Dagur - 26.11.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 26.11.1984, Blaðsíða 7
26. nóvember 1984 - DAGUR - 7 Loksins sigur hjá Þórsurum m - Unnu Hauka með einu marki fur hér brotist í gegnum vöm Hauka, en ekki virðast hafnfirskir vera á því að sleppa Mynd: KGA „Þetta var nauðsynlegur sigur og hann kom á réttunt tíma. Það er andlega hliðin sem skiptir öllu máli, við vorum óhemjuslakir í fyrri hálfleik en rifum okkur síðan upp og unn- um kærkominn sigur," sagði Guðjón Magnússon þjálfari Þórs eftir að Þór vann sinn fyrsta sigur í 2. deildinni á laugardag. Fórnarlömbin voru Haukar úr I lafnarfirði og fóru Haukarnir því „halaklipptir" og stigalausir heim frá Akur- eyri. Leikur Þórs og Hauka var er á heildina er litið alveg óhemju- slakur, og það sem var til sýnis á fjölunum langtímum saman átti lítið skylt við handbolta. Þórsar- ar aiveg ömurlegir í fyrri hálf- leiknum og afar slakt lið Hauka náði þá yfirburðaforustu, Haukar komust í 10:6 og 13:7 en í hálf- leik var staðan 14:10 fyrir Hauka. slllíWIIMlliMiIIM stig að iti Hclgi ÍA eftir alað lið im helg- rir KA . Helgi «ur, og kiað út- na sigur llllll svo skoruðu Jón Héð- * Björns- in 8 hvor, án Rögn- tryggsson sarar svo Þór hafði Ieik og leiknum fram nær /rra. Þór ! en loka- iðan sem >i er ekki á vegg i gólfi, og ir því að lfið. ugdælum sson 22, fán Frið- ðsson og er, Guð- jörn Sig- irsson 1. eru á mber og MFG og ;ar ekki ramótin. mikilvægur eins og hann sagði hér að framan. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um gang þessa leiks. KA hafði yfirburði á öllum sviðum handknattleiksins og er furðu- legur getumunur á þessum liðum sem bæði léku í 1. deild í fyrra. KA tók strax öll völd í sínar hendur, komst í 3:1 og 7:2. í hálf- leik var staðan 12:9 og hafi Haukarnir gert sér einhverjar vonir um að geta unnið þann mun upp gerði „Gamli" þær að engu strax eftir hlé. Þorleifur An- aníasson sýnir engin ellimerki og hann skoraði tvö fyrstu mörk hálfleiksins úr hraðaupphlaup- um. Staðan 14:9 og eftir það var ekki snúið. Helgi Ragnarsson gat leyft sér þann munað að leyfa öllum sín- um mönnum að spiía í síðari hálf- leik, varamennirnir fóru að tínast inn á hver af öðrum og þeir héldu forskoti KA. Geysileg fagnaðar- læti brutust út er Ragnar „Sót" Gunnarsson steig á fjalirnar, og þakið ætlað beinlínis af Höllinni er hann skoraði 23. mark KA. „Það er alveg sama hvar maður sýnir á sér trýnið, áhangendurnir eru alls staðar fagnandi," sagði Ragnar eftir leikinn. Þetta var stórleikur hjá KA, sá besti af mörgum göðum í vetur. Liðið er geysilega jafnt en menn eins og Erlingur, Jón, Friðjón, Þorleifur og Erlendur eru kjölfestan. Þá komu þeir Pét- ur Bjarnason og Hafþór Heimis- son vel frá leiknum. Mörk KA: Jón 6, Friðjón 6 (2), Þorleifur 4, Erlendur 3, Pét- ur 2, Logi, Erlingur, Ragnar og Hafþór 1 hver. Markahæstur Haukanna var Jón Hauksson með 9 (6); „Mjög ánægður" „Ég er mjög ánægður með leikinn og úrslitin," sagði Þor- leifur Ananíasson eftir leikinn Þorleifur Ananíasson. við Hauka. „Þessi ieikur, og leikurinn við Fram er það besta sem við höfum sýnt í vetur. Við stefnum að því að vera með fullt hús stiga um áramót, eigum eftir Fylki heima og Ár- mann og Gróttu á útivelli. Síðan koma fjórir erfiðir útileikir eftir áramótin og þá er að duga eða drepast. Ég er mjög ánægður með að við náum