Dagur - 26.11.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 26.11.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 26. nóvember 1984 Minning f Eiður Guðmundsson Eiður Guðmundsson á Þúfna- völlum fæddist í Sörlatungu í Hörgárdal 2. október 1888 og var því rúmlega 96 ára gamall er hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 10. nóvember sl. Hann hafði verið þar á fjórða mánuð og gengist undir mikla skurðaðgerð 17. ágúst. Aðgerðin virtist hafa tekist vel og Eiður var farinn að ná sér nokkuð og var ég farínn að halda að hann kæmist heim í Þúfnavelli, en það fór á annan veg. Eiður fór í aðra og lengri ferð. Eiður var af bændaættum, sonur hjónanna Guðnýjar Lofts- dóttur bónda í Baugaseli og Guð- mundar Guðmundssonar bónda í Ytri-Skjaldarvík í Glæsibæjar- hreppi. Eiður fluttist með for- eldrum sínum að Þúfnavöllum vorið 1892, þá á fjórða aldursári og hefur átt þar heimili síðan alla sína löngu ævi. Hann var hinn þriðji í aldursröð 8 systkina. Eldri voru: Loftur þekktastur sem ættfræðingur og Unnur sem gift var Guðmundi Benediktssyni kennara. Yngri voru: Ari skrif- stofumaður í Reykjavík, Skafti lengi bóndi í Gerði, Hrefna gift Bernharð Stefánssyni alþingis- manni, Baldur lengi sambýlis- maður Eiðs á Þúfnavöllum, nú í Reykjavík og Barði þjóðskjala- vörður. Eftirlifandi eru aðeins Skafti og Baldur af systkinahópn- um. Eiður átti því láni að fagna að alast upp á efna- og menningar- heimili, enda fengu Þúfnavalla- systkinin meiri kennslu en títt var áður en fræðslulögin gengu í gildi árið 1907. Heimiliskennari var tekinn á hverjum vetri og sumir F. 2.10 1888- D. 10.11 1984 þeirra a.m.k. voru ágætir kennar- ar. 'Haustið 1904 fór Eiður ásámt Lofti bróður sínum í Hólaskóla og lauk þaðan burtfararprófi eftir tveggja vetra nám. Uppfræðslan í heimahúsum og námsdvölin á Hólum varð honum gott vega- nesti, ásamt prýðilegri greind og stálminni. Á uppvaxtarárum Eiðs var starfandi íþróttafélag í hreppnum. Mest áhersla var lögð á glímuna og urðu nokkrir félag- anna góðir glímumenn. Eiður varð þeirra þekktastur utan sveit- arinnar. Hann fór til Reykjavík- ur bæði 1910 og 1911 og glímdi um íslandsbeltið. í bæði skiptin stóð hann sig vel þó ekki næði hann efstu sætum. Þá glímdi hann um Akureyrarskjöldinn 1911 og vann hann. Lagði hann þar alla keppinauta. Fyrstu afskipti Eiðs af málum sveitar sinnar munu hafa verið þau að hann og Ármann Hansson á Myrká gengust fyrir stofnun lestrarfélags í Myrkársókn, þ.e. fremri hluta sveitarinnar. Það félag er starfandi enn. Árið 1913 byrjaði Eiður að rita dagbók um veðurfar og ýmsa atburði sem hann taldi að ekki mættu gleym- ast. Sveitungar hans fóru nú að átta sig á því að í þessum unga manni ættu þeir traustan mann til að sinna ýmsum störfum innan sveitar og utan. Árið 1915 var hann kosinn full- trúi á aðalfund KEA og síðan jafnan endurkjörinn til 1971. Árið 1916 var hann kosinn í hreppsnefnd og var oddviti Skriðuhrepps næstu sex árin. Deildarstjóri Skriðudeildar KEA var hann kosinn 1922 og var það síðan að einu ári undanskildu, til ársins 1972. Árið 1922 gekkst hann fyrir stofnun fóðurbirgða- félags í hreppnum og sama ár var hann kosinn varamaður í