Dagur - 26.11.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 26.11.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 26. nóvember 1984 Þrír valdir til æfinga l'rír piltar úr KA hafa verið valdir I il æfinga með unglingalandsliðinu í handknattleik 18 ára og yngri, en það iið á að taka þátt í Norðurlanda- mótiuii í vor. Piltarnir úr KA eru Jón Kristjánsson, Óskar Elfar Óskarsson og Anton Pétorsson. Anton er sonur Péturs Antonssonar setn bér l'yrr á árnm gerði garðinn frægan með „gullaldariiði" FH og lék fjölda landsleikja. Pegar piltunum var tilkynnt það i síðustu viku að þeir ætlu að mæta á landsliðsæfingu hjá Geír Hallsteinssyni þjálfara Hðsins varð því miður einu þeirra að boða forföil, Óskar ICIIar. Ilaim meiddist á aefingu þann sama dag og getur svo farið að hann leiki ekki handknattleik meira í vctur. Ormar fer Þorvaldur kemur Ormur Öriygsson KA-maður í knattspyrnu hef- ur ákveðið að leika með Fram í 1. deildinni næsta keppnistímabil. Ormar hefur að undan- förnu verið fastamaður í Hði KA. l'orvaWIur Þorvaldsson seui hefur leikið með I'rolli Reykjavík iiui árabil hefur hins vegar ákveðið að flytja sig norður á Akureyri og leika með KA. Þorvaldur er vel liðtækur leikmaður og getur leikið nánasl livar sein er á vellinum. Völsungar verða sterkir l'að er Ijóst að lið Húsvíkinga verður allt annað en árennilegt í 2. deild knattspyrnunnar næsta siniiar. Liðið, sem var í barátru efstu liða í 2. deildinní sl. sumar hefur nú fengið til liðs við sig a.m.k. 4 nýja leikmenn og þá ekki af lakaru tag- inu. Eins og fram hefur komið muii Sigurður Hall- dórsson frá Akranesi þjálfa liðið og leika með því. Með honum frá Skipaskaga kemur Jón Leó Ríkharðsson, sonur Ríkharðs Jónssonar. Þá hefur landsliðsbakvörðurinn Ómar Rafns- son úkveðið að halda til Húsavíkur og leika þar með Völsungi. Er fjóst af þessari upptalningu að andstæðingar Völsungs geta étt á ýmsu von næsta sumar, því ekki má gleyma því að fyrir í liðiiui eru margir snjallir leikmenn og nægir að nefna nöfn eins og Kristján Olgeirsson, Helgi Helgason, Gunnar Straumland og Jónas Hall- grímsson í því sambandi. Völsungar hafa sett stefnuna á 1. deild og ef miða má við þennan mannskap verður varla langt að bíða þess að þeir nái áfangastað. Arsenal tapaði Tveir leikir voru í ensku knattspyrnunní t' gær. Nottingham Forest sigraði Leicester2:l, og Sheffield Wednesday sigraði Arsenal með sömu markatölu. Leikur Wednesday og Arsenal var ansi fjörugur. Sóknarleiktir í hávegum hafður og ekkert gefið eftir. Lee Shapman skoraði fyrst fyrir Wednesday, Tony Woodcock jafnaðt fyrir Arsenal en Mark Smith iitii síðasta orðið og Sheftield Wednesday hafði stigtn þrjú, Staðan á toppt 1. deildar er þvi óbreytt enda töpuðu Everton og Manchester United einnig. Everton með 32 stig, Manchester Un- ited, Arsenal og Tottenham með 29 stig. Á botni deildarinnar virðist sem mál ætli að þróast þannig að Sfoke falli, og þá er spurn- ingin hvaða tvö lið fyigja liðinu niður. Norwich stöðvaði sigurgöngu Everton Það hlaut að koma aö því að Everton tapaði leik. Á óvart kom þó ósigurinn í Norwich. Fyrstu 50 mín. spilaði Everton fótbolta eins og hann gerist bestur en á tveggja mínútna kafla var Ever- ton komið tveimur mörkum undir. Fyrst skoraði John Deeh- an og strax á eftir bætti Louie Donowa öðru marki við fyrir Norwich. Sautján þúsund áhorf- endur á Carrow Road voru að vonum í sjöunda himni og stjór- inn þeirra Ken Brown brosti fram á sunnudag. Áður en hálf- leiknum lauk hafði Dale Gordon komið Norwich í 3:0. Grahme Sharp lagaði stöðuna fyrir Ever- ton með skallamarki. í síðari hálfleik náði Kevin Sheedy að minnka muninn og Everton gerði sig líklegt til að jafna leikinn. Norwich var hins vegar ekki á þeim buxunum