Dagur - 03.12.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 03.12.1984, Blaðsíða 3
3. desember 1984 - DAGUR - 3 llla horfir með verð á rækju og skelfiski Blomberq Stílhrein hágæða heimilistæki 2ja ára ábyrgð Komið og gerið kjarakaup í nýju versluninni Raf í Kaupangi. Q NÝLAGNIR VIDGERDIR VERSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400. Verslið hjá fagmanni. Útgerð Sigurðar Pálmasonar HU á rækjuveiðum hefur gengið mjög illa hjá Meleyri. Fyrst lenti skipið í ís en síðan hafa bilanir hrjáð það. Skipið hét áður Fylkir. Mynd: ESE „Blæs ekki byrlega í augnablikinu" - segir Magnús Sigurðsson hjá Meleyri á Hvammstanga - Veiðarnar hafa gengið mjög vel en verðið er.ekki að sama skapi gott. Okkur hefur þó tekist að halda 60 manns í vinnu, hvað svo sem verður, því horfurnar eru ekki góðar og mun verri en búist hafði verið við, sagði Magnús Sig- urðsson, hjá Meleyri hf. á Hvammstanga í viðtali við Dag. Magnús sagði að skelfiskveið- arnar stæðu þokkalega undir sér þó ekki heföi verðið hækkað aftur eins og búist hefði verið við. Rækjuveiðin væri mjög góð og hefði fyrirtækinu tekist að losna við alla sumarrækjuna en innan- fjarðarrækjan frá því í haust og vetur væri enn óseld. Taldi Magnús ekki ólíklegt að birgðir væru upp á 30 til 40 tonn. - Við höfum verið að byggja upp skelfiskveiðina og það þýðir ekkert annað en að standa eða falla með þessum veiðum. Við hlaupum ekkert í annað þó ekki blási byrlega í augnablikinu en við fylgjumst vel með því sem er að gerast í öðrum greinum. Það virðist t.d. talsvert af krabba hér í flóanum, a.m.k. kemur alltaf nokkuð upp með skelinni og þessi nýja vél sem nýtir krabba- kjötið virðist lofa góðu. - Hvað með ígulkeraveiðar og útflutning á ígulkerahrogn- um? - Við höfum svo sem velt því fyrir okkur en eini markaðurinn er Japan. Þar eru gerðar mjög miklar kröfur og t.d. verða hrognin að vera fersk og komin á markað í Japan innan 48 stunda frá því að þau koma á land. Petta væri allt annað mál ef það mætti kæla eða frysta hrognin en því er ekki að heilsa. - Nú fenguð þið nýtt skip, Sig- urð Pálmason HU, sl. vor. Hvernig hefur sú útgerð gengið? - Hún hefur gengið illa. Væg- ast sagt mjög illa. Skipið lenti í ís í sumar og skemmdist talsvert en auk þess höfum við orðið fyrir stöðugu bileríi. Búnaður var lé- legur um borð og þetta hefur því verið talsvert áfall fyrir okkur. - Hvernig gekk með tilraun ykkar að selja malaða skel sem jarðvegsbæti til bænda? - Það hefur lítið reynt á það ennþá. Það hafa aðeins örfáir menn reynt þetta en íhaldssemi og framtaksleysi virðist almennt hrjá bændur hér um slóðir. Ég sendi öllum bændunum dreifibréf og kynnti þetta en viðbrögðin voru ákaflega dauf, sagði Magn- ús Sigurðsson. - ESE Ný þjónusta fyrir viðskiptavini Launareikningur með yfirdráttarheimild allt að 10.000 kr. Ýmsar upplýsingar fyrir umsækjendur um yfirdráttarheimildir: AUir hlaupareikningshafar sem eru í föstum launareikningsviðskiptum munu fá samþykkta yfirdráttarheimild allt að kr. 10.000, lágmarksupphæð er kr. 1.000. Nýir viðskiptamenn í sparisjóðnum munu fá samþykkta yfirdráttarheimild um leið og þeir geta sýnt fram á að þeir séu að koma, eða séu komnir, í föst launareikningsviðskípti. Föst launareikningsviðskipti teljast þegar atvinnurekandi leggur reglulega inn laun umsækjanda á innlánsreikning í sparisjóðnum. Einnig getur verið um að ræða tilvik þar sem umsækjandi sér sjálfur um að færa laun sín inn á slíkan reikning. Sparisjóðurinn sér um sína. Sparisjóður Glæsibæjarhrepps Sími 21590, Akureyri. SKIPAÞJONUSTAN HF. VERSLUN, UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN TRYGGVABRAUT 10 - SÍMAR (96)24725 - 21797 - 602 AKUREYRI Stil -Longs vatteraður kuldafatnaður Vinnufatnaður Vinnuhanskar Gúmmístígvél Tréklossar Moonboots • Bómullargarn hvítt í rúllum Fléttaðar snúrur Bindígarn Sisal tóg Nylon tóg Marlin tóg • Keðjur svartar og galv. • Steinel rafmagnsverkfæri Hitablásari Límbyssa Frauðplastskeri • Snjósköfur Snjóskóflur Saltskóflur ísskóflur Krókar Hífíkrókar Gilskrókar opnir og lokaðir • Jólatilboð á málningu Baujustangir Karfagoggar Fiskistingir Plastkörfur Flatningshnífar Flökunarhnífar Vasahnífar Stálbrýni • Handfærabúnaður • Togveiðibúnaður • R0T0 línan Taumaefni Línuönglar • Lásar Vírar Vírakósar Víraklemmur • Eldvarnir Slöngukefli Halonslökkvitæki Vatnsslökkvitæki Duftslökkvitæki Reykskynjarar Eldvarnateppi Gúmmíslöngur Plastslöngur með og án innleggs ABA hosuklemmur • Verkfæri Hakasköft Víraklippur SKIPAÞJONUSTAN HF. VERSLUN, UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN TRYGGVABRAUT 10 - SÍMAR (96)24725 - 21797 - 602 AKUREYRI Eldvarnarbúnaður - Gúmmí- og plastslöngur Veiðarfæri - Fatnaður - Málning og garðáhöld

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.