Dagur


Dagur - 19.12.1984, Qupperneq 13

Dagur - 19.12.1984, Qupperneq 13
19. desember 1984 - DAGUR - 13 Hver verður kjörinn „íþrótta- maður ársins“? Þar sem þetta er síðasta íþróttasíðan í btaðinu á þessu ári ætlar undirritaður að leyfa sér nokkrar vangaveltur um það hver verði kjörinn „íþróttamaður ársins“ á Akur- eyri, fyrir árið 1984. Ef við lítum fyrst á skíðaíþrótt- ina þá fer ekki hjá því að nafn Nönnu Leifsdóttur komi upp í hugann. Hún var gífurleg yfir- burðakona á Landsmótinu sem háð var í Hlíðarfjalli um páskana og hélt þaðan með þrenn gull- verðlaun. Þorvaldur Jónsson sem vann m.a. skíðastökkkeppnina er ákaflega fjölhæfur íþróttamaður og leikur í marki hjá KA bæði í handknattleik og knattspyrnu. Ef titillinn væri veittur fyrir fjöl- hæfni kæmi Þorvaldur sennilega út sem sigurvegari. Lyftingamaðurinn Kári Elíson er sterkur „kandidat“ um titilinn. Óþarfi er að rekja afrek hans á árinu en hann hefur staðið efstur á mótum hérlendis og erlendis og ég minnist þess ekki að hann hafi nema einu sinni á árinu hitt ofjarl sinn. Fleiri lyftingamenn hafa gert það gott og má nefna Harald Ólafsson sem afþakkaði boð um þátttöku á Olympíuleikunum í sumar. Að sjálfsögðu koma knatt- spyrnumenn til greina við þetta kjör. Erlingur Kristjánsson var kjörinn „knattspyrnumaður ársins“ af knattspyrnuráði en fleiri eru „volgir“ og mætti nefna nöfn eins og Jónas Róbertsson, Bjarna Sveinbjörnsson, Halldór Áskelsson og Óskar Gunnarsson, alla leikmenn úr Þór í því sam- bandi. Yfirleitt skáru einstakir leikmenn Þórs sig meira úr í sum- ar en leikmenn KA sem voru jafnari þótt Erlingur hafi staðið þar nokkuð upp úr. Þá hefur ekki verið getið um mjög efnilega íþróttamenn sem iðka júdó og sund hér í bænum og unnu afrek á árinu, og fim- leikafólki vex mjög ásmegin þessa stundina. Það er því ljóst að hlutverk þeirra sem koma til með að standa að kjöri þessu verður ekki öfundsvert. Leiknir knattspyrnumenn eins og Óskar Gunnarsson njóta sín vel í innanhússknattspyrnu. Akureyrarmótið í knattspyrnu: Það vprður hart bar- ist í Iþróttahöllinni - Um 40 leikir í höllinni á tveimur dögum Akureyrarmótið í innanhúss- knattspyrnu verður háð í íþróttahöllinni 28. og 29. des- ember. Keppt verður í 10 flokkum og verða leikirnir tæplega 40 talsins. Keppt verð- ur í 6. flokki, 5. flokki, 4. flokki, 3. flokki, 2. flokki, 1. flokki og meistaraflokki karla auk „old boys“ og í eldri og yngri flokkum kvenna. Keppnin hefst kl. 16 á föstu- daginn og verða þá leikir yngri flokkanna á dagskrá. Forsvars- menn Knattspyrnuráðs Akureyr- ar hafa beðið blaðið að koma því á framfæri við foreldra að mæta þá í íþróttahöllina og hvetja strákana til dáða. Á laugardaginn hefst keppnin síðan kl. 10 og verður leikið fram á kvöld eða þar til tekist hefur að fá fram úr- slit í öllum flokkum. KA og Þór senda að sjálfsögðu lið til keppni í öllum flokkunum sem keppt verður í, og Vaskur mun senda tvö lið í mótið. Óhætt er að mæla með þessu móti sem góðri skemmtun, a.m.k. hefur svo reynst undanfarin ár að innanhússknattspyrna hefur ver- ið vel sótt á Akureyri og fólk Fyrsta umferðin í Norður- landsriðli yngri flokka íslands- mótsins í handknattlcik verður háð I íþróttahöllinni á Akur- eyri flmmtudaginn 27. des- ember, 3. dag jóla og hefst keppnin kl. 