sríÖrn KEA. Aðalmaður í stjórn KEA var hann kjörinn 1950 og sat í stjórninni til 1961, en gaf þá ekki kost á sér til endurkjörs. Oft var hann kosinn á aðalfundi SÍS. Guðmundur faðir Eiðs var í mörg ár hreppstjóri Skriðu- hrepps. Hann slasaðist árið 1927 og eftir það annaðist Eiður að miklu leyti embættið fyrir föður sinn, t.d. allar ferðir vegna starfsins, þar til hann var skipað- ur árið 1935. Hreppstjóri var hann síðan til ársins 1972, en þá tók sonur hans Sturla við af honum. f sýslunefnd Eyjafjarðar- sýslu var hann kosinn 1933 og starfaði í henni til ársins 1974. Endurskoðandi sýslusjóðsreikn- inga var hann í mörg ár og í fast- eignamatsnefnd frá 1963 og til þess er slíkar nefndir voru lagðar niður um 1970. Auk þess sem hér hefur verið talið, sinnti hann störfum í ýms- um nefndum í sveitinni. Til dæm- is var hann lengi formaður skattanefndar og einnig formað- ur kjörstjórnar um langt árabil. Fleira mætti nefna en það sem hér hefur verið talið sýnir hversu opinber störf hlóðust á Eið fyrir sveitina. Eiður var ræðumaður góður og kom það oft fram í umræðum á fundum hve honum var létt um að orða hugsanir sínar á skipu- legan hátt. Hann var rökfastur, en var aldrei með glamuryrði eða skrúðmælgi, en hélt vel á málstað sínum og var fastur fyrir þegar ^OM4 «A Laufabrauð * Laufobrauð Erum farin að taka niður pantanir í okkar vinsæla laufabrauð. Athugið að panta tímanlega, það er allra hagur. <^^> Brauðgerð KEA ^S^^ Sími 21400. hann hafði myndað sér skoðun á málinu. Jafnan vildi hann leysa deilumál á friðsamlegan hátt ef nokkur möguleiki var til þess. Eiður giftist árið 1917 Láru Friðbjarnardóttur, skáldbónda í Staðartungu Björnssonar og konu hans Stefaníu Jónsdóttur. Þau Eiður og Lára hófu búskap á Þúfnavöllum vorið 1917. Þau eignuðust þrjú börn: Guðmund, Steingerði og Hrafn. Lára var greind kona og glæsileg. Hún andaðist árið 1937. - Síðari kona Eiðs er Líney Guðmundsdóttir pósts Ólafssonar. Þau eignuðust tvö börn: Sturlu og Droplaugu. Samfylgd Líneyjar og Eiðs var búin að endast í fjóra og hálfan áratug er Eiður lést. - Oft kom ég til þeirra að Þúfnavöllum og naut þar jafnan vinsemdar og hlýju. Þau opinberu störf sem ég hef getið um hér að framan, auk bú- skapar á Þúfnavöllum nokkuð á fimmta áratug, mætti virðast nóg ævistarf hverjum manni, en svo var ekki um Eið. Það var langt frá því að þessi störf nægðu at- hafnaþrá hans. Og þó Eiðs verði minnst fyrir ágæt störf fyrir sveit sína og hérað, álít ég þó að rit- störfin muni lengst halda nafni hans á lofti. Á þriðja tug aldarinnar fór hann að safna alls konar fróðleik um sveitina sína, Skriðuhrepp hinn forna. Sú fróðleikssöfnun nær yfir tímabilið frá móðuharð- indunum 1783 til 1970, eða um það bil, eða nærri tvær aldir. Með ritum sínum um þetta tímabil hefur Eiður bjargað svo miklum fróðleik frá glötun, að ómetan- legt má kalla. Telja má að hér sé um sagnabálk að ræða og þriðja bindi þessa verks er nú að koma út um þetta leyti. Sagt er frá bú- endum sem jarðirnar hafa setið á áðurnefndu tímabili, jafnt á þeim sem í eyði eru fallnar og á þeim sem enn eru í byggð, þá eru í safni þessu margir þættir um menn og konur sem búið hafa á jörðunum eða