Dagur - 18.01.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 18.01.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 18. janúar 1985 „Fólk fer í sólarlampa til að fá brúnan og hraust- legan lit, en einnig til að losna við streitu og vöðvabólgu, liturinn er sálfræðilega hliðin, hverjum líður ekki betur með hraustlegt og fallegt útlit. “ Við erum komin í heimsókn á einaaf nýjustu sólbaðsstofum bæjarins, sem heitir því sólríka nafni „Hawaii“. Pað er annar eigandi hennar, Tryggvi Þórar- insson, sem hefur orðið, en meðeigandi hans er Gunn- iaugur Einarsson. Tryggvi sér um rekstur stofunnar, ásamt Ingibjörgu Ingólfsdóttur eigin- konu sinni. Tryggvi var spurður um þær ásakanir sem sólar- lampar hafa orðið fyrir að undanförnu, sem sé að þeir valdi húðkrabba. B-geislarnir úr sögunni „Til skamms tíma voru flestar sólbaðsstofur með svonefndar UVB perur, sem gefa frá sér 1,5% af B-geislum, en samsvar- andi magn þeirra frá sólinni er 0,05-0,07%. Það eru þessir geislar sem brenna húðina og jafnframt er talið að þeir geti valdið húðkrabba. Þessar perur hafa verið notaðar í svonefnda 18 mínútna lampa, en nú hefur innflutningur þeirra verið bann- aður og í undirbúningi mun vera að taka þær úr umferð. Á síðustu mánuðum hefur orðið bylting í þessum málum, því smátt og smátt hafa svo- nefndir 27 mínútna lampar ver- ið að ryðja sér til rúms og við hjá Hawaii bjóðum eingöngu slíka lampa. Þeir eru betur bún- ir en þeir gömlu, lengri og breiðari. Auk þess eru í þeim nýjar perur, svonefndar UVA perur, sem gefa ekki frá sér B- geisla nema 0,01% á móti 1,5% í gömlu lömpunum. í staðinn kemur A-geisli, sem er mildur og skaðlaus, að því er talið er.“ - Hvernig á að nota þessa lampa, hversu lengi í senn og hvað oft? „Hver tími er 27 mínútur og það er í lagi, jafnvel fyrir byrj- endur, að nota fullan tíma, því þessir lampar brenna húðina ekki. í byrjun er rétt að taka 5- 10 tíma kúra, en við ráðleggjum nýliðum að fara ekki daglega, láta líða a.m.k. einn dag á milli. En eftir kúrinn hefur reynst nægjanlegt að fara einu sinni í viku í lampa til að halda litnum.“ Anna Þórhallsdóttir, sem var að „sóla“ sig í einum lampanum á Hawaii þegar okkur bar að garði, tók í sama streng. Hún sagðist hafa notað mikið gömlu gerðina af sólarlömpunum, fyrst eftir að þeir komu. „Ég var alveg sjúk í lampana til að byrja með,“ sagði Anna, „en síðan gafst ég upp á þeim, í og með vegna þess hvað ég varð rauð og þrútin í andliti eftir hvern tíma. En ég byrjaði aftur eftir að Hawaii byrjaði og bauð upp á nýja gerð af lömpum. Og þetta er allt annað líf, maður brennur ekkert. Hverju sækist ég eftir, litnum fyrst og frernst," sagði Anna. „Við leggjum áherslu á að viðskiptavinir okkar noti lamp- ana á réttan hátt. Sumir vilja til dæmis tvöfaldan tíma, en við ráðum fólki eindregið frá því, þar sem það er alger misnotkun og fer illa með húðina," sagði Tryggvi. Prifnaður mikið atriði - Hvað með þrifnað? „Já, þrifnaður er mjög mikið atriði og við höfum svo sem heyrt sögusagnir um sóðaskap- inn hjá okkur, sem hlýtur að vera kominn frá öfundsjúku fólki, sem á illt með að þola vin- sældir stofunnar. En ég get fullyrt, að þrifnaður gerist ekki meiri eða betri en hér hjá okkur og þetta geta viðskiptavinir okkar staðfest. Þeir hafa margir lýst yfir ánægju með þann þrifn- að sem hér ríkir. Við þvoum bekkina sjálf eftir notkun, en það tíðkast því miður ekki á öllum sólbaðsstofum. Fyrst er svitinn þurrkaður af, en síðan er bekkurinn úðaður með Hlýleg setustofa er í Hawaii. Á myndinni er Unnur Sigurðardóttir, starfsstúlka á Hawaii, Tryggvi Þórarinsson og Anna Þórhallsdóttir. Myndir: GS hreinsi- og sótthreinsivökva, og loks þurrkaður í tvígang. Einn- ig eru andlitsljósin þvegin eftir hverja notkun. Auk þess er stofan öll þrifin eftir hvern dag. Er hægt að gera betur?“ ' - Hvað með verðið? „Verð hjá sólbaðsstofum hef- ur að sjálfsögðu verið mjög misjafnt, enda er mikill munur á því að selja tíma í 18 mínútna lampa eða 27 mínútna. Fyrir það fyrsta er hver tími lengri í þeim síðarnefndu, en auk þess eru lamparnir dýrari og skila betri árangri. Tíminn hjá okkur kostar 170 kr., sem þið á Degi sögðuð helmingi dýrara en hjá ódýrustu stofunni. Slíkt stenst ekki, þar sem ekki er verið að selja sömu þjónustuna, eins og ég hef bent á. Algengt verð í lampa eins og við erum með er 150-190 krónur í Reykjavík og ég veit að hærri talan sést hér á Akureyri líka. Okkar þjónusta er því ekki okur og við bjóðum 5 og 10 tíma kort með veru- legum afslætti; 5 tíma kortin á 750 kr. og 10 tíma kortin á 1.400 krónur. Hver og einn bekkur er í sérklefa og gestir okkar fá sér sturtuklefa og að- stöðu til að vera út af fyrir sig við snyrtingu. í lokin geta gestir okkar síðan slappað hér af í vistlegri setustofu," sagði Tryggvi Þórarinsson í lok sam- talsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.