Dagur - 23.01.1985, Blaðsíða 1
TÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
MARGAR GERÐIR
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
AKUREYRI
68. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 23. janúar 1985
9. tölublað
Selurinn gerir usla í Eyjafirði:
Lítið annað
en hausar
á línunum
Þá er selurinn kominn í Eyja-
fjörðinn á nýjan leik og hafa
trillusjómenn orðið áþreifan-
lega varir við það. Þetta er
þriðji veturinn sem selurinn
nánast leggur undir sig fjörð-
inn og sl. tvo vetur hefur nær
enginn fískur verið veiðan-
legur eftir að selurinn kom.
Eru sjómenn að vonum
óhressir með þessa þróun.
Hvolpur í
stað kattarins
Það eru ekki einungis menn sem
brotið hafa af sér eða lent í vand-
ræðum á einn eða annan hátt sem
gista lögreglustöðina á Akureyri.
Á dögunum sögðum við frá
ketti sem dvaldi um tíma á lög-
reglustöðinni í góðu yfirlæti, en
samt sem áður í óþökk þeirra
sem þar ráða húsum, enda er lög-
reglustöðin ekki hugsuð sem
geymslustaður gæludýra.
Kötturinn mun hafa verið sótt-
ur af eigendum hans eftir að
mynd af honum kom í Degi, en
þá tók annað við. Lögreglunni
var tilkynnt um hvolp í óskilum í
Miðbænum og hann fór nú í
„bæli“ kattarins á lögreglustöð-
inni.
Þar dvelur hann enn, og er Iög-
reglumönnunum áfram um það
að eigandi hvolpsins vitji hans
svo ekki þurfi að koma til frekari
aðgerða . . .
„Það er greinilegt að selurinn
er kominn, þó að maður hafi ekki
séð mikið til hans, því svo mikið
er af selbitnum fiski og það fer
ekkert á milli mála hvað er á
ferðinni. Það er svolítið misjafnt
hversu mikið skemmist en sem
dæmi get ég nefnt að ég dró á
dögunum eina línu með 45 haus-
um, en á henni voru auk þess um
20 kg af heilum fiski. Greinilegt
var að fiskurinn hafði verið slit-
inn í sundur. Líkur eru á að
meira fari en það sem við sjáum,
því í sumum tilvikum hlýtur sel-
urinn að ná öllum fiskinum af lín-
unni og skilja ekkert eftir. Suma
daga er selbitinn fiskur á öllum
okkar línum og á sumum línun-
um eru ekkert nema hausar.
Miðað við meðalþyngd á fisk-
inum sem hefur verið að veiðast
má reikna með að á þessari einu
línu sem ég nefndi, með 45 haus-
unum, hafi um 80 kg farið í
selinn," sagði Bergsteinn Garð-
arsson, sem gerir út á trillu frá
Akureyri, í viðtali við Dag. - HS
-*. I-..
Þá er snjórinn kominn og allt verður svo miklu fallegra, ekki síst í augum
skíðamanna, sem beðið hafa eftir þessu í langan tíma. Hvað þetta endist er
svo óvíst. Spáin fyrir veturinn var ekki „góð“. Mynd: HS
Bjarni Herjólfsson:
Óvíst hvort
KEA kaupir
„Þau eru að velta sér upp úr
þessu blöðin fyrir sunnan;
maður má ekki einu sinni líta
á skip þá er maður búinn að
kaupa það,“ sagði Kristján
Ólafsson, útgerðarfulltrúi hjá
KEA, í samtali við Dag, en
það hefur heyrst að Útgerðar-
féiag KEA hyggist festa kaup
á togaranum Bjama Herjólfs-
syni, sem var sleginn Lands-
bankanum á uppboði fyrir
skemmstu.
„Það er hins vegar alveg ljóst,
að við verðum að endurnýja Snæ-
fellið á næstunni og þar af leið-
andi erum við farnir að líta í
kringum okkur eftir nýju skipi,“
sagði Kristján. „Það er hins vegar
tvennt til í því hvort við bjóðum
í Bjarna Herjólfsson eða ekki.
Okkur býður í grun, að Lands-
bankinn vilji fá 93-95 m. kr. fyrir
skipið, sem okkur finnst fullmik-
ið, ekki síst vegna þess að það
þarf að taka skipið allt í gegn
áður en það er tilbúið á veiðar og
það er skammt í að það þurfi að
gangast undir svonefnda 8 ára
skoðun. En það kemur í ljós á
næstu dögum, hvort Bjarni Herj-
ólfsson er fýsilegur kostur fyrir
útgerðarfélagið," sagði Kristján
Ólafsson. - GS
Fær Slippstöóin stórt
verkefni frá Kanada?
