Dagur - 26.11.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 26.11.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 26. nóvember 1984 Hvernig líst þér á hugmyndir að nýju bíói á Akureyri? Ingimar Eydal: Þarna komstu við auman blett, ég er formaður hússtjórnar Borgarbíós og hefði helst vilj- að að þessar hugmyndir kæmu úr okkar röðum. En ég hlýt að fagna samkeppni og vonandi verður hún til góðs. Níels Halldórsson: Þær hljóta að vera af hinu góða. Eg sofna alltaf við sjón- varpið en ef ég gæti farið í gott bíó þá myndi ég ekki sofna. Rósberg Óttarsson: Mjög vel. Friðbjörn Benediktsson: Mjög vel, Borgarbíó hefur ver- ið hræðilegt. Kjartan Þorbjörnsson: Æðislega vel, Borgarbíó sýnir ekki nógu góðar myndir. „Erfiðasla og skemmtilegasta sport sem ég hef kynnst" Kristján Jóhannesson, sportveiði- maður, tekinn tali - Það er frumskilyrði að hafa auga fyrir því hvar rjúpan heldur sig. Þetta kemur með æfingunni en eins hafa sumir veiðimenn þetta í sér. Menn verða að fylgjast með snjólag- inu og svo er það ekki minna atriði að vera góð skytta og geta skotið fugl á flugi. Það er ekki nóg að finna rjúpuna en geta ekki náð henni. Það er Kristján Jóhannesson, bifvélavirki á Akureyri og skot- veiðimaður sem hefur orðið. Kristján vakti mikla athygli í fyrra fyrir frækilega frammistöðu á rjúpnaslóð og fáir menn hafa skotið fleiri rjúpur í einni ferð eða á einum vetri en einmitt Kristján í fyrra. Þegar upp var staðið hafði Kristján skotið um 500 rjúpur og mest hafði hann um 80 stykki á einum degi. - Það má segja að höfuðreglan sé sú að rjúpan fylgi snjóröndinni en ef mikill snjór er þá verða menn að grípa til annarra ráða. Ég hef t.d. orðið var við að ef það er mikið af lausum snjó þá er rjúpuna oftast að finna mjög neð- arlega en ef snjórinn er blautur þá er eins líklegt að hún hafi flog- ið upp á reginfjöll, þrátt fyrir að þar sé landlaust með öllu. - Hvað með úthaldið? - Menn verða að vera þraut- seigir og harðir af sér og þeir mega aldrei gefast upp. Eg hef oft gengið í heilan dag án þess að fá rjúpu en síðan náð fjölmörg- um rjúpum undir kvöldið í ljósa- skiptunum. Það er besti tíminn. - Verða menn að æfa sig í skotfimi áður en þeir ganga til rjúpna? - Það þýðir ekkert að fara af stað án þess að æfa sig fyrst. Rjúpan er gífurlega hraðfleygur fugl og það er gott að æfa sig t.d. á sjó við að skjóta á máfa áður en farið er til rjúpna. Síðan er hægt að þjálfa hraða og snerpu þegar undirstaðan er fengin. Það er margra ára æfing að skjóta rjúpu á flugi svo vel sé og mikilvægt að menn fari rétt að frá byrjun. - Hvað með staðinn sem skot- ið er á. Verða rrienn að þekkja vel til staðhátta? - Það er ekkert höfuðatriði en það er ekki verra. Sjálfur skýt ég mest í kjarri eða skóglendi og það hefur hjálpað mér mikið að þekkja til staðhátta. Á mörgum stöðum eru blettir þar sem fugl- inn er gæfari en ella og eins eru ákveðnir staðir sem hann flýgur alltaf á. Þetta lærist með tíman- um og auðvitað er það kostur að þekkja vel til. - Hvað er það sem gerir rjúpnaveiðina svona heillandi í þínum augum. Er það veiði- mennskan eða útiveran? - Ætli það sé ekki sitt lítið af hverju. Veiðivonin togar í mann og ég gengi að ég held ekki á fjöll nema þar væri eitthvað að hafa. Ég er endurnærður - Hvenær fórst þú fyrst til rjúpna? - Ætli það séu ekki ein 22 ár síðan. t>á fór ég með körlunum og fyrst í stað var ég með riffil- garm. Veiðin var eftir því. Sjald- an nema ein rjúpa í hvert skipti. Kristján Jóhannesson. - Þú værir sennilega ekkert hrifinn af því í dag að vita af stráklingi með riffil í kjarrinu skammt frá þér? - Nei, það er stórhættulegt að vera með