að missa leikinn í jafntefli, Mike Channon sem átti stórleik fann John Deehan frían í vítateig Everton og Deehan skoraði fjórða mark Norwich. Þrátt fyrir að tap Everton hafi vakið mesta athygli á laugardag- inn þá var leikur Sunderland og Manchester United sá söguleg- asti. Norman Whiteside byrjaði á því að skalla í þverslá strax á fyrstu mínútu. Fljótlega á eftir gerði markvörður Sunderland Chris Turner sig sekan um slæm mistök og Brian Robson nýtti sér það til fullnustu. Eftir 15 mín- útna leik laumaði Mark Huges sér inn fyrir vörn Sunderland og bætti öðru markinu við fyrir Un- ited. Þá fór að hitna í kolunum. Þeir David Hodgson og Mark Huges tóku smá „brýnu" sín á milli og dómarinn sendi þá í bað. Nú snerist leikurinn heldur betur við. Clive Walker sem áður gerði garðinn frægan með Chelsea, skoraði þrjú mörk á hálftíma, þar af tvö úr vítum, öðru mjög um- deildu. United missti því af gullnu tækifæri að saxa á forskot Everton. Sjö urðu mörkin í leik WBA og Coventry. Fyrstur til að skora var Peter Barnes á 53. mínútu. Fyrrum Coventryleikmaður, Chris Thompson jafnaði metin og Carl Valentyne kom Albion yfir. Cyrille Regis sem áður lék með WBA jafnaði strax í byrjun síðari hálfleiks. Terry Gibson var þá rekinn út af hjá Coventry og einum fleiri fór leikmenn WBA í gang. Steve McKenzie, Tony Grealish og Derik Stagham bættu við mörkum og stórsigur WBA var staðreynd. Lundúnaliðin Tottenham og Chelsea tóku daginn snemma á laugardaginn og léku um morg- uninn til að forðast skrílslæti áhorfenda. Liðin skiptu stigunum bróðurlega á milli sín. Fyrst skor- aði hinn ótrúlega markheppni Dixon á 5. mín. fyrir Chelsea. Á 2. mín. síðari hálfleiks jafnaði Mark Falchoe og þar við sat. Seinna um daginn léku QPR og Aston Villa í ausandi rigningu í Lundúnum. Rangers vann nú loksins sigur og það á óhemju- slöku liði Villa sem vel gæti end- að í 2. deild með sama áfram- haldi. John Gregory var réttur maður á réttum stað og skoraði eftir hornspyrnu. Garry Bannist- er laumaði síðan inn öðru marki, sínu 15. í vetur, eftir góðan undirbúning Simon Stainrod. Watford er á réttri leið og virð- ast kaupin á John McClelland ætla að gera gæfumuninn. Ge- orge Reiiley kom Watford í 1:0 gegn Stoke. Luther Blissett bætti öðru marki við fyrir hlé. Wilf Roxtron gulltryggði sigurinn er Ian Paintir lagaði stöðuna úr víti fyrir Stoke sem nú er kyrfilega staðsett á botninum, sjö stigum á eftir næsta liði. Liverpool, gamla stórveldið í enska boltanum, klifrar hægt og bítandi upp stigatöfluna. Á laug- ardaginn krækti liðið í fyrsta heimasigurinn með sigri gegn Ipswich. Leikurinn var mikill sigur fyrir fyrrum Ipswichmann- inn John Wark. Hann hefur verið mikið gagnrýndur og fyrir viku keypti Liverpool nýjan leikmann sem ætlað er að taka við hlut- verki Wark í liðinu. Wark skor- aði nú bæði mörk Liverpool á 42. og 53. mínútu. Paul Cooper í marki Ipswich kom í veg fyrir stærri sigur Liverpool og þá átti Eric Gates snjallan Ieik á miðj- unni fyrir Ipswich. Southampton vann enn einn sigurinn og að þessu sinni var Newcastle fórnarlambið. Ensku landsliðsmennirnir Mark Wright og Steve. Williams eiga í úti- stöðum við stjóra sinn og voru því settir út úr liðinu. Það kom ekki að sök því mark Dave Armstrong á 65. mínútu dugði til sigurs. Hörkuleikur var í Luton þar sem West Ham var í heimsókn. Brian Stein jafnaði mark Steve Whitton og náungi að nafni Em- aka Nwajiobi kom Luton yfir á 49. mínútu. Það stefndi í sigur Luton en rétt fyrir leikslok birtist kollurinn á Alvin Martin í teig Luton og fastur skalli hans jafn- aði metin. Markverðir beggja liða áttu góðan dag í líflegum og skemmtilegum leik. Vakti þó mesta athygli einvígi „litla og stóra" í leiknum, miðherjans pínulitla hjá West Ham, Tony Cottie og hins gífurlega stóra Micky Droy. Luton-West Ham 2:2 x Norwich-Everton 4:2 1 QPR-Aston ViIIa 2:0 1 Southampton-Newcastle 1:0 1 Stoke-Watford 1:3 2 Sunderland-Man.Utd. 3:2 1 WBA-Coventry 5:2 1 Liverpool-Ipswich 2:0 1 Tottenham-Chelsea 1:1 x Sheff.Wed.