Dagur - 18.01.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 18.01.1985, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 18. janúar 1985 Era böm mmmeskjur eða ofurlítið ójuilkomið fólk? Þegar einstaklingar verða for- eldrar finnst þeim stundum að þeir séu ekki lengur frjálsir til að vera þeir sjálfir. Gleyma jafnvel að eftir sem áður hafa þeir sína galla. Sem foreldrar hafa þeir öðlast nýja ábyrgð og skyldur til að vera eitthvað ann- að og meira en þeir voru vanir. Klókir foreldrar eru þeir sjálfir, og börn kunna líka að meta það, þau segja: „Pabbi er fínn kall,“ eða „mamma mín er stórfín." Og seinna á unglings- árunum kemur fyrir að þau segja: „Pabbi minn og mamma eru eins og vinir mínir, þeir hafa sína galla en mér finnst vænt um þá.“ Ef við göngum út frá því að börn séu manneskjur og að hvert aldursskeið þarfnist mis- mikillar umönnunar og skipu- lags, eftir því hvaða áhrifum foreldrar óska að barnið verði fyrir. Kjósa þeir e.t.v. að á sín- um tíma taki barnið þátt í að frelsa heiminn, verði ávallt glatt og ánægt, hugsi sjálfstætt og þori að taka afstöðu o.s.frv. Almennt kenna foreldrar barni sínu að vera gott við aðra, en samtímis brjóta foreldrarnir þá reglu. Ef til dæmis einhver meiðir barnið úti, vilja þeir ekki að traðkað sé á þeirra barni, svo þeir segja: „Sláðu aftur.“ Ungbörn (ca. 10 mán.) geta verið aaa og klappað annarri manneskju á vangann og verða hrygg ef þau sjá einhvern hryggan. Seinna þarf að gera börnun- um ljóst að þó að fólk sé mis- jafnlega gott, þurfi þau ekki endilega að hegða sér þannig líka. Jafnframt að sumum hefur ekki verið kennt að tjá sig með munninum heldur „tali“ með höndunum. Sem sagt, það eru til aðrar leiðir til að leysa ágreiningsmál, eins og að hugsa sig um, reyna að skilja og tala saman. Það er ekki hægt að lemja ástúð í neinn, heldur úr. Ef börn geta ekki talað eðli- lega á ákveðnum aldri, þá eru þau send til talkennara. Væri hægt að senda árásargjörn börn í kærleikskennslu? Sumir foreldrar eru undir svo miklu álagi að þeir eiga enga orku eftir fyrir börnin sín, til að gefa þeim það öryggi, og jafn- vægi er þau þarfnast, til að geta vaxið úr grasi glöð og heilbrigð. Samfélagið ætlast til þess að þau læri að leysa stór og smá vanda- mál sem þau standa frammi fyrir, heima, í skólanum og alls staðar í samfélaginu. En eru foreldrar sáttir við að afsaka sig vegna of mikils vinnuálags og fjárhagsvanda- mála? Eða er það umhverfið sem útskýrir og afsakar að það sé ekki tími til fyrir börnin, vegna þess að samfélagið krefst meira af foreldrum og öllum? Fullorðnir festast í fleiri og fleiri skyldum sem gerir dag- legt líf flóknara, og eiga því minni og minni tíma fyrir börnin. „Samtal:“ Faðir: Hvert ertu að fara? Sonurinn: Út. F: Hvað ætlar þú að gera? S: Ekkert. F: Hvenær kemur þú heim? S: Á eftir. Hvað eru góðir foreldrar? Það eru til dæmis foreldrarnir sem setja einföld og skýr mörk fyrir börnin sín. Og fara eftir þeim með öryggi og ástúð í samvinnu við börnin. Foreldrar sem gefa sér tíma til að hlusta hvað börnin hafa verið að gera og fylgjast með því sem þau láta ósagt. Að hjálpa börnunum þegar illa gengur, og gleðjast með þeim er vel gengur, leysa vandamál sem skjóta upp koll- inum í daglegu lífi. Það eru foreldrar sem eru einlægir og elskulegir án þess að vænta sífellt einhvers í staðinn. Og síðast en ekki síst taka börnin eins og þau eru. Sjúkdómar, atvinnuleysi og alls kyns álag gerir erfiðara og erfiðara að vera góðir foreldrar. í daglega lífinu koma börnin til með að verða fyrir áhrifum frá öðrum sem foreldrarnir geta deilt ábyrgðinni með s.s. afa og ömmu, skyldfólki, nágrönnum, Ég er glaður (eftir 5 ára dreng). barnapíum og svo öllum sem hafa atvinnu af því að sjá um börn. Og oftar en sjaldnar lendir barnið í sömu aðstöðu og heima. Þetta „stuðningsfólk“ hlustar ekki á börnin heldur talar niður til þeirra, bendir, gagn- rýnir til að reyna að móta þau eftir sínu höfði, eins og foreldr- arnir. Það eru að sjálfsögðu til undantekningar þar, eins og hjá foreldrum. Hvað eru góðir foreldrar? (4-5 ára börn.) Kristján: „Þeir reiðast ekki þeg- ar ég er að suða eitthvað.