Dagur - 26.11.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 26.11.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL GULLSMIDIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI • Litmynda- framköllun 67. árgangur Akureyri, mánudagur 26. nóvember 1984 117. tölublað Hákon Hákonarson, formaður stjórnar Hitaveitu Akureyrar um tillögur að breyttu sölufyrirkomu- lagi á vatninu „Það þarf sparnaðarhvata í sölukerfi veitunnar" „Þegar borað var á Lauga- landi, svo ég nefni dæmi, fannst æð sem gaf 90 sekúndu- lítra af rúmlega 90° heitu sjálf- rennandi vatni. Þá var talið að með dælingu gæfi Laugalands- svæðið allt að 300 1/sek. í dag er talið að dæla megi að há- marki 45 l/sek. til að svæðið haldist í jafnvægi og vatns- borðið lækki ekki. Köldustu vikumar í fyrravetur var með- aldæling inn á kerfið 205 l/sek. Þetta er vandamál hitaveitunn- ar í hnotskurn og þar með allra Akureyringa. Með öðrum orð- um hafa upphaflegar áætlanir um orkuöflun brugðist í veiga- inikluiii atriðum. Yið þennan vanda eru núverandi stjórn- endur hitaveitunnar að kljást." Þannig komst Hákon Hákon- arson, formaður hitaveitustjórn- ar, að orði þegar Dagur innti hann álits á fyrirhuguðum breyt- ingum á sölufyrirkomulagi veit- unnar, frá hemla- yfir í blandað mæla- og hemlakerfi. „Frá upphafi hafa verið borað- Nvtt hótel í Skipa- - Undirtektir hafa verið mjög jákvæðar og það má segja að ákvörðun um að ráðast í bygg- ingu þessa hótels liggi nú fyrir. Við munum alla vega reyna að bjóða verkið út í vetur, sagði Guðmundur Sigurðsson hjá Klæðaverslun Sigurðar Guð- mundssonar í samtali við Dag. Hugmyndin er að hið nýja hótel rísi á lóðinni Skipagata 16, fyrir aftan núverandi verslunar- húsnæði verslunarinnar við Hafn- arstræti. Búið er að teikna bygg- inguna og er gert ráð fyrir 32 her- bergjum með svefnplássi fyrir 70 til 80 manns í rúmgóðum her- bergjum. í fyrsta áfanga verða byggð 19 herbergi en öll herberg- in verða með baðkari. Ráðgert er að hótelið verði byggt í sama gamla stílnum og verslunin og síðar verði hægt að tengja þessi tvö hús saman með tengibygg- ingu. - Við byrjum á byggingunni þegar fjármagn hefur verið trýggt en miðað við þann stuðning og undirtektir sem við höfum fengið ætti það að ganga upp, sagði Guðmundur Sigurðsson. - ESE Já, það hressir Bragakaffið. Samvinnudagar voru haldnir í Félagsborg um helgina, en þar stóðu samvinnustarfs- menn fyrir kynningu á framleiðsluvörum samvinnufyrirtækja á. Akureyri, auk þess sem þeir stóðu fyrir tískusýningu, kórsöng og leiksýningu. Eitthvað á annað þúsund manns mun hafa komið í Félagsborg, enda var oft þröng á þingi. Mynd: KGA ar 79 holur fyrir Akureyringa, þar af 40 vinnsluholur. Tólf þeirra hafa hitt á vatn, 9 verið vinnsluhæfar en nú er aðeins dælt úr 6 holum. Þetta hefur eins og að líkum lætur kostað óhemju fé. Inn í þetta mál blandast einnig að þrátt fyrir einmuna tíð í sumar runnu 110 l/sek. í gegnum kerfið á viku að meðaltali. Eg tel útilok- að annað en að hægt sé að spara vatn yfir sumarmánuðina. Væn- legasta leiðin til þess er að koma sparnaðarhvata inn í sölukerfið, sem ekki er í hemlakerfinu. Seinni hluta ársins 1982 gerði stjórn HA tillögur um grunn- hækkanir á vatni hitaveitunnar sem miðuðu að því að á árinu 1983 næðist ákveðið jafnvægi í rekstri veitunnar - tekjur nægðu fyrir greiðslu vaxta og reksturs. Stjórnvöld bönnuðu hækkanir á slíkri þjónustu á miðju ári 1983, þannig að þessu jafnvægi var ekki náð. Aætlaðar brúttótekjur veit- unnar 1984 eru 150 millj. kr., en þyrftu að vera um 200 millj. til að áðurgreindu takmarki verði náð, að óbreyttum aðstæðum. Ákvörðun um gjaldskrá hefur ekki verið