Dagur - 18.01.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 18.01.1985, Blaðsíða 11
18. janúar 1985 - DAGUR - 11 Ljónið, nornin og skápurinn Almenna bókafélagið hefur sent frá sér ævintýrabókina Ljónið, nornin og skápurinn eftir breska höfundinn heimskunna C.S. Lewis. Þýðandi er Kristín R. Thorlacius, en myndir eru eftir Pauline Baynes, sem mynd- skreytt hefur flestar C.S. Lewis- bækur hvar sem þær koma út í heim- inum. Ljónið, nornin og skápurinn er að sjálfsögðu fyrst og fremst fyrir börn þó að lesendur á öllum aldri hafi skemmtun af að lesa hana. Hún segir frá töfralandinu Narníu þar sem alltaf er vetur, því að nornin sem ræður þar ríkjum vill hafa það svo. Fjögur Lundúnabörn koma að undir- lagi hennar inn í þetta land, nornin ætlaði að hafa gagn af þeim, en það fór öðruvísi en hún hafði ætlað. Höfundurinn, C.S. Lewis (1898- 1963) var prófessor í Cambridge í Englandi. Ævintýrabækur hans eru komnar víðs vegar um heiminn, enda hefur honum verið líkt við H.C. Andersen vegna þess hve snjall hann ,er að búa til ævmtýralönd. Ljónið, nornin og skápurinn er 189 bls. Bókin um brjóstagjöf eftir Márie Messenger Halldóra Filippusdóttir þýddi og staðfærði Út er komin hjá Erni og Örlygi Bók- in um brjóstagjöf eftir Márie Mess- enger. Halldóra Filippusdóttir þýddi og staðfærði en Rannveig Sigur- björnsdóttir hjúkrunarfræðingur las yfir texta og veitti leiðbeiningar, en hún starfar við ungbarnaverndina í Kópavogskaupstað og hefur látið þessi mál mikið til sín taka. Mælir hún eindregið með brjóstagjöf og hvetur mæður öllum ráðum til að hún geti tekist. Á bókarkápu segir m.a.: „Brjósta- mjólk er besta fæða sem hægt er að gefa nýfæddu barni, en þrátt fyrir það eru margar mæður, sem ekki gefa brjóst eða gefast upp eftir mjög skamman tíma. Oft má kenna um skorti á sjálfstrausti og stuðningi. Bókin um brjóstagjöf leggur fram rök, hagnýtar upplýsingar og leið- beiningar, sem nauðsynlegar eru til að ýta undir sjálfstraust móður og hjálpa þannig til að gera brjóstagjöf- ina einfalda, ánægjulega og vel heppnaða. Bókin er byggð á traust- um nýjum upplýsingum úr heimi læknisfræðinnar, ásamt reynslu höf- undar sjálfs, sem móður og ráðgjafa um brjóstagjöf.“ Uppsetning bókarinnar er miðuð við að auðvelt sé að finna ráðlegging- ar. Textanum fylgja ljósmyndir og teikningar til leiðbeiningar. Bókin um brjóstagjöf er sett, prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Eddu. Aðalfiindur Knattspyrnufélagið Vaskur heldur aðalfund föstudaginn 25. janúar kl. 20.00 í íþróttahúsinu Laugargötu. Vaskur. SAMVINNU TRYGGINGAR Samvinnutryggingar g.t. Akureyri, óska eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar, skemmdar eftir umferðaróhöpp: 1. Datsun King cab............ árg. 1982 2. Isuzu Gemini .............. árg. 1981 3. Chevrolet Citation ........ árg. 1980 4. Toyota Corolla ............ árg. 1980 5. Mazda 121L ................ árg. 1979 6. VW Passat ................. árg. 1979 7. Saab 96 ................... árg. 1971 8. Volvo 142 ................. árg. 1971 Bifreiðarnar verða til sýnis í nyrstu skemmu SÍS verksmiðjanna við Glerá, gengið inn að sunnanverðu, mánudaginn 21. jan. 1985 frá kl. 12.30 til 15.00. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t. Skipagötu 18 fyrir fimmtudaginn 24. janúar eða á sýningarstað. Samvinnutryggingar g.t. Vátryggingadeild KEA Skipagötu 18, Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Brúnalaug II, Öngulsstaðahreppi, þingl. eign Hólmfríðar Jóhannsdóttur, fer fram eftir kröfu innheimtu- manns ríkissjóðs, veðdeildar Landsbanka íslands, Ólafs B. Árnasonar hdl., Vilhjálms Vilhjálmssonar hdl. og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 23. janúar 1985 kl. 15.00. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Frá svæðisstjórn málefna fatlaðra Starfsmaður óskast í 90% stöðu í sambýli. Kvöld- og helgarvinna. Uppl. hjá forstöðumanni sambýla í síma 21755 frá kl. 13-16. Ráðskona Ráðskonu vantar nú þegar í fiskvinnsluverkun KEA í Grímsey. Starfstími: 28. janúar til vors. Herbergi í starfsmannahúsi. Umsækjendur vinsamlega hafi samband við Hannes Guðmundsson í síma 73105. Fiskverkunarfólk Fiskverkunarfólk vantar nú þegar í fiskvinnslu- verkun KEA í Grímsey. Herbergi í starfsmanna- húsi. Umsækjendur vinsamlega hafi samband við Hannes Guðmundsson í síma 73105. Frá Námsflokkum Akureyrar Innritun verður í skrifstofu Námsflokkanna í Kaup- angi við Mýrarveg dagana 21.-26. janúar nk. kl. 17- 19. Ekki verður innritað um síma, en upplýsingar veittar í síma 25413 mánudaga, þriðjudaga og mið- vikudaga kl. 10-12. Námsgjöld greiðast við innrit- un. Valgreinanámskeið B-námskeið ætlað ófaglærðu starfsólki við dagvistir, leikvelli og skyldar stofnanir og dagmæðrum. Námskeiðið veitir rétt til 4% kauphækkunar samkvæmt samningum Alþýðusambands Norðurlands og atvinnu- rekenda og er haldið í samvinnu Námsflokka Akureyrar og áðurgreindra aðila. Stundaskrá: Mán 28. jan. kl. 20—21 Setning-Dagvistun Fim. 31. jan. kl. 20-22 Sálarfræöi Mán. 4. feb. kl. 20—22 Sálarfræöi Fim. 7. feb. kl. 20-22 Sálarfræði Mán. 11. feb. kl. 20-22 Sálarfræði Fim. 14. feb. kl. 20-22 Föndur Stundaskrá - KL. MÁN. ÞRI. 18.10 BÓK203 VÉL102 18.50 BÓK203 VÉL102 19.30 BÓK203 STÆ103 20.30 VIÐ103 STÆ103 21.10 VIÐ103 STÆ103 Almennir flokkar Enska I mið. kl. 18.10-19.30 Enska II mán. kl. 20.00-21.20 Enska III mán. kl. 18.10-19.30 Vélritun þri. kl. 20.00-21.20 Bókband mið. kl. 18.00-20.00 Mán. 18. feb. kl. 20-22 Föndur Fim. 21. feb. kl. 20-22 Föndur Mán. 25. feb. kl. 20-22 Föndur Fim. 28. feb. kl 20-22 Meðferð ungbarna Mán. 4. mar. kl. 20-22 Meðferð ungbarna MIÐ. FIM. TÖL 103/ÞÝZ 203 VER103 TÖL 103/ÞÝZ 203 VER103 TÖL 103/ÞÝZ 203 VER103 ENS202 TÖL103 ENS202 TÖL103 Norska barna Sænska barna I Sænska barna II Sænska barna III Vorönn 1985 - Verslunardeild Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR, Stórhólsvegi 4, Dalvfk. Eiginkona, sonur, tengdadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS SIGFÚSSONAR Samkomugerði II. Rósfríður Sigtryggsdóttir. Sigtryggur Jónsson, Halldóra J. Jónsdóttir, Jón H. Sigurbjörnsson. Halla L. Jónsdóttir, Páll A. Magnússon. Helga J. Jónsdóttir, Sverrir Magnússon. Sigfús Jónsson, Guðrún H. Ólafsdóttir. Barnabörn og barnabarnabörn. Framsóknarmenn Akureyri_________________ Framsóknarfélag Akureyrar heldur bæjarmálafund mánudaginn 21. janúar kl. 20.30 í Strandgötu 31. Fulltrúar í nefndum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Stjórnin. FRAMSÓKNARFÉLAG AKUREYRAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.