Dagur - 16.01.1985, Page 1
TÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
MARGAR GERÐIR
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
FILMUhusid
AKUREYRI
68. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 16. janúar 1985
6. tölublað
Kveiktu í
póstkassa
Það er sem betur fer ekki ai-
gengt að fólk fái brenndan
póst, eins og gerðist á dög-
unum hér á Degi. Um var að
ræða lausn á krossgátu jóla-
blaðsins, en bruninn var ekki
það mikill að lausnin kæmist
ekki til skila. Bréfið var lagt í
póstkassa í Kaupangi við
Mýrarveg og einhverjir óvitar
hafa lagt eld að kassanum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
póstkassinn á þessum stað verður
fyrir skemmdum. í þetta skipti
var reynt að opna kassann með
einhverjum verkfærum, en þegar
það tókst ekki var eldur lagður í
innihaldið.
í>að þarf vart að taka fram
hversu bagalegt þetta getur
verið, auk þess sem verulegt tjón
getur hlotist af þessum óvita-
hætti. - HS
Er gróður í hættu
vegna hlýindanna?
Sú _ einmunatíð sem verið
hefur norðanlands undanfar-
ið hefur valdið suntum
áhyggjum, nefnilega þeim
sem hafa með höndum rækt-
unarstarf, hvort sem er sem
tómstundaiðju eða að at-
vinnu. Hlýindi um miðjan
vetur geta nefnilega valdið
ótímabæru brumi á gróðri,
trjám og runnuin, sem síðan
getur kalið í frostuin sem
vafalaust má reikna með að
komi.
Sumir garðeigendur telja sig
sjá breytingu á gróðri, einkum
þar sem skjólgott er og hita
ieggur frá húsum. Dæmi eru um
að rósarunnar séu byrjaðir að
bruma, jafnvel trátegundir eins
og aspir og reyniviður, auk ým-
issa runnategunda. Menn minn-
ast þess að fyrir um þremur
árum fóru aspir á Akureyri illa
vegna hlýindakafla og frosta í
kjölfarið. Sjá nánar bls. 3.
Kavían/erksmiðja
reist í Úlafsfirði?
Byssu-
hvellir
í Inn-
bænum?
„Það er hvorki hægt að full-
yrða um það af eða á að hér
hafi verið um byssuhvelli að
ræða. Það hefur ekki verið úr
því skoriö.“
Petta sagði rannsóknarlög-
reglumaður á Akureyri er við
ræddum við hann. Um jólin var
kvartað yfir hvellum í Lækjar-
gili á Akureyri og töldu ein-
hverjir aðilar sem hringdu þá í
lögreglu að um byssuhvelli
hefði verið að ræða.
Aðfaranótt mánudags var
síðan hringt í lögregluna úr húsi
í Aðalstræti og kvartað um
byssuhvelli. Lögreglan var
stödd þarna nærri þegar hringt
var en eftirgrennslan hennar
lciddi ekkert í Ijós. Menn hafa
velt því fyrir sér hvort mögu-
leiki sé á að hvellirnir komi úr
útblástursrörum bíla eða hvort
hér sé um byssuhvelli að ræða
sem vissulega væri alvarlegra
mál.
í kvöld verður haldinn fundur
í Ólafsfirði þar sem rætt verður
um það hvort stefna beri að
því að koma á fót kavíarverk-
smiðju í bænum.
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar
hefur að undanförnu unnið forat-
hugun á þessu máli fyrir atvinnu-
málanefnd Ólafsfjarðar. í samtali
við Dag sagði Ingi Björnsson hjá
Iðnþróunarfélaginu að niður-
stöður tillagnanna væru tiltölu-
„Ég er búinn að búa hér alla
mína tfð og ég man ekki annað
eins veðurfar og hér hefur ver-
ið í vetur,“ sagði Kristján Sig-
urðsson bóndi á Grímsstöðum
lega jákvæðar og að tímabært
væri að bæta við einni kavíar-
verksmiðju.
Vitað er að slík verksmiðja
sem gæti hugsanlega hafið
vinnslu um mitt árið, myndi sjá
15 manns fyrir vinnu í Ólafsfirði,
þannig að ljóst er að hér er um
stórmál að ræða fyrir bæjarfélag-
ið þar. Talað er um að framleiða
þurfi 230 tonn af kavíar á ári úr
grásleppuhrognum ef miðað er
á Fjöllum er við ræddum við
hann um veðurblíðuna sem
verið hefur í allan vetur.
„Þetta getur ekki verið betra
og veturinn hefur verið alveg
einstakur hérna, aldrei neinn
snjór að ráði,“ sagði Kristján.
„Það hríðaði aðeins hér í lok
október í logni og eftir það var
nokkuð svelluð jörð lengi vel en
upp á síðkastið hefur tekið hérna
upp svo mikið að það er meira en
hálfautt. Það má líka segja að hér
hafi ekki komið stórhríð í allan
vetur, og verið sáralítil úrkoma,
þetta er einstakt.
við Frakklandsmarkað en ekki
nema 62 tonn sé miðað við
Bandaríkjamarkað, en þessar
tölur þýða að þá gæti verksmiðj-
an staðið undir sér.
Ekki er ljóst hverjir yrðu aðal-
eigendur að þessu fyrirtæki ef
það verður stofnsett í Ólafsfirði,
en það er m.a. það sem ræða á á
hinum almenna fundi þar í bæn-
um í kvöld.
Grímsstaðir á Fjöllum:
Aldrei ófært
í vetur
Sjá nánar bls. 3.
Það hefur líka alltaf verið opið
bílfæri á milli Norður- og Austur-
lands hérna yfir hálendið í allan
vetur og um helgina fór hérna
t.d. um rúta frá Egilsstöðum sem
var með fólk í skemmtiferð til
Akureyrar. Það er fólksbílafæri
og hefur verið lengst af,“ sagði
Kristján að lokum.