tekin, en hún mun væntanlega ráðast af þeim mark- miðum sem menn setja sér varð- andi rekstrarafkomu veitunnar. Af ofangreindum ástæðum er brýn nauðsyn fyrir Hitaveitu Ak- ureyrar að spara vatnið og jafn- framt að fá meiri tekjur. Okkur hefur fundist sanngjarnast að dreifa þessum byrðum þannig á neytendur, að þeir geti þó alltént haft áhrif á það sjálfir hversu stóran hluta þeir axla. Það er hægt með mælakerfinu og því leggjum við til að sölukerfinu verði breytt," sagði Hákon að lokum. HS Myndbandamarkaðurinn: „Lögin gerðu illt verra" - Þetta er orðið stórkostlegt vandamál og lögin hafa bara gert illt verra. Hér áður fyrr gátu rétthafar þó höfðað einkamál á hendur lögbrjótun- um en nú strandar allt á borði rannsóknarlögreglustjóra eða ríkissaksóknara. Þetta vita eig- endur videóleiganna og skáka í því skjólinu. Petta sagði Jónatan Garðars- son, hjá Steinum hf. í samtali við Dag en Steinar hf. eru einn af stærri rétthöfum á myndböndum í landinu í dag. Fyrir nokkru auglýsti ein videóleigan á Akureyri í opnu- auglýsingu í Degi nýkomna titla Omunsæjar hugmyndir? „A santa túna og atvinnulíf á landsbyggðinni á í vök að verj- ast vegna emahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar er óraunsæjum stóriðjuhugmyndum haldið að íliúum kjördæmisins," sagði í ályktun k j öi 'dæntis þings Al- j»ýðubandalagsins í Norðurlandi eystra, sem haldið var í lok október. Þær hugmyndir sem uppi eru um stóriðju í kjördæminu eru aðeíns álverksmiðja við Eyja- fjörð, eftir að trjákvoðuverk- smiðjan datt upp l'yrir við Húsa- vík, að því er virðist. Finnbogi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, segir í viðtali við Dag að það væru mikil mistök að hafna hugmyndum um ál- verksmiðju við Eyjafjörð sem hugsanlegri leið í framtíðarþró- un alvinnulífs, áður en athugan- ir liggja fyrír, en telur að álverk- smiðja sé ekki raunhæfur kost- ur til lausnar atvinnuvandanum á allra næstu árum. Sjá náuar lils. 3. en samkvæmt upplýsingum frá rétthöfum eru flest af þessum myndböndum leigð ólöglega. - Ég get fullyrt að staða rétt- hafa hefur aldrei verið verri en hún er í dag, þrátt fyrir að mikið hafi verið unnið í þessum málum og að lög hafi verið sett. í verk- fallinu á dögunum, á meðan toll- skoðun lá niðri, fóru eigendur myndbandaleiganna í stórum stíl til útlanda og komu heim með troðfullar töskur af ólöglegum myndböndum. Það má segja að lögin sem eiga að vernda rétthafa gegn athæfi sem þessu hafi bara gert illt verra. Við getum ekki lengur höfðað einkamál og inni á borði hjá rannsóknarlögreglu- stjóra liggja þrjú prófmál sem hann segist ekki geta sinnt vegna manneklu. Þarna eru mál sem snerta ólöglega myndbandaleigu, grófar falsanir og ólögleg kapal- kerfi en ekkert er gert, sagði Jónatan Garðarsson. - ESE Samið Samningar hafa tekist milli Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri og viðsemjenda þeirra um ASI samkomulagið olncvtt. Voni þeir samþykktir með öllum greiddum at- kvæðum um helgina. M hefur Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri gert samning við KEA, sem er að því leyti frábrugðinn ASI samningnum að hann gildir frá 22. október í stað 6. nóv- ember; Fallið var frá kröfum um persónuuppbætur í des- ember. Kaupmannafélag Akureyrar taldi sig ekki hafa umboð til að semja um þessa breytingu, en að sögn Birkis Skarphéðins- sonar, formanns félagsins, mun reynt að stuðla að því að kaupmenn greiði eftir þessu samkomulagi. Óvissa er þvf um þetta atriði og ráðast þau mál ekki fyrr en á reynir. Hagkaup er með beina aðild að VSf og ná þessir samningar ekki til starfsmanna þar. - HS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.