Dagur - 26.11.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 26.11.1984, Blaðsíða 9
26. nóvember 1984 - DAGUR - 9 : ORDJD Þeir eru nú orðnir hátt í hundrað- ið sem sagt hafa frá í bókaflokkn- um „Aldnir hafa orðið", sem Erl- ingur Davíðsson hefur skráð af mikilli elju. Þrettánda bindi þessa flokks er komið út hjá Skjaldborg, svipað í forminu og áður, enda virðist lítil ástæða til að breyta neinu þar um; ritsafnið hefur orðið óhemju vinsælt, jafn- vel svo að með ólíkindum má teljast. „Aldnir" eru meðal efstu bóka á vinsældalistum bókakaup- enda ár eftir ár. Frásagnirnar eru eins mismunandi og fólkið sem segir frá, því Erlingur leyfir stíl hvers og eins að koma fram - sem er ef til vill gleggsta persónulýs- ingin. Þessi bókaflokkur varðveitir frásagnir eldra fólks af atburðum löngu liðinna ára og um það sjálft. Brugðið er upp myndum af atvinnuháttum og siðvenjum, örum breytingum og stórstígum framförum. Varðveittur er mikill fróðleikur, sem að jafnaði hverf- ur þegar menn týna tölunni, en leitast er við að geyma í þessu rit- safni. Þeir sem segja frá í 13. bindi eru sprottnir úr ólíkum jarðvegi, eins og í fyrri bindum, en þeir eru: Guðni Ingimundar- son, Jóhannes Jónsson, Jónína Steinþórsdóttir, Skarphéðinn Ás- geirsson, Steinþór Eiríksson, Sveinn Einarsson og Sæmundur Stefánsson. Oft er það gott sem gamlir kveða og á það við í fyllsta máta um þetta ritsafn. HS Skjaldborg gefur út bókina „Háski á Hveravöllum", eftir Birgittu H. Halldórsdóttur, en áður hefur komið út bókin „Inga" eftir sama höfund. Hér er á ferðinni ekki lakari bókmennt en þeir fjölmörgu ásta- og læknarómanar sem svo vinsælir hafa orðið með þjóðinni, einkum kvenþjóðinni. Með þessu er þó ekki verið að segja að karl- menn geti ekki haft gaman af lestri þessarar bókar - hún segir nefnilega svolítið um „kvenleg- an" hugsunarmáta sem konur leyna oft karlmönnum, en skrafa þeim mun meira sín á milli - að því er sögur herma. Bókin hefur að geyma sitt lítið af hverju; kyn- lífi, framhjáhaldi, ofbeldi og spennu. Söguþráðurinn er ekki allt of hnitmiðaður, en heldur lesandanum við efnið engu að síður. Höfundurinn hefur mikið hugarflug og með meiri ögun og yfirlegu gæti hún orðið býsna vin- sæll afþreyingarskríbent. HS WMM á bóka- markaði Einu sinni voru sjómenn á varð- skipum nefndir „mublusjómenn" af fiskimönnum, vegna þess að þeir áttu að hafast lítið annað að en mála og snurfusa. Nú er kom- in út bók hjá Erni og Örlygi um einn þessara „mublusjómanna", Guðmund Kærnested, fyrrver- andi skipherra. Málið er bara það að þegar um þennan mann er að ræða verður uppnefnið argasta vitleysa og öfugmæli. Guðmund- ur varð hálfgerð þjóðsagnapers- óna þegar hann barðist við Bret-" ann í baráttunni um landhelgina. Hann var geðug þjóðsagnapers- óna, vegna þess að alltaf skein í gegn hógværð og „sjentil- mennska". Útlendingar furðuðu sig á þreki og staðfestu skipherr- ans þegar hann barðist við ofur- eflið og gafst aldrei upp. Saga Guðmundar er baráttu- saga allt frá barnæsku, eins og segir á bókarkápu. Saga sem hann segir skrásetjara, Sveini Sæmundssyni, og lesendum án allrar tilgerðar og tæpitungu, hvort heldur það snertir hann sjálfan eða helstu ráðamenn þjóðarinnar. Sveinn Sæmunds- son er gamall sjómaður og vafa- laust hefur tekist mikið trúnaðar- samband milli hans og Guð- mundar, en bækur sem þessi eru tveggja manna verk. Þessi bók, sem er fyrra bindi, er vænleg til vinsælda og hjálpast flest að, fal- leg er hún og vönduð, fjölda sögulegra ljósmynda er þar að finna og maðurinn sem segir frá sérlega áhugaverður og vel kynntur með allri þjóðinni. HS Hverjum hefði nú dottið í hug að Ágústi stórbónda á Brúnastöðum hafi á unga aldri verið ráðstafað af hreppsnefnd Eyrarbakka til uppeldis hjá sveitarómögum og mátt una því fyrstu árin að vera uppnefndur og flokkast til óæðri stiga samfélagsins? Þannig var þetta nú samt og frá því og ýmsu öðru er greint í bókinni um Ágúst, sem lítur yfir farinn veg með Halldóri Krist- jánssyni á Kirkjubóli. Ágúst fæddist ekki með silfurskeið í munni, eins og margir gætu ætlað, en flestir sem komnir eru til vits og ára kannast við þennan bónda og fyrrum alþingismann, stórlundaðan og stæðilegan og mikinn félagsmálamann. Ágúst segir meiningu sína í þessari bók og varla hefur Halldór Kristjáns- son dregið úr honum í þeim efnum. HS (ííK-ÍKí;tóiW>))i)i.