Dagur - 17.12.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 17.12.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 17. desember 1984 Ertu búinn að kaupa jólagjafír? Steingrímur Kárason: Nei, ég er ekki búinn að því. Sverrir Pálniason: Nei. Ragnar Lár: Já, töluvert. Vignir Stefánsson: Er aö því í dag. Kristján Bjarnason. Nei. „Bækur ódýrari í Færeyjum“ - Bætt við tæreyska rithöfundinn Martin Næs Það er ekki oft sem bækur koma út á færeysku og íslensku sam- tímis, gott ef það hefur nokkurn tíma gerst fyrr en bókin Símun Sámal/Símon Pétur kom út hjá Skjaldborg fyrir nokkru. Höf- undur bókarinnar er Færeying- ur, nú búsettur á Akureyri og vinnur þar sem bókasafnsfræð- ingur. Hann heitir Martin Næs. Við hittum Martin á dögunum og áttum viö hann stutt spjall um Símon Pétur og sitthvað fleira. „Sagan um Símon Pétur er skrif- uð á færeysku, það er dálítið langt síðan ég skrifaði hana, en hún hef- ur aldrei verið gefin út í Færeyjum fyrr en nú. Símon Pétur er því upp- haflega færeyskur, en á fslenska mömmu. í íslensku þýðingunni á hann færeyska mömmu. Sagan var lesin í barnatíma út- varpsins í Færeyjum fyrir 2 árum og ég held að krökkum og fullorðnum líka hafi þótt gaman að henni.“ - Og nú er búið að þýða bókina og gefa út bæði í Færeyjum og á ís- landi? „Já, tengdafaðir minn, Þóroddur Jónasson þýddi bókina, mest að gamni sínu held ég, og ég fór með hana niður í Skjaldborg og spurði hvort þeir vildu gefa hana út. Peir sögðu mér að koma eftir nokkra daga þegar þeir væru búnir að lesa handritið. Þegar ég kom vildu þeir fá að sjá færeysku útgáfuna, sem var ekki til nema í handriti og þá buðust þeir til að gefa bókina út í báðum löndunum samtímis og það finnst mér mjög djörf hugmynd. Það er svo mikil áhætta að gefa út barnabækur, fólki finnst þær dýrar, en ég er mjög ánægður með að bókin skyldi koma út í báðum löndunum á sama tíma.“ söluskattur á þeim og þess vegna seljast þær vel.“ - Hefur þú fengist við skriftir áður? „Já, ég hef sent frá mér þrjár ljóðabækur og aðra barnasögu sem heitir „Per og ég“ Ég þýddi nokkrar bækur eftir Guðrúnu Helgadóttur, bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna og í afahúsi, einnig þýddi ég Ijóðabók Snorra Hjartarsonar, Haustmyrkrið yfir mér. - Þú byrjar á Ijóðum og ferð yfir í barnabækur? „Ég er ekki hættur að yrkja og hætti því sjálfsagt aldrei. Síðasta Ijóðabókin mín kom út 1979 og hún fjallaði um börn og hvernig er að vera barn í nútímanum. Ég fékk þá áhuga á því að skrifa fyrir börn, það koma frekar fáar barnabækur út í Færeyjum eftir færeyska höf- unda og það hvatti mig til að skrifa. Börnum finnst skemmtilegra að lesa eða hlusta á sögu sem gerist í umhverfi sem þau þekkja.“ - Er Símon Pétur skrifaður fyrir börn á einhverjum vissum aldri? „Það eru þá kannski helst krakk- ar sem eru að verða læs, þeir munu þekkja sjálfa sig aftur og ef foreldr- ar hafa tíma til að lesa fyrir yngri börnin ættu þau að hafa gaman af líka, en það er oft sem foreldrar hafa ekki tíma til að lesa fyrir börn sín, því miður. Annars hefur full- orðið fólk gott af því að lesa barna- bækur og reyna að skilja hugarheim barnsins. Börn finna upp á svo mörgu sem kannski virðist óskiljan- legt.“ - Að lokum Martin, ertu að skrifa eitthvað núna? „Það er ekkert sérstakt sem ég ætla að trufla heiminn með, það kemur þá bara í ljós seinna.“- mþþ - Hvernig hafa viðtökurnar verið? „Það er nýbúið að dreifa henni í Færeyjum og ég held að henni hafi verið vel tekið en ég veit samt ekki nákvæmlega hvernig salan er. Bók- in kom út í 1.500 eintökum í Fær- eyjum en eitthvað töluvert færri á íslandi. Bækur eru ódýrari í Fær- eyjum vegna þess að þar er enginn Martin Næs. Jólasveinamir vom góðir Móðir hringdi: Ég vil mótmæla því harðlega sem „aðdáandi jólasveinanna“ segir um jólasveinana sem skemmtu í göngugötunni um síðustu helgi. Ég fékk allt aðra mynd af því sem þarna gerðist en „aðdáandinn" og það er bara kjaftæði að ekki hafi verið minnst á Grýlu og Leppalúða. Jólasveinarnir ræddu þessi mál við börnin og þau svöruðu spurningum. Ég held að það sé einmitt til marks um það hve þessi skemmtun tókst vel, að börnin voru með á nótunum allan tímann og ' jólasveinarnir fengu börnin til að syngja með sér. Þökk fyrir góða og ánægjulega skemmtun. Þakkir Ökumaður hafði samband og óskaði eftir að þökkum yrði komið á framfæri við bæ jarstarfs- menn sem undanfarið hafa unnið ötulir að því að lagfæra frost- skemmdir í malbiki á götum Ak- ureyrar. Þær eru oft stórhættu- legar vegna þess hve djúpar þær geta orðið og hvassar brúnir þeirra. Þessu viðhaldi hefur hins vegar ávallt verið ákaflega vel sinnt og ber að þakka það, sagði ökumaðurinn að lokum. Andrés önd var horfinn Kona í Þorpinu hringdi: Ég bý í raðhúsi við Einholt, þar sem fjórar íbúðir nota sama inn- ganginn og þar hefur hver íbúð sinn póstkassa. Meðal blaða sem ég kaupi er Andrés önd og í gær veitti ég því athygli að blaðið var komið í kassann. En þegar ég ætlaði að taka það var blaðið horfið. Ég veit að blaðið var merkt og vil því skora á þann sem eignaði sér það að skila því aftur í póstkassann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.