Dagur - 03.12.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 03.12.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • Litmynda- framköllun 67. árgangur Akureyri, mánudagur 3. desember 1984 121. tölublað „Peningalykt" á Raufarhöfn: LOÐNAN BJARGAR SKÖTTUM OG JÓLUM - Það má segja það að það sé peningalykt hérna í kringum verksmiðjuna a.m.k. og þessi Ioðnuvertíð hefur verið fólki ákaflega kærkomin. Sennilega bjargar hún útsvari, sköttum og jólum hjá mörgum, sagði Arni Sörensson, verksmiðju- stjóri í Síldarverksmiðjum ríkisins á Raufarhöfn er blaða- maður Dags ræddi við hann. Rúm 22 þúsund tonn af loðnu höfðu borist til Raufarhafnar er rætt var við Árna. Þá var von á einum báti til löndunar og allar horfur á að þróarrými fyrir um 5.000 tonn af loðnu myndi opnast sl. laugardag. Er því ekki ósenni- legt að búið sé að landa um 25 þúsund tonnum í dag. Um 40 manns vinna hjá verksmiðjunni og er unnið á vöktum. Hver mað- ur vinnur þannig um 12 tíma á dag. - Við höfum yfirleitt verið með um tíu þúsund tonn af loðnu hér í þrónum en ef í harðbakka slær getum við tekið á móti um 13 þúsund tonnum mest. Miðað við að þróarrými fyllist nú um helgina, getum við ekki tekið við meiru fyrr en seinni part vikunnar, sagði Árni Sörensson, verksmiðjustjóri. Loðnumiðin eru nú úti af Austfjörðum, en því hefur verið haldið fram að loðna sé fyrir öllu Norðurlandi. Tíu til tólf tíma sigling er af miðunum inn til Raufarhafnar en auk þess er vit- að til þess að skip hafi landað allt suður til Vestmannaeyja. Taldi Arni að þessi loðnuhrota ætti að duga þeim eitthvað fram á nýja árið en hlé verður að sjálfsögðu gert á veiðunum um jólin. -ESE Umferðar- miðstöö opnuð á Akureyri Á laugardag varopnuð á Ak- ureyri fyrsta umferðarmið- stöðin ntan höfuðborgar- svæðisins. Að umferðarmið- stöðinni standa bílst|órar á Akureyri, við Eyjafjörð og í Mývatnssveit. l»að var mikið um að vera þegar stdðin var opnuð á full- veldísdaginn. Var stéðinni gefið nafnið Öndvegi en bíl- stjórarnir kappkosta að bjóða Öndvegisferðir. Umferðar- miðstöðin er til húsa í Hafnar- stræfi 88 þar sem Böggla- geymsla KEA var í fjölda ára. Símanúmerið er 24442. Á meðfylgjandi mynd sjást Önd- vegisbflstjórarnir fyrir utan stöðina'. - ESE/ Mynd: KGA „Helsingjamáliö" dautt og grafið? Rannsókn hins svokallaða „helsingjadrápsmáls" í Skaga- firði lauk hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins á Akureyri fyrir nokkru. Fógetaembættið á Akureyri sendi niðurstöður rannsóknarinnar til ríkissak- sóknara og þaðan hefur nú borist bréf, þar sem málið er lýst óupplýst og því sennilega úr sögunni. - Það voru þó nokkuð margir ménn yfirheyrðir vegna þessa máls en það var engin sekt sönnuð, sagði Sigurður Jónsson, fógetafulltrúi á Akureyri í sam- tali við Dag. Sigurður sagði að ríkissak- sóknari hefði í bréfi sínu farið þess á leit að málinu yrði haldið vakandi, án nokkurrar sérstakrar rannsóknar þó og því mætti telja að ef ekki kæmu fram einhverjar óvæntar upplýsingar, væri þetta mál „dautt". Þess má geta að feðgar frá Ak- ureyri voru orðaðir við þetta mál og beindist grunur manna meðal annars að hinum landsþekktu veiðimönnum og feðgum, Jó- hannesi Kristjánssyni og Krist- jáni Jóhannessyni. Við rannsókn- ina kom ekkert fram sem benti til þess að þeir ættu þarna hlut að máli og það mun upplýst að þeir hafa ekki í fjölda ára farið saman á gæsaveiðar. - ESE Lögreglan: Nóg að gera Ekki líður sú helgi að ekki séu brotnar rúður í Miðbæ Akur- eyrar og á því varð engin undantekning um helgina sem nýliðin er. Að sögn lögreglunnar í morg- un voru brotnar 6 rúður í bænum um helgina, flestar þeirra stórar. Tekist hefur að upplýsa megnið af þessum rúðubrotum og er ljóst að kvenfólkið ætlar ekki að gefa sinn hlut á þessum sviðum fremur en öðrum. Nokkuð ónæðisamt var hjá lögreglunni um helgina. Þannig urðu 9 umferðaróhöpp í bænum en ekkert þeirra var alvarlegt. Tveir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Eitt og annað smávægilegt kom upp á, þannnig var t.d. kært yfir ónæði vegna hunds. Ekki reyndist vera leyfi fyrir þeim hundi en umsjónarmaður hans mun hafa lýst yfir að hann hyggð- ist sækja um slíkt leyfi, og fékk hann því að halda hundinum. Nýtt hótel á Akureyri: mmm r ' „rjar- matjniö er tryggt" "Fjármagnið er tryggt þannig að ég á ekki yon á öðru en að þetta gangi. Ég fékk Ijómandi góðar viðtökur hjá Ferða- málaráði þannig að það er ekkert í veginum. Ég vil hins vegar taka það fram að mál eru ekki endanlega frágengin varðandi kaupin en ég sé ekk- ert til fyrirstöðu að af þeim geti orðið." Þetta sagðt Stefán Sigurðs- son í samtali við Dag, en Stef- án hyggst hefja rekstur hótels í Hafnarstræti 85. - "Ég stefni að því að hefja framkvæmdir sem allra fyrst, og að hótelið geti tekið til starfa í vor," sagði Stefán. Stefán sagði að hann gerði ráð fyrir 17 til 20 herbergja hóteli, það færi eftir því hversu mörg herbergjanna yrðu eins manns. Hann gerði hins vegar ráð fyrir að geta tekið á móti um 35 gestum í einu. „ Ég er.einnig með 5 her- bergi hinum megin götunnar í Hafnarstræti 88 og það er gott að geta haft þau í bakhöndinni þegar á þarf að halda. „Ég ætla að leggja áherslu á að koma upp vönduðu hóteli en stefni að því að það verði ekki í hæsta verðflokki. Að öðru leyti tel ég ekki tímabært að tjá mig frekar um málið," sagði Stefán Sigurðsson. gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.