Kaupmannahöfn: „Kjörinn vett- vangur fyrir íslenska út- flytjendur - segir Friðfinnur K. Daníelsson iðnráðgjafi Fjórðungssambandsins - Ég held ég geti fullyrt að þetta var mjög gagnleg ferð og mikils árangurs sé að vænta í kjölfar hennar. Hins vegar varð ég fyrir nokkrum von- brigðum með það að sjá enga íslenska útflytjendur kynna framleiðslu sína á þessari sýn- ingu. Það var ekki hægt að þverfóta fyrir dönskum, norsk- um og sænskum aðilum sem þarna voru að auglýsa sína vöru og eftir á að hyggja er ég ekki í nokkrum vafa um að þarna hefði Utflutningsmið- stöð iðnaðarins átt að vera með sérstakan kynningarbás. Þetta sagði Friðfinnur K. Dan- íelsson, iðnráðgjafi hjá Fjórð- ungssambandi Norðlendinga er hann var spurður um árangur ferðar 16 Norðlendinga á iðnað- arsýningu í Bella Center í Kaup- mannahöfn um síðustu mánaða- mót. Friðfinnur skipulagði þessa ferð en meðal þess sem skoðað var, voru sýningarnar Industri Kontakts, Intertool ’84, Industri Robots ’84 og Industri Transport ’84. - Ég er ekki í vafa um að þessi ferð verður þátttakendunum að miklu gagni. Þeir komust allir í sambönd við erlenda aðila og sjálfur er ég með mikið af gögnum sem fyrirtæki og ein- staklingar ættu að geta hagnýtt sér. Það er hins vegar rétt að nefna það að það tekur alltaf tals- verðan tíma þar til árangur ferð- ar sem þessarar kemur í ljós og í því sambandi get ég nefnt að maður sem var í þessari ferð, fór á iðnaðarsýningu í Miinchen í mars sl., er nú fyrst að hefja framleiðslu á nýrri framleiðslu- vöru sem hann fékk hugmynd að á umræddri sýningu. - Hvað vakti mesta athygli þína á þessum sýningum? - Það var einkum tvennt sem vakti athygli mína. Notkun laser- tækja við lausn ýmissa vanda- mála, s.s. málmsuðu og merk- ingu á dósamat, kom mér á óvart og eins var ég hrifinn af steinefni sem nefnist Densit. Þetta efni er sérstaklega slitþolið og sem slíkt er það notað á gólf sem mikið mæðir á og eins er hægt að nota það við ýmiss konar mótasmíðar. Margt annað svo sem vélmennin og flutningamálin, var mjög fróð- legt en af einstökum atriðum nefni ég þessi tvö, sagði Friðfinn- ur K. Daníelsson, iðnráðgjafi en þess má geta að hann er með mikið af gögnum á skrifstofunni hjá sér sem fyrirtæki og áhuga- samir einstaklingar á Norðurlandi geta fengið að líta á. - ESE

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.