Dagur - 16.01.1985, Side 3
16. janúar 1985 - DAGUR - 3
„Mjög mikið mál
fyrir okkur hér“
- segir Valtýr Sigurbjarnarson bæjarstjóri í Ólafsfirði
um fyrirhugaða kavíarverksmiðju
„Niðurstöðurnar eru tiltölu-
lega jákvæðar og við teljum
tímabært að það komi ein slík
verksmiðja,“ sagði Ingi
Björnsson hjá Iðnþróunarfé-
lagi Eyfirðinga en Iðnþróunar-
félagið hefur að undanförnu
unnið forathugun á byggingu
kavíarverksmiðju fyrir at-
vinnumálanefnd Ólafsfjarðar.
„Ástandið er þannig að við
flytjum út söltuð grásleppu-
hrogn og úr þeim er unnið er-
lendis því enn er aðeins
10-15% sem unnið er úr hér
heima. Meginniðurstaðan er
sú að hráefnið er fyrir hendi og
aðstæður allar eiga að geta
leyft þetta, en hins vegar er
spurning með markaðsverð,“
bætti Ingi við.
„Okkur hefur borist skýrsla
frá Iðnþróunarfélaginu um þessa
athugun," sagði Valtýr Sigur-
bjarnarson bæjarstjóri í Ólafs-
firði er við ræddum þetta mál við
hann. „Skýrslan var rædd í at-
vinnumálanefnd fyrir helgina og
það hefur verið ákveðið að halda
almennan fund um málið á mið-
vikudag (í dag).
Meginniðurstaða þessarar
skýrslu er sú að hér geti verið
hagkvæmt að reisa kavíarverk-
Er aró
smiðju og það er lagt til-að frek-
ari athugun fari fram með það í
huga að verksmiðjan geti tekið til
starfa á miðju þessu ári. Þetta er
fyrir okkur mikið mál því það er
reiknað með að þarna myndu
starfa 15 manns og það er ekkert
smáræði fyrir okkur.“
- Er þetta flókin vinnsla?
„Það held ég ekki. Söltuð
hrogn eru sett í hrærivél og síðan
í kæligeymslu, í áfyllingarvél sem
fyllir á krukkur, þaðan í vél sem
lokar krukkunum og það er hægt
að setja þetta í gegnum geril-
sneyðingarvél.“
- Hvað er rætt um mikið fram-
leiðslumagn á ári?
„Miðað við verð á Frakklands-
markaði í dag þyrfti að framleiða
um 230 tonn til þess að verk-
smiðjan stæði undir sér, en ef
miðað er við Bandaríkjamarkað
sem er mun betri markaður þyrfti
að framleiða 62 tonn til þess að
þetta kæmi slétt út. Útreikningar
Iðnþróunarfélagsins miða við
hvort tveggja."
- Og hráefnisöflun er ekkert
vandamál?
„Nei, það held ég að ætti ekki
að vera þó það kunni að vera um
það skiptar skoðanir. Hér er auð-
vitað um geysigott fyrirtæki að
í hættu?
ræða með tilliti til þess að þarna
er verið að flytja vinnu inn í land-
ið en nú eru grásleppuhrognin
flutt að verulegu leyti óunnin úr
landinu. Það voru flutt á fjór-
tánda hundrað tonn af söltuðum
grásleppuhrognum úr landi 1982
og 700 tonn árið 1983 þannig að
það er ljóst að nóg er af hráefn-
inu sem þessi verksmiðja myndi
þurfa.“
- Hverjir myndu verða eig-
endur þessa fyrirtækis í Ólafs-
firði?
„Það er ekki ljóst ennþá og er
mál sem þarf að ræða. Fundurinn
á miðvikudaginn er m.a. haldinn
til þess að nálgast svar við þeirri
spurningu svo og öðrum sem upp
kunna að koma.“
- Hvað er talið að það kosti að
koma þessari verksmiðju upp?
„Það er gert ráð fyiir að stofn-
kostnaður sé um 7,5 milljónir
króna, vélar og tæki á 5 milljónir
og svo eru tunnur og markaðs-
færsla og fleira. Rekstrarfjárþörf-
in er töluvert mikil því það er
reiknað með að það þurfi 11,5
milljónir til kaupa á hráefni og
umbúðum áður en söluverðmæti
fer að skila sér. Það er ekkert í
þessu sem sýnist vera vonlaust en
það er heldur ekkert sem er ör-
uggt og menn taka alltaf ein-
hverja áhættu. Mér sýnist mjög
vænlegt að skoða þetta mál vel,“
sagði Valtýr bæjarstjóri." gk-.
Á AKUREYRI
Almenn námskeið Myndlistaskólans
hefjast 5. febrúar.
