Dagur - 26.11.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 26.11.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 26. nóvember 1984 wmm, ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI ______________LAUSASÖLUVERÐ 25 KR.______________ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Byggðastefna III Samvinnudagar Um helgina gengust samvinnustarfsmenn á Akureyri fyrir kynningu á framleiðsluvörum samvinnufyrirtækja í bænum undir nafninu Samvinnudagar. Það voru starfsmannafélóg KEA og verksmiðja Sambandsins sem höfðu veg og vanda af þessari kynningu, sem tókst mjög vel, enda fjölmenntu Akureyringar og kunnu vel að meta. Oft virðist skorta á að skilningur sé á því að hagur starfsmanna fyrirtækja og fyrirtækj- anna sjálfra fari saman. Samvinnudagar voru dæmi um hið öndverða. Samvinnustarfsmenn á Akureyri gera sér ljóst samhengið milli at- vinnuöryggis og þess að framleiðsluvörur fyrirtækjanna sem þeir vinna hjá seljist, sem er forsenda þess að uppbygging geti átt sér stað. Samvinnustarfsmenn gera sér einnig ljóst að sá arður sem kann að myndast í fyrirtækj- unum nýtist þeim sjálfum og afkomendum þeirra. Hann er ekki fluttur burt heldur fer hann í áframhaldandi uppbyggingu, sem skapar fleiri störf. Þetta framtak starfsmanna samvinnufyrir- tækjanna á Akureyri er sérstaklega lofsvert á þeim tímum þegar einkenni íslenska kröfu- gerðarþjóðfélagsins eru hvað mest og sting- andi. Það er gleðileg tilbreyting að sjá að ein- hverjir eru líka tilbúnir til að leggja sitt af mörkum. Sameiginlegt skipbrot Gífurlegir erfiðleikar hafa verið hjá flestum yngri hitaveitum landsins og hefur Hitaveita Akureyrar ekki farið varhluta af því. Upphaf- legar áætlanir um orkuöflun hafa brugðist í veigamiklum atriðum og sem dæmi má nefna að búið er að bora 79 holur frá upphafi, þar af 40 vinnsluholur. Af þeim hafa 12 hitt á vatn, 9 verið vinnsluhæfar en nú er aðeins dælt úr 6 holum. Þó ekki sé við neinn sérstakan að sak- ast verður vart hjá því komist að hugleiða hvort vísindaleg þekking hafi ekki verið í lág- marki, þegar þessi árangur borana er hafður í huga. Þetta ofmat á náttúrulegum gæðum er líkast hamförum, a.m.k. fyrir þá sem verða að borga brúsann, neytendur á Akureyri, og því er ekki óeðlilegt að þess verði krafist að þjóð- félagið hlaupi undir bagga. Sætt er sameigin- legt skipbrot, segir máltækið. Töluvert vantar á að tekjur Hitaveitu Akur- eyrar nægi fyrir vöxtum og reksturskostnaði. Vatnsskortur háir einnig starfseminni. Af þessum ástæðum hefur stjórn veitunnar talið að auknum byrðum væri réttlátast dreift með því að koma upp mælakerfi í stað hemla, þannig að neytendur sjálfir geti haft áhrif á það hversu stóran hlut þessara auknu byrða þeir axla sjálfir, vegna þess sparnaðarhvata sem fylgir mælakerfinu. Það sem vel hefur tekist Byggðastefnan lyftir landi, ef laglega er farið með hana. En hún er eins og heilagur andi; það hefur enginn séð hana. Rósberg G. Snædal. Menn virðast sem stendur ráð- þrota um aðgerðir í byggðamál- um utan höfuðborgarsvæðisins. Á meðan menn eru að ná áttum, má ekki missa sjónar af því sem vel hefur tekist og heldur velli. Þegar um aldamótin réðu bændur í þjónustu sína sér- menntað fólk til leiðbeininga og til að kanna úrræði til bættra búskaparhátta. Þannig leystu bændur sig úr einangrun í þekk- ingarleit sinni. Búnaðarfélag ís- lands