Dagur - 18.01.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 18.01.1985, Blaðsíða 7
18. janúar 1985 - DAGUR - 7 , ,Hér er alltaf Majorkaveðw‘ - Rætt við Hafliða Guðmundsson í Grímsey - Hafliði Guðmundsson í Grímsey? - Já, það er hann. - Sæll sértu, Gísli Sigurgeirs- son hérna megin. Hvernig líður ykkur þarna norður við heim- skautsbaug? - Bærilega þakka þér fyrir. Menn eru að gera sig klára fyrir vertíðina og sumir eru byrjaðir, komnir með nýjan kvóta. Ég held að þeir hafi fiskað bara sæmilega og þetta hefur verið góður fiskur. - Er búið að vera langt frí? - Já, flestir voru hættir í byrj- un desember. - Hvað hafa þeir gert síðan ? - Menn hafa bara legið á meltunni. Sjómennirnir okkar vinna í skorpum og þurfa því að fá hvíld inn á milli. Auk þess tekur það sinn tíma að gera klárt fyrir vertíðina sem er að hefjast. - Er nóg að gera ? - Já, já, það vantar meira að segja fólk í fiskvinnsluna. Nú þegar eru hér þrír farandverka- menn frá Egilsstöðum og einn frá Akureyri, en það vantar fleiri. Ef einhverjir eru atvinnu- lausir þá geta þeir haft samband við Hannes í fiskvinnslunni. - Þið hafið náttúrlega haldið áramótaknall. - Já, já, það byrjaði um miðnætti, um leið og árin mættust, og stóð til klukkan að verða fimm á nýársdagsmorgun. Það þótti takast með ágætum og allt fór fram í friðsemd eins og vera ber. - Eru menn nokkuð að dunda sér við léttan heimilisiðn- að í Grímsey? - Ég veit það nú ekki, ég held að menn geri allt of lítið af slíku. Hins vegar er slíkur iðn- aður ekki nema sjálfsögð sjálfs- bjargarviðleitni úr því að Berti er í sífellu að hækka brennivín- ið. - Eru menn farnir að hyggja eitthvað að þorrablóti? - Já, nú líður að því og menn hugsa sér eflaust gott til glóðar- innar. - Þú sérð um vindrelluna, sem á að breyta vindi íheitt vatn til að hita upp húsin ykkar. Hvernig gengur sú tilraun? - Ég held að hún sé á réttri leið. Rellan hefur verið í gangi síðan í sumar, en það er bara allt of gott veður fyrir hana. Þar að auki hefur komið í ljós, að bremsan er of þung, þannig að hún þarf meiri vind til að snúast en ástæða er til. Auk þess þarf að gera smávægilegar lagfæring- ar á tölvustýringarkerfinu. En þetta er allt á réttri leið. - Hefur hún getað hitað þau hús sem við hana eru tengd? - Nei, það hefur ekki tekist. Þessari tilraun hefur verið stjórnað að sunnan, en þar hafa ekki verið aðstæður til að sinna þessu sem skyldi að undan- förnu, þar sem aðalmaðurinn hefur verið erlendis. En ég á von á að eitthvað fari að gerast í þessum málum alveg á næst- unni. - Ert þú enn trúaður á þetta fyrirtæki? - Já, ég er það, ég trúi ekki öðru en okkur takist að gera okkur gott úr vindinum, þannig að slíkar vindrellur geti hitað húsin okkar og sparað okkur þannig verulega olíunotkun. - Nú hafa margir eyjar- skeggjar hent gaman að þessu fyrirtæki og talið það eitt af því versta sem yfir Grímseyinga hefur komið. Er eitthvað hæft í því? - Nei, það held ég ekki. Ég læt slíka gagnrýni sem vind um eyrun þjóta. Vindrellan á eftir að sanna sig. En þetta hefur gengið svolítið brösótt, ekki síst vegna veðurblíðunnar, hér er Majorkaveður upp á hvern ein- asta dag og grös eru farin að taka lit, stjúpur jafnvel farnar að blómstra. - Þið eruð að byggja sund- laug? - Já, það var byrjað á þeirri framkvæmd í haust og Trausti Magnússon var yfirsmiður við verkið. Það er búið að steypa undirstöður undir laugina og steypa upp húsið. Nú er stefnt að því að gera þetta fokhelt í haust, en hvernig verður svo með framhaldið veltur á fjár- veitingum. Það er mjög aðkall- andi fyrir okkur að fá laug, því fram til þessa höfum við þurft að senda krakkana til lands í sund- kennslu. - Eru þá ef til vill margir eyj- arskeggjar ósyndir? - Nei, það vil ég ekki segja, ungdómurinn hefur lært þetta, en á meðal eldra fólksins eru marg- ir ósyndir, jafnvel meðal sjó- mannanna. - Hvernig ætlið þið að hita laugina upp? - Við erum hér með díselraf- stöð og ætlunin er að nota kæli- vatnið frá henni til að hita upp laugina. Það á að duga. - Hvað með ferðamanna- straum til eyjarinnar; hefur hann aukist eitthvað? - Nei, því miður, hann hefur dregist saman ef eitthvað er og ég veit ekki til þess að neitt nýtt sé á döfinni í þeim efnum. Á meðan gamli Drangur var og hét kom hann hingað með fjöl- menna hópa sem stöldruðu gjarnan við í sólarhring eða svo. En nú er það úr sögunni og flest- ir þeir sem heimsækja eyjuna koma með flugi og staldra ekki við nema í um klukkustund. Það er ekki til neins að byggja upp þjónustu í tengslum við það. Við reyndum með hamborgara- stað hér í sumar en það gekk ekki. - En þið eruð samt hressir Grímseyingar? - Já, já, það dugir ekki annað í þessari sumartíð dag eftir dag, 10 stiga hiti og logn er ekki til að kvarta yfir. - Það er rétt Hafliði. Ég vona bara að það haldist og þorra- blótið verði ykkur gott. Þakka þér fyrir rabbið og vertu bless- aður. - Það var nú ekkert að þakka, vertu blessaður. Akureyringar - Bæjargestir Dansleikur laugardagskvöldið 19. janúar. Hljomsveit Finns Eydal, Helena og Alli leika fyrir dansi til kl. 02. Matur framreiddur frá kl. 19-22. Verið velkomin. Borðapantanir teknar í síma 22200. HOTEL KEA AKUREYRI Gjalddagar fasteigna- gjalda á Akureyri 1985 Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveöiö að fast- eignagjöld til bæjarsjóös Akureyrar á árinu 1985 skuli gjaldfalla meö fimm jöfnum greiðslum á gjalddögum 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl og 15. maí. Gjaldseölar veröa bornir út til gjaldenda næstu daga. Athygli skal vakin á, aö séu fasteignagjöldin ekki greidd innan mánaðar frá gjalddaga reiknast á þau dráttarvextir frá gjalddaga aö telja. Bæjarskrifstofan er opin frá kl. 9.30-15.00 daglega frá mánudegi til föstu- dags. Akureyri, 16. janúar 1985. Bæjarritari. Stjómmálaftindir Alþingismennirnir Ingvar Gísiason, Stefán Yalgeirsson og Guðmundur Bjarnason halda almenna stjórnmálafundi sem hér segir: Á Raufarhöfn föstudagskvöld kl. 9 og í Félagsheimil- inu á Húsavík laugardag kl. 4 síðdegis. í Steinhólaskála Eyjafirði kl. 21.00 sunnudagskvöld. I Stóru-Tjarnaskóla sunnudaginn 20. jan. kl. 14.00. Aðrir fundir verða auglýstir síðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.