að rífa okkur upp ef á móti blæs í leikjunum og slæmir kaflar koma. Þá er úthaldið meira en nóg hjá okkur þannig að ég get leyft mér þann munað að vera hóflega bjartsýnn á fram- haldið," sagði þessi síungi leik- maður sem nálgast nú óðum þann merka áfanga á ferli sínum að leika 500. leikinn með meist- araflokki KA. Hlupu frá Reykjavík Um kl. 15 á föstudag í síðustu viku hófu 25 frjálsíþróttamenn úr Ungmennasambandi Eyja- fjarðar hlaup frá Reykjavík til Akureyrar. Yar hlaupið boð- hlaup þessa vegalengd og til- gangurinn var að safna fé til reksturs frjálsíþróttadeildar- innar. Hlaupararnir voru á aldrinum 13-50 ára og hlupu á bilinu 2-7 km hver í einu. Tvær bifreiðar fylgdu hlaupurunum eftir og bíl- stjórarnir brugðu einnig undir sig betri fætinum þegar þá fór að syfja! Áætlað hafði verið að koma til Akureyrar á sunnudagsmorgun en allar áætlanir fóru úr sam- bandi. Hlaupararnir voru röskari en gert hafði verið ráð fyrir og seint á laugardagskvöld skokkaði hópurinn inn á Ráðhústorg á Ak- ureyri. Um 500 aðilar höfðu heitið því að leggja fram 300 krónur hver ef hópnum tækist að hlaupa þessa vegalengd, og hafa því safnast um 150 þúsund krónur með hlaupinu. Sjálfsagt verða ekki vandræði með að koma þeim peningum fyrir, UMSE keppir í 1. deild næsta sumar og er jafnvel ætlunin að komast með lið félagsins í æfingabúðir erlend- is fyrir keppnina í 1. deildinni. Þórsarar mættu hins vegar ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, og hvað sem segja má um þann handknattleik sem boðið var upp á, þá var baráttan í lagi. Ólíkt því sem var í fyrri hálfleik, þá var engin barátta, innbyrðis rifrildi og kjaftagangur og það hefur ekkert lið efni á slíku. Þórsarar söxuðu á forskot Hauka í síðari hálfleik og voru búnir að jafna er 12 mín. voru eftir, staðan þá 19:19. Síðan má segja að jafnt hafi verið á öllum tölum upp í 24:24 en Þórsarar yfirleitt á undan að skora. Sigur- mark Þórs skoraði svo Gunnar Gunnarsson er 30 sek. voru til leiksloka. Dýrmæt stig til Þórs sem kunna að vega þungt er upp verður stað- ið í vor. Leikur liðsins þó óhemju köflóttur og það er forsenda fyrir áframhaldandi sigrum að leik- menn eyði kröftum sínum í eitt- hvað annað en innbyrðis átök. Bestu menn liðsins að þessu sinni voru Nói Björnsson sem varði mjög vel í síðari hálfleik, Guðjón Magnússon og Árni Stefánsson. Mörk Þórs: Sigurður Pálsson 6 (6), Guðjón 6, Rúnar Stein- grímsson 4, Árni Stefánsson 3, Oddur Sigurðsson 3, Kristján Kristjánsson 2 og Gunnar Gunn- arsson 1. Markahæstur Hauk- anna var Jón Hauksson með 9 (6). Getum ef 55 við viljum" - segir Ámi Stefánsson „Ef við spilum eins og við best getum, þá eigum við að geta unnið hvaða lið sem er. Þetta sýndi sig á móti HK og Gróttu og við sýndum það nú með þessum sigri á Haukum," sagði Árni Stefánsson eftir leikinn gegn Haukum. „Við verðum að einbeita okk- ur að því að spila handbolta en megum ekki vera að eyða kröft- unum í annað. Það er aðalvanda- málið að menn eru ekki nógu samstilltir og samtaka þegar illa gengur, en við erum búnir að sýna það að við getum ef við viljum," sagði Árni, þessi nýja „súperstjarna" Þórs í handbolt- anum. Úr leik Þórs og Hauka. Guðjón Magnússon Þórsari gnæfir yfir Haukavörn- ina og Ámi Stefánsson bíður eftir sendingu inn á línuna. Mynd: KGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.