“ Jón: „Þegar þau eru að gefa mér dót.“ Anna: „Skammast ekki þegar ég hef gert eitthvað sem ég mátti ekki. Þau segja bara, þú mátt þetta ekki.“ Loftur: „Þegar þau baka kökur.“ 8. grein - Fóstrur á Akureyri skrifa Frá því var sagt í útvarpinu sl. haust aö gangnamaöur kom að álft er sat uppi á barði. Varð báðum hverft við og kom til bardaga. Steinn Jóns- son í Lyngholti lýsti atvikinu svo: Álftarvargur æskusnar Ólaf felldi og lagðist yfir. í fangbrögðum sem fylgdu þar fuglinn dó, en Óli lifir. Ingibjörg frá Forsæludal yrkir um ljóðagerð fyrr og nú: Áður taldi íslensk þjóð óðsnilldina gæði. Samin voru og lesin Ijóð, lærð og sungin kvæði. Nú má kaupa þessi þjóð. Þrykkt og gyllt í sniðum, f gerviskinni gerviljóð af gerviljóða smiðum. Rósberg G. Snædal orti þessa vísu að vori: Hlýnar vangur, grund og gil, grænir anga hagar. Okkur fangið fullt af yl færa langir dagar. Pessa kvað Rósberg að hausti: Hægt er fetað hálan veg, heldur letjast fætur. Kuldahretum kvíði ég, komnar veturnætur. / Arétting { síðustu Blöndu var birt ljóð eftir Kristján Benediktsson, málara, sem hann orti í orðastað „Manga“ og var ljóðið beiðni um meistarabréf. Við hlið ljóðsins birtist mynd af Magnúsi Snæ- björnssyni, klömbruhleðslumeistara frá Syðri-Grund. Til áréttingar skal það tekið fram, að myndin af Magnúsi var ekki í neinu sambandi við ljóðið og Magnús á engin tengsl við „Manga“. Heimsstyrj- aldarárin á íslandi 1939-1945 Síðara bindi eftir Tómas Þór Tómasson Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út síðara bindið af ritverkinu Heimsstyrjaldarárín á fslandi 1939- 1945 eftir Tómas Þór Tómasson, en fyrra bindið kom út á síðasta ári. Fyrra bindið fjallaði um hernám Breta og lauk þar sem Bandaríkja- menn voru að taka við. f þessari bók, þ.e. síðara bindinu, heldur Tómas áfram þar sem frá var horfið og segir frá hersetu Bandaríkjamanna og þjóðlffi á íslandi fram yfir lok heims- styrjaldarinnar. Fjallað er ítarlega um lýðveldisstofnunina, sambúð Is- lendinga og Bandaríkjamanna og m.a. eru hin frægu „ástandsmál“ rakin. Þá er einnig fjallað um breyt- ingu á búsetu og atvinnu sem varð á þessum árum. í bókinni er fjöldi Ijósmynda og hafa fæstar þeirra birst áður. Voru myndirnar m.a. fengnar úr safni hersins í Bandaríkjunum og fjöl- margir er myndir tóku á þessum árum drógu þær úr pússi sínu til birt- ingar í bókinni. Út af fyrir sig eru mvndir bessar söguleaur fiársióður. Ekki er vitað um hvern Rósberg orti næstu vísu. Eyddi sorg í iðu glaums úti á torgum sviðnum. Spilaborgir bernskudraums brunnu að morgni liðnum. Séra Tryggvi Kvaran orti er hann sá mann arka til ástarfunda: Stóran mann ég stika sá stundargleði að njóta. Löngum hefur lífsins þrá langt á milli fóta. Langt er nú síðan Arngrímur mál- ari kvað þessa vísu í Laxárdal: Grösin niða engjum á, eykur kliði smalinn. Fossar riða runnum hjá. Rósir iða um dalinn. Hið sama má segja um næstu vísu er Mývetningurinn Gamalíel Hall- dórsson kvað, er hann hugði til veiða. Vildi ég hann kyrrði í kvöld, kaldan lægði bárufald. Gild svo veiðin gæfist öld. Gjaldið lof þeim alls á vald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.