Dagur - 17.12.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 17.12.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 17. desember 1984 * Hamborgarar með skinku, osti, salati, sósum, þeim allra bestu í bænum. ★ Franskar kartöflur og heitar og kaldar sam- lokur. Sendum heim og á vinnustaði, hvenær sem þér óskið fram að jólum. Grillið á (§so) stöðinni Tryggvabraut 14 Sími 21715. A-B búðin Postulínstrúðar Teningaspil Pússluspil Föndurlitir HANNES rÍTt'KSSON MISSKIPT MANNA LANI A-B búðin mim ggjgffl Kaupangi sími 25020 heimildaþættir I iðunn n □ Peysumóttaka Yið munum hætta móttöku á lopapeysum frá 16. janúar nk. um óákveðinn tíma. Lager Iðnaðardeildar Sambandsins, Akureyri □ HBS U Glæsilegt jólatilbo á Sanitas gosdrykkjum PEPSI-COLA UMJkUTI VCRUMiNI PEPSJ 1 LITER PEPSI í 1 lítra flöskum: P ® dief pepsi-cola SYKURLAUST Ætlaö sykursiukum Pepsi-Cola ★ Appelsín ★ Seven-up ★ Diet Pepsi ★ Mix Aðeins kr. 24,00 flaskan Misskipt er manna láni Vandaðir heimildaþættir eftir Hannes Pétursson Iðunn hefur sent frá sér „Misskipt er manna láni“ annað bindi heim- ildaþátta Hannesar Péturssonar. „Misskipt er manna láni“ er dæmi um hina vönduðustu gerð heimildaþátta nú á dögum. Að baki þáttanna liggur rækileg könnun ritheimilda, auk þess sem leitað er fanga í munnlega geymd um það er nær stendur í tíma. Höfundur hefur hvarvetna föst tök á efninu svo að úr verður heilsteypt og haglega samin frá- saga. Þættir Hannesar Péturssonar standast með prýði þær kröfur sem vandfýsir lesendur gera til slíkra þátta. Þeir eru hvort tveggja í senn, traustur tróö- leikur og raunsannar lífsmyndir úr horfnu þjóðlífi - og hugtæk sagnaskemmtun. Alfreðs saga og Loftleiða Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér Alfreðs sögu og Loftleiða. Jakob F. Asgeirsson skráði eftir frásögn Alfreðs og ýmsum fleiri heimildum. í bókinni rekur Al- freð Elíasson fyrrverandi for- stjóri minningar sínar og greint er frá tilurð og sögu Loftleiða, „hvernig fyrirtækið óx úr nánast engu upp í að verða stórveldi á íslenskan mælikvarða,“ segir t frétt frá forlaginu. „Fjallað er um íslenska flugsögu sem nær há- punkti með sameiningu Flugfé- lags íslands og Loftleiða sem sumir vilja kalla „stuld aldarinn- ar“.“ Alfreð Elíasson segir hér frá uppvaxtarárum sínum, dvöl vest- an hafs, fyrstu kynnum af flugi og flugmálum, og koma hér við sögu allir helstu forvígismenn í ís- lenskum flugmálum við stríðslok- in. Pá er greint frá stofnun Loft- leiða og baráttu þeirra fyrir stöðu sinni á hinum harða markaði Atl- antshafsflugsins. Frásögnin er studd margvíslegum gögnum, samtímafrásögnum blaða, munn- legum upplýsingum, svo og einkaplöggum sem ekki hafa fyrr verið hagnýtt. Bók þessi er tileinkuð „öllum þeim sem lögðust á eitt að gera Loftleiðaævintýrið að veruleika". Saga þessa fyrirtækis er því meg- ininntak bókarinnar, og frásögn- inni lýkur við sameiningu Loft- leiða og Flugfélags íslands. Að- dragandi hennar er rakinn í ítar- legu máli og greint frá harðvít- ugum sviptingum bak við tjöldin þegar stjórnvöld knúðu sem ákafast á um sameiningu. Urðu árekstrar þar harðir, einkum er til þess kom að meta eignir félag- anna og ákveða um valdahlutföll hvors aðila um sig í hinu nýja fé- lagi. Um sömu mundir og sam- einingin var á döfinni varð Alfreð Elíasson fyrir alvarlegum heilsu- bresti, og nokkru eftir að Flug- leiðir voru settar á stofn var hann neyddur til að draga sig í hlé frá forustuhiutverki sínu í íslenskum flugmálum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.