og búnaðarsambönd hérað- anna bjóða bændum leiðbeining- ar. Þar þarf enginn að verða út- undan. Opinberar stofnanir stunda rannsóknir til að treysta þá þekkingu sem leiðbeinendur og bændur þurfa á að halda. Þetta skipulag þykir ekki sjálf- sagt hvar sem er í heiminum. Sjávarútvegur og iðnaður hafa fetað í fótsþor landbúnaðarins í þessu efni. Iðnráðgjafar lands- hlutasamtaka sveitarfélaga eru nýjasti sprotinn á þessum skipu- lagsmeiði. Þetta skipulag er sér- lega mikilvægt fyrir þau fyrirtæki sem eru of smá til að ráða hvers konar sérmenntaða menn til sín. Bændur voru einnig brautryðj- endur um skipulag afurðasölu og tryggðu með því framleiðendum jafna aðstöðu til að koma afurð- um í verð. Þetta gerðu þeir innan héraðs með sláturfélögum, mjólkursamlögum og öðrum samvinnufélögum sem tóku við afurðum til sölu. Samtök þessara afurðasölufyrirtækja tóku svo að sér útflutninginn. Ríkið skipulagði grænmet- isverslunina þannig að framleið- endur hefðu sem jafnasta að- stöðu til að koma afurðum sínum í verð, og dreifing til neytenda um land allt komst í fast horf. Aðrar búgreinar hafa haft lausara skipulag. Dæmi um það er eggjasalan sem nú er í deigl- unni. Viðskipti við afurðasölufé- lögin gefa lítil tækifæri til undan- bragða í skattframtali. Fátt er mikilvægara í fámenn- inu en friður og eindrægni meðal nágranna. í sveitum landsins er nú víðast hvar góður félagsandi. sem má mikið þakka því að sveit- ungum er ekki mismunað við afurðasölu. Útgerðarmenn, stórir og smáir, skipulögðu útflutning sinn á svipaðan hátt og bændur með sölusambandi fiskframleiðenda og sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Iðnaðurinn kom hér síðast- ur með útflutningsmiðstöð sína. Þetta skipulag er mikilvægt til að smá fyrirtæki langt frá markaðin- um fái notið sín. Framtakssamir einstaklingar hafa oft ráðið miklu um farsæld síns byggðarlags. Sjaldan hefur slíkt framtak enst nema eina kyn- slóð eða tvær. Þegar einstaklings- framtakið eitt sér hefur brugðist, hafa sveitarfélög og samvinnufé- lög með aðild reyndra einstakl- inga tekið á sig ábyrgð á atvinnu- rekstrinum. Með þessu er ekki sagt, að slíkur félagsskapur leysi allan vanda, en erfitt er að sjá hvernig ýmsum byggðarlögum hefði reitt af, ef menn hefðu ekki haft sveitarfélögin og samvinnu- félögin að styðjast við. Það hefur verið tiltölulega ein- falt mál fyrir íbúa byggðarlag- anna að fela sveitarfélögunum Björn S. Stefánsson. ábyrgð á atvinnurekstri þegar aðrir hafa brugðist. Sveitarfélög- in hafa verið afmörkuð við nán- asta atvinnusvæði íbúanna. Mál- ið hefur þá legið beint við, þar sem það hefur verið til augljóss ávinnings fyrir alla íbúana. Kaupfélögin hafa náð yfir stærra svæði, en hafa þó mörg tekið þátt í atvinnurekstri á verslunarstöð- unurn. Þau hafa m.a. getað boðið fram þjálfað forystulið sem ann- ars vantar oft á minni stöðum. Þetta rekstrarfyrirkomulag hefur reynst sérlega mikilvægt, þegar byggðarlag hefur orðið fyr- ir efnahagslegu áfalli sem það hefði ekki staðist með öðru móti. Þegar þjóðfélagið í heild verður fyrir efnahagslegu áfalli má mæta því með ráðstöfunum eins og að hækka gengi erlends gjaldeyris og styrkja þar með stöðu þeirra sem afla hans, en takmarka um leið eyðsluna. Lítið byggðarlag sem verður fýrir áfalli verður að mæta því á annan hátt. Ofangreint skipulag þykir nú orðið svo sjálfsagt, að