*í<,< Það er nú af sem áður var þegar íslendingar borðuðu soðna ýsu í hvert mál á virkum dögum og soðið eða steikt lambakjöt um helgar, með brúnuðum kart- öflum og rauðkáli. Áhugi alls al- mennings fyrir matargerð hefur stóraukist og vafalítið hafa stór- auknar utanferðir átt þar stærst- an þátt. Bækur um matargerð hafa komið á markaðinn og nú er komin út ný forvitnileg bók um meðferð á lambakjötinu, sem hingað til hefur reynst þjóðinni svo drjúgt. „220 ljúffengir lamba- kjötsréttir" heitir þessi bók og er eftir Kristínu Gestsdóttur. Útgef- andi er Bókaklúbbur Arnar og Örlygs. Áður hafa komið út hjá forlaginu „220 gómsætir sjávar- réttir" eftir sama höfund. Þessi nýja bók er prýdd fjölda lit- mynda og teikninga eftir. Sigurð Þorkelsson. íslenskt lambakjöt hefur þá sérstöðu að 'fé okkar gengur á fjalli sumarlangt og gef- ur það kjötinu sérkennilegt bragð og er bókin samin með það í huga. Þarna er hægt að finna fjöl- margar skemmtilegar aðferðir til að matreiða lambakjötið og einn- ig er bent á skemmtilegt meðlæti með réttunum. Meðal forvitni- legs efnis í bókinni eru uppskrift- ir að því hvernig matreiða má saltkjöt og hangikjöt á annan hátt en þann hefðbundna. Góð bók í eldhússkápinn. HS Hjá Bókaklúbbi Almenna bóka- félagsins er komið út fimmta bindi um „íslenskar smásögur". Fyrstu þrjú bindin voru með sögum Islendinga 1874-1974 en tvö hin síðari með þýddum smá- sögum. Sjötta og síðasta bindið kemur út snemma á næsta ári. Kristján Karlsson er ritstjóri þessa safns. Þeir sem það eignast hafa þar með aðgang að flest- öllum íslenskum smásögum sem einhverju skipta og því besta sem þýtt hefur verið af erlendum tungum á móðurmálið. Þetta er mjög eigulegt ritsafn, hreiri ger- semi fyrir þá sem unna þessu sagnaformi, sem talið hefur verið það erfiðasta, en getur jafnframt gefið það besta sem gerist í bók- menntum. HS Tölvuöld er runnin upp og nú þýðir ekkert fyrir þá, sem héldu að reiknistokkurinn og síðan vasatölvan væri hámark tækninn- ar, að streitast lengur á móti. Tölvan á eftir að halda innreið sína á nær öll svið þjóðlífsins og það er eins gott að fara að átta sig á því hvernig eigi að tala við þessi tæki, þannig að rétt svör fáist. Bókaklúbbur Almenna bóka- félagsins hefur gefið út bókina „Einkatölvur" sem er mjög væn- leg til að auðvelda mönnum að aðlagast hinni óhjákvæmilegu framtíð. Þetta er afar handhæg og glögg handbók um örtölvur, val þeirra og notkun. Bókin er mjög vel myndskreytt og upp- setning hennar með þeim hætti að auðvelt á að vera fyrir hvern sem er að kynnast þessum fyrir- bærum. Orðin kunna að vísu að vefjast fyrir mönnum fyrst í stað, en að öllu jöfnu ættu þeir byrjun- arörðugleikar að hverfa fljótt. Skipulag bókarinnar er sveigjan- legt þannig að lesandinn getur haft sinn hátt á við notkun henn- ar - þarf ekki að lesa hana alla í striklotu, heldur getur notað hana sem uppflettirit. Orða- skýringar aftast í bókinni auð- velda mjög notkun hennar. Bók- in er 208 bls. eftir enska tölvu- fræðinginn Peter Rodwell, þýdd af Birni Jónssyni. HS Nýr möguieiki fyrir auglýsendur! Með útgáfu nýs blaðs á fimmtudögum hafa opnast fleiri möguleikar fyrir þá sem auglýsa í Degi. Aðeins 20% gjald verður reiknað fyrir allar auglýsingar er þar birtast, jafnt stórar sem smáar, enda hafi þær áður verið birtar í Degi og þurfi ekki að taka breytingum. ddQ$br0t birtir dagskrá útvarps og sjón- varps og er dreift á hvert heimili á Akureyri og til áskrifenda Dags utan Akureyrar. Auglýsingadeild Dags veitir nánari upplýsing- ar. Sími 24222. dðQ$br0t kemur út í 8.000 eintökum. daqsbrot Sími 24222 Strandgötu 31 Ákurevri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.