Dagur - 18.01.1985, Blaðsíða 13

Dagur - 18.01.1985, Blaðsíða 13
18. janúar 1985 - DAGUR - 13 Akureyrskir unglingar heimsækja Dalvíkinga: ing° kusí« eötis asttn VingaT nng Fyrir skömmu lagði val- inkunnur hópur ungl- inga frá Akureyri leið sína til Dalvíkur og skemmti unglingum þar, mun óhætt að segja að hópurinn sé nú heims- frægur á Dalvík. Það voru unglingar úr öllum þremur félagsmiðstöðv- um bæjarins, Dynheim- um, Lundarskóla og Glerárskóla sem tóku þátt ífrægðarför þessari. Þau er báru hita og þunga ferðarinnar voru Addi, Hilda, Laufey og Siggi, sem að eigin sögn sló í gegn. Dagur hitti þessa kátu og hressu unglinga að máli í Dyn- heimum og spurði fyrst hvernig hugmyndin að ferðinni hefði komið fram. „Við fréttum að það ætti að opna félagsmiðstöð á Dalvík og þá datt okkur í hug að upplagt væri að heimsækja þau og sýna ýmis atriði sem við eigum í pokahorninu. Æskulýðsfulltrú- inn á Dalvík hringdi í okkur og þá var bara ákveðið að skella sér þangað. Ár æskunnar flétt- ast einnig inn í þetta, þetta eyk- ur samskipti á milli unglinga." - Hvað fengu dalvískir ungl- ingar að sjá? Herra og ungfrú Dalvík, Tryggvi Kristjánsson og Agnes Matthías- dóttir, stórglæsileg sveifla sér í dansinn. „Það var tískusýning frá Sam- bandinu og Gatsby, svo var spurningakeppni og bingó, þar sem vinsælar plötur voru í verð- laun. Nokkrir sýndu diskódans og aðrir breakdance. Þarna voru eftirhermur og loks var gjörningur, mjög frumlegur og skemmtilegur. Rúsfnan í pylsu- endanum var svo auðvitað þeg- ar við kusum herra og ungfrú Dalvík.“ - Hvernig voru viðtökurnar? „Alveg frábærar, það var tek- ið meiriháttar vel á móti okkur. Krakkarnir sem mættu á skemmtunina voru stórkostlegir áhorfendur og við myndum segja að það hafi átt sinn þátt í hversu vel okkur tókst upp. Þetta var mjög vel heppnað hjá okkur, við vorum frjálsleg og krakkarnir sáu að það er ekkert mál að koma fram með alls kon- ar einföld atriði og við höldum að það hafi ýtt undir að þau eru jafnvel að hugsa um að heim- sækja okkur seinna sem væri ákaflega gaman.“ - Ætlið þið að fara víða með þessa dagskrá? „Það er mikill áhugi að fara á aðra staði hér norðanlands og það má gjarnan koma fram að ef fólk vill taka á móti okkur þá erum við tilbúin að koma.“ - Er ekki töluverður kostn- aður við svona ferðir? „Jú, hann er ansi mikill, aðal- kostnaðurinn liggur í rútuferð- unum fram og til baka. Við reynum að fjármagna ferðirnar með því að sýna hérna á Akur- eyri og taka eitthvað fyrir það.“ - Hvað með tímann sem fer í þetta, kemur þetta ekki niður á skólanum? „Það fer ofboðslega mikill tími í þetta félagsmálastarf yfir- leitt, en maður sér aldrei eftir honum. Jú, þetta kemur niður á skólanum, við erum öll í 9. bekk og við vorum svo heppin að prófin eru ekki byrjuð. Þannig að þetta bjargaðist. Við erum búin að vera í þessu í 3 ár og það er rosalega gaman.“ „Mér finnst nýr og skemmtilegri andi ríkjandi núna, það er meira samstarf á milli félags- miðstöðvanna," segir Addi. „Já, það er vegna þess að nú eru allir búnir að fatta hvað ég er frábær," svarar Sigurður hinn hlédrægi. Stelpurnar hlógu. Áður en ég kvaddi sögðu þau, Addi, Siggi, Hilda og Laufey mér frá því að þau væru Addi, Hilda, Laufey og Siggi, en þau báru hita og þunga ferðarinnar til Dalvíkur. -segja Addi, Hilda, Siggi og Laufey að fara af stað með þjóðdansa- flokk og einnig er á döfinni að setja upp kabarett. Þau eru að pæla í því núna. Auk þess er Siggi dálítið að pæla í ungfrú Dalvík. „Hún er bara allt of ung, ég spurði hana hvað hún væri gömul og hún sagði 12 ára!“ Hún verður eldri Siggi minn. Eins og fram kom í samtali við krakkana í Dynheimum, þá var ný félagsmiðstöð opnuð fyrir skömmu á Dalvík, það er fé- lagsmiðstöðin Gimli. Við hringdum í Gísla Pálsson æsku- lýðsfulltrúa á Dalvík og spurð- um hann um hina nýju félags- miðstöð og um heimsókn Akur- eyringanna. „Þetta er alveg ágætis heimsókn," sagði Gísli. „Krakkarnir settu upp heil- mikla sýningu og skemmtilega. Við gerðum ekki annað en að gefa þeim að borða. Krakkar hér eru mjög ánægðir og eru strax farnir að tala um að fara með svipaða dagskrá til Akur- eyrar. Nei, nei, þau eru ekkert farin að æfa, orð eru til alls fyrst. Við erum mjög hress yfir nýju félagsmiðstöðinni sem var opnuð fyrrihluta desembermán- aðar. Hún er til húsa í gömlu húsi sem áður var læknamiðstöð og það hefur verið mjög vandað til hennar, það er heilmikið sem bærinn er búinn að gera fyrir okkur og við erum að sjálfsögðu mjög þakklát fyrir það. Húsið tekur með góðu móti um 60-70 manns, en það hafa verið hér um 100 unglingar í einu, en það er heldur margt,“ sagði Gísli Pálsson æskulýðsfulltrúi og gaf mér samband við Birgittu Níels- dóttur en hún var einmitt stödd á skemmtun Akureyringanna. „Það var mjög gaman að fá þá í heimsókn,“ sagði Birgitta. „Þeir voru með skemmtilega dagskrá, nei, það var ekkert eitt atriði sem mér fannst skemmti- legast, þetta var skemmtilegt í heildina.“ - Og þið stefnið á Akureyri, eða hvað? „Já, við stefnum að því að koma, en það er ekki gott að segja hvenær það yrði, við erum bara byrjuð að tala um þetta. Við viljum samt endilega koma og vonandi verður af því.“ - Hvenær er opið að Gimli? „Það er opið alla daga milli kl. 5 og 7 og þá fyrir alla aldurs- hópa. Á mánudagskvöldum er opið frá 8 til 11 fyrir 6. bekk og eldri og á laugardagskvöldum er opið frá kl. 8 til 11.30 fyrir eldri krakkana.“ - Hvað gerið þið í félagsmið- stöðinni? „Það eru spilaðar plötur, sumir spila billiard og aðrir á spil, svo eru diskótek og svo- leiðis.“ - Er þetta vel sótt? „Já, mjög vel held ég. Ég hef ekki farið mikið undanfarið, en býst við að gera meira af því seinna meir,“ sagði Birgitta Ní- elsdóttir frá Dalvík. - mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.