mönnum hættir til að sjást yfir kostina, þegar mistök koma í ljós. Áfram hlýtur að verða byggt á þessum grunni. í næstu grein verður fjallað um byggðastefnu í þágu höfuðborg- arsvæðisins. Björn S. Stefánsson. Ljósaskoðun lýkur 30. nóvember Á þessum árstíma er þörf góðrar lýsingar í umferðinni livað brýnust. Því er mikilsvert að allir leggist á eitt til þess að auka öryggi skammdegisum- ferðarinnar. Gangandi hafi á sér endurskinsmerki, og þeir sem aka hafi öll Ijós ökutækis- ins í lagi, hvort heldur um er að ræða bfla, dráttarvélar, vél- knúin hjól eða reiðhjól. Mikil áhersla er lögð á að Ijósker og glitmerki þurfa að vera hrein og óskemmd. Sama gildir reyndar um bílrúður og þurrkublöð, allt þarf þetta að vera viðbúið rysjóttrí tíð. Allir vita hversu hættuleg bif- reið er sem ekið er með annað framljósið bilað, og hafa reynslu af því að vita ekki hvorum megin bílsins heila ljósið er eða hvort sá sem á móti kemur aki e.t.v. vélknúnu hjóli. Því er vítavert gáleysi að nota bíl sem þannig er bilaður, og í raun ófyrirgefan- legur trassaskapur. Ætla má að bílljós lýsi veginn u.þ.b. einn þúsundasta þess sem góð dagsbirta gerir og því er augljóst að eineygður bíll eykur þennan mun verulega. Því má heldur ekki gleyma að ökuljós hvers og eins eru ekki síður, jafn- vel frekar fyrir aðra vegfarendur, þ.á m. gangandi. Eðlilega sjá þeir mismunandi vel, og gera sér þar af leiðandi verr grein fyrir því sem er að gerast í umferð- inni. Þess vegna er það góð regla að aka ávallt hægar í myrkri, eða slæmu skyggni vegna veðurs, og nota ökuljósin meira og minna allan sólarhringinn í skammdeg- inu. I þessari árlegu skoðun eru öll ljós yfirfarin, en algengt er að stilling ökuljósa fari úr skorðum af ýmsum orsökum og þau þar af leiðandi hættuleg öðrum vegfarendum. En það er eins með ljósa- skoðun og almenna skoðun öku- tækja að ekki er nægilegt að hafa öryggisbúnaðinn í lagi einungis þá daga sem skoðun fer fram. Stöðugt þarf að huga að því að bifreiðir séu viðbúnar óvæntum atvikum í umferðinni, svo og ökumenn þeirra (Frá Umferðarráði) Breytingar á yfir- stjórn Skipaafgreiðslu Frá og með 15. nóvember urðu þær breytingar á yfirstjórn Skipaafgreiðslu KEA, að Gunnlaugur Guðmundsson, fulltrúi, tók við starfi deildar- stjóra Skipaafgreiðslu KEA. Skipaafgreiðsla KEA annast afgreiðslu á skipum Skipaút- gerðar ríkisins, Skipadeildar Sambandsins og Hafskipa hf., auk þess sem hún sér um af- greiðslu á vöruflutningabif- reiðum frá ýmsum stöðum á Norðurlandi. Skipaafgreiðsla KEA heyrír undir Kristján Ólafsson, fulltrúa kaupfélags- stjóra á sjávarútvegssviði. Fjármálastjórn og bókhald Skipaafgreiðslu KEA verður í aðalskrifstofu félagsins við Hafn- arstræti 91 og mun Gunnlaugur Guðmundsson hafa þar aðsetur. Innanhússími Gunnlaugs er 233. Starfsemi Skipaafgreiðslunnar fer nú aðallega fram á tveimur stöðum. Annars vegar í skemmu á Togarabryggjunni og hins vegar á svæði sunnan við Sláturhús KEA. Umsvif Skipaafgreiðslu KEA hafa aukist jafnt og þétt á undan- förnum árum. Hún var í upphafi með afgreiðslu fyrir skip Skipa- deildar Sambandsins, en árið 1975 var hafin þjónusta við skip Skipaútgerðar ríkisins. Litlu síð- ar tók Skipaafgreiðsla KEA við afgreiðslu á skipum Hafskipa hf. og sömuleiðis við afgreiðslu á flutningabifreiðum ýmissa aðila á Norðurlandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.