16. Það eru piltar úr Akureyrarlið- skemmt sér vel. Leikirnir eru stuttir og því gengur allt vel fyrir sig, enda þarf að halda vel á spöðunum. ef takast á að leika mótið á tveimur dögum. unum KA og Þór sem þar munu berjast mikilli baráttu ef að lík- um lætur og verður keppt í 3., 4. og 5. flokki. Þetta er fyrsta um- ferðin af þremur sem félögin leika til þess að fá úr því skorið hvaða lið komast í úrslitakeppni íslandsmótsins. Handbolti þeirra yngstu „Jólapönnukökugolfhraðmót" - Það kann að hljóma undar- lega á þessum árstíma ef fara á að segja frá golfmóti. Stað- reyndin er hins vegar sú að um helgina var haldið golfmót á velli Golfklúbbs Akureyrar, og var ekki snjókorn á vellinum er mótið fórfram. „Þetta er jólapönnukökugolf- hraðmót," sagði Haraldur Sig- urðsson fulltrúi í Útvegsbankan- um á Akureyri, en það var einmitt starfsfólk bankans sem hélt þetta mót. Hófst það kl. 13 á sunnudag og mættu starfsmenn til leiks auk þess sem nokkrir aðrir voru við golfleik á vcllinum. Nafn mótsins þarfnast e.t.v. út- skýringar. Jólapönnukökurnar sem eru í nafni mótsins eru til- komnar vegna þess að á 4. teig bauð Haraldur Sigurðsson kepp- endum upp á nýbakaðar pönnu- kökur og kaffi, en Haraldur hefur verið „veitingastjóri" í þeim mótum sem fram hafa farið á veg- um bankans á árinu. Hraðmót er þetta kallað vegna þess að það lá á að ljúka keppninni áður en dimmdi en fáar stundir gefast til golfleiks vegna skammdegisins þótt ekki sé snjór á þessum árs- tíma. „Eftir því sem ég best yeit er þetta síðasta golfmót ársins í Evrópu," sagði Haraldurer mótið var að hefjast. Það er a.m.k. víst að ekki verða þau fleiri á Akur- eyri á þessu ári, því strax að mót- inu loknu tók að kyngja niður snjó, - jólasnjórinn var kominn. 1—X—2 Þorbergur Ólafsson. „Núna eða aldrei“! „Ef Manchester United sigrar ekki í deildinni núna þá gerist það aldrei, það eru hreinar lín- ur með það,“ segir Þorbergur Ólafsson spámaður vikunnar og einn af einlægari aðdá- endum Manchester United hér á landi. Ég held satt að segja að þetta sé að koma hjá okkur núna og að United muni vinna með yflrburðum. Við höfum aldrei verið ineð svona sterkt lið (!) þannig að ef titillinn kemur ekki núna þá verð ég vitlaus.“ - Engir sem geta veitt „ykkur“ keppni? „Það verða þarna nokkur lið svona til þess að veita „okkur“ aðhald, smálið eins og Liverpool, Arsenal, Tott- enham og Everton, en þau verða þarna bara sem uppfyll- ing. „Við“ verðum orðnir efst- ir strax eftir jólalotuna og eftir það verður ekki aftur snúið,“ sagði spekingurinn að lokum. Þorbergur spilar grimmt í getraunum en um árangur er ekki vitað. Spá hans er þannig: A.Villa-Newcastle x Everton-Chelsea 1 Man.Utd.-Ipswich 1 Norwich-Tottenham 1 QPR-LiverpooI 1 W.Ham-Southampton x Fulham-Man.City 2 Huddersf.-Brighton 1 Notts C.-Charlton 2 Portsmouth-Oxford 1 Wimbleton-Birm.ham x Wolves-Leeds 2 Sigbjörn í „júmbósætið" Sigbjörn Gunnarsson Aston Villa „fan“ hefur þann vafa- sama heiöur að skipa „júmbó- sætið“ eftir síðustu helgi. Hann náði aðeins 3 réttum leikjum en Siguröur Pálsson Arsenalniaður og starfsmaður Sigbjörns í Sporthúsinu hreyk- ir sér sem fyrr á toppnum með 6 leiki rétta. Sex spámenn hafa síðan náð 5 lcikjum réttum. 1—X—2

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.