Dagur - 18.01.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 18.01.1985, Blaðsíða 5
Tónlistarfélag Akureyrar Aðalfundur verður í Tónlistarskólanum kl. 17.00 sunnudag- inn 27. janúar 1985. Félagar og áhugamenn um tónlist eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Verkstjórnarfræðslan auglýsir: Verkstjórnarnámskeið Dagana 11.-14. febrúar næstkomandi verður námskeiðið Verkstjórnar- fræðsla I. haldið á Akureyri og dagana 4.-7. mars á Húsavík, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er ætlað þeim sem bera ábyrgð á daglegri vinnu annarra. Leiðbeinendur eru Hermann Aðalsteinsson, Iðntæknistofnun og Þórður M. Þórðarson. Á námskeiðinu verður fjallað um: - Hlutverk verkstjóra varðandi framleiðni. - Störf stjórnenda í fyrirtækinu. - Fjárhagsleg ábyrgð - ágóðahluti. - Stjórnunarstíll, hópstjórnun, gæðahringar. - Ákvarðanataka, vandamálagreining. Námskeiðsgjald er kr. 4.800,- á þátttakanda, þ.e. sama verð og í Reykjavík. Matur og kaffi er ekki innifalið í verðinu. Staður og tími: Akureyri, Sjallinn (Mánasalur) kl. 9-17 alla dagana. Húsavík, Hótel Húsavík, kl. 9-17 alla dagana. Hægt er að skrá þátttakendur hjá Verkstjórnar- fræðslunni, Iðntæknistofnun fslands, síma 91-687000 eða hjá Fjórðungssambandi Norð- lendinga í síma 96-22270. Skráningarfrestur er til 4. febrúar. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA. Fjórðungssamband Norðlendinga og Stjórnunarfélag íslands auglýsa námskeið í STJÓRNUN Markmið: Lögð áhersla á skipulag og uppbygg- ingu fyrirtækisins sem stjórnunareiningar. Gerð grein fyrir mikilvægi markaðssetningar, skipu- lagningu verkefna og lausn skipulags- og stjórn- unarvandamála í fyrirtækinu. Efni: - Stjórnskipulag og tegundir. - Verkefnaskipting - valddreifing. - Skipulagsbreytingar. - Upplýsingar, ákvarðanataka. - Hvað er stjórnun? - Samskipti yfirmanna og undirmanna. Þátttakendur: Yfirmenn og undirmenn sem hafa mikil bein samskipti við starfsmenn og annast skipulagningu og stjórnun. Leiðbeinandi: Höskuldur Frímannsson rekstr- arhagfræðingur, starfar hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar. Verð: Kr. 4.500,- fyrir félaga í Stjórnunarfélagi fslands, 5.650,- fyrir aðra. Staður og tími: Sjallinn, Akureyri (Mánasalur), föstudaginn 1. febrúar kl. 9.30-17.30 og laugar- daginn 2. febrúar kl. 9.00-12.00. Skráning þátttakenda: Hjá Fjórðungssambandi Norðlendinga í símum 96-22270 og 22453. Frestur til að skrá sig á námskeiðið er til 28. janú- ar. 18. janúar 1985 - DAGUR - 5 Þriggja kvölda keppni hefst föstudaginn 18. janúar að Hótel KEA kl. 20.30. Síðan verður spilað miðvikudagana 30. janúar og 13. febrúar. Aðalvinningur: Flugfar fyrir tvo til Reykjavíkur. Einnig verða góð kvöldverðlaun. Allir velkomnir - Verið með frá byrjun. Framsóknarfélag Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.