Dagur - 03.12.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 03.12.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 3. desember 1984 Hver er þín uppá- haldstónlist? Jónas Sigurjónsson: Pjóöleg músík, til dæmis Ríó- tríóið. Aöalsteina Tryggvadóttir: Popp; nei ég á enga sérstaka uppáhaldshljómsveit. Sigurður Hjálmarsson: Ég er nú lítill hljómlistarmað- ur,en það er helst harmoniku- tónlist og gamaldags íslenskur söngur. Kristinn Björnsson: Pað er þá frekast létt dægur- tónlist. Valdís Gunnlaugsdóttir: Kántrí og ýmis algeng íslensk lög. Ég fylgi engri sérstakri stefnu í tónlist. „Eg hef trú á þessu fyrirtæki segir Kristján Jóhannesson tilvonandi framkvæmdastjóri DNG hf. „Mitt starf verður fólgið í því að reka það nýja fyrir- tæki. Það sem þarna er að gerast er að stofnað hefur verið nýtt hlutafélag sem á að byggja á því gamla félagi DNG s/f og ætlunin með því að koma þarna með nýtt rekstrarfé er að rífa þetta UPP °g gera úr þessu alvöru rafeindafy rir t æki. “ - Þetta sagði Kristján Jóhann- esson, en hann mun eftir áramót- in taka við framkvæmdastjóra- stöðu hjá rafeindafyrirtækinu DNG h/f en eins og komið hefur fram í fréttum hafa margir aðilar sameinast um það nýja fyrirtæki. „Það er meiningin að fara hægt af stað í byrjun, byrja með þann mannskap sem þarna hefur starf- að en það eru um 10 manns. Hins vegar miðað við útlitið eins og það er í dag þá líður ekki á löngu þar til starfsmönnum við fyrir- tækið verður fjölgað." - Hvaða menntun hefur þú? „Ég er verkfræðingur, iðnaðar- verkfræðingur heitir það víst. Ég lauk stúdentsprófi frá MA árið 1975 og lærði svo verkfræði fyrst í Noregi og síðan var ég við fram- haldsnám í Bandaríkjunum. Ég lauk námi þar 1981 - Hvert lá þá leiðin? „Ég var fyrst hjá Vélsmiðjunni Odda, hafði reyndar unnið þar þegar ég átti frí frá náminu. Síð- an lá leiðin til Iðnaðardeildar Sambandsins og þar hef ég verið síðan og mun vera fram til 1. febrúar". - Og hvað hefur þú fengist við þar? „Ég var ráðinn á sínum tíma til þess að endurskipuleggja skó- verksmiðjuna og hef verið með hana síðan. Ég kom þarna sem nýr aðili og stjórnaði þeirri upp- byggingu sem hefur átt sér stað. Ég hef einnig tekið við fleiru hjá Iðnaðardeildinni, haft yfirum- sjón með skóverksmiðjunni og síðasta ár hef ég haft með hönd- um allan fataiðnaðinn. Ég hef borið ábyrgð á rekstri skóverk- smiðjunnar, fataverksmiðju og sængurverksmiðjunni á Sauðár- króki." - Hvernig hefur skóverk- smiðja Iðnaðardeildarinnar breyst á þessum tíma? „Það væri betra að fá aðra til þess að dæma um það hvernig til hefur tekist. Ég get hins vegar sagt þér það að skóverksmiðjan er í dag rekin með hagnaði og það hefur átt sér stað mikil upp- bygging þar. Skórnir eru í háum gæðaflokki, þeir líka vel á mark- aði hér og það gengur vel að selja þá. Ég held að þessi framleiðsla eigi mikla framtíð fyrir sér og reyndar fataiðnaður yfirleitt." - Hvernig leggst svo í þig að taka að þér þetta nýja starf? „Það leggst nokkuð vel í mig. Ég lít á þetta sem mjög spenn- andi verkefni og ég hlakka til að takast á við það. Ég hef trú á þessu fyrirtæki eins og gefur að skilja, því annars myndi ég ekki fara út í þetta." - En lífið er ekki bara vinna. Mér er sagt að þú sért mikill hestamaður. „Já, hestamennskan er tóm- stundagaman hjá mér. Ég á þrjá hesta en ég get ekki sagt að ég sé mikill hestamaður þrátt fyrir það. Það er ekki mikill tími til þess að sinna þessu áhugamáli þannig að ég reyni að halda því í skefjum en það er gott að slappa af á kvöldin og skreppa á hestbak, það er mjög hressandi. Annars er ég mikið fyrir íþrótt- ir og hef stundað nokkuð mikið innanhússknattspyrnu. Ég hef spilað með strákum hér á verk- smiðjunum sem hafa tekið sig saman og við höfum bæði verið í knattspyrnu á sumrin og eins innanhúss yfir vetrarmánuðina. Ég á einnig lítinn bát, en það sport er búið að fylgja mér lengi. Af og til reyni ég að skreppa á sjóinn en tímaleysið hefur orðið til þess að það hefur orðið dálítið útundan síðustu árin. Það er eng- inn vandi að eyða þeim frístund- um sem gefast, ég hefði ekkert á móti því að hafa sólarhringinn lengri." Kristján Jóhannesson. Landsleik hingað norður Handknattleiksáhugamaöur hafði samband við Lesendahorn- ið og vildi koma því á framfæri að Akureyringar ættu að stefna að því að fá landsleik í handknatt- leik norður í vetur sé þess nokkur kostur. „Hinn stórglæsilegi árangur handknattleiksmanna að undan- förnu á ekki eingöngu að koma Reykvíkingum til góða með því að allir landsleikir íslands á heimavelli verði leiknir þar. Við sýndum það í fyrra að það er ör- uggur húsfyllir þegar boðið er upp á landsleik hér á Akureyri og forráðamenn Handknattleiks- sambands íslands geta jafnvel bókað það fyrirfram að ganga héðan úr íþróttahöllinni með stóran hagnað. Því á handknattleiksforustan á Akureyri að fara að vinna að því strax að fá hingað landsleik í vetur. Það er alveg óþarfi að bíða með það mál. Hér er vaxandi áhugi á þessari íþrótt og lands- leikir sem leiknir eru hér á Akur- eyri gera ekkert annað en ýta undir þennan áhuga. Ég vil í leiðinni vekja athygli á því að það er alveg ófært að bjóða sífellt upp á handknattleik hér í bænum á föstudagskvöld- um. Þetta er víðast hvar talinn ai- veg ómögulegur leiktími, menn eru að koma heim um kvöld- matarleytið eftir erfiða vinnuviku og þeir eru án efa margir sém slappa fremur af en fara að æsa sig upp til að fara á handbolta- leik. Enn um bílastöður Ökumaður bifreiðarinnar A-9640 bað lesendahornið fyrir eftirfar- andi, vegna skrifa „gangandi veg- faranda“ í hornið 26. nóvember. Þar var spurt hvort staða bifreið- arinnar ofangreindu hafi verið lögleg, þar sem hún stóð uppi á gangstétt við Glerárgötu. Um er að ræða sendibifreið í vöruflutn- ingum og frekar en fyrri daginn var ekki bílastæði laust í nám- unda við fyrirtækið sem verið var að ná í vörur í. Því hafi reynst nauðsynlegt að leggja á þessum stað meðan bifreiðin var fermd. Bifreiðin stóð þarna við í innan við fimm mínútur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.