Dagur - 04.01.1985, Side 4

Dagur - 04.01.1985, Side 4
4 - DAGUR - 4. janúar 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Að loknu árinu 1984 Þegar litið er til baka til ársins 1984, sem nú er nýlega „liðið í aldanna skaut" verður flestum Norðlendingum fyrst hugsað til hins fádæma góða veðurfars, sem einkenndi allt árið. Vetur- inn var mildur, vorið kom snemma og í kjölfar þess einmuna gott sumar. Segja má að enn hafi ekki komið vetur á Norðurlandi það sem af er. Meðalhiti á Akureyri var hærri en í Reykjavík og er það í fyrsta skipti sem það gerist á þessari öld, en þess ber að geta að veðurfar var Sunn- lendingum ekki eins hagstætt og raunar mjög óhagstætt hvað sumt varðar. Stöðugar rigningar hrjáðu höfuðborgarbúa og bændur sunnan- lands, þegar mest reið á að þornaði upp. Á Aust- fjörðum var veðurblíða einnig með eindæmum, jafnvel betri en á Norðurlandi. Eins og allir vita hefur veðurfar á íslandi mikil áhrif. Mannlífið tekur stakkaskiptum þegar vel árar og flestir hlutir ganga betur. Atvinnurekst- ur íslendinga er mjög háður náttúrlegum að- stæðum og því var árið 1984 gott búskaparár og vonir manna um bættan hag þeirra sem vinna við sjávarútveg jukust. Sjórinn umhverfis landið fór hlýnandi, sem er e.t.v. helsta orsökin fyrir betra veðurfari til landsins, og nú standa vonir til að það muni hafa áhrif á fiskigöngur og afla- brögð til hins betra. Algjör umskipti urðu í efnahagsmálum þjóðar- innar. Verðbólga minnkaði en því miður höfðu þær aðgerðir sem leiddu til þess ýmsar auka- verkanir. Kaupmáttur rýrnaði og staða margra heimila versnaði að mun. Þó kom það verulega á óvart hvað íslendingar gátu veitt sér mikið á liðnu ári þegar á heildina var litið. Svo virðist sem tekjumismunur sé sífellt að aukast í þjóðfé- laginu og nefnt hefur verið að tvær þjóðir búi orðið í landinu. Það er mikið áhyggjuefni og hafi stjórnvöld ekki dug í sér til að taka á því vanda- máli mun íslenska þjóðin gera það sjálf með ein- hverjum hætti, t.d. með því að skipta um stjórn- endur, sem þó er engin trygging fyrir því að þetta ástand breytist. Launþegahreyfingar hafa ekki tekið á þessu vandamáli sem skyldi, sem er þó að nokkru innanhússvandi þeirra. Þrátt fyrir góða tíð víðast hvar á landsbyggð- inni hangir sá skuggi yfir að fólksflótta gætir, sem hefur farið sívaxandi. Byggðaröskunin er þjóðinni dýr og óhagkvæm og því verður að taka á henni með fullum þunga og festu. Stjórnvalds- aðgerðir hljóta að vega þar mjög mikið og væn- legasta leiðin til að ráða bót á vandamálinu er að hleypa fleiri og fjölbreyttari stoðum undir at- vinnulíf á landsbyggðinni og styrkja og styðja þær greinar sem fyrir eru, enda standa þær undir því velferðarþjóðfélagi sem er á íslandi í dag. Tilviljun eða hvað? - Nú, níutíu árum eftir dauða hins marg- slungna manns Sölva Helgason- ar, sitja tveir listamenn, án vitn- eskju hvor um annan, við að fjalla um líf hans og leita skiln- ings á ævikjörum hans og eðli. Áður hafði skáldið Davíð frá Fagraskógi skrifað um hann mik- ið verk og merkilegt. Leikrit Sveins Einarssonar hef ég enn ekki séð og veit því ekki um efnistök hans; en bók Jóns Óskars var ég að hlaupa í gegnum, þó á þeim spretti jóla- annanna sem ekki réttlæta rit- dóm er sæmi í þessu tilfelli. En ljóst er að rit Jóns mun verða þeim er sjá leikritið mjög for- vitnilegt. Pessi samtímaverk munu án efa styrkja hvort annað og þeir sem öðru kynnast munu vilja sjá hitt. Saga Jóns er heimildaverk, geysimikil rannsóknarvinna ligg- ur þar að baki; og er nú skáldið Jón Óskar komið í hóp hinna nostursömustu fræðimanna. Rakin er harmsaga listamanns sem smámunasöm refsigleði yfir- valda þeirra tíma bitnaði æði hart á. Þeim nægði ekki að hrekja hann og húðstrýkja á íslandi heldur sendu þeir hann til Kaup- mannahafnar í dýflissu dauða og smánar. Og skilningsleysi al- mennings og skriðdýrsháttur gagnvart yfirvöldum lagðist sem fyrr á sveif með þeim sem þeir þóttust þó hata. Þetta verður vel Ijóst í bók Jóns og það aðeins með Jþví að hann lætur verkin tala. I öðru lagi kemur fram, með sömu aðferð, að