riffil á veiðum í skóg- lendi. Það á ekki að gerast en rifflar geta verið góðir þár sem það á við. - Hvenær eignaðist þú þína fyrstu byssu? - Það hefur verið 1963 en þá eignaðist ég Browning, sjálfvirka fimm skota. - Áttu hana ennþá? - Já, en hún er orðin lúin og í dag nota ég nýlega Remington haglabyssu. - Hvað með gæsaveiðar. Stundar þú þær? - Já, ég hef alltaf farið mikið á gæs og reyndar skotið svartfugl líka á vissum árstímum. - Hvort er skemmtilegra. Rjúpna- eða gæsaveiðin? - Rjúpnaveiðin er skemmti- legasta sport sem ég þekki. Sennilega vegna þess að þetta er eitt erfiðasta sport sem til er. Maður gengur myrkranna á milli, bullsveittur en samt er þetta það mikil afþreying eða skemmtun að ég er alltaf tilbúinn til þess að skella mér á ball þegar heim er komið. Ég er endurnærður. Mynd: ESE - Hvernig hefur þér gengið í vetur? - Mér hefur gengið þokkalega en þó ekkert í líkingu við í fyrra. Það er miklu minna af rjúpu nú og sú rjúpa sem sást í haust hefur ekki skilað sér ennþá. Auðvitað lifum við í voninni um að svo verði en maður fer að verða vondaufur úr þessu. - Hvað með þann ágreining sem alltaf virðist koma upp milli rjúpnaskytta og bænda? - Það er alveg rétt að það er ágangur í löndum bænda og margir sem ekki biðja um leyfi og þeir skemma fyrir hinum. Mér finnst að bændur ættu að gefa leyfi ef um það er beðið og það kemur sér ekki illa fyrir þá. Þeir gætu þess vegna sett upp gjald fyrir leyfi til veiða í heimalöndum en mér finnst mjög hæpið að ætla að banna mönnum að skjóta uppi á fjöllum langt frá öllum bæjum. Að sögn Kristjáns hefur hann skotið um 100 rjúpur í vetur og hann selur alltaf eitthvað til að hafa upp í kostnað. - Rjúpur eru besti matur sem ég fæ en ég leyfi mér samt ekki þann munað að hafa rjúpu oftar en tvisvar eða þrisvar á ári í matinn, segir Kristján Jóhannes- son. - ESE Erþetta kannski löglegt? Þakkir fyrir Dagsbrot Gangandi vegfarandi skrifar: Til hvers eru gangstéttir? Til hvers eru götur? Og síðast en ekki síst, til hvers eru bílastæðin? Ég var á leið heim úr vinnu þann 22.11. og kfukkan var 16. Leið mín lá um Glerárgötuna og sá ég ekki betur en að bifreiðin A-9640 væri þar stödd á gang- stéttinni. Þurfti ég að víkja út á götu til þess að komast leiðar minnar. Eg veit ekki betur en að bílastæði séu við Glerárgötuna, svo af hverju ekki að nota þau. Ég er ekki að segja að þetta sé eini svarti sauðurinn í umferðinni því þeir eru afskaplega margir. Ég á leið um Glerárgötuna á degi hverjum og ætíð skal ég sjá bíla þar á gangstéttinni. Hvernig væri nú bílstjórar góðir að taka sig saman um að leggja á bíla- stæðum í framtíðinni? Löggur. Hvar eru sektarmið- arnir ykkar, eða er þetta kannski löglegt? Sigurður Ragnarsson skrifar og segir m.a. að hann hafi nú ekki lagt það í vana sinn að lofsyngja blaðaútgáfu. Dagblöð komi eng- in inn á hans heimili en hann hafi aðstöðu til að lesa Dag, sem hann ætli þó ekki að hæla neitt sérstak- lega. Þó vilji hann þakka það framtak sem Dagsbrot er og að það skuli borið inn á hvert heim- ili á Akureyri. Ekki fyrir það að hann hafi gaman af að skoða flennistórar auglýsingar frá KEA, Sjallanum eða Helgar- Degi, heldur fyrir það að dag- skrárkynning þess hafi stóraukið hlustun hans á það annars ágæta „ófrjálsa" útvarp sem við höfum, og sé það vel. Leiðrétting í minningargrein um Fanneyju Eggertsdóttur sem birtist í blað- inu sl. mánudag, urðu þau mistök að Sigrún Friðriksdóttir kona Eggerts sonar Fanneyjar, var sögð Guðjónsdóttir. Þessi villa var í handriti og eru hlutaðeig- andi beðnir velvirðingar á mis- tökunum. Maríus Helgason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.