Hugsanlegt til-
boð í lengingu og
„kassavæðingu“
9 togara
„Það liggur í sjálfu sér ekkert
fyrir um niðurstöðu þessa
Magnús Lárusson afliendir forseta bæjarstjórnar undirskriftalistana sem 995
manns skrifuðu undir. Mynd: ESE
Hækkun fasteigna-
skatts mótmælt
máls, en ég sé ekkert á móti
því að við endurbyggjum þessa
togara fyrir Kanadamenn, ef
okkur sýnist verkefnið eftir-
sóknarvert,“ sagði Gunnar
Ragnars, framkvæmdastjóri
Slippstöðvarinnar.
Það er útgerðarfyrirtæki í
Nova Scotcia, nánar tiltekið í
Halifax, sem hefur áhuga á að
láta „kassavæða“ níu togara sína.
Til þess þarf að lengja skipin og
gera á þeim margvíslegar endur-
bætur, auk þess sem þau verða
styrkt fyrir siglingar í ís. Reikna
má með að hvert skip skapi
Slippstöðinni fjögurra mánaða
vinnu ef úr verður.
„Fulltrúar þessa útgerðarfyrir-
tækis komu hingað til okkar í
haust til að kynnast okkar starf-
semi og til að sjá skip sem við
höfum „kassavætt", eins og það
er kallað,“ sagði Gunnar. „Þeir
hafa síðan verið í sambandi við
okkur, sem varð loks til þess að
við ákváðum að heimsækja þá ög
kynnast þeirra þörfum. Nú liggur
svo fyrir að skoða þetta verkefni
rækilega og ef okkur líst á það
reikna ég með að við gerum þeim
ákveðið tilboð. Og það er ekki
óraunhæft að ímynda sér að við
getum fengið þetta verkefni, þar
sem kanadískar skipasmíða-
stöðvar hafa ekki reynslu á þessu
sviði, því enn er fiskur ísaður í
stíur í flestum kanadískum togur-
um, líkt og hér var gert fyrir ein-
um 10-15 árum. Við höfum hins
vegar áralanga reynslu í áþekk-
um breytingum og teljum okkur
því hafa nokkurt forskot á
kanadískur verksmiðjurnar,"
sagði Gunnar Ragnars.
Með Gunnari í ferðinni var
Sigurður Ringsted, yfirverkfræð-
ingur stöðvarinnar, og fulltrúar
frá Plasteinangrun, því líklegt er
að Kanadamennirnir kaupi fisk-
kassa frá Plasteinangrun í togara
sína. - GS
I gær voru afhentir undir-
skriftalistar, sem safnað hefur
verið á Akureyri undanfama
daga, þar sem mótmælt er
hækkuðu álagi á fasteigna-
skatt. Meirihluti bæjarstjórnar
ákvað að skatturinn yrði lagð-
ur á með 25% álagi í stað
12,5%, en þetta þýðir 937 kr.
hækkun á fasteign upp á hálfa
aðra milljón.
í skjalinu segir að launafólk
hafi að undanförnu mátt þola
mikla kjaraskerðingu og sé síst í
stakk búið til að taka á sig auknar
byrðar. Oddviti meirihlutans seg-
ir í viðtali við Dag að lægri út-
svarsprósenta komi betur út fyrir
almenning en lægra álag á fast-
eignaskatt. Sjá bls. 3.
Norskt og íslenskt
tilboð koma til greina
Tvö tilboð í gerð skipa- og
vélarúmshermis fyrir Verk-
menntaskólann á Akureyri
eru nú til gaumgæfílegrar
skoðunar hjá byggingarnefnd
skóians. Eru þetta tilboð frá
norsku fyrirtæki og svo tilboð
frá fímm íslenskum fyrirtækj-
um.
Óskað var cftír verðhug-
myndum um gcrð hcrmisins og
voru þau tilboð kynnt á fundi
byggingarnefndar Vcrkmcnnta-
skólans á sunnudag. í gær var
fyrirhugað að funda mcð full-
trúum norska fyrirtækisins og
íslensku fyrirtækjanna i
Reykjavík og fara yfir tilboðin.
Petta cr mjög flókið mál og
samanburður erfiður og því
lágu tilboðstölur ekki fvrir er
Dagur ræddi við Hauk Árna-
son, formann byggingar- og
skólancfndar. Sjá nánar bls. 3.