Sölvi hefur verið fæddur snillingur, gæddur mikilli myndlistargáfu og handlagni. Myndir af málverkum hans og rithönd sanna þetta. Þá sést og á tilfærðum dæmum úr ritverkum hans að hann hefur enginn heimskingi verið; þó í gegnum skíni að andlega truflun hefur hann átt við að stríða. En hvort hún var meðfædd veila eða af- leiðing illrar meðferðar og skiln- ingsskorts samtíðar verður ekki um dæmt. Þó er ljóst af heimilda- könnun Jóns að sterkur hefði sá mátt vera sem ekki bognaði við ævikjör Sölva Helgasonar. Jón er það hógvær sögumaður að hann heldur eigin skoðunum mjög í skefjum þó samúð með listamanninum leyni sér ekki; enda sá hann fljótt að hér hafði enginn miðlungsmaður verið á ferð. Og miklar þakkir skal hann fá fyrir að veita þessum utan- garðsmanni liðinnar aldar upp- reisn æru. Gaman var að Sölvi skyldi skilja eftir sig afkomendur og furðulegt happ er hve mikið hefur varðveist af verkum hans, þrátt fyrir allt. „íslendingar einskis meta alla sem þeir geta,“ sagði sá sem fyrst og umhyggjusamlegast bjó að minningu Sölva Helgasonar. Þetta hefur alltaf átt við á Iandi hér, einkum eigi sérstæðir lista- menn í hlut og einstaklingar er skera sig úr fjöldanum. Kannski er það tilviljun ein að Eyfirðingar og Skagfirðingar ólu tvo slíka og sárara níð hafa fáir hlotið frá séníum sínum en þeir, sbr. þá Bólu-Hjálmar og Sölva. Heimspekingar á húsgangsklæð- um, fyrirlitnir af ríkum og snauð- um, en dáðir í leynum og verk þeirra varðveitt sem dýrgripir. - Hvílíkar mótsagnir. Þökk fyrir Sölva hönd og okk- ar allra, Jón Óskar. Blómleg bók um blómlegan bæ Fyrir skömmu kom út ný bók um Akureyri, „Akureyri - blómlegur bær í norðri“. Bókin kom út samtímis með íslensk- um og enskum texta. Utgefend- ur eru Bókaforlag Odds Björns- sonar og Iceland Review, sem átti veg og vanda að útgáfunni. Sömu útgefendur stóðu að hlið- stæðri bók um Akureyri fyrir 10 árum. Hún er löngu uppseld. „Akureyri - blómlegur bær í norðri“ er falleg bók, að stærst- um hluta myndir, sem Sviss- lendingurinn Max Schmid gerði. Hann hefur tekið mikið af myndum fyrir Iceland Re- view, auk þes sem hann hélt ljósmyndasýningu í Reykjavík fyrir nokkru og fékk fyrir mjög góða dóma. Myndir hans hafa auk þess birst í tímaritum og bókum víða um heim. Max Schmid kom til Akur- eyrar fjórum sinnum - á mis- munandi árstímum, til að afla sér fanga í bókina, og eru myndirnar teknar á sl. fjórum árum. „Glöggt er gests augað,“ segir máltækið, og það sannast best í myndum Schmids, því hann horfir á Akureyri frá öðru sjónarhorni heldur en bæjarbú- um er tamt - og myndirnar eru öðruvísi upp byggðar heldur en þær myndir sem við eigum að venjast frá Akureyri. Margar myndirnar eru gullfallegar og heildarsvipur þeirra er einstak- lega glæsilegur. Þó orkar tví- mælis hvað ljósmyndaranum virðist tamt að nota sterkar að- dráttarlinsur við yfirlitsmyndir. Þetta leiðir til þess, að sumar myndirnar sýna ekki rétta landslagið, þar sem aðdráttur- inn dregur það saman. Þetta hefur sína kosti, en líka galla. Auk mynda frá Akureyri eru nokkrar myndir í bókinni frá ýmsum stöðum í Eyjafirði, utan og innan bæjarins. Þar tekst Max Schmid hvað best upp fyrir minn smekk. Tómas Ingi Olrich skrifar texta bókarinnar og vissulega hefur honum verið vandi á höndum. Hann fær lítið rúm fyrir langa sögu. En Tómas leysir þetta verkefni með sóma. Honum hefur tekist að þjappa saman í stuttum og hnitmiðuð- um texta, því sem skiptir máli í svona bók, þannig að til gagns er fyrir landann sem útlendinga. Hann dregur upp trúverðuga mynd af Akureyri og gjöfulli nærsveit; sögu, samtíma sem mannlífi. Slíkt gera engir au- kvisar í stuttum texta. Þegar á heildina er litið er þetta „blómleg" bók, sem kem- ur í góðar þarfir til kynningar á „blómlegum" bæ. - GS Þeir geta verið ánægðir með Akureyrarbókina félagarnir, Geir S. Bjömsson, framkvæmdastjóri POB, Tómas Ingi Olrich, sem skrifaði texta, Helgi M. Bergs, bæjarstjóri, sem tók við fyrsta eintakinu af bókinni, og Haraldur J. Hamar frá Iceland Review.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.