-Arsenal 2:1 Leicester-N.Forest 2:1 2. deiid: Birmingharr i-Barnsley 0:0 x Man. City-Portsmouth 2:2 X Oxford-Leeds 5:2 1 Shrewsbury- -Sheff.Utd. 3:3 X Wimbledon -Grimsby 1:1 X Staðan í 1. deild: Everton 16 10 2 4 34:22 32 Man.Utd. 16 8 5 3 34:19 29 Arsenal 16 925 31:23 29 Tottenham 16 925 33:16 29 Sheff.Wed. 17 845 31:21 28 West Ham 16 754 23:22 26 Southampton 16 6 7 3 20:17 25 Liverpool 16 6 64 20:15 24 N.Forest 16 7 3 6 26:23 24 Chelsea 16 6 5 5 26:17 23 Sunderland 16 6 5 5 25:22 23 Norwich 16 65 5 25:23 23 WBA 16 646 28:23 22 Newcastle 16 5 6 5 28:30 21 Watford 16 466 33:34 18 QPR 16 4 6 6 21:25 18 A.Villa 16 45 7 20:32 17 Ipswich 16 3 76. 17:23 16 Leicester 16 43 9 23:35 15 Coventry 16 4 3 9 15:28 15 Luton 17 3 5 9 21:37 14 Stoke 15 1 4 10 12:36 7 Erlingur Kristjánsson hefur hér bn honum. El „Það er á við fjögur stig að vinna Haukana," sagði Ilelgi Ragnarsson þjálfari KA eftir að lið hans hafði ntalað lið Hauka í 2. deildinni um helg- ina. Úrslitin 26:18 lyrir KA sent hafði yfirburði. Helgi Ragnarsson er FH-ingur, og þá þarf væntanlega ekki að út- skýra nánar hvers vegna sigur gegn Haukum er honum svo A.B. Sigur og tap - hjá Þór í körfuboltanum „Leikurinn gegn Fram var af- Ieitur hjá okkur en á sama tíma gekk allt upp hjá Fram. Við voruut óhemju „stressaðir" og því fór sem fór," sagði Eiríkur Sigurðsson þjáífari 1. deildar- liðs Þórs í körfuknattleik er við ræddum við hann um leiki Þórs gegn Fram og UMFL sem fram fóru um helgina. Þór lék gegn Fram á laugardag og er skemmst frá því að segja að Fram hafði algjöra yfirburði. í leikhléi voru Framarar búnir að gera út um leikinn og tryggja sér stigin tvö, staðan þá 54:31 Fram Gott hjá 3. flokki 3. flokkur Þórs í körfuknatt- leik stóð sig mjög vel í íslands- mótinu um helgina, en liðið lék þrjá leiki í Reykjavík. Það fyrirkomulag er viðhaft að leikið er í „turneringum" og er liðunum skipt í nokkra riðla. Þór leikur með Tindastóli, ÍR og Haukum og er þetta talinn vera sterkasti riðillinn í mótinu. Pór lék fyrst gegn Haukum og tapaði 59:70. Síðan var leikið gegn ÍR og nú vann Pór 59:50. Loks sigraði Þór svo Tindastól 69:33. Af öðrum úrslitum má nefna að ÍR sigraði Hauka og er staðan því sú í riðlinum eftir þessa leiki að Þór, Haukar og ÍR hafa öll 4 stig en Tindastóll ekkert. Verður því að telja að Þór eigi að hafa þarna möguleika á sigri í riðlinum og er m.a. eftir að leika á Akureyri. í vil, lokatölur 90:70. Stig Þórs í þeim leik skoruðu Konráð Qskarsson 19, Jón Héð- insson 17, Guðmundur Björns- son og Jóhann Sigurðsson 8 hvor, Björn Sveinsson 9, Stefán Rögn- valdsson 1 og Björn Sigtryggsson 1. Á sunnudag léku Þórsarar svo á Selfossi gegn UMFL. Þór hafði álíka yfirburði í þeim leik og Fram hafði haft í fyrri leiknum enda tefla Laugdælir nú fram nær alveg nýju liði frá í fyrra. Þór hafði yfir í hálfleik 42:22 en loka- tölur urðu 74:59. Aðstaðan sem boðið er upp á á Selfossi er ekki burðug, önnur karfan á vegg hússins en hin úti á miðju gólfi, og ekki hefur verið haft fyrir því að merkja 3-stiga línu á gólfið. Stig Þórs gegn Laugdælum skoruðu Konráð Qskarsson 22, Björn Sveinsson 17, Stefán Frið- leifsson, Þórarinn Sigurðsson og Jóhann Sigurðsson 8 hver, Guð- mundur Björnsson 6, Björn Sig- tryggsson 4, Halldór Ar'narsson 1. Næstu leikir Þórs eru á dagskrá um miðjan desember og eru það útileikir gegn UMFG og ÍBK. Þór á hins vegar ekki heimaleik fyrr en eftir áramótin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.