Dagur - 14.11.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 14.11.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 14. nóvember 1984 Bækur frá Skjaldborg 1984 Þvddar bækur: höfundur bókarinnar Skógarkof- inn. Ótrúlega áhrifamikil og stór- brotin saga um ástir, ómengaða íslenska náttúru, súrt regn og dapurlegar framtíðarhorfur heimsbyggðarinnar. Andi - Höfundar: Kai Hermann, höf- undur metsöiubókarinnar Dýra- garðsbörn, og Heiko Gebhardt. Saga Andis er gífurlega áhrifa- mikil og lætur engan ósnortinn er hana les. Fjöldi mynda er í bók- inni. Þýðandi: Veturliði Guðna- son. Kyneðli og kynmök - Um G-blettinn og aðrar nýjar uppgötvanir varðandi mannlegt lyfNEÐU GG vK' ‘ kyneðli. Algjör metsölubók í Bandaríkjunum. Höfundar: Al- ice Kahn Ladas, Beverly Whipple, John Delbert Perry. Þýðandi: Gissur Ó. Erlingsson. Formáli: Brynleifur H. Stein- grímsson læknir. >* Islenskar skáldsögur Súrt regn - Höfundur: Vigfús Björnsson, SÚRT REGN VIGFUS bjornsson Frá kjörbúðum KEA Brekkugötu 1, og Höfðahlíð 1 Tilboð á lambakótilettum í orlydeigi Kynningarafsláttur A Kjörbúðir KEA Brekkugötu 1, Höfðahlíð 1 Villt af vegi - Höfundur: Aðalheiður Karls- dóttir frá Garði. Þetta er hennar 6. bók. Það þarf vart að taka fram að þessi bók Aðalheiðar er mjög spennandi sem hinar fyrri. w n S Sigrún - Höfundur: ísól Karlsdóttir, höfundur bókarinnar Forlaga- flækja, sem kom út á síðasta ári. Mjög spennandi h'fsreynslusaga ungrar stúlku. Barnabækur: Flækings-Jói - Höfundur: Indriði Úlfsson, sem fékk bókmenntaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir bók sína Óli og Geiri, sem kom út á síðasta ári. Þetta er 18. bók Indriða, sem er einn vinsælasti höfundur ungu kynslóðarinnar á íslandi í dag. Háski á Hveravöllum - Höfundur: Birgitta H. Halldórs- dóttir, höfundur bókarinnar Inga, sem kom út sl. ár. Hörku- spennandi saga, sem enginn legg- ur frá sér fyrr en að lestri loknum. Sumar á Síldarfírði - Höfundur: Eyjólfur Kárason, sem er dulnefni. Þetta er bráð- skemmtileg saga og lýsir vel líf- inu í sjávarplássum á Norður- landi á síldarárunum gömlu og góðu. Strákarnir sem struku til Skotlands - Höfundur: Marinó L. Stefáns- son, höfundur bókarinnar Manni litli í Sólhlíð, sem kom út árið 1982 og hlaut miklar vinsældir um land allt. Binni vill eignast hund og Binni fer út í rigningu - Tvær nýjar litmyndabækur frá Ravensburg í Þýskalandi í hinum geysivinsæla smábarna-bóka- flokki þeirra, en fyrstu 2 bækurn- ar í flokknum komu út í fyrra og hétu Lína og Lalli geta ekki sofn- að og Lína og Lalli fara í afmæli. Símon Pétur - Höfundur: Martin Næs, sem er Færeyingur, fæddur 1953. Hann starfar nú sem bókavörður á Ak- ureyri. Hann' hlaut barnabóka- verðlaun bæjarstjórnar Þórshafn- ar árið 1981 fyrir bókina Per og ég- A færeysku: Símun Sámal - Höfundur: Martin Næs, sem hlaut barnabókaverðlaun bæjar- stjórnar Þórshafnar árið 1981 fyr- ir bókina Per og ég. Þóra Sigurð- ardóttir myndskreytti bókina og teiknaði kápu, en myndirnar í bókinni eru í 4 litum, þá eru einnig í bókinni nokkrar svart- hvítar teikningar. Bókinni verður dreift í Færeyjum um miðjan nóvember. Þetta er tilraun hjá útgáfunni að gefa út bók á tveim tungumálum í senn. Þjóðlegur fróðleikur o.fl.: Aldnir hafa orðið, 13. bindi - Erlingur Davíðsson skráði - Einn stærsti og vinsælasti bóka- flokkur á íslandi. Þessir segja frá: Guðni Ingimundarson, Kópa- skeri, Jóhannes Jónsson, Húsa- vík, Jónína Steinþórsdóttir, Ak- ureyri, Skarphéðinn Ásgeirsson, Akureyri, Steinþór Eiríksson, Egilsstöðum, Sveinn Einarsson, Reykjavík, sem er nýlátinn, og Sæmundur Stefánsson, Reykja- vík. Göngur og réttir, 2. bindi - Árnes-, Borgarfjarðar- og Mýrasýsla. - Bragi Sigurjónsson safnaði og skráði. Þetta er 2. út- gáfa aukin og endurbætt. Bókin er um 480 bls. með fjölda mynda. Þá er nýr kafli um öll fjármörk á íslandi og í Færeyjum. Með reistan makka, 4. bindi - Sögur um hesta. - Erlingur Davíðsson skráði. Margir lands- kunnir hestamenn segja frá hest- um sínum. Pálmi Jónsson, fyrrv. landbúnaðarráðherra, ritar for- mála. Á varinhellunni - Bernskumyndir frá Langanes- ströndum. - Höfundur: Kristján frá Djúpalæk. Þetta er ekki eigin- leg ævisaga, heldur sjálfstæð minningabrot. Yfir allri frásögn- inni hvílir sú heiðríkja hugarfars- ins, sú góðlátlega kímni og sá tærleiki máls og stíls sem skáld- inu frá Djúpalæk er laginn. Læknabrandarar - Ólafur Halldórsson læknir safn- aði, en Óttar Einarsson kennari bjó bókina undir prentun. Yfir 60 læknar eiga þarna gamansögur og þá eru allmargir brandarar sem eru ófeðraðir. Örlög og ævintýri - Fyrra bindi - Höfundur: Guðmundur L. Friðfinnsson á Egilsá. Þetta eru æviþættir, munnmæli, minninga- brot og fleira. Þetta er óvenjuleg bók og vönduð að efni, með fjöl- mörgum myndum og teikningum af bæjum, eins og þeir litu út á ár- unum 1890-1900 jafnvel fyrr. Búskaparsaga í Skriðuhreppi forna - Þetta er 3. bindi af ritsafni Eiðs Guðmundssonar á Þúfnavöllum. í þessari bók er mikinn fróðleik að finna og fjöldi fólks kemur þar við sögu. Árni J. Haraldsson bjó bókina til prentunar. Gott fólk - Viðtöl og frásagnir. - Höf- undur: Jón Bjarnason frá Garðsvík, sem löngu er lands- kunnur fyrir bækur sínar. Þetta tr skemmtileg og fróðleg bók og í henni eru margar myndir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.