Dagur - 17.12.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 17.12.1984, Blaðsíða 3
Skrautfiskabúðin opnuð Um helgina var opnuð verslun í Hafnarstræti 94 á Akureyri sem ber heitið „Skraut- fiskabúðin“. Er hún í bakhúsi og er gengið inn í verslunina í portinu bak við Sporthúsið, frá Kaupvangsstræti. í „Skrautfiskabúðinni" er lögð áhersla á að vera með allt á boð- stólum fyrir gæludýrin. t>ar fæst að sjálfsögðu allt fóður sem gælu- dýr þurfa, hverju nafni sem þau nefnast og ekki má gleyma því að dýrin þurfa ýmislegt annað til að þeim líði vel, eins og leikföng og þess háttar. Þá eru á boðstóium fyrir jólin svokallaðir „jólasokk- ar“ en þeir eru tilvalin „jólagjöf“ fyrir dýrin og innihalda mat og fleira. f versluninni eru einnig til sölu dýr. Eins og nafn verslunarinnar gefur til kynna ber þar mikið á skrautfiskum af öllum mögu- legum gerðum, og af öðrum dýr- um má nefna páfagauka, hamstra og hvítar mýs. Stefán sigraði örugglega í vélhjólakeppninni Stefán Steingrímsson sigraði örugglega í vélhjólakeppni þeirri sem lögreglan á Akur- eyri og Umferðarráð efndu til fyrir skömmu. Hlaut Stefán 346 stig af 390 mögulegum. Vélhjólakeppnin hófst á góð- aksturskeppni. Ekið var frá lög- reglustöðinni um nærliggjandi götur og götur á Eyrinni. Síðan voru akstursþrautir í göngugöt- unni og loks leystu keppendurnir fimm úr skriflegum spurningum á lögreglustöðinni. I öðru sæti í keppninni varð Gunnar V. Gunnarsson með 318 stig. Aðrir keppendur voru Þór- arinn Arnar Sævarsson, Guð- mundur Hannesson og Kristján Skjóldal. Þeir Stefán og Gunnar munu taka þátt í Evrópukeppninni í vélhjólaakstri í Portúgal á næsta ári. - ESE 17. desember 1984 - DAGUR - 3 HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI96-24423 AKUREYRI Fyrir dömur: Danskir og indverskir kjóiar, pils ogN blússur greiðslusloppar. Fyrir herra: Úlpur og stakkar, baðsloppar, náttföt, skyrtur röndóttar og hvítar, nærföt og sokkar. Fyrir drengi og stúlkur: Úlpur, stakkar, buxur, peysur, glansgallar og ungbarnafatnaður í úrvali. Sængurfatnaður og handklæði. Við póstsendum. Sigutbar GiSmundssomrif. HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI SHNNALOFTSINS „Sldnnaloftið“ verslun Iðnaðardeildar (í gömlu Gefjunarbúðinni) Við bjóðum: Góðar mokkaílíkur á frábæru verði Opið kl. 1-6 út desembermánuð. Þá má ekki gleyma: Mokkahúfunum og mokkalúffunum Tilvalið í jólapakkann. Þetta er tilboð sem erfítt er að hafha. ^ IONAÐARDEILD ajdUIIfól. S&SAMBANDSINS 4 og 8 daga ferðir á Byggingarsýninguna í Kaupmannahöfn 11 .-19. janúar verð «rá kr. 11.258. Ráfthustorg 3, Akureyrl Tel.: 25000 FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR HF.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.