Teiknun og málun fyrir börn og unglinga.
1. fl. 5 og 6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6 og 7 ára. Einu sinni í viku.
3. fl. 8og 9ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10 og 11 ára. Tvisvar í viku.
5. fl. 12 og 13 ára. Tvisvar í viku. 6 fl. 13 og 14 ára. Tvisvar i viku.
Við kennslu í barna- og unglingaflokkum er leitast við að glæða áhuga
nemenda fyrir hinum ýmsu greinum myndlista og örva sköpunargleði þeirra
á markvissan hátt. Nemendum eru kennd undirstöðuatriði teiknunar og
málunar og þeir látnir glíma við verkefni er hæfa þroska þeirra og aldri.
Miðað er við að kennsla þessi sé eins konar viðbót eða framhald þeirrar
kennslu er nemendur hljóta í hinum almenna grunnskóla.
Nemendur fá að kynnast hinum aðskiljanlegustu efnum og tækniaðferðum
er viðkoma myndlistum. Kennslan fer fram bæði sem hópkennsla og
einstaklingskennsla. Með jákvæðum skilyrðum verður sköpunin sjálfsagður
hlutur fyrir barnið og greiður tjáningarmiðill sem því er nauðsynlegur
til almenns þroska.
Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958
alla virka daga kl. 13.00-18.00.
Skólastjóri.
Fundarboð
Fimmtudaginn 17. janúar nk. kl. 20.30 mun veröa
haldinn fundur í Mánasal Sjallans, Akureyri.
Efni fundarins:
Ingimar Sigurðsson og Dögg Pálsdóttir frá
heilbrigðismálaráöuneytinu útskýra lög um
málefni fatlaðra.
Fundurinn er öllum opinn.
Héraðslæknir.
„Hef ekki stórar
áhyggjur eins og er“
- segir garðyrkjustjóri Akureyrar
„Ég hef engar stórar áhyggjur
eins og er a.m.k. á meðan
ennþá er svona dimmt. Þó gæti
verið að gróður væri farinn að
bruma sig upp við hús og ekki
er ólíklegt að grasblettir séu
farnir að taka lit upp við hús-
veggi þar sam hlýju gætir,“
sagði Árni Steinar Jóhanns-
son, garðyrkjustjóri á Akur-
eyri, í samtali við Dag.
„Ég hefði meiri áhyggjur ef
lengra væri liðið á vetur og
veðurfarið væri með þessum
hætti, t.d. í febrúar eða mars. Þá
hjálpar aukin birta til þess að
gróðurinn fari af stað. Ef kólnar
í veðri, eins og útlit er fyrir, ætti
þetta að bjargast. Hins vegar er
ljóst að ef gróður brumar að vetri
er hætt við kali. Þá getur það
einnig verið slæmt fyrir gróður
sem nýlega hefur verið settur
niður ef jarðvegurinn frýs og
þiðnar til skiptis. Almennt held
ég að gróður sé ekki farinn að
tútna og að ekki sé ástæða til að
hafa stórar áhyggjur,“ sagði Árni
Steinar.
Ólafur Vagnsson, ráðunautur
hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarð-
ar, sagðist ekki hafa heyrt um að
bændur væru farnir að óttast um
tún. Hann sagði að grös væru
þolin og þyldu miklar hitabreyt-
ingar betur en t.d. trjágróður. Ef
grös væru hins vegar farin að
lifna og hörkugaddur kæmi í
kjölfarið gæti orðið rótarslit,
vegna hinnar miklu þenslu í jarð-
veginum og það gæti verið slæmt.
Að sumu leyti væri slæmt að eng-
inn snjór væri yfir til að skýla
gróðrinum, en á hinn bóginn yrði
venjulega mestur skaði þegar
snjór lægi yfir svellum. Nú virtist
hins vegar sem svell hefði alveg
tekið upp.
ísleifur Sumarliðason á
Vöglum sagði að ekkert væri
farið að springa út hjá Skógrækt
ríkisins í Vaglaskógi, enda hátt
yfir sjó og yfirleitt seinna til en í
Eyjafirði. Hann sagði að hættan
ætti raunar að vera minnst á þess-
um tíma vegna hins skamma sól-
argangs. Á hinn bóginn sagðist
hann aldrei fyrr hafa lifað aðra
eins tíð þau 35 ár sem hann hefði
verið að Vöglum.
Menn sem fæddir eru á öldinni
sem leið muna ekki aðra eins tíð,
eins langvarandi og nú hefur
verið.
í Mum gangi og stendur fram að helgi.
Stórlækkað verd
Kvenfatnaður, bamafatnaður,
bútar, gam, herrafatnaður, skór
og fleira og fleira