tengst þeim á einn eða annán hátt. Auk sagnanna um Skriðuhrepp er mikill fróð- leikur og sagnir ýmiss konar í handriti, en tíminn leiðir í ljós hvort það efni kemur fyrir al- menningssjónir. Þeir sem lesið hafa og kynnt sér bækur Eiðs, sem út eru komnar, gera sér máski að einhverju leyti ljóst hvílík óhemju vinna liggur þar að baki. Eiður var hraustmenni og heilsugóður var hann allt fram á líðandi ár. Helst háði honum fótlúi. Andlega hélt hann sér ágætlega. Síðast kom ég til hans heima á Þúfnavöllum í júní sl. og var þá að ræða við hann um bók- ina sem nú er að koma út, og einnig síðasta bindið af bú- skaparsögunni sem enn er í hand- riti. Ég dáðist að því hve hann var fljótur að átta sig á því sem ég spurði hann um og fljótur að fletta upp á heimildum í gögnum sínum. Þakklátur er ég Eiði fyrir ótal margt frá samskiptum okkar frá liðnum árum. Margoft sótti ég til hans fróðleik og ráðleggingar og ævinlega tók hann mér jafn vel og aldrei virtist hann skorta tíma til þéss að greiða úr því sem mig vantaði svör við í hvert skipti. Einhverju sinni barst í tal hjá okkur að ég vissi ekki mikið um ættir mínar. Skömmu síðar sendi hann mér ættartölu. Fleiri mönnum mun hann hafa gert sama greiða og án þess að taka gjald fyrir. Nú er Eiður horfinn okkur yfir móðuna miklu sem skilur á milli lífs og dauða. En verk hans lifa og minna á hann um ókomin ár. Við eftirlifandi konu hans og börn vií ég segja þetta: Hryggist ekki, en gleðjist af því að eiga minninguna um mætan og góðan dreng. - Eiður var jarðsettur að Ytri-Bægisá 17. nóvember að viðstöddu fjölmenni. Ámi J. Haraldsson. t Minning Fanney Eggertsdóttir Vegna dvalar utanbæjar í síðustu viku frétti ég ekki af andláti og útför Fanneyjar fyrr en ég las ágæt minningarorð um hana í Degi. Fanney var nokkru eldri en ég, fædd 1919, var orðin þroskuð og gjafvaxta stúlka þegar ég var enn á stuttbuxum, engu að síður þró- aðist góður kunningsskapur á milli okkar. Mikið fannst mér Fanney falleg sem ung stúlka. Við ólumst upp í sama húsi, Gránufélagsgötu 11, semforeldr- ar okkar byggðu saman árið 1920. Feður okkar vöru smiðir en mæður okkar heimavinnandi húsmæður. Fanney giftist ung Haraldi Oddssyni málara og átti með honum tvo syni, Hauk og Eggert, myndarstráka, sem báðir hafa orðið góðir og gegnir menn. Heimilin á Gránufélagsgötu 11 voru barnmörg og samgangur mikill og ekki man ég til þess að misklíð hafi komið upp á milli heimilanna. Stefanía móðir Fanneyjar var ein af hetjum hversdagsins, sem bognaði ef til vill lítið eitt við sorg og raunir lífsins en brotnaði aldrei. Hún sá á eftir manni sínum á besta aldri og ungum syni sem dó af slys- förum og dætrum sem dóu í blóma lífsins. Stórt var það skarð sem berklaveikin hjó í raðir æsku Akureyrar á árunum kringum 1930. Fanney erfði flesta ef «kki alla kosti móður sinnar, var boðberi hins góða í samskiptum manna. Ég sakna þess að heyra ekki oftar vinalegar kveðjur frá henni. Við börn Árna og Jónínu send- um kveðjur til afkomenda Stef- aníu og Eggerts og samúðar- kveðjur til Haraldar. Blessuð sé minning Fanneyjar Eggertsdótt- ur. Ak. 20.11. 1984 Ingólfur Amason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.