Dagur - 26.11.1984, Blaðsíða 7
26. nóvember 1984 - DAGUR - 7
„Það er á við fjögur stig að
vinna Haukana,“ sagði Helgi
Ragnarsson þjálfari KA eftir
að lið hans hafði malað lið
Hauka í 2. deildinni um helg-
ina. Úrslitin 26:18 fyr-ir KA
sem hafði yfirburði. Helgi
Ragnarsson er FH-ingur, og
þá þarf væntanlega ekki að út-
skýra nánar hvers vegna sigur
gegn Haukum er honum svo
Það hlaut að koma að því að
Everton tapaði leik. Á óvart kom
þó ósigurinn í Norwich. Fyrstu 50
mín. spilaði Everton fótbolta
eins og hann gerist bestur en á
tveggja mínútna kafla var Ever-
ton komið tveimur mörkum
undir. Fyrst skoraði John Deeh-
an og strax á eftir bætti Louie
Donowa öðru marki við fyrir
Norwich. Sautján þúsund áhorf-
endur á Carrow Road voru að
vonum í sjöunda himni og stjór-
inn þeirra Ken Brown brosti fram
á sunnudag. Áður en hálf-
leiknum lauk hafði Dale Gordon
komið Norwich í 3:0. Grahme
Sharp lagaði stöðuna fyrir Ever-
ton með skallamarki. í síðari
hálfleik náði Kevin Sheedy að
minnka muninn og Everton gerði
sig líklegt til að jafna leikinn.
Norwich var hins vegar ekki á
þeim buxunum að missa leikinn í
jafntefli, Mike Channon sem átti
stórleik fann John Deehan frían
í vítateig Everton og Deehan
skoraði fjórða mark Norwich.
Þrátt fyrir að tap Everton hafi
vakið mesta athygli á laugardag-
1 inn þá var leikur Sunderland og
Manchester United sá söguleg-
asti. Norman Whiteside byrjaði
á því að skalla í þverslá strax á
fyrstu mínútu. Fljótlega á eftir
gerði markvörður Sunderland
Chris Turner sig sekan um slæm
mistök og Brian Robson nýtti sér
það til fullnustu. Eftir 15 mín-
útna leik laumaði Mark Huges
sér inn fyrir vörn Sunderland og
bætti öðru markinu við fyrir Un-
ited. Þá fór að hitna í kolunum.
Þeir David Hodgson og Mark
Huges tóku smá „brýnu“ sín á
milli og dómarinn sendi þá í bað.
Nú snerist leikurinn heldur betur
við. Clive Walker sem áður gerði
garðinn frægan með Chelsea,
skoraði þrjú mörk á hálftíma, þar
af tvö úr vítum, öðru mjög um-
deildu. United missti því af
gullnu tækifæri að saxa á forskot
Everton.
Sjö urðu mörkin í leik WBA
og Coventry. Fyrstur til að skora
var Peter Barnes á 53. mínútu.
Fyrrum Coventryleikmaður,
Chris Thompson jafnaði metin
og Carl Valentyne kom Albion
yfir. Cyrille Regis sem áður lék
með WBA jafnaði strax í byrjun
síðari hálfleiks. Terry Gibson var
þá rekinn út af hjá Coventry og
einum fleiri fór leikmenn WBA í
gang. Steve McKenzie, Tony
Grealish og Derik Stagham bættu
við mörkum og stórsigur WBA
var staðreynd.
Lundúnaliðin Tottenham og
Chelsea tóku daginn snemma á
laugardaginn og léku um morg-
uninn til að forðast skrílslæti
áhorfenda. Liðin skiptu stigunum
bróðurlega á milli sín. Fyrst skor-
aði hinn ótrúlega markheppni
Dixon á 5. mín. fyrir Chelsea. Á
2. mín. síðari hálfleiks jafnaði
Mark Falchoe og þar við sat.
Seinna um daginn iéku QPR
og Aston Villa í ausandi rigningu
í Lundúnum. Rangers vann nú
loksins sigur og það á óhemju-
slöku liði Villa sem vel gæti end-
að í 2. deild með sama áfram-
haldi. John Gregory var réttur
maður á réttum stað og skoraði
eftir hornspyrnu. Garry Bannist-
er laumaði síðan inn öðru marki,
sínu 15. í vetur, eftir góðan
undirbúning Simon Stainrod.
Watford er á réttri leið og virð-
Loksins sigur
hjá Þórsurum
9 - Unnu Hauka með einu mariti
Hlupu
Um kl. 15 á föstudag í síðustu
viku hófu 25 frjálsíþróttamenn
úr Ungmennasambandi Eyja-
fjarðar hlaup frá Reykjavík til
Akureyrar. Var hlaupið boð-
hlaup þessa vegalengd og til-
gangurinn var að safna fé til
reksturs frjálsíþróttadeildar-
innar.
Hlaupararnir voru á aldrinum
13-50 ára og hlupu á bilinu 2-7
km hver í einu. Tvær bifreiðar
ast kaupin á John McClelland
ætla að gera gæfumuninn. Ge-
orge Reiiley kom Watford í 1:0
gegn Stoke. Luther Blissett bætti
öðru marki við fyrir hlé. Wilf
Roxtron gulltrvggði sigurinn er
Ian Paintir lagaði stöðuna úr víti
fyrir Stoke sem nú er kyrfilega
staðsett á botninum, sjö stigum
á eftir næsta liði.
Liverpool, gamla stórveldið í
enska boltanum, klifrar hægt og
bítandi upp stigatöfluna. Á laug-
ardaginn krækti liðið í fyrsta
heimasigurinn með sigri gegn
Ipswich. Leikurinn var mikill
sigur fyrir fyrrum Ipswichmann-
inn John Wark. Hann hefur verið
mikið gagnrýndur og fyrir viku
keypti Liverpool nýjan leikmann
sem ætlað er að taka við hlut-
verki Wark í liðinu. Wark skor-
aði nú bæði mörk Liverpool á 42.
og 53. mínútu. Paul Cooper í
marki Ipswich kom í veg fyrir
stærri sigur Liverpool og þá átti
Eric Gates snjallan leik á miðj-
unni fyrir Ipswich.
Southampton vann enn einn
sigurinn og að þessu sinni var
Newcastle fórnarlambið. Ensku
landsliðsmennirnir Mark Wright
og Steve Williams eiga í úti-
stöðum við stjóra sinn og voru
því settir út úr liðinu. Það kom
ekki að sök því mark Dave
Armstrong á 65. mínútu dugði til
sigurs.
Hörkuleikur var í Luton þar
sem West Ham var í heimsókn.
Brian Stein jafnaði mark Steve
Whitton og náungi að nafni Em-
aka Nwajiobi kom Luton yfir á
49. mínútu. Það stefndi í sigur
Luton en rétt fyrir leikslok birtist
kollurinn á Alvin Martin í teig
Luton og fastur skalli hans jafn-
aði metin. Markverðir beggja
liða áttu góðan dag í líflegum og
skemmtilegum leik. Vakti þó
mesta athygli einvígi „litla og
stóra“ í leiknum, miðherjans
pínulitla hjá West Ham, Tony
Cottie og hins gífurlega stóra
Micky Droy.
Luton-West Ham 2:2 x
Norwich-Everton 4:2 1
QPR-Aston Villa 2:0 1
Southampton-Newcastle 1:0 1
Stoke-Watford 1:3 2
Sunderland-Man.Utd. 3:2 1
WBA-Coventry 5:2 1
Liverpool-Ipswich 2:0 1
Tottenham-Chelsea 1:1 x
Sheff.Wed.-Arsenal 2:1
Leicester-N.Forest 2:1
2. deild:
Birmingham-Barnsley 0:0 x
Man.City-Portsmouth 2:2 x
Oxford-Leeds 5:2 1
Shrewsbury-Sheff.Utd. 3:3 x
Wimbledon-Grimsby 1:1 x
Staðan í 1. deild:
Everton 16 10 2 4 34:22 32
Man.Utd. 16 8 5 3 34:19 29
Arsenal 16 9 2 5 31:23 29
Tottenham 16 9 2 5 33:16 29
Sheff.Wed. 17 8 4 5 31:21 28
West Ham 16 7 5 4 23:22 26
Southampton 16 6 7 3 20:17 25
Liverpool 16 6 6 4 20:15 24
N.Forest 16 7 3 6 26:23 24
Chelsea 16 6 5 5 26:17 23
Sunderland 16 6 5 5 25:22 23
Norwich 16 6 5 5 25:23 23
WBA 16 6 4 6 28:23 22
Newcastle 16 5 6 5 28:30 21
Watford 16 4 6 6 33:34 18
QPR 16 4 6 6 21:25 18
A.Villa 16 4 5 7 20:32 17
Ipswich 16 3 7 6 17:23 16
Leicester 16 4 3 9 23:35 15
Coventry 16 4 3 9 15:28 15
Luton 17 3 5 9 21:37 14
Stoke 15 1 4 10 12:36 7
A .B.
mikilvægur eins og hann sagði
hér að framan.
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um gang þessa leiks. KA
hafði yfirburði á öllum sviðum
handknattleiksins og er furðu-
legur getumunur á þessum liðum
sem bæði léku í 1. deild í fyrra.
KA tók strax öll völd í sínar
hendur, komst í 3:1 og7:2. í hálf-
leik var staðan 12:9 og hafi
Haukarnir gert sér einhverjar
vonir um að geta unnið þann
mun upp gerði „Gamli“ þær að
engu strax eftir hlé. Þorleifur An-
aníasson sýnir engin ellimerki og
hann skoraði tvö fyrstu mörk
hálfleiksins úr hraðaupphlaup-
um. Staðan 14:9 og eftir það var
ekki snúið.
Helgi Ragnarsson gat leyft sér
þann munað að leyfa öllum sín-
um mönnum að spila í síðari hálf-
leik, varamennirnir fóru að tínast
inn á hver af öðrum og þeir héldu
forskoti KA. Geysileg fagnaðar-
læti brutust út er Ragnar „Sót“
Gunnarsson steig á fjalirnar, og
þakið ætlað beinlínis af Höllinni
er hann skoraði 23. mark KA.
„Það er alveg sama hvar maður
sýnir á sér trýnið, áhangendurnir
eru alls staðar fagnandi," sagði
Ragnar eftir leikinn.
Þetta var stórleikur hjá KA,
sá besti af mörgum góðum í
„Ef við spilum eins og við best
getum, þá eigum við að geta
unnið hvaða lið sem er. Þetta
sýndi sig á móti HK og Gróttu
og við sýndum það nú með
þessum sigri á Haukum,“ sagði
Árni Stefánsson eftir leikinn
gegn Haukum.
„Við verðum að einbeita okk-
ur að því að spila handbolta en
megum ekki vera að eyða kröft-
unum í annað. Það er aðalvanda-
málið að menn eru ekki nógu
samstilltir og samtaka þegar illa
gengur, en við erum búnir að
sýna það að við getum ef við
viljum,“ sagði Árni, þessi nýja
„súperstjarna" Þórs í handbolt-
anum.
Erlingur Kristjánsson hefur hér brotist í gegnum vörn Hauka, en ekki virðast hafnfirskir vera á því að sleppa
honum. Mynd: KGA
„Þetta var nauðsynlegur sigur
og hann kom á réttum tíma.
Það er andlega hliðin sem
skiptir öllu máli, við vorum
óhemjuslakir í fyrri hálfleik en
rifum okkur síðan upp og unn-
um kærkominn sigur,“ sagði
Guðjón Magnússon þjálfari
Þórs eftir að Þór vann sinn
fyrsta sigur í 2. deildinni á
laugardag. Fórnarlömbin voru
Haukar úr Hafnarfirði og fóru
Haukarnir því „halaklipptir“
og stigalausir heim frá Akur-
eyri.
Leikur Þórs og Hauka var er á
heildina er litið alveg óhemju-
slakur, og það sem var til sýnis á
fjölunum langtímum saman átti
lítið skylt við handbolta. Þórsar-
ar alveg ömurlegir í fyrri hálf-
leiknum og afar slakt lið Hauka
náði þá yfirburðaforustu, Haukar
komust í 10:6 og 13:7 en í hálf-
leik var staðan 14:10 fyrir Hauka.
vetur. Liðið er geysilega jafnt en
menn eins og Erlingur, Jón,
Friðjón, Þorleifur og Erlendur
eru kjölfestan. Þá komu þeir Pét-
ur Bjarnason og Hafþór Heimis-
son vel frá leiknum.
Mörk KA: Jón 6, Friðjón 6
(2), Þorleifur 4, Erlendur 3, Pét-
ur 2, Logi, Erlingur, Ragnar og
Hafþór 1 hver. Markahæstur
Haukanna var Jón Hauksson
með 9 (6).
„Mjög ánægður“
við Hauka. „Þessi leikur, og
leikurinn við Fram er það
besta sem við höfum sýnt í
vetur.
Við stefnum að því að vera
með fullt hús stiga um áramót,
eigum eftir Fylki heima og Ár-
mann og Gróttu á útivelli. Síðan
koma fjórir erfiðir útileikir eftir
áramótin og þá er að duga eða
drepast.
Ég er mjög ánægður með að
við náum að rífa okkur upp ef á
móti blæs í leikjunum og slæmir
kaflar koma. Þá er úthaldið
meira en nóg hjá okkur þannig
að ég get leyft mér þann munað
að vera hóflega bjartsýnn á fram-
haldið,“ sagði þessi síungi leik-
maður sem nálgast nú óðum
þann merka áfanga á ferli sínum
að leika 500. leikinn með meist-
araflokki KA.
„Ég er mjög ánægður með
Ieikinn og úrslitin,“ sagði Þor-
leifur Ananíasson eftir leikinn
Þorleifur Ananíasson.
Þrír
valdir til
æfinga
Þrír piltar úr KA hafa verið valdir til æfinga með
unglingalandsliðinu í handknattleik 18 ára og
yngri, en það lið á að taka þátt í Norðurlanda-
mótinu í vor.
Piltarnir úr KA eru Jón Krístjánsson, Óskar
Elfar Óskarsson og Anton Pétursson. Anton er
sonur Péturs Antonssonar sem hér fyrr á árum
gerði garðinn frægan með „gullaldarliði“ FH og
lék fjölda landslcikja.
Þcgar piltunum var tilkynnt það í síðustu viku
að þeir ættu að mæta á landsliðsæfingu hjá Gcir
Hallsteinssyni þjálfara liðsins varð því miður
einn þeirra að boða forföll, Óskar Elfar. Hann
meiddist á æfingu þann sama dag og getur svo
farið að hann leiki ekki handknattleik meira í
vctur.
Ormar fer
Þorvaldur
kemur
Ormar Örlygsson KA-maður í knattspyrnu hef-
ur ákveðið að leika með Fram í 1. deildinni
næsta keppnistímabil. Ormar hefur að undan-
förnu verið fastamaður í liði KA.
Þorvaldur Þorvaldsson sem hefur leikið með
Þrótti Reykjavík um árabil hefur hins vegar
ákveðið að flytja sig norður á Akureyri og leika
með KA. Þorvaldur er vel liðtækur leikmaður
og getur leikið nánast hvar sem er á vellinum.
Völsungar
verða
steifcir
Það er Ijóst að lið llúsvíkinga verður allt annað
en árennilegt í 2. deild knattspyrnunnar næsta
sumar. Liðið, sem var « baráttu efstu liða í 2.
dcildinni sl. sumar hefur nú fengið til liðs við sig
a.m.k. 4 nýja leikmenn og þá ekki af lakara tag-
inu.
Eins og frain hefur komið mun Sigurður Hall-
dórsson frá Akrancsi þjálfa liðið og lcika með
því. Með honum frá Skipaskaga kemur Jón Leó
Ríkharðsson, sonur Rikharðs Jónssonar.
Þá hefur landsliðsbakvörðurínn Ómar Rafns-
son ákveðið að halda til Húsavikur og leika þar
með Völsungi. Er Ijóst af þessari upptalningu að
andstæðingar Völsungs geta átt á ýmsu von
næsta sumar, því ekki má gleynia þvi að fyrir í
liðinu eru margir snjallir leikmenn og nægir að
nefna nöfn eins og Kristján Olgeirsson, Helgi
Helgason, Gunnar Straumland og Jónas Hall-
grímsson í því sambandi.
Völsungar hafa sett stefnuna á 1. deild og cf
miða má við þcnnan mannskap verður varla
langt að bíða þess að þeir nái áfangastað.
Arsenal tapaði
Tveir leikir voru í ensku knattspyrnunni í
gær. Nottinghum Forest sigraði Leiccster 2:1,
og Sheffield Wednesday sigraði Arscnal með
sömu markatölu.
Leikur Wednesday og Arsenal var ansi
fjörugur. Sóknarleikur í hávcgum hafður og
ckkert gefið eftir. Lee Shapman skoraði fyrst
fyrir Wednesday, Tony Woodcock jafnaði
fyrir Arsenal en Mark Smith átti síðasta oröiö
og Sheffield Wednesday hafði stigin þrjú.
Staðan á toppi l. deildar er því óbreytt
enda töpuðu Everton og Manchester United
einnig. Everton með 32 stig, Manchester Un-
ited, Arsenal og Tottenham með 29 stig. Á
botni deildarinnar virðist sem ntál ætli að
þróast þannig að Stoke falli, og þá er spurn-
ingin hvaða tvö lið fylgja liðinu niður.
Uaiilrar icirft
ndUKdl „JdíU aUII
Sigur og tap
- hjá Þór í körfuboltanum
„Leikurinn gegn Fram var af-
leitur hjá okkur en á sama tíma
gekk allt upp hjá Fram. Við
vorum óhemju „stressaðir“ og
því fór sem fór,“ sagði Eiríkur
Sigurðsson þjálfari 1. deildar-
liðs Þórs í körfuknattleik er við
ræddum við hann um Ieiki
3. flokkur Þórs í körfuknatt-
leik stóð sig mjög vel í íslands-
mótinu um helgina, en liðið
lék þrjá leiki í Reykjavík.
Það fyrirkomulag er viðhaft að
leikið er í „turneringum" og er
liðunum skipt í nokkra riðla. Þór
leikur með Tindastóli, ÍR og
Haukum og er þetta talinn vera
sterkasti riðillinn í mótinu.
Þór lék fyrst gegn Haukum og
tapaði 59:70. Síðan var leikið
Þórs gegn Fram og UMFL sem
fram fóru um helgina.
Þór lék gegn Fram á laugardag
og er skemmst frá því að segja að
Fram hafði algjöra yfirburði. í
leikhléi voru Framarar búnir að
gera út um leikinn og tryggja sér
stigin tvö, staðan þá 54:31 Fram
gegn ÍR og nú vann Þór 59:50.
Loks sigraði Þór svo Tindastól
69:33. Af öðrum úrslitum má
nefna að ÍR sigraði Hauka og er
staðan því sú í riðlinum eftir
þessa leiki að Þór, Haukar og ÍR
hafa öll 4 stig en Tindastóll
ekkert. Verður því að telja að
Þór eigi að hafa þarna möguleika
á sigri í riðlinum og er m.a. eftir
að leika á Akureyri.
í vil, lokatölur 90:70.
Stig Þórs í þeim leik skoruðu
Konráð Óskarsson 19, Jón Héð-
insson 17, Guðmundur Björns-
son og Jóhann Sigurðsson 8 hvor,
Björn Sveinsson 9, Stefán Rögn-
valdsson 1 og Björn Sigtryggsson
1.
Á sunnudag léku Þórsarar svo
á Selfossi gegn UMFL. Þór hafði
álíka yfirburði í þeim leik og
Fram hafði haft í fyrri leiknum
enda tefla Laugdælir nú fr.am nær
alveg nýju liði frá í fyrra. Þór
hafði yfir í hálfleik 42:22 en loka-
tölur urðu 74:59. Aðstaðan sem
boðið er upp á á Selfossi er ekki
burðug, önnur karfan á vegg
hússins en hin úti á miðju gólfi, og
ekki hefur verið haft fyrir því að
merkja 3-stiga línu á gólfið.
Stig Þórs gegn Laugdælum
skoruðu Konráð Óskarsson 22,
Björn Sveinsson 17, Stefán Frið-
leifsson, Þórarinn Sigurðsson og
Jóhann Sigurðsson 8 hver, Guð-
mundur Björnsson 6, Björn Sig-
tryggsson 4, Halldór Arnarsson 1.
Næstu leikir Þórs eru á
dagskrá um miðjan desember og
eru það útileikir gegn UMFG og
ÍBK. Þór á hins vegar ekki
heimaleik fyrr en eftir áramótin.
Gott hjá
3. flokki
Norwich stöðvaði
sigurgöngu Everton
Þórsarar mættu hins vegar
ákveðnir til leiks í síðari hálfleik,
og hvað sem segja má um þann
handknattleik sem boðið var upp
á, þá var baráttan í lagi. Ólíkt
því sem var í fyrri hálfleik, þá var
engin barátta, innbyrðis rifrildi
og kjaftagangur og það hefur
ekkert lið efni á slíku.
Þórsarar söxuðu á forskot
Hauka í síðari hálfleik og voru
búnir að jafna er 12 mín. voru
eftir, staðan þá 19:19. Síðan má
segja að jafnt hafi verið á öllum
tölum upp í 24:24 en Þórsarar
yfirleitt á undan að skora. Sigur-
mark Þórs skoraði svo Gunnar
Gunnarsson er 30 sek. voru til
leiksloka.
Dýrmæt stig til Þórs sem kunna
að vega þungt er upp verður stað-
ið í vor. Leikur liðsins þó óhemju
köflóttur og það er forsenda fyrir
áframhaldandi sigrum að leik-
menn eyði kröftum sínum í eitt-
hvað annað en innbyrðis átök.
Bestu menn liðsins að þessu sinni
voru Nói Björnsson sem varði
mjög vel í síðari hálfleik, Guðjón
Magnússon og Árni Stefánsson.
Mörk Þórs: Sigurður Pálsson 6
(6), Guðjón 6, Rúnar Stein-
grímsson 4, Árni Stefánsson 3,
Oddur Sigurðsson 3, Kristján
Kristjánsson 2 og Gunnar Gunn-
arsson 1. Markahæstur Hauk-
anna var Jón Hauksson með 9
(6).
„Getum ef
við viljum“
- segir Ámi Stefánsson
frá Reykjavík
fylgdu hlaupurunum eftir og bíl-
stjórarnir brugðu einnig undir sig
betri fætinum þegar þá fór að
syfja!
Áætlað hafði verið að koma til
Akureyrar á sunnudagsmorgun
en allar áætlanir fóru úr sam-
bandi. Hlaupararnir voru röskari
en gert hafði verið ráð fyrir og
seint á laugardagskvöld skokkaði
hópurinn inn á Ráðhústorg á Ak-
ureyri.
Um 500 aðilar höfðu heitið
því að leggja fram 300 krónur
hver ef hópnum tækist að hlaupa
þessa vegalengd, og hafa því
safnast um 150 þúsund krónur
með hlaupinu. Sjálfsagt verða
ekki vandræði með að koma
þeim peningum fyrir, UMSE
keppir í 1. deild næsta sumar og
er jafnvel ætlunin að komast með
lið félagsins í æfingabúðir erlend-
is fyrir keppnina í 1. deildinni.
Ur leik Þórs og Hauka. Guðjón Magnússon Þórsari gnæfir yfir Haukavörn-
ina og Ámi Stefánsson bíður eftir sendingu